Dagblaðið - 06.03.1980, Síða 2
2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1980.
Hvar er nú stórlæti og sómatilf inning bænda?
Sultarjamiurínn berst nú
yfír a//a landsbyggðina
Herdís Hermódsdóltirskrifar:
Það verður ekki annað sagt en
hann ætli að verða nokkuð langur
ómagahálsinn á þyngsta ómaga
þjóðarinnar, bændastéttinni.
Forkólfar bænda ganga nú um á
Alþingi eins og fjárhópur sem ryðst
að garðanum og biður eftir að gefið
sé og sultarjarmurinn berst yfir alla
landsbyggðina. Það hefur dugað
þeim vel til þessa enda hefur Alþingi
verið rekið í áraraðir eins og eitt alls-
herjar útibú frá SÍS og bændum með
góðum árangri.
Raddir
lesenda
Þar hafa þeir haft í seli og mjólkað
skattgreiðendur sem hafa látið srnala
sér til mjaltanna þegjandi (að sauða
hætti) þó einn og einn hafi verið
bágrækur.
Og nú heimta þeir þrjá milljarða til
viðbótar við 28 milljarðana sem þeim
voru veittir á síðustu fjárlögum
(búnaðarmál 10 milljarðar, niður-
greiðslur 18 milljarðar), sem þeir
ætla að greiða framleiðslu sína ofan í
erlenda neytendur með, því vitanlega
dettur erlendum neytendum ekki i
hug að sæta þeim kjörum sem hér-
lendir láta bjóða sér.
Á sama tima eru enn boðaðar stór-
felldar verðhækkanir á framleiðslu-
vörum bænda eftir stanzlausar
hækkanir með nokkurra vikna milli-
bili sl. ár. Kannski er ekki að
undra að bændur, sem nú sitja á
þingi sinu, hafi kotnið því svo fyrir,
með aðstoð ríkisvaldsins, að al-
menningur fæði þá á nieðan á þing-
haldi stendur. Hvar er svo stórlæti og
sómatilfinning bænda, sem lúta svo
lágt? Ég bara spyr.
En þó tekur nú fyrst steininn úr er
þeir heimta að við, sem neydd erum
til að hlíta ríkisvernduðu einokunar-
okri þessara framleiðenda, séum látin
Selfossekkimeðliðí2.deild: 1
FURDULEG
ÁKVÖRÐUN
—og Selfyssingum til mikillar
minnkunar
Gamall Selfyssingurskrifar:
Alveg var ég gáttaður þegar ég las
um þá ákvörðun Selfyssinga að senda
ekki lið i 2. deildarkeppnina í knatt-
spyrnu i sumar.
Ákvörðun sem þessi er Selfyssing-
um til mikillar minnkunar og verður
að teljast furðuleg. Að kaupstaður
sem telur á fjórða þúsund íbúa skuli
ekki treysta sér tiK að senda lið í
íslandsmótið i knattpyrnu sökum
manneklu fær hreinlega ekki staðizt.
Árangur Selfyssinga i 2. deildinni í
fyrra var vel við unandi og á tímabiii
voru þeir með í baráttunni um sæti í
I. deild. Auðvitað ætti kaupstaður á
stærð við Selfoss að keppa að sæti í
l.deild ef einhver metnaður væri þar
fyrir hendi í stað þess að leggja upp
laupana.
Bæjaryfirvöld ættu að gera sér
grein fyrir því að íþróttaliðin eru oft
andlit bæjanna út á við. Þau ættu þvi
að reyna að styðja við bakið á
íþróttamönnum sínum og veita þeim
hvatningu í formi fjárhagsstuðnings.
Knattspyrnulið Selfoss hefur lengi
hjakkað í sama farinu og kann að
vera að leikmönnum sé farið að
leiðast þófið, þar sem góður árangur
lætur á sér standa. Réttu viðbrögðin
við því eru að sjálfsögðu ekki þau að
fa'ra i fýlu og draga sig út úr keppni.
