Dagblaðið - 11.02.1980, Síða 16

Dagblaðið - 11.02.1980, Síða 16
16 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1980. ■nrai HALLUR SÍMONARSON. Fjórtekin vítaspyma — þegar Ástralía og Tékkóslóvakía gerðu jafntefli Ástralía kom mjög á óvart i landsleik í knattspyrnu við Evrópumeistara Tékka 1 Melboume á laugardag — jafntefli varð 2—2 en það þurfti fjór- tekna vítaspymu til. Hún var dæmd snemma leiks vegna brots Anton Ondrus, hins fræga varnarmanns Tékka. Eddie Krncevic tók spyrnuna en markvörður Tékka, Dusan Keketi, varði. Hafði hreyft sig of fljótt og spyrnan var endurtekin. Aftur varði Keketi snilldarlega frá sama ieikmanni. En það fór á sömu leið. Hafði hreyft sig. Enn vítaspyrna. Ivo Prskalo spyrnti þá framhjá en dómarinn hafði ekki gefið merki — og Prsalko reyndi aftur. Þá lá knötturinn í netinu — leikurinn hélt áfram. Krncevic skoraði síðara mark Ástraliu — en Karol Dobias og Zdcnek Nehoda mörk Tékka. Barcelona steinlá fyrir Real M. Enn tapar Barcelona í 1. deildinni í knattspyrnunni á Spáni í gær á heima- velli gegn Rcal Madrid og það svíður sárt hjá ibúum Barcelona. Við sigurinn náði Real á ný forustu í deildinni. Úrslit. Sevilla — Malaga Atl. Madrid — Burgos Bilbao — Hercules Valencia — Sociadad Vallecano — Salamanca Barcelona — Real Mad. Aimeria — Betis Zaragoza — Espanol 3—1 1—0 2—1 0—0 1—2 0—2 1—1 1—1 Ætlar sér 5 gullverðlaun Bandaríkjamaðurinn Eric Heiden, sem í gær sigraði fjórða árið i röð i heimsmeistaramótinu i skautahlaup- um, sagðist eftir keppnina, vonast til að hljóta fimm gullverðlaun á ólympíu- lcikunum í Lake Placid, sem hefjast á miðvikudag. „Það verður þó erfitt — einkum í 500 m hlaupinu,” sagði Heiden. HM varð háð i Milwaukee í Bandaríkjunum og 500 m voru æsi- spennandi. Þar sigraði Tom Plant, USA, á 38.66 sek. Heiden og Peter Mueller, USA, komu næstir á 38.69 sek. og fjórði var Norðmaðurinn Frodde Rönning á 38.70 sek. Ekki var langt í fimmta mann, Evgeni Kulikov, Sovétríkjunum, sem hljóp á 38.73 sek. Sjö mörk í leik á Ítalíu! Inter Milano vann Napoli 4—3 á úti- velli í 1. deildinni á ttalíu i gær. Hæsta markatala i leik í deildinni í þrjú ár — og Inter hefur fimm stiga forustu. Úrslit í gær. Bologna — Avellino 1—0 Catanzaro — Cagliari 1—0 Lazio — Ascoli 0—1 ACMilano — Perugia 1—0 Napoli — Inter 3—4 Pescara — Fiorentina 1—2 Torino — Roma 1—0 Udinese — J uventus 1—3 Staða efstu iiða. Inter 20 10 9 1 27—12 29 ACMilano 20 9 6 5 19—12 24 Juventus 20 10 3 7 25—20 23 Ascoli- 20 7 8 5 18—17 22 ■ ! í Valur höfuðlaus her án Stebba fyririiða - Fram gerði sér lítið fyrir og sigraði Val í 1. deild karla í handknattieiknum 25-23 — Botnbaráttan á suðupunkti Það hefur heldur belur færzt fjör í botnbaráttuna i 1. deildinni í hand- knattleiknum. Allt þar á suðupunkti og fá liðin í deildinni, sem óbeint eru ekki komin í fallbaráttuna. Fram gerði sér lítið fyrir og sigraði íslandsmeistara Vals 25—23 í bráðskemmtilegum leik i Laugardalshöll í gærkvöld. Fyrsti sigur Fram-liðsins á mótinu og mjög verð- skuldaður. Sigurinn aldrei í hættu og hefði átt að vera stærri. En það verður að segjast eins og er, að Valsiiðið var eins höfuðlaus her án Stefáns fyrirliða Gunnarssonar, sem á við meiðsli í öxl að stríða. Þá léku þeir ekki heldur vegna meiðsla Olafur Benediktsson og Björn Björnssonar, svo mikil forföll voru hjá Valsmönnum. . Það dregur þó ekki úr sigri Fram, sem lék oft á tíðum mjög vel í leiknum íen gaf verulega eftir undir lokin. Ekki íþó svo að sigurinn kæmist i hættu. Atli Hilmarsson átti stórleik hjá Fram. Það Ivar sama hvað Valsmenn reyndu gegn jhonum — Atli reif sig lausan og skor- laði tíu mörk i leiknum. Hvert öðru Iglæsilegra. Þó var reynt að