Dagblaðið - 06.03.1980, Page 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1980.
3
Vegurinn milli Stöðvarfjarðar og
Fáskrúðsfjarðar:
Tuttugu mín-
útna akstur
tekur nú
klukkustund!
Garðar Harðarson, Stöðvarfirði,
skrifar:
Mig langar til að skrifa fáeinar lín-
ur um veginn milli Stöðvarfjarðar og
Fáskrúðsfjarðar og tel ég alveg
furðulegt að fleiri hafi ekki skrifað
um hann.
Ég keyri þennan veg nokkuð oft og
verður að segjast eins og er að vegur-
inn er orðinn alveg ferlegur. Allt
síðasta ár hefur hann verið meira og
minna illfær en nú er svo komið að
u.þ.b. 10 km langur kafli er alveg
ófær. Er það kaflinn milli Gvendar-
ness og Hafnarness.
Þar sem ekki eru pyttir og hvörf er
vegurinn svo holóttur að þar er varla
„fyrstagírsfæri”. Það heyrir til
undantekninga ef veghefill fer um
veginn enda þyrfti hann að vera þar
daglega þar sem allt það slitlag
(malar) er á veginn var lagt er horfið
fyrir tíu árum eða meira.
Mér þykir alveg furðulegt að allir
þeir atvinnubílstjórar sem um veginn
fara skuli ekki vera búnir að kvarta
fyrir löngu. Þegar þetta er skrifað er
verið að tala í fréttunum í útvarpinu
um hve illfært sé á Suðurlandi og
segir Hjörleifur vegaeftirlitsnaður að
„sæmilegasta færð sé suður með
Austfjörðum” og séu helztu farar-
tálmar grjóthrun í skriðum.
Það væri gaman að vita hvort ein-
hverjir fleiri hafa ekki eitthvað um
þennan vegarspotta að segja. Vega-
lengd sem vanalega tekur 20—30
mínútur að keyra tekur nú um það
bil eina klukkustund.
\
„Þar sem ekki eru pyttir og hvörf er
vegurinn svo holóttur að þar er varla
fyrstagírsfæri,” skrifar Garðar
Harðarson um veginn milli Stöðvar-
fjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Myndin
er af vegi á Vesturlandi í svipuðu
ásigkomulagi.
DB-mynd Árni Páll.
Góður
gestur
Helgi Vigfússon skrifar:
Hérlendis hefur dvalið að undan-
förnu einn af útvörðum islenzkrar
menningar vestanhafs, Íslandsvinur-
inn dr. Loftur Bjarnason, prófessor
frá Monerey i Kaliforníu. Dr. Loftur
hefur unnið stótkostlegt land-
kynningarstarf vegna tslands i
Bandaríkjunum, flutt á liðnum ára-
tugum ógrynni fyrirlestra um land og
þjóð.
Hann hefur þýtt skáldverk ýmissa
íslenzkra höfunda á ensku, t.d. verk
Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi,
Gunnars Gunnarssonar, Kristmanns
Guðmundssonar og Halldórs
Laxness.
Meðal ritverka dr. Lofts má nefna:
Modern Icelandic Literature in
English Translation, auk fjölda rit-
gerða um íslenzkar bókmenntir og
skáld. Dr. Loftur er fæddur í Utah,
sonur Lofts fræðslumálastjóra i
Utah, er var sonur Gísla Einarssonar
frá Hrífunesi i Vestur-Skaftafells-
sýslu.
Þetta er fjórða ferð hans til íslands,
hin fyrsta 1930—31, önnur ferðin
1937—’38, en hann var við nám í
Háskóla íslands og Kennaraskóla
íslands í bæði skiptin. Þriðju ferðina
kom hann 1971 í fylgd konu sinnar,
Ruth. Hann hefur verið prófessor við
United States Naval Postgraduate
School i Monterey, háskóla í Utah,
Stanford, Hartnell College í Salinas
og kennir íslenzku og íslenzkar bók-
menntir við bréfaskóla Kaliforníu-
háskóla.
