Dagblaðið - 11.02.1980, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 11.02.1980, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1980. i Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir FH-ingar heppnir að ná stigi gegn HK að Varmá — í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik. Tveir af máttarstólpum HK-liðsins EYJA-ÞOR HLAUT SÍN FYRSTU SHG — Sigraði nafna sinn frá Akureyri 24-20 í 2. deild handknattleiksins í Vestmannaeyjum Þór frá Vestmannaeyjum hlaut sín fyrstu stig i 2. deild íslandsmótsins í handknattleik í gær, þegar liðið sigraði nafna sinn frá Akureyri í hörkuleik i Vestmannaeyjum. Þórsarar höfðu frumkvæðið framan af en rétt fyrir hálfleik komust heima- menn yfir og staðan var 11—8 fyrir Þórsara í hálfleik. Norðanmönnum tókst að jafna einu sinni i síðari hálfieik, 16—16, en með ódrepandi baráttuvilja og gífurlegum Týr og Þór unnu UBK Tveir kvennaleikir í handknattleik voru háðir í Vestmannaeyjum um helgina. í 2. deild kvenna sigraði Týr—UBK, Kópavogi, með 15—12. í bikarkeppni meistaraflokks kvenna sigraði svo Þór, Vestmannaeyjum, UBK með 18—11. -FÓV. stuðningi áhorfenda tókst Eyjamönn- um að sigra nokkuð örugglega24—20. Leikurinn var mjög harður og þurftu dómararnir, Bjarni Hákonarson og Pétur Þ. Gunnarsson átta sinnum að vísa leikmönnum út af — þar af fimm heimamönnum. Bezti leikmaður Þórs, Vm. og vallar- sins var Karl Jónsson. Mikill baráttu- maður og batt vörnina vel saman. Þá var Sigmar Þröstur góður i marki — varði meðal annars þrjú vítaköst. Her bert var einnig góður en þetta var þó fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar. Hjá Þór Ak. var Pálmi Pálmason frískastur. Sigtryggur og Benedikt áttu einnig ágætan leik. Árni Stefánsson, línumaðurinn snjalli, fékk ekkert svigrúm að þessu sinni. Mörk Þórs Vm. skoruðu Herbert 7/4, Gústaf 6, Ásmundur 5, Ragnar 3, Karl 2 og Gestur 1. Mörk Akur- eyrar—Þórs skoruðu Pálmi 7/2, Benedikt 3, Hrafnkell 3, Sigtryggur 3, Arnar 2 , Sigurður 1 og Árni 1. -FOV urðu að yfirgefa leikvöllinn. HK- hafði um tíma fimm marka forustu ,,HK-liðið væri stórgott ef þar væri meiri breidd,” sagði liðsstjóri FH, Ragnar Jónsson, eftir að lið hans hafði gert jafntefli við strákana úr Kópavogi í 1. deild íslandsmótsins í handknatt- leik í íþróttahúsinu að Varmá í gær, 19—19. Eins og leikurinn þróaðist voru FH-ingar heppnir að hljóta stig í leiknum — ná jafntefli, þó svo HK jafnaði í 19—19 mínútu fyrir leikslok. HK varð fyrir miklum áföllum í leiknum. Þegar 25 mín. voru af leikn- um meiddist Kristján Þ. Gunnarsson, þegar hann skoraði sitt sjötta mark í leiknum. Fór úr liði á fingri og var ekið á slysavarðstofuna. Lék ekki meir en FH-ingar höfðu átt í hinu mesta basli með að stöðva Kristján — raunar ekki Norðmenn sigurvegarar — í C-keppnimi í handknattleik Norðmenn sigruðu I C-keppni heims- meistarakeppninnar í Færeyjum, sem lauk á laugardag. í úrslitaleik keppn- innar unnu Norðmenn Frakkland með 21—19 eftir 11—6 í hálfleik. í keppn- inni um þriðja sætið sigraði Austurríki ísrael 25—20 (11—10). Röð