taka hann ;úr umferð eftir að Atli hafði skorað þrjú fyrstu mörk Fram í leiknum — en jSteindór Gunnarsson náði sér aldrei beint á strik í því gæzluhiutverki. Þá kom kornungur markvörður, Snæ- björn Arngrímsson, verulega á óvart í marki Fram. Leikur með 2. flokki félagsins og lék nú sinn annan leik í jmeistaraflokki. Varði 13 skot í leiknum eftir að hann kom inn á. Það hafði 'mikið að segja í Fram-sigrinum þvi jBrynjar landsliðsmarkvörður Kvaran ;var ekki sjálfum sér líkur í Vals- markinu. Varði lítið sem ekkert en jgamla kempan, Jón Breiðfjörð Ólafs- json, kom í hans stað lokakafla leiksins. ÍVarði talsvert og þá saxaði Valur mjög !á forskot Fram j Það sást oft góður handknattleikur í þessum leik — einkum framan af og spenna var mikil. Áhorfendur fengu vissulega mikið fyrir peninga sina og hróp þeirra voru mikil, þegar Fram- sigurinn var að komast í hús. Hins vegar verður að segjast að það er furðulegt að þetta skyldi vera fyrsti sigur Fram í I. deildinni í vetur — eins vel og liðið getur leikið. Það hefur oft náð góðu forskoti i leikjum sínum áður en glatað því niður — og því voru áhorfendur allt annað en öruggir um sigur liðsins þó það væri fimm til sex mörkum yfir um miðjan síðari hálf- leikinn. En það dugði þó munurinn væri aðeins tvö mörk í lokin — Fram tókst loks að leika heilan leik á viðun- andi hátt. Mikið jafnræði framan af. Allar jafnteflistölur upp í 6—6 þar sem Fram skoraði alltaf á undan. Síðan komst Fram yfir 8—6 á 21.mín. og hafði eftir það alltaf forustu í leiknum. Val tókst þrivegis að minnka muninn í 1 mark í hálfleiknum en lokakafli Fram var góður. Atli skoraði þá þrívegis og Hilmar eitt mark en Bjarna tókt aðeins að svara fyrir Val. Staðan í hálfleik 14—lOfyrir Fram. Valur skoraði tvö fyrstu mörkin í siðari hálfleik, 14—12, og þá héldu flestir að gamla sagan hjá Fram væri að endurtaka sig — liðið að gefa eftir. En það var nú eitthvað annað. Fram skoraði næstu fimm mörk og staðan breyttist í 19—12. Sjö marka munur og með þeim stuðningi sem Fram fékk frá áhorfendum gat liðið ekki tapað öllum þeim mun niður. Þó var enginn viss, þegar fjór- tán mínútur voru til leiksloka höfðu Valsmenn minnkað muninn í 4 mörk, 20—16 fyrir Fram. Jón H. Karlsson laumaði þá inn nokkrum lausum boltum, sem Snæbjörn réð ekki við, meðan hann hins vegar varði þrumuskotin. En Egill Jóhannesson og Atli skoruðu næstu tvö mörkin fyrir Fram. 22—16 og rúmar 10 mín. eftir Þáloks trúðu menn á sigur Fram. Fram hafði Fimm mörk yfir 24—19, þegar fimm mínútur voru eftir og skoraði aðeins eitt mark, það sem eftir lifði leiks gegn fjórum mörkum Vals- manna. Fram lék þá rólega. Leikmenn liðsins hugsuðu mest um að hala sigurinn í land þó svo munurinn minnkaði við það. Lokatölur 25—23 i góðum og skemmtilegum leik, sem áhorfendur kunnu að meta þó vissulega hafi Valsliðið oft leikið betur. Meiðsli settu strik i reikninginn hjá því. Mörk Vals skoruðu Þorbjörn Guðm. 5/1, Stefán Halldórsson 5/5, Brynjar 4, Jón 3, Bjarni 3, Þorbjörn Jensson, Steindór og Gunnar eitt hver. Mörk Fram Atli 10, Erlendur 6/5, Andrés 5, Hannes 3 og Egill 1. -hsím. Best í bann „Það var í samningi okkar við George Best að hann kæmi hingað á miðvikudögum til að geta æft með leik- mönnum Hibernian á fimmtudögum og föstudögum. Hann hefur ekki sézt hér og mér þykir fyrir því að félagið hefur þurft að setja hann í leikbann,” sagði formaður Hibernian, Tom Hart, í Edinborg á laugardag. Best lék ekki með Hibernian í sigurleiknum gegn Morton — og ekki er vitað hvar þessi frægi, írski knattspyrnumaður, sem gerði garðinn frægan hjá Man. Utd. heldursig nú. Þjálfari til ÍBK Keflvíkingar hafa átt í miklum erfið- leikum með að fá þjálfara