Dr. Loftur Bjarnason prófessor
hefur nú þegar hitt hér á landi nokkra
áður óþekkta frændur og frænkur,
en væntir þess að geta hitt sem flesta,
enda sérstaklega frændrækinn og
fróður um islenzkar ættir.
(B
■O C
■S ®
skyr
Enn einu sinni minna lesenda-
dálkar DB alla þá, er hyggjast
senda þœttinum linu, að látafylgja
fullt nafn, heimilisfang, slmanúmer
<ef um það er að rœða) og nafh-
númer. Þetta er lítil fyrirhöfn fyrir
, bréfritara okkar og til mikilla
1 þœginda fyrir DB.
\ Lesendur eru jafnframt minntir
á að brif eiga að vera stutt og
skýr. Áskilinn er fullur réttur til að
stytta bréf og umorða til að spara
rúm og koma efhi betur til skila.
Bréf œttu helzt ekki að vera lengri
en 200—300 orð.
Símatlmi lesendadálka DB er
milli kl. 13 og 15 frá mánudögum
tilföstudaga.
J
Úrvals snjódekk — Super verð
ATHUGIÐ VERÐIÐ. GERIÐ SAMANBURÐ
FOLKSBILADEKK
155 x 12 (Daihatsu-Corolla) 24.400.00
155 x 13 (Mazda-Lada-Subaru) 24.400.00
165x13(Mazda-Lada-Subaru) 25.600.00
B 78 x 14 (Volvo-Fairmont) 24.000.00
Br 78 x 14 (Volvo-Fairmont) 26.000.00
175 x 14 (Volvo-Fairmont) 31.000.00
195/75x14(c 78x14) 31.000.00
205/75x14 (E 78x14) (Malibu) 31.000.00
205/75 x 14 (E 70 x 14) (Breið dekk) 31.000.00
Fr 78x13 31.000.00
Gr 78x14 32.500.00
Hr 78x14 32.000.00
G 60x14 38.800.00
Br 78 x 15 (VW-Vohra-Saab) 24.000.00
Fr 78x 15 (Oldsmobile-dísil) 33.500.00
Gr 78 x 15 (Oldsmobiledísil) 34.000.00
JEPPADEKK:
Hr 78 x 15 (Willys-Bronco-Scout) 36.500.00
Lr 78 x 15 (700 x 15) (Willys-Bronco-Scout)
39.500.00
700 x 15 (Willys-Bronco-Scout) 35.000.00
12x15 69.800.00
SENDIBÍLADEKK:
750 Rx16 65.300.00
800 Rx 16.5 56.500.00
875 Rx 16.5 59.400.00
950 Rx 16.5 67.000.00
VÖRUBÍLADEKK:
1100 x 20 AFTURDEKK
1100x20 FRAMDEKK
1000x20 AFTURDEKK
1000x20 FRAMDEKK
Stk.
218.500.00
209.000.00
198.500.00
189.000.00
Sett
234.000.00
225.500.00
210.500.00
201.000.00
SÓLAÐIR HJÓLBARÐAR í FLESTUM STÆRÐUM.
Sendum gegn póstkröfu
um land allt
Gúmmívinnustofan
Skipholti 36
Simi31055
Spurning
dagsins
Hver er uppáhalds-
drykkurinn þinn?
(■unnar Jónsson nemi: Það er svo
rnargt, allt frá kóki niður i mysu.
Þórarinn Þórarinsson, bílstjóri hjá
Vifilfelli: Uppáhaldsdrykkurinn tninn
var brennivin en núna eru það allir
óáfengir drykkir, sérstaklega þó sykur-
lausir, megrandi drykkir.
Siguróur GuAjónsson, slarfsmaöur
Vifilfells: Enginn drykkur öðrum
fremur. Ég er hrifinn af öllu sem
rennur. Kókið er þó örugglega ekki
minn uppáhaldsdrykkur.
Margrét Ágústa Sigtryggsdóltir nemi:
Mjólk, seven-up og trópikana.
Vilborg Stefánsdóllir nemi: Guð, ég
veit það ekki. Ætli það sé ekki helzt
kók og mjólk.
Guðni Már Kárason nemi: Ætli það sé
ekki nijólkin.