Dagblaðið - 11.02.1980, Page 28
28
r
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1980.
SYNILEGT LEIKHUS 0G OSYNILEGT
Kenningar Augusto Boal — 3. grein
I undangengnum tveimur greinum
hefur verið gerð nokkur grein fyrir
þeim kenningum leikhúsmannsins
Augusto Boai er miða að því að
breyta áhorfandanum úr óvirkum
aðila innan leikhúsatburðarins í þátt-
takanda í honum. Þetta er eitt megin-
alriðið í leikhúskenningum Boals og
þessa umbreytingu segir hann eiga að
gerast í fjórum stigum. Um hin fyrstu
þrjú þessara stiga hefur þegar verið
rætt og í þessari siðustu grein verður
vikið að fjórða stiginu sem Boal
nefnir umræðuleikhús. Hin fyrri þrjú
stig Boals eiga það kannski einkum
sameiginlegl að þau eru öll á ein-
hvern hátt undirbúningur fyrir leik-
listaralburðinn um leið og þau eru
vitaskuld leiklistaratburður. En
fjórða stigið er hins vegar meira ,,til-
búið” leikhús.
Alþýðan vill
tilraunir
Því hefur verið haldið fram að
borgaralega leikhúsið — leikhús ríkj-
andi stéttar — sé hið tilbúna leikhús.
Þetta er rökstutt á þann hátt að borg-
ararnir þekkja heiminn þegar, sinn
heim, og þeim er þess vegna kleift að
sýna endanlegar og algildar myndir
af honum. Verkalýðurinn og hinar
kúguðu stéttir hafa hins vegar enga
hugmynd um hvernig þeirra heimur
kemur til með að líta út og af því
leiðir að leikhús þessara stétta hlýtur
að vera undirbúningur en ekki tilbú-
inn alburður. Ofanritað er ekki frá
Boal sjálfum komið en hann segir að
vel megi sitthvað vera rétt í þvi og
hann bætir við:
-Aðeins--------------
hiáokkur
Nýtt permanent frá París
CLEO er þaö nýjasta
CLEO er það bezta
fyrir allar tegundir hárs.
Jafnt fyrir dömur sem herra
Rakarastofan ROMEO
Glæsibæ — Pantanasími33444.
Forstaða
Styrktarfélag vangefinna óskar eftir að ráða
starfskraft til að veita forstöðu sambýlum félags-
ins í Reykjavík. Æskileg menntun þroskaþjálfun
eða önnur uppeldismenntun. Laun samkvæmt
launakerfi starfsmanna ríkisins. Nánari upplýs-
ingar á skrifstofu félagsins. Umsóknir ásamt
upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf
sendist skrifstofunni, Laugavegi 11 Reykjavík,
fyrir 20. þ.m. Styrktarfélag vangefinna.
V ^
*J#'ICKentmere ^
1\K Kentmere Ijósmyndapappír
..Pappírinn sem fagmennirnir nota“
1. Fyrsta flokks gæði
2. Plasthúðaður pappír
3. Fjögur hörkustig
4. Glans. hálf-mattur og
hamraður
Utsölustaöir:
GEVAF0T0
MflTS WIBE LUND
MYNDAHUSIÐ (Hafnarfiröi)
PEDRO-MYNDIR (Ak ureyri)
Kynnið yður möguleika og gæði Kentmere
Ijósmyndapappírs!
STORKOSHLGA
LJOSMYNDASAMKEPPNI
Allar nánari upplýsingar varöandi keppina eru
veittar í ofantöldum Ijósmyndavöruverslunum.
Þessi mynd er af einu þekktasta dæmi um ósýnilegt leikhús á Vesturlöndum. Hópur fólks I Stokkhólmi fékk sér sæti við
borð úti á gangstétt, en færði sig út á umferðargötu, eftir að gangandi vegfarendur höfðu amast við þeim. Stöðvun bflaum-
ferðarinnar varð siðan grundvöllur umræðu um „bilismann” og hlut fólks I nútimaumhverfi. Svo kom lögreglan...
