Dagblaðið - 05.03.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 05.03.1980, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1980. ........ ....... ' —^ DB á neytendamarkaði Hnifurinn er tekinn upp með sérstöku áhaldi, skolið hann undir rennandi vatni. Þannig þarf í rauninni aldrei að koma við hann með höndunum. DB-myndir Hörður. Uppskriftakeppnin: Verðlaunahaf- arnir gestir á Júgóslavíu- kvöldi á Sögu I.okaspreliurinn í uppskrifta- keppni Dagblaðsins og Landssam- öands bakarameistara verður á sunnudaginn. Þá mæta luttugu og fimm konur með jafnmargar kökur scm dæmdar verða af dómnefndinni. Fyrstu verðlaun eru Flórídaferð fyrir tvo en önnur og þriðju verðlaun heimilistæki úr Vörumarkaðinum. — Vinningshöfunum er boðið að vera heiðursgestir á Portoroz ferða- kynningarkvöldi Samvinnuferða og Landsýnar unt kvöldið, að Hótel Sögu. — Uppskriftunum af beztu kökununt” verður dreift nieðal gesta á kynningarkvöldinu. Júgóslavneskur kokkur Boðið verður upp á júgóslavnesk- an þjóðarrétt, sent við kunnum ekki að nefna að svo komnu máli. Sér- stakur júgóslavneskur matreiðslu- maður, Alojz Skrlj, kemur hingað til lands í tilefni af þessu júgó- slavneska kvöldi Santvinnuferða og' I.andsýnar. -A.Bj. Þarna er „móðurtækiö” ásamt þeim fylgihlutum, sem er janúarvinningurinn. Tækið kostar með öllum hlutum 99 þúsund kr. Vinningur janúarmánaðar: RAFMAGNSKVÖRNIN TIL HAFNARFJARÐAR ,,Þú ert ekki að segja satt,” varð Sigurborgu Magnúsdóttur, Hafnar- firði, að orði er við hringdum og til- kynntum henni að hún væri vinnings- hafi janúarmánaðar. Og vinningur- inn er rafmagnskvörn frá Moulinex. Sigurborg er hjúkrunarfræðingur og vinnur að Sólvangi í Hafnarfirði. Hún er gift Jóni Óskarssyni sím- ritara, er vinnur hjá Ritsímánum í Reykjavík. Eiga þau fimrn börn, sent öll eru heima, nenia elzta dóttirin er gifti sig um jólin. sparsemdarseðil. Við höfum ákveðið að hafa sants konar rafmagnskvörn frá Moulinex í febrúarverðlaunin. -A.Bj. Sigurborg hefur verið með i heintilisbókhaldinu síðan í desember 1978, — þó hefur hún ekki sent okkur upplýsingaseðia alla mánuðina. Við hlökkum til að færa Sigurborgu vinninginn. Janúarvinningurinn: Rafmagnskvörn sem vinnur á svipstundu Þetta er fyrsti heimilistækja- vinningurinn hjá okkur, en áður höfum við mánaðarúttekt í verðlaun fúánaðat;|ega. Dregið er úr inn- sendum spðlunt og litið svo á að vinningöriijn.sé, eins konar umbun til þeirra sem nenna að senda okkur upplýsingaseðlana. ! ■ Margir halda að þeir sem fá'verð- launin séu þeir sem eru með lægstu niðurstöðutölurnar. Það er reginmis- skilningur. Eins og áður segir er dregið úr innsendum seðlum. Aug- Ijóst er að lítill vandi væri að „falsa” slíkan seðil og því er ekki fram- kvæmanlegt að verðlauna slíkan Eins og áður hefur verið greint frá í DB höfum ákveðið að breyta um form á verðlaunaveitingu mánaðarins. 1 stað þess að hafa mánaðar-vöruúttekt í verðlaun til þeirra sent senda okkur upplýsinga- seðla ætlum við í framtíðinni að hafa eitthvert sniðugt heimilistæki. Að þessu sinni er það rafmagns- kvörn er heitir Moulinette frá Moulinex. j rauninni er þetta tæki miklu nieira en kvörn. Með „móðurtækinu” fylgja deighnoðari, þrjú grænmetisjárn og blandari. Með þessum tækjum er hægt að gera ótrúlegustu hluti. Kvörnin virðist mjög örugg i meðförum, er stöðug á borði og síðast en ekki sízt er auðvelt að þrífa alla hlutina. hamborgara í einu, þá má vigta kjöt- bitana áður en þeir eru látnir i kvörnina, eða ætlast á um hve ham- borgararnir eiga að vera stórir. Ekki er hægt að setja kvörnina í gang nenia á henni sé lok, þannig að hnífurinn er aldrei i gangi óvarinn. — Annars gæti farið illa. Hnífurinn er tekinn úr vélinni með sérstöku plast- áhaldi og þveginn undir rennandi vatni. Þannig þarf i rauninni aldrei að snerta sjálfan hnifinn. -A.Bj. Kvörnin vinnur þegar ýtt er ofan á hana. Um leið og hendinni er lyft, stoppar hnífurinn. Jóhannes vinur okkar Reykdal, yngri, kom i heimsókn til okkar á ritstjórnina og dró út nafn vinningshafans, Sigurborgar Magnúsdóttur hjúkrunarfræðings i Hafnarfirði. DB-mynd Hörður. Vinnur í einum grænum Við prófuðum eitt slíkt tæki i „tilraunaeldhúsi” DB um helgina. Það er hreint ótrúlegt hve fljótlegt er að búa t.d. til grænmetissalat. Hægt er að búa til skammt handa einum í einu ef á þarf að halda. Þá er það sem í salatið á að fara látið í skálina, meira að segja majonesið og ýmirinn, eða hvað það nú er sern fólk ætlar að nota fyrir salatsósu. Síðan er tækið sett í gagn og eftir 2-3 sekúndur er allt tilbúið. Okkur varð fyrst á að gera salatið alltof fíngert en finleikinn eða grófleikinn fer eftir þvi hve lengi tækið er haft í gangi. í fyrstu urðu gulrælurnar svo fint saxaðar að gefa hefði mátt ungabarni. Um að gera að saxa grænmetið ekki nema augnablik. — En þetta kemur auðvitað með æfingunni. Deighnoðarinn reyndist einnig mjög vel. Við bjuggum til ger- bakstur. Grænmetisskerinn snarar grænmetinu í sneiðar á svipstundu og blandarinn býr til finasta mjólkur- hristing eða ávaxtadrykki á auga- bragði. Að vísu prófuðum við hann ekki, þ.vi við eigum aðra tegund af blandara í „tilraunaeldhúsinu”. Þegar á að hakka kjöt i kvörninni verður að skera það i bita áður. Með tækinu fylgir plastmót til þess að móta hamborgara með. Hentugast er að búa til einn

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.