efstu þjóða varð þvi 1. Noregur 2. Frakkland 3. Austurriki 4. ísrael og þessi lönd leika í B-keppninni 1981. Portúgal varð í fimmta sæti — sigraði Færeyjar 34— 25 í lokaumferðinni. Færeyingar höfðu yfir I hálfleik 17—16. Þá sigraði Belgía Luxemborg 25—19 (13—10) og Ítalía sigraði Bretland 25—17 (12—4). tekizt það. Um miðjan síðari hálf- leikinn var Ragnar Ólafsson rekinn af velli í þriðja sinn — og útilokaður það sem eftir lifði leiks. Þar með hafði HK misst tvo af máttarstólpum sínum frá leiknum — og liö, sem hefur jafn fáum sterkum leikmönnum á að skipa, má ekki við slíku. Lengi vel virtist stefna í öruggan sigur HK-manna. Þeir voru miklu ákveðnari en FH-ingar, sem illa söknuðu Sæmundar Stefánssonar. Börðust miklu betur ákaft hvattir af áhorfendum — og að baki sér höfðu þeir frábæran markvörð, Einar Þor- varðarson, sem varði 13 skot i leiknum. Markvarzla FH hins vegar í molum lengstum. Þegar 40 min. voru af leik hafði HK náð fimm marka for- skoti, 17—12 og hafði möguleika á að auka þann mun í sex mörk. Það tókst ekki. FH minnkaði muninn hins vegar i fjögur mörk og um miðjan hálfleikinn var Ragnari vikið af velli. Eftir það átti HK í vök að verjast — tveir af hinum fáu aðalmönnum liðsins úr Ieik. Þó hélt HK forustu þar til að fjórar mín. voru eftir. FH jafnaði í 18—18 og spennan var gífurleg. Rétt áður hafði Hilmar Sigurgíslason skotið himinhátt yfir FH-markið úr vítakasti. í annað sinn, sem hann varð fyrir því. FH komst yfir, þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka. Það dugði ekki. Fyrrum Víkingurinn, Magnús Guðfinnsson, jafnaði í 19—19 fyrir HK. Mínúta til leiksloka en FH fann ekki glufu á vörn Kópavogsliðsins. Þegar sjö sekúndur voru eftir fékk FH aukakast og upp úr því reyndi Geir Hallsteinsson skot, sem fór í varnarvegginn. Um leið rann tíminn út. Spennandi leik var lokið — en að sama skapi ekki alltaf vel leikinn. Baráttuvilji HK-manna er aðdáunar- verður og liðið hefur nú fengið fimm stig úr síðustu þremur leikjum sínum. Ef liðið hefði ekki misst þá Kristján og Ragnar af velli hefði það eflaust staðið uppi sem sigurvegari þriðja leikinn í röð. En enginn má sköpum renna. Liðið var óheppið að þessu leyti en það átti þrjá beztu leikmennina i leiknum — Kristján áður en hann meiddist, Einar markvörð, og hinn bráðsnjalla Hilmar Sigurgíslason. FH reyndi að taka hann úr umferð mest allan leikinn — en gekk illa að hemja Hilfnar. Hann var þrátt fyrir gæzluna allt í öllu í sóknarleik HK og skoraði sex gullfalleg mörk. Hins vegar fór hann illa að ráði sínu með vítaköstin. FH-liðið var heldur dauft í þessum leik — einn af lakari leikjum iiðsins á mótinu. Baráttuvilji HK-manna virtist setja ýmsa leikmenn liðsins úr jafnvægi — sóknarleikurinn aldrei verulega beittur. Lítið um fléttur, sem komu vörn HK úr jafnvægi. Enginn skar sig verulega úr — helzt að Valgarður og Pétur sýndu eitthvað. Góð byrjun HK Eftir að Valgarður hafði skorað fyrsta mark leiksins fyrir FH svöruðu HK-menn með fjórum mörkum, 4—1. Jón Einarsson var erfiður framan af — en Magnúsi