,,í öllu starfi mínu í fjölmörgum
ríkjum rómönsku Ameríku hef ég
orðið var við hið sama. Áhorfendur
alþýðustéttanna hafa umfram allt
áhuga á tilraurium, að gera tilraunir,
og þeim leiðast hefðbundnar leiksýn-
ingar. Þá reyna þeir að ræða við leik--
arana, trufla í stað þess að bíða „vel
uppaldir” þangað til leiknum er lok-
ið.” Andstætt við hið borgaralega
uppeldi leggur Boal áherslu á að ein-
mitt þessir áhorfendur séu örvaðir og
hvattir til að spyrja, ræða saman og
taka þátr.
Að sk ipta sér af
atburðarás
í tillöguleikhúsinu, styttuleikhús-
inu og úrlausnarleikhúsinu er ekki
um að ræða endanlega leikhúsat-
burði.það er, upphafiðer Ijóst en end -
irinn ekki af því áhorfandinn er
frjáls, honum leyfist að skipta sér af,
hann tekur sjáífur þátt í atburðarás-
inni, og á endanum tekur hann að sér
aðalhlutverk. Þessar Ieikhúsgerðir
samsvara þörfum áhorfenda úr al-
þýðustétt og þess vegna hefur Boal
reynt þær með afar góðum árangri í
löndum rómönsku Ameríku.
En hann segir hins vegar að þetta
þurfi ekki að vera þrándur i götu
þess, að þessir áhorfendur spreyti sig
á meira „tilbúnum” gerðum leik-
hússins. Tilraunir í þá átt hafa
einkum gefist vel í Argentinu og
Brasiliu og sýnt ágætan árangur. i
bók sinni, sem hér er vitnað í, nefnir
Boal sjö slikar leikhúsgerðir en þar
sem rýmið er takmarkað verður hér
aðeins drepið á þrjár þessara leikhús-
gerða: Blaðaleikhús, ósýnilegl leik-
hús og rnyndasöguleikhús.
Flett ofan af
myndasögum
Blaðaleikhúsið felst í því að með
mismunandi tækni er dagblaðsfrétt-
um breytt úr óleikrænu efni i leik-
rænt og þannig reynt að varpa nýju
ljósi á það sem í fréttinni stendur,
auk þess sem má nýta annars konar
efni (mannkynssögu, söngva, leik,
Ijósmyndir o.fl.) til að Ijóstra upp um
sannleiksgildi fréltarinnar. Leikari
getur t.d. flutt frétt frá fjármálaráð-
herra þar sem hann hvetur til aukins
sparnaðar. Um leið situr hann við
ríkulega úlbúið matarveisluborð og
þannig opinberast okkur að fjár-
málaráðherrann hvetur aðra en sjálfa
sig til sparnaðar. Fleiri möguleikar
eru einnig fyrir hendi.
Myndasöguleikhúsið hefur það
hlutverk að fletta ofan af myndasög-
um. Þátttakendur fá í hendurnar
texta úr einhverri myndasögu. Oft er
um slíka texta, þegar búið er að rýja
Leiklist
Jakob S. Jónsson
þá manna- og staðarnöfnum, sem
annars gera það að verkum að menn
átta sig á því hvaðan þeir eru komnir,
að innihald þeirra er fjarska almenns
eðlis. Myndirnar skera úr um hug-
myndafræðilegt inntak þeirra. Text-
inn er æfður eins og leikrit og þátt-
takendur sviðsetja sjálfir. Þá kemur í
Ijós að textann hafa þeir selt í allt
annað samhengi en það sem var fyrir
hendi i myndasögunni sjálfri. Þátt-
takendurnir fá nú upphaflegu
myndasöguna, sem textinn var
fenginn úr, og munurinn er ræddur.
Þessi gerð leikhúss hefur verið reynd
með mjög góðum árangri og texti
hefur jafnvel verið fenginn úr ýmsum
miður merkilegum serium í sjón-
varpi.
Að vita ekki af
leikhúsinu
Ósýnilega leikhúsið er sennilega
það leikhús Boal er mesta alhygli
hefur vakið hér á Vesturlöndum.
Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti
þess og reyndar eru menn alls ekki
sammála um ágæti leikhúskenninga
Boals að öllu leyti hér á Veslurlönd-
um. En víkjum að ósýnilega leikhús-
inu.
