Dagblaðið - 06.03.1980, Page 10

Dagblaðið - 06.03.1980, Page 10
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1980. MMBIABW frjálst, áháð dagblað lltgefandi: Dagblaðifl hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. RitstjórnarfuNtrúi: Haukur Holgason. Fréttastjóri: ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. (þróttir: Hallur Sfmonarson. Menning: Aflabteinn Ingólfsson. Aflstoflarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrít: Asgrfmur Póisson. Hönnun: Hilmar Karisson. 1 Blaflamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar HalkJórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir TómassofC'Brag^ Sigurflsson, Dóra Stsfénsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gissur Slgurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur Geirsson, Sigurflur Svarrisson. • Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, BjarnloKur Bjamlerfsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurfls- son, Sveinn Pormóflsson. Safn: Jón Sævar Baldvinsson. Skrífstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Práinn Þorleifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Drerfing- arstjóri: Már E.M. Halidórsson. Ritstjórn Síflumúja 12. Afgreiflsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Pverholti 11. Aflalslmi blaflsins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot: Dagblaflifl hf., Slflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Slðumúla 12. Prentun Árvakur hf., Skerfunni 10. Askríftarverfl á mánufli kr. 4500. Verfl f lausasölu kr. 230 eintakifl. Enneróbragö . Óneitanlega eru margir hér á landi enn mjög sárir út í norsk stjórnvöld vegna tilrauna þeirra í fyrrasumar til að ná undirtökum í Jan Mayen málinu með óskemmtilegum brögðum í leiftur- sókn gegn íslendingum. Ráðherrar norska Verkamanna- flokksins og verndarar íslenzka Alþýðuflokksins beittu fyrst fyrir sig íslenzkum flokksbróður, Benedikt Gröndal, þáverandi utanríkisráðherra. Þeir töldu honum trú um, að deilan snerist um miðlínu. Þannig komst norska stjórnin aftan að íslendingum. Hér heima vissu stjórnmálamenn lítið sem ekkert um innihald einkaviðræðna Benedikts, þegar þrír ráð- herrar norsku stjórnarinnar komu til íslands í lok júní. Norsku ráðherrarnir buðust til að takmarka loðnu- veiðar sinna manna við Jan Mayen gegn því að íslend- ingar samþykktu miðlínu. Þessi einstæða frekja kom flatt upp á íslenzka stjórnmálamenn, aðra en Benedikt Gröndal. Svo byrjuðu hótanirnar, þegar íslendingar þvældust fyrir í viðræðunum. Fyrst var sagt, að engan tíma mætti missa, því að annars mundu Sovétmenn veiða alla loðnuna. Með þessum ósannindum átti að taka okkur á taugum. Þegar hinum norsku ráðherrum varð ljóst, að Bene- dikt Gröndal talaði ekki fyrir munn íslendinga í Jan Mayen málinu, ruku þeir burt í fússi. En taugastríði þeirra lauk ekki, þótt Sovétmennlýstuyfir áhugaleysi á loðnu. Samanlagt stóð þessi skyndisókn norskra stjórn- valda allan júlí og fram eftir ágúst. Þegar Rússagrýlan var úti, fóru norsk stjórnvöld að hóta ofveiði af eigin hálfu á loðnu við Jan Mayen. Þau sögðust ekki ráða við norska sjómenn. Við vitum núna, hvernig þetta taugastríð endaði. Við verðum því alveg róleg næst, þegar við mætum nýrri leiftursókn af norskri hálfu í sumar. En undir niðri þökkum við okkar sæla fyrir að hafa sloppið fyrir horn í fyrra. Það varð okkur til bjargar, að nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðubandalagsins áttuðu sig á, hvað var að gerast. Þeir mótuðu af íslands hálfu tillögur í Jan Mayen málinu, þar sem tekið var tillit til íslands. Þessi sjónarmið voru mjög studd hér í Dagblaðinu. Ennfremur snerist þáverandi forsætisráðherra og nú- verandi utanríkisráðherra, Ólafur Jóhannesson, á sveif með þeim, sem töldu, að hafa þyrfti góðar gætur á islenzkum hagsmunum þar nyrðra. Þegar Ólafur lýsti því yfir í ágústlok, að ekki kæmi til greina, að við deildum hafsbotninum við Jan Mayen með Norðmönnum, mátti segja, að norska leiftursókn- in væri endanlega runnin út í sandinn. Síðan hefur verið reynt að hóta með hugmyndum um norska fiskibátahöfn á Jan Mayen. Þetta var minni háttar útspil, sem Ólafur Jóhannesson kallaði „veikleikamerki”. Annars hefur verið tíðindalítið á þessum vígstöðvum í vetur. íslendingar viðurkenna ekki norska efnahagslögsögu við Jan Mayen af ástæðum, sem raktar