fyrir meistaraflokk sinn í knattspyrnu. Þeir lögðu mjög fast að Guðna Kjartanssyni að taka að sér starfið, en nú er úti um það, hann verður landsliðsþjálfari. All- miklar likur eru loks taldar á því að úr sé að Vætast hjá ÍBK ; John Mac Kernan, ungur Skoti, er talinn mjög líklegur. Verður úr því skorið í kvöld hvort hann verður ráðinn. Mac Kernan þekkir vel til ÍBK. Hann þjálfaði yngri flokka þess árið 1972 með góðum árangri og þekkir þv^ vel allar aðstæður og piltana lika, en margir sem skipa meistaraflokkinn núna voru undir hans handleiðslu þá. Mac Kernan hefur síðan stundað þjálfaranám hjá Udo Lattek, sem þjálfaði Bayern Munchcn á þess mestu velgengnisár- um. Vegna þessarar fréttar má geta þess, að Völsungar á Húsavík taldi að McKernan væri á góðri ieið með að koma til félagsins. -emm. Valur — Fram 23-25 (10-14) íslandsmótifl i 1. deild karla i handknattleik, Valur-Fram 23—25 (10— 14) í Laugardalshöll 10. febrúar. Beztu leikmenn. Atii Hilmarsson, Fram, 9, Snæbjöm Ásgrimsson, Fram, 8, Brynjar Harðarson, Val, 7, Andrés Bridde, Fram, 7, Erlendur Daviflsson, Fram, 7. Valur. Brynjar Kvaran, Jón Breiðfjörfl Ólafsson, Þorbjöm Jensson, Jón H. Karlsson, Steindór Gunnarsson, Bjami Guðmundsson, Þor- björn Guðmundsson, Hörflur Hilmarsson, Brynjar Harflarson, Gunnar Lúðvíksson, Gfsli Arnar Gunnarsson, Stefón Halldórsson. Fram. Sigurður Þórarinsson, Snæbjöm Arngrimsson, Sigurbergur Sigsteinsson, Atli Hilmarsson, Birgir Jóhannesson, Bjöm Eiriksson, Jón Ámi Rúnasson, Jóhann Kristinsson, Egill Jóhannesson, Erlendur Daviðsson, Andrós Bridde, Hannes Leifsson. Dómarar Ámi Tómasson og Óli Olsen. Valur fókk sjö víti — nýtti sex. Snæbjörn varfli fró Þorbirni G. Fram fókk sjö vítaköst. Nýtti sex. Erlendur skaut framhjó. Einum Valsmanni var vikið af velli, Þor- birni J. Fjómm úr Fram, Andrósi, Erlendi, Sigurbergi og Atla. Atli Hilmarsson gnæfir hátt yfir varnarmi i leiknum. Ármaim vam — en Keflvíkinga kæra úrs Körfuknatlleikur 1-dcild ÍBK-Ármann, 96—97 (34— 48) Armenningar mega prísa sig sæla að hafa sigrað IBK syðra á laugardaginn, með aðeins einu stigi, 97—96. Kemur það til af tvennu. í fyrsta lagi að Guðbrandur Sigurðsson dómari reyndist heldur betur glámskyggn i leiknum, dæmdi körfu án þess að knötturinn færi i körfuna, — ekki „tæknikarfa” og alveg undir lok leiksins, dæmdi hann körfu af ÍBK, sem greinilega var gild, en þess i stað fengu heimamenn tvö vítaköst. Þjálf- arinn nýi hjá ÍBK, Monnie Ostrom, hitti aðeins úr öðru vítakastinu, en þurfti tvö til jöfnunar og þá framlengingar. 97—96 urðu því loka- tölurnar sem birtust á Ijósatöflunni. Brynjar Harðarson, Val, svífur inn i vitateig Fram með miklum tilþrifum og skorar á glæsilegan hátt. DB-mynd: Bjarnleifur. Sagt er að ekki tjái að deila við dómarann en eftir að hafa horft á leikinn af myndsegulbandi, ásamt dómurunum, þá hefur ÍBK ákveðið að leggja fram kæru, þar sem greinilega kemur fram að knötturinn fór aldrei í körfuna í umdeildu atviki. Mun þetta -verða prófmál um slíkt atvik. Leiknum er því ekki lokið ennþá og verður fróðlegt að fylgjast með niðurstöðum dómstólsins, sem verður í héraði. Annars er vart hægt að segja að um leik Ármanns og ÍBK haft verið að ræða, miklu fremur ÍBK og Danny Shouse, sem skoraði 67 stig af 97. Heimsmet í 1500 metram Mary Decker, USA, setti nýtt heims- met innanhúss í 1500 m hlaupi á laugar- dag i Madison Square Garden í New York. Hljóp vegalengdina á 4:00.8 mín. Eldra metið, 4:03.0 mín átti Natalia Maracescu, Rúmeniu. Decker, sem er 21 árs frá Kaliforníu, setti heimsmet i míluhlaupi utanhúss i Nýja- Sjálandi i janúar. Hljóp miluna á 14:21.7 mín.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.