Dagblaðið - 11.02.1980, Blaðsíða 32
Srjálst, úháð daghlað
MANUDAGUR 11. FEBRUAR 1980.
Akureyri:
Féll niöur
um lyftugat
Maður féll niður um lyftugat á
skemmtistaðnum H-100 á Akureyri
aðfaranótt laugardags. Unnið er að
uppsetningu lyftu á staðnum og hafði
hurð að lyftuganginum því líklega verið
skilin eftir ólaest. Maðurinn komst þar
inn og féll niður um lyftugatið.
Fallið var talsvert hátt þó maðurinn
dytti aðeins af annarri hæð. Lyftu-
gólfið er sem sé 2 metíum fyrir neðan
jarðhæð og þar fullt af hvers kyns
stýribúnaði sem maðurinn lénti á.
Hann var þegar i stað fluttur á sjúkra-
húsið á Akureyri en meiðsli hans voru
það alyarleg að hann var fluttur þaðan
suðurtil Reykjavikuri Uugvél. -DS.
Fimm unglingar
slösuðust
í útafakstrí
— Ökumaðurinn reyndist
13 ára gamall
Fimm unglingar slösuðust meira og
minna er bíll sem þeir höfðu tekið
ófrjálsri hendi fór út af sunnan við
Kópavogsbrúna um tíuleytið á laugar-
dagskvöldið.
Einn unglinganna hlaut talsvert
alvarlegt höfuðhögg en er þó ekki
talinn I lifshættu.
Þrettán ára gamall drengur
viðurkenndi að hafa verið undir stýri
þegar óhappið varð. Hafði hann tekið
bíl föður sins traustataki er foreldrar
hans voru að heiman og boðið öðrum
unglingum í ökuferð með sér.
Mikil hálka var er slysið varð.
Bíllinn fór margar veltur er út af
veginum kom og er talinn ónýtur
eftir óhappið, enda vegarbrúnin há og
grýtt meðfram veginum. -A.St.
Mikið um
innbrot
um helgina
Mikið hefur verið um innbrot um
helgina og voru rannsóknarlögreglu-
menn í Reykjavík önnum kafnir í
morgun við rannsókn slikra mála. Var
tilkynnt um sex innbrot í morgun og
önnur sex voru framin fyrr um þessa
helgi.
Á einum stað, Laugavegi 95, var
peningum stolið, iitsjónvarpi á Njáls-
götu, tóbaki úr söluskála við Bók-
hiöðustíg, útvarpstækjum á nokkrum
stöðum auk þess sem farið var inn í
Fjölbrautaskólann í Breiðholti og
sundlaugina í Breiðholti.
-A.St.
LUKKUDAGAR:
10. FEBRÚAR: 23514
Kodak Pocket A1 myndavél.
11, FEBRÚAR:
Sharp vasatölva Cl.
í
*
6319
Vinningshafar hringi
í síma 33622.
Hart deilt á 12 stunda fundi sjálfstæðismanna:
Skipzt á þungum skotum
á fhkksráðsfundinum
Harðvítugar deilur geisuðu á
flokksráðsfundi sjálfstæðismanna I
gær. Fundurinn stóð fram yfir
klukkan þrjú í nótt eða I alls tólf
klukkustundir, þegar tekið er tillit til
þess að gert var um klukkustundar
kvöldmatarhlé.
Skotin voru oft hörð. Margir
gagnrýndu Gunnar Thoroddsen og
sökuðu hann um klofningsstarfsemi,
en allmargir töluðu einnig máli
Gunnars. Geir Hallgrímsson for-
maður flokksins sætti einnig mikilli
gagnrýni úr ýmsum áttum.
„Það var áberandi, hvað Geir var
mikið gagnrýndur,” sagði einn fund-
armanna í morgun.
í gagnrýninni á Gunnar Thorodd-
sen voru þau hörðust Sverrir Her-
mannsson alþingismaður, Matthias
Bjarnason alþingismaður, Halldór
Blöndal alþingismaður og Ragn-
hildur Helgadóttir.
Sverrir las upp úr vasabók sinni og
virtist hafa vitað af tilraunum
Gunnars til stjórnarmyndunar strax
frá byrjun.
