Dagblaðið - 11.02.1980, Side 31

Dagblaðið - 11.02.1980, Side 31
(i DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. FEBl^ÚAR 1980. Útvarp 31 9 Sjónvarp (Jr leikritinu Ferdin til San Michele, frá vinstri: Toivo Pawlo sem AxelMunthe, Jan Blomberg sem Gústaf konungur og Ingvar Kjellson sem Sven Hedin. FERDIN HL SAN MICHELE — sjónvarp kl. 21.15: Draumaferðin sem aldrei er farin „Leikritið fjallar um siðustu ævi- daga Munthes og byggist að mestu upp á töluðu orði. Það ér afskaplega hæg atburðarásin en mér finnst mjög gaman að þessu leikriti,” sagði Dóra Hafsteinsdóttir þýðandi sænska sjón- varpsleikritsins Ferðin lil San Mic- hele 'sem sjónvarpið sýnir kl. 21.15 i kvöld. Leikritið er eftir Ingrid Dahlberg. Leikurinn á að gerast árið 1947. Axel Munthe er frægur rithöfundur. Hann hefur búið í fjögur ár í Stokkhólms- höll í boði Gústafs konungs. Áður bjó Munthe í San Michele á Kaprí . Þaðan hraktist hann þegar stríðið brauzt út. Nú að lokinni styrj- öld hyggst hann halda til fyrri heim- kynna. ,,í leikritinu er hann að undirbúa ferð sina til San Michele. Það eru þó alltaf einhver ljón áveginum. Þegar lestarferðir eiga að hefjast til Rómar hugsar hann sér að fara með lestinni. En heilsan leyfir honum það ekki. Síðan ákveður hann að fljúga en hann er of hjartveikur til þess. Maðurinn er hálfblindur, hann er orðinn fullorðinn, en samt éldhréss. Leikritið segir aðallega frá þessum draumum hans til að komást til San Michele,” sagði Dóra Hafsteinsdótt- ir. Með aðalhlutverk í leikritinu,-sem er klukkustundar lahgf, fara Toivo Pawlo, Jan Blomberg og Ingvar Kjellson. Leikstjóri er'Johan Bergen- stráhle. - ELA L0G UNGA FÓLKSINS — útvarp kl. 20.40: „Ætli ég fari ekki að jiætta þessu” - segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir „Nei, það er ekki rétt að Lög unga fólksins séu „ritskoðuð”, en það hefur komið til tals,” sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir umsjónarmaður þáttarins i samtali við DB. „Það eru alltaf fleiri og fleiri bréf sem berast þættinum. Ég kemst ekki yfir að lesa helming af öllum þeim kveðjum semberast né spila öll þau lögsem beðiðer urn. Krakkarnir eru alltaf að biðja um að jíátturinn verði lengdur en það hefur ekki fengið neinn hljómgrunn hjá útvarpsráði.” — Nú hefur þú, Ásta, verið svo lengi með þáttinn, ertu ekki orðin leið? „Nei, ég er nú kannski ekki mjög leið. Ætli ég fari nú samt ekki að hætta þessu." Aðspurð hvaða lag væri nú vinsælast í þættinum sagði Ásta. „Þaðer tvimælalaust lagið um Nínu og Geira. Ef ég ætti að lesa allar kveðjur með þvi lagi tæki það tuttugu og fimm mínútur.” Lög unga fólksins er með allra vinsælasta efni útvarpsins. Þrátt fyrir það sér út- varpsráð ekki ástæðu til að lengja þáttinn. Þykir það koma nokkuð spánskt fyrir sjónir þar sem ekki er um mikið efni að ræða fyrir unglinga i útvarpinu. En hvað segir Ásta um lengingu þáttarins? „Auðvitað er það ekki mitt mál hvort þátturinn verður lengdur eða ekki. Ég hef því visað á útvarpsráð. Annars er mér alveg sama hvað hann er langur. Það y.rði bara meiri vinna fyrir mig ef þátturinn yrði lengur.” - ELA. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir umsjónarmaður Laga unga fólksins. DB-mynd Hörður. UM HELGINA „EKKERT ER VERRA EN VONDUR KOKKUR” Eins og fyrri daginn þegar ég hef fengið það hlutverk að skrifa um dagskrá ríkisfjölmiðlanna varð lítið úr útvarpshlustun. Þó hlustaði ég á þáttinn í vikulokin á laugardag og varð svo sem ekki fyrir vonbrigðum. Mér finnst sá þáttur hafa sett mikið ofan í haust, þegar skipt var um stjórnendur. Það er þó til bóta þegar hætt var að hringja alls konar asnaleg símtöi, eins og var í þáttunum fyrr í vetur. — Ég hlustaði einnig á þátt Svavars Gests, eins og ég reyni jafnan að gera. Hann var prýðilegur að vanda. Svavar er góður útvarps- maður, jafnvel þótt hann sé kvefaður. Kvikmyndirnar i sjónvarpinu um helgina voru hreint aldeilis ágætar. Myndin á föstudaginn var alveg frá- bærlega góð, bæði var efnið áhuga- vert, hún var vel leikin og „falleg”. Laugardagsmyndin var nokkuð smellin, þótt hún væri dálítið barna- leg, — eöa kannske dálitið „amerísk” eins og amerískar myndir voru fyrir nokkrum árum. Samt mátti vel horfa á hana. Þátturinn með Cleo Laine var fínn. íslendingar þekkja Cleo Laine nokkuð vel, hún hefur minnsta kosti komið hingað tvisvar á listahátíð og er eftirlæti fléstra'landsmanna. Ég hef svo oft áður minnzt á hve mér þykir gaman að þættinum um læknana í Kóreu, svo það þarf ekki að minnast á það hér. Þeir brugðust ekki frekar en fyrri daginn. Ég komst ekki til að horfa á sjón- varp fyrr en í fréttum á ‘sunnudags- kvöld. Strax á eftir þeim kom þáttur- inn um íslenzkt mál. Mér finnst að of mikil umgjörð sé þar um frekar lítið efni, þótt oft sé gaman að því sem þar ber fyrir augu. Nokkuð mikið var um auglýsingar í gærkvöldi, — þær voru þó ekki sér- lega leiðinlegar, eða kannski ég hafi bara verið svona vel fyrirkölluð. Mér þykja auglýsingarnar frá Mjólkur- samsölunni og Osta og smjörsölunni alveg frábærar. Dálítið dularfullt samt að verja miklu fé til auglýsinga á vöru sem í rauninni skiptir engu máli hvort selst eða ekki! Neytendur borga brúsann hvort eð er. — Kannske er betrafyrir okkur að borða alla mjólkurvöruframleiðsluna sjálf til þess að þurfa ekki að greiða útflutningsuppbætur! Markúsi veðurfræðingi tókst að gera fræðsluþátt um veðurfræði alveg frábærlega skemmtilegan og fróðlegan. Það er vel við hæfi að fræða íslendinga um veðurfræði og gott er að gera sér grein fyrir þvi að hér á landi væri ekki fýsilegt að búa ef engar væm læeðirnar. Og svo kom aðalrúsínan í pylsu- endanum: Nýi „húsbænda og hjúa” þátturinn. Nú er sunnudagskvöldum framtíðarinnar bórgið. Þátturinn var alveg frábærlega skemmtilegur, eins og landsmenn hafa sennilega átt von á. Þarna geta menn lært ýmislegt gagnlegt i sambapdi við matreiðslu. í Ijós kom að „matargerð er list” og að „ekkert er verra en vondur kokkur”. Eins og við höfum svo sem ekki vitað það, —vfð sem vinnum og störfum í „tilraunaeldhúsi” DB. -A.Bj. ANDRÉE-LEIÐANGURINN — útvarp kl. 17.20: r AFDRIFARIKA FERDIN HEFST ,, - . „„AaSWw- . • Þessi mynd er af loftbelgnum sem Andrée og félagar ætluðu I til norðurheim- skautsins. Hér leggur hann upp frá Virgo-höfn á Svalbarða 1897. í dag kl. 17,20 verður flultur annar þáttur framhaldsleikritsins Andrée- leiðangurinn eftir Lars Broling í þýð- ingu Steinunnar Bjarman. í fyrsta þættinum var sagl frá undirbúningi að leiðangri Andrées sem ætlar að verða fyrstur til að komast í loftbelg á norðurheimskaut- ið. í þættinum í dag er Andrée ásamt félögum sínum á fallbyssubáti flot- ans, Svensksund, á leið norður til Svalbarða. Þar á sjálf loftbelgsferðin að hefjast. Skýli, sem reist hafði verið fyrir belginn árið áður, hefur skemmzt og þarfnasl iagfæringa. Það tekur sinn tima. Auk þess þarf að haga sér eftir veðrum og vindi. Loks tekst þeim Andrée, Frænkel og Strindberg að komast á loft. En þá þegar í byrjun gerist atvik sem á eftir að hafa örlagarikar afleiðingar. Leiksljóri er Þórhallur Sigurðsson og með hlutverkin fara, Jón Júlíus- son, Þorsleinn Gunnarsson, Hákon Waage, Jón Gunnarsson, Hjalti Rögnvaldsson, Róbert Arnfinnsson, Flosi Ólafsson og Aðalsteinn Berg- dal. -ELA.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.