Knattspyrnudeild Selfoss hefði að
sjálfsögðu átt að vinna að því að fá
2—3 leikmenn úr Reykjavík til
styrktar liði sínu og til að veita liðinu
nýtt blóð. Þetta gera flest lið úti á
landsbyggðinni, t.d. á Austfjörðum,
og þykir ekki tiltökumál. Slíkt geta
menn kallað hálfatvinnumennsku ef
þeir vilja. Ef það heitir hálfatvinnu-
mennska þá er hún hreinlega orðin
staðreynd á íslandi og Selfyssingar
verða þá eins og aðrir að fylgjast
með tímanum ef þeir ætla að vera
samkeppnisfærir.
A.m.k. geta Selfyssingar ekki verið
þekktir fyrir að draga sig út úr
keppninni meðan mun smærri bæjar-
félög eins og t.d. Eskifjörður tefla
fram sterku liði.
greiða vinnumönnum þeirra kaup ef
þeir verða lasnir eða þykjast þurfa að
taka sér frí til skemmtunar.
Nú er sannarlega mál að linni. Nú
hlýtur að vera komið að Neytenda-
sámtökunum að láta málið til sín
taka og vernda sina félaga. Til þess
eru neytendafélög stofnuð og til þess
er ætlazt af þeim. Geri þau það ekki
kafna þau undir nafni enda ekki
lengur til þeirra traust að leita frekar
en til þingmannanna sem jafnfrek-
lega misbjóða trausti kjósenda sinna
og raun ber vitni.
Neytendur. Rekum af okkur
slyðruorðið og hættum að Iáta reyta
okkur eins og dautt fiðurfé.
K
,,Enda hefur Alþingi verið rekið i
áraraðir eins og eitt allsherjar útibú
frá SÍS,” skrifar Herdís Hermóðs-
dóttir.
DB-mynd: RagnarTh.
Hringekja úr ferðativoliinu sem Kaupstefnan hf. mun fá til landsins i haust i sambandi við heimilissýninguna.
Tívolíá Islandi íhaust:
Gott framtak hjá
Kaupstefnunni hf.
K. J. hringdi:
,,Ég vil lýsa yfir ánægju minni með
það framtak Kaupstefnunnar hf. að
ætla að fá ferðatívoli til landsins
næstkomandi haust í sambandi við
heimilissýninguna.
Það var sannarlega kominn tími til
að einhverjir aðilar gerðu eitthvað til
að lifga upp á bæjarlífið. Ég vona
bara að þetta framtak Kaupstefn-
unnar verði til þess að Reykvíkingar
og aðrir Íslendingar geti i framtið-
inni átt aðgang að tivolí hér heima
yfir sumartímann.
Slæmt form á
uppboðum
Hringið
ísíma
27022
miilikl. 13
og 15,
eða skrifið
I.esandi hringdi:
Siðastliðinn laugardag var haldið
uppboð hjá tollstjóra og voru þar
margs konar vörur boðnar upp.
Margir eru mjög óánægðir með
hvernig að þessum uppboðum er
staðið. Menn sem koma þarna og
hafa áhuga á vissum vörum þurfa að
bíða timunum saman eftir þvi að þær
séu boðnar upp. Mikið er talað um
hve þetta fyrirkomulag er leiðinlegt.
Ekki er vafi á þvi að þessu ætti að
vera hægt að breyta í viðunandi
form. Viða erlendis er þessu þannig
fyrir komið að menn geta mætt á
auglýstum tima og bent á þá hluti
sem þeir hafa áhuga á. Þeir eru þá
boðnir upp strax. Þannig má koma í
veg fyrir að fólk sem aðeins hefur
áhuga á einhverjum einum hlut þurfi
að hanga klukkustundum saman yftr
uppboðinu i óvissu um hvenær við-
komandi hlutur verður boðinn upp.