Dagblaðið - 05.03.1980, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 05.03.1980, Blaðsíða 24
frjálst, úháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1980. Nær Kupreit- shikístór- meistara- titilinn hér? — enn efstur á Reykja- víkurskákmótinu Röð keppenda í Reykjavikurmótimi er þannig að 9 umferðum tefldum: 1. Kupreitshik — 6,5 v. 2. —3. Browne, Sosonko — 5.5 v. 4. Torre — 4,5 og biðskák 5. Schiissler — 4,5 v. 6. —8. Byrne, Jón L., Miles — 4 v. 9.—10. Margeir, Helgi — 3,5 v. 11. Vasjúkov — 3 . og biðskák. 12. Guðmundur — 3 v. 13. Haukur — 1,5 v. Norðmaðurinn Hclmers hii'lli vegna lasleika. Keppendur eiga frí i dag. 10. um- ferðin verður tefld annað kvöld, fimmtudag. -BS. Auglýsinga- stríð bíóanna „Við teljum okkur einfaldlega ekki geta borgað það verð sem Morgun- blaðið setur upp fyrir auglýsingar,” sagði einn kvikmyndahússforstjóri i viðtali við DB. „Þangað til þessi ágreiningur leysist munum við ekki auglýsa i þvi blaði,” bætti hann við. Gamla bíó er ekki lengur í samtökum kvikmyndahúsanna. Frá þvi er eina bíóauglýsingin i Morgunblaðinu i morgun. Forstjóri sá sem DB átti tal við í morgun, sagði: „Sú tíð er liðin, að Morgunblaðið sé i aðstöðu einkasölu á sviði auglýsinga sem öðrum sviðum.” -BS. Saltf iskmenn vilja gengisfellingu „Þrátt fyrir verðhækkun sem fékkst í þessum samningum þá er Ijóst að við núverandi gengisskráningu þarf cnn verulegar greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði til að endar nái sarnan i rekstri saltfiskframleiðslu i landinu.” Svo segir i tilkynningu frá Sölusambandi ísl. fiskframleiðenda þar sem tilkynnt er um mikla sölusamninga, sem gerðir hafa verið við Spán og Portúgal. Er verðmæti þeirra um 30 milljarðar króna. Talsmenn saltfiskverkunarinnar vilja þvi og telja nauðsynlegt að fella gengi islenzku krónunnar. Taka þeir þar undir sams konar kröfur frystihúsamanna, sem getið var i DB i gær. -ÖC. LUKKUDAGAR: 5. MARZ 5542 Hljómplötur að eigin vali frá Fálkanum fvrir kr. 10.000,- Vinningshafar hringi i síma 33622. Islenzkir starf smenn varnarliðsins: Allar birgdir fluttar frá Rockvillestöðinni — ríkisstjórnin harmar og mótmælir auðmýkingunni í Rockville Ríkisstjórnin harmar atburð þann cr varð í herstöðinni Rockville 25. febrúar er tveir íslendingar voru stöðvaðir og kyrrsettir af banda- riskum vörðuni. Þetta kom frant í bókun varnarmálanefndar i gær. Þar var bent á að íslendingar eru ekki vanir byssum og lögð áherzla á að slíkir atburðir geti leitt til þess að lifstjórn hljótist al' eða meiðsli og slíkt niyndi skaða óbætanlega sam- skipti islendinga og varnarliðsins. Varnarliðið kanni með skjótum hætti aðferðir og reglur öryggisvarða sinna til (vess að koma í veg lyrir endurtekningu slikra atburða. Lýsl var fullri ábyrgð á hendur þeim aðilum, sem með öfgafullum við- brögðum við brot frantin i ógáti, eða við ímynduð brot, auðmýk ja islenzka starfsmenn varnarliðsins Jafnlramt cr farið frant á það að vamarsvæðin verði betur merkt. Þess má geta í framhaldi þessa, að íslenzkir starfsmenn varnarliðsins l'luttu á föstudag allar birgðir úr birgðageymslu þeirri er atburðurinn varð við i Rockville. Starfsmennimir fara fram á það að fá geymslu á Keflavíkurvelli sjálfum, þannig að þeir þurFt ekki að fara til Rockville. -JH. BSRB skýrír kröfur sínar: KRISTJÁN BÍÐUR ENN EFTIR GAGNTILBOÐI „Jú, þetta cr í l'yrsta skipti sem unnið er alla nótlina i loðnunni. Við rcynum að l'á hana sem ferskasta. Þessi veiddist út al' Reykjanesi og er úr Heigu II. og Hilmi,” sagði Magnús Magnús- son, yfirvcrkstjóri hjá Bæjarútgerð Reykjavikur, þegar við litum þar. inn i niorgun. Þar var mikið um að vcra. Þorskurinn lékk vitanlega sína meðferð, sem endranær, en margir stóðu enn og flokkuðu loðnu. Enginn var þö framlágur, þólt törn hafi verið undanfarið. Magnús sagði að byrjað hafi verið í loðnunni á sunnudag og þá unnið háll'- an daginn, síðan haldið áfrant á ntánudag, vaktir væru tvískiptar. Magnús var hinn bjartsýnasti á að brátt yrðu hrognin það þroskuð að mætti fara að vinna þau. Heldur væri þó loðnan smá, cl' ekki næðust 55 i hvert kiló þyrfti hún að fara i bræðslu. Við náðunt tali af einni eldhressri, sem unnið hefur i Bæjarútgerðini al' og til i 16 ár. Vilborg Torfadótlir heitir hún og sagði aðþetta væri spcnnandi. Helzt væri hægt að likja vinnunni við loðnuna við síldarævintýrið. Timinn liði fljótt, allir kátir og gaman væri að vera til. Allir fnllir af áhuga, sem lika mátti sjá, því varla leit nokkur upp, þótt Sveinn léti smclla i myndavélinni á l'ullu. -EVl. Við krefjumsl 300 þúsund króna lág- markslauna.” Undirnefndir gerðu sáttanefnd í gær grein fyrir kröfttgerðinni á fundi hjá sáttasemjara. -im. Kristján Thorlacíus: Við stiindum fast á okkar kröfum. DB-myntl: Bj. Bj. Það er ekkert verið að vtó a/ þegar loðnan er annars vegar, eins og sjá má. Myndin var tekin i Bcvjarútgerðmm í morgun. DB-mynd: Sv. Þorm. „F.g tel slæmt að enn er ekki komið gagntilboð frá ríkisstjórninni,” sagði Kristján Thorlacíus, formaður Banda- lags starfsntanna rikis og bæja, í viðtali við DB i gær. „Ég tel, að það sé grund- vallaratriði í slíkum viðræðum að gagntilboð konti til i upphafi.” ,,Ég vona, að sú yfirlýsing standi,” sagði Kristján og vitnaði til þess að von hefði verið á gagntilboði siðastliðinn föstudag eða mánudag. Þeir dagar eru að visu liðnir, en Kristján kvaðsl vænta gagntilboðs í vikunni. „Við stöndum á okkar kröfttm,” sagði Kristján Thorlacius, þegar hann var ntinntur á yfirlýsingar ráðherra unt að ekki mætti koma til grunnkaups- hækkana á árinu. „Okkar kröfur ertt unt hliðstæð laun í lægstu launaflokk- um og kröfur hafa verið unt siðan 1973, þegar ntiðað er við kaupmátt. Unnið næturlangt í loðnunni: ENGINN FRAMLÁGUR í BÚR í M0RGUN

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.