Hér er um það að ræða að sá sem
að öðru jöfnu yrði áhorfandi i leik-
húsalburði verður þátttakandi af því
hann veit ekki að um leikhúsatburð
er að ræða. Því er það að leikhúsgerð
þessi er nefnd ósýnileg. Ósýnilegu
leikhúsi er ætlað að „springa” í
mannfjölda, að honum óviðbúnum.
Staðurinn getur verið til dæmis veit-
ingahús, biðröð, fjölfarin gata, stór-
markaðsverzlun eða kvikmyndahús.
Það fólk sem viðstatt er hinn ósýni-
lega leikhúsatburð má aldrei renna
grun í að um leikhúsalburð sé að
ræða. Þá bregða menn sér strax í hið
virka áhorfendahlutverk og hugsari-
leg áhrif ósýnilega leikhússins farin
með öllu fyrir bí.
Að skiptast á
skoðunum
Leikararnir verða að vera viðbúnir
beinum afskiptum viðstaddra af því
sem gerist. Hins vegar er um að ræða
handrit (a.m.k. að einhverju leyti) til
að leikurum sé kleift að hefja leikinn
og varpa þegar í upphafi fram þeim
skoðunum og röksemdum sem styr-
inn á að standa um. Það er sumsé
ákveðinn texti til staðar, sem leikar-
arnir æfa áður en leikhúsatburðurinn
á að eiga sér stað, en sá texti hlýtur að
breytast ef vel tekst til og viðstaddir
skipta sér af því sem gerist. Sem
Ijómandi dæmi um ósýnilegt leikhús
nefnir Boal þegar honum var eitt sinn
ætlað að flytja fyrirlestur um fyrir-
bærið. Hann fékk nemendur sina,
sem hann hafði áður unnið með, til
að undirbúa ósýnilegan leikhúsat-
burð.
Réttindi barna
Þegar fyrirlestur hans hófst stóð
einn fundargesta á fætur og vakti at-
hygli á bamaskaranum, sem var í
fylgd með foreldrum sínum og fór
fram á að börnin yrðu send fram svo
áheyrendur gætu betur notið fyrir-
lestrarins.
Þetla gerðist í Sviþjóð en þar eru
réttindi barna virt mjög i hvívetna, i
orði og á borði. Þegar í stað spratl
annar fundargestur á fætur og mót-
mælti þessu harðlega. Ef börnin
vildu ættu þau að fá að vera í fundar-
salnum rétt eins og aðrir. Fyrr en
varði var allur salurinn farinn að loga
af heift og bræði og þá tóku leikar-
arnir, sem höfðu undirbúið þetta
ósýnilega leikhús, sig til, gengu upp á
sviðið og hneigðu sig, rétt eins og ge’rt
er í lok hefðbundinnar leiksýningar.
Boal, sem ekki er sænskumælandi,
jók svo vitaskuld áhrifjn með þvi að
spyrja við og við á ensku, hvað á
gengi. Og fleiri orða var ekki þörf.
Nú er það hins vegar svo að leik-
húshugmyndir Boals eru sprottnar
upp úr aðstæðum gerólíkum þeim
sem við eigum að venjast hér á
Vesturlöndum og því má vel spyrja
hvort nokkur ástæða sé til að vekja
máls á þeim hér í heimi; er þetta ekki
eitthvað sem hentar bara aðstæðum í
rómönsku Ameríku?
Boal svarar þessu afdráttarlaust
neitandi. Hann segir að leikhús hinna
kúguðu eigi ágætlega við hér sem
þar. Hér sé að vísu til staðar annars
konar kúgun og öðruvísi baráttuað-
ferða sé e.t.v. þörf til að vinna bug á
þeirri kúgun. En meðan kúgunin er
þarf áð berjast gegn henni, hvort sem
hún beinist gegn konum, börnum eða
verkalýð, hvort sem hún er menn-
ingarlegs eðlis eða hugmyndafræði-
legs. Og meðan svo er, segir Boal, þá
er jrörf á leikhúsi til handa hinum
kúguðu.