Teitssyni tókst að setja undir. þann leka, þegar á leikinn leið. Hafði Jón í strangri gæzlu. FH, minnkaði muninn og tókst að jafna í 5—1. Komst síðan yfir 6—5. Hilmar misnotaði víti hjá HK, en skoraði siðan gull af marki. Jafnt 6—6 og HK hélt á- fram sínum góða leik. Kristján Þ. Gunnarsson óstöðvandi — skoraði fimm mörk á stuttum tíma fyrir HK en fór úr liði, þegar hann skoraði sjötta mark sitt í leiknum — tólfta mark HK. HK komst um tíma þremur mörkum yfir, 9—6, en staðan í hálfleik 12—10 fyrir Kópavogsliðið. FH tókst ekki að skora síðustu fimm minúturnar og voru HK menn þó tveimur færri um tima. HK byrjaði ntjög vel í síðari hálf- leik. Komst i 14—10 og síðan 17—12. Þá virtist HK-sigurinn vera innan seilingar. En eftir að Ragnari var vikið af velli fór að halla undan fæti. FH gekk á lagið og jafnaði. Loka- minútunum hefur áður verið lýst. Mörk HK skoruðu Hilmar 6/1, Kristján 6/2, Jón Einarsson 3, Magnús 2, Ragnar 1 og Kristinn 1. Mörk FH skoruðu Valgarður 4, Kristján 4/3, Hilmar Sigurgíslason, HK, — átti stór- snjallan leik með liði sinu en urðu þó á þau mistök að skjóta tvivegis himin- hátl yfir úr vítaköstum. Ljósmynd Bjarnleifur. Guðmundur 3, Geir 3, Pétur 3, Magnús logHansl. -hsim. Gottogódýrt Ærhakk kr. 1.970.- pr. kg. \ Innihald 500-700 g ærhakk 1-2 stk. laukur 75 gr. sveppir 50 gr. smjörlíki 1 msk. tómatkraftur 1/4 tesk. karrý 1/4 tesk. paprika salt, ostur Tíllaga að matreiðsfu. Ærhakkiðfœst í næstu kjötbúð ítalskur hakkréttur Hakk, laukur og sveppir brúnað á vel heitri pönnu i smjöri, kryddað. Tómatkrafti bætt út i og e.t.v. dálitlu af brúnni sósu ef til er. Allt sett í eldfast mót eða form, ostinum stráð yfir, bakað i vel heitum ofni i 5-7 min. eða þar til osturinn er bráðinn. Borið fram með spaghetti, hrisgrjónum, bökuðum baunum, grófu brauði, hræðrum kartöflum, hrásalati eða öðru þvi er hugurinn girnist. Kjötiðnaðarstöð Sambandsins Kirkjusandi sírrú-.86366 HK — FH 19-19 (12-10) Uiandsmótið í 1. deild karia, HK—FH19-19 (12—10) i íþróttahúsinu að Varmé 10. fabrúar. Beztu menn Hilmar Sigurgislason, HK, 8, Einar Þorvarðarson, HK, 8, Kristján Þ. Gunnars- son, HK, 8, Valgarð Valgarðsson, FH, 7, Pótur IngóHsson, FH 7. HK. Einar Þorvarðarson, Bergur Þorgeirsson, Magnús Guðfinnsson, Kristinn Ólafsson, Krístján Þ. Gunnarsson, Eriing Sigurðsson, Hilmar Sigurgisiason, Ragnar ólafsson, Berg- sveinn Þórarínsson, Jón Einarsson, Gunnar Ámason, Kristján Guölaugsson. FH. Sverrir Krístinsson, Valgarð Valgarðsson, Guðmundur Magnússon, Geir Hallsteinsson, Pétur IngóHsson, EyjóHur Bragason, Ámi Ámason, Magnús Teitsson, Krístjén Arason, Hans Guðmundsson, Hafsteinn Pétursson, Haraldur Ragnarsson. Dómarar Gunnar Kjartansson og Ólafur Steingrímsson, HK fékk 5 vitaköst Nýtti þrjú — HHmar skaut tvivegis yfir. FH fékk 4 vftaköst. Nýtti þrjú — Einar varði eitt fré Kristjéni. Hjé HK var Ragnari þrívegis vikið af velli, svo og Bergsveini i 2 min. Þremur FH-ingum. Hans, Pétrí og Valgarði tvfvegis. Samtals étta min hjé hvoru Hði.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.