Með Gunnari töluðu einkum
ráðherrarnir Pálmi Jónsson og
Friðjón Þórðarson, Björn Arason,
Borgarnesi, Árni Helgason, Stykkis-
hólmi, og Stefán Jónsson,
Kagaðarhóli.
Ekki var annað að sjá en vel færi á með sjálfstæðisþingmönnunum úr Norðurlandskjördæmi vestra, þeim
Pálma Jónssyni ráðherra og Eyjólfí Konráð Jónssyni. Myndin var tekin f upphafi flokksráðsfundarins i
gær. DB-mynd Bj. Bj.
Björgúlfur Guðmundsson og
margir fleiri mæltu fyrir sáttum. AIIs
voru fluttar um 30 ræður.
Engar kröfur komu fram um
brottrekstur Gunnars og hans manna
úr flokknum.
Fram kom, að Gunnar og hans
menn hyggjast vera áfram í Sjálf-
stæðisflokknum og sitja þar fundi,
meðal annars þingflokksfundi.
-HH.
' Stjörnuhljómsveitin á œfingu: Kristinn Svavarsson saxófónleikari (í miðið) les yfir slnum mönnum. Frá vinstri eru: Friðrik Karlsson, Björn Thorarenseh, Gunnlaugur
Briem (sitjandi), Daói Einarsson, Kristinn Svavarsson, Jóhann Ásmundsson og Eyþór Gunnarsson. Á myndina vantar Andrés Helgason. DB-mynd: Ragnar Th.
Stjömumessa DB og Vikuimar 1980:
UNDIRBUNINGUR A L0KAS11GI
Fátt er nú eftir af miðum á
Stjörnumessu DB og Vikunnar á Hótel
Sögu á fimmtudagskvöldið. Verða þeir
seldir á morgun og ósóttar pantanir á
miðvikudagáSögu kl. 17—19.
Undirbúningur messunnar er nú á
lokastigi. Stjömuhljómsveitin hefur æft
stíft alla helgina og alla síðustu viku. Á
morgun hefjast æfingar og lokaundir-
búningur á Hótel Sögu, sem verður
fagurlega skreytt i tilefni Stjörnumessu
’80. Þar er undirbúningur í eldhúsi I
fullum gangi undir stjórn franska mat-
reiðslumeistarans Francois Fons, en
hann sá einnig um matseld á
Stjörnumessunni I fyrra og hlaut
einróma lof og lófaklapp gesta fyrir.
Allt stefnir sem sé í yfirlýsta ætlun
framkvæmdastjórnar Stjörnumessu
DB og Vikunnar 1980: að í ár verði
haldin glæsilegasta messan til þessa.
-ÓV.
Hálka og slæm veðurskilyrði á Kastrup:
Flugleiðaþotan festíst
í skafli utan brautar
— sprakk á dekki
— dráttarbíll f esti
Boeingþota Flugleiða tafðist tals-
vert á Kastrupflugvelli í Kaupmanna-
höfn á laugardaginn vegna óhapps og
slæmra veðurskilyrða. í lendingu á
vellinum sprakk eitt dekk þotunnar.
Mikil hálka var en flugmennirnir
lentu vélinni þó án þess að missa
hana til hliðar á brautinni.
í lendingu en lending tókst án óhapps
þotuna í skafli
Að sögn Sveins Sæmundssonar
blaðafulltrúa Flugleiða í morgun var
aðeins ein braut opin á Kastrup á
lai'eardag og völlurinn því hálf
óstarfhæfur. Mikil hálka var, snjó-
koma og frostregn. Vegna veðurs var
ekki hægt að skipta um dekk á þot-
unni úti á velli og því varþ að draga
hana inn I flugskýli. Það gekk þó
erfiðlega vegna hálku á brautinni.
Ekki tókst betur til en svo, að
dráttarbíll sem dró vélina fór út af
brautinni og festist þotan í skafli
utan brautar. Þegar tókst að losa
hana varð hún að bíða hátt í tvo tíma
þar til hægt var að draga hana yfir
brautina vegna flugumferðar.
Eftir að vélin komst I skýli, tók
viðgerð skamman tíma. Flugleiða-
þotan kom aftur til Keflavíkur kl.
22.30 á laugardagskvöld.
-JH.