hafa verið í leiðurum Dagblaðsins undanfarna daga. íslendingar telja sig raunar hafa meiri rétt til Jan Mayen en Norð- menn hafi. Auðvitað höfum við ekki styrk til að fylgja rétti okkar eftir til fulls. Og auðvitað vitum við, að á endanum verða Norðmenn og íslendingar að semja í vinsemd um málið. En læVísin og leiftursóknin hafa skilið eftir óbragð, sem við finnum enn. r—— Danmörk: Tryggingabætur vegna hunda 1,5 milljaröar á árí Hundar í Danmörku valda að meðaltali sjötíu og fimm sinnum skaða á hverjum einasta degi. Að sögn þeirra sem unnið hafa þessar upplýs- ingar er hér um að ræða algjörar lág- markstölur og þá aðeins taldir með þeir skaðar sem hundar valda og koma til kasta tryggingarfélaga, sem selja ábyrgðartryggingar til eigenda hundanna. Heildartjón sem bætt var af tryggingarfélögum í Danmörku fyrir tjón sem hundar ollu var 19 milljónir danskra króna eða jafnvirði rétt um 1,5 milljarða islenzkra króna. Er þá ótalinn alls kyns kostnaður vegna læknishjálpar, tapaðra vinnu- stunda og i alvarlegustu tilvikunum örorkubætur. Alls voru það 26.385 skaðar sem bókfærðir eru af hundavöldum árið 1978. Er það að meðaltali 713 dag hvern á árinu. Upplýsingar þessar eru úr skýrslu sem læknir einn í Odense hefur unnið að. Annars þykir athyglisverðast í skýrslunni hve litlar upplýsingar liggja fyrir um hunda í Danmörku. Ekki er einu sinni vitað með vissu hve margir þeir eru. Þó ef byggt er á rannsókn Gallup skoðanakönnunar- fyrirtækisins er líklegt að þeir séu um það bil 470 þúsund í Danmörku allri. Hundar sem bein not eru af — eins og lögregluhundar, leiðsögu-, hass- eða varðhundar eru innan við einn af hundraði af öllum hundahópnum. Margir þeirra eru orðnir mjög verð- mætir þar sem orðið hefur að þjálfa þá um langt skeið. Til dæmis mun þurfa að þjálfa leiðsöguhund i um það bil eitt ár áður en hann telsl hæfur til starfa. Auk þess eru síðan varðhundar einkaaðila en enginn treystir sér til að gizka á hve margir þeir eru. Þrír milljaröar til aö losna viö gömlu bátana —athugað hvort ekki megi selja þá til þróunarlandanna Danska fiskimálaráðuneytið og aðstoðin við þróunarríkin, DANIDA, kanna nú hvort ekki megi nota gamla danska fiskibáta í rikjum þriðja heimsins. Þarna er um að ræða aflóga trébáta, sem annaðhvort eru seldir með styrk frá rikinu eða höggnir. Nú liggur fyrir danska þinginu frumvarp þar sem bátaeig- endur sem eiga úrelta báta sem ekki eru lengur hagkvæmir til fiskveiða fái bætur ef þeir leggi þeim. Vill Poul Dalsager sjávarútvegsráðherra Dana fá jafnvirði þriggja milljarða islenzkra króna til að aðstoða þessa bátaeigendur. Vegna þess að hætt hefur verið að gera út svo nrarga litla fiskibáta í Danmörku hefur þeirri hugmynd skotið þar upp kollinum að vera megi að þróunarríkin geti á einhvern hátt nýtt þessa báta, þó þeir séu ekki orðnir samkeppnisfærir á Norður- sjónum og í Eystrasaltinu. Höfuðástæðan fyrir því hve mikil áherzla er lögð á að grisja danska snráfiskibátaflotann er sú að Efna- hagsbandalaginu hefur ekki tekizt að móta sameiginlega fiskveiðistefnu. Hefur þar einkum strandað á Bretum,.sem ekki vilja sætta sig við að fá aðeins 12 milna fiskveiðilög- sögu umhverfis Bretlandseyjar. Vilja þeir fá 50 mílna landhelgi. Deilan urn fiskveiðarnar hefur komið nijög hart niður á Dönum, sem hafa vegna ráðaleysis Efnahagsbandalagsins ekki getað samið um veiðiheimildir á hefðbundnum miðum sínum, sem Norskir heims- veldissinnar Allt frá þvi um árið 1000 hala erlendir þjóðhöfðingjar og þjóðir seilzt til afskipta af landsmálum á íslandi upp i það að innlima Ísland i riki sin eða hernenta eins og þjófar á nóttu. Hér er enginn af nágrönnum okkar, sem liggja beint að Atlants- hafi, undanskilinn. Norðmenn voru fyrstir til. Notfærðu þeir sér inn- lendar deilur og óeiningu upp á hefð- bundinn máta heinrsveldissinna með því að deila og drottna. Allir Íslend- ingar vita, hver endir varð hér á, Gamli sáttmáli, Ísland varð bráð heimsveldissinnanna norsku á 13. öld. Síðan gekk ísland undir hið danska veldi, en sú prisund stóð fyrir hina íslenzku þjóð í sex aldir tæpar. Ekki höfðu íslendingar verið frjálsir nenia nokkur ár þegar Norð-. menn seildust aftur til yfirráða á hinu islenzka hafsvæði og hófu afskipti af hluta islenzka landgrunnsins þar sem það rekur nefið upp úr yfirborði Atlantshafsins með eldfjallavirkni i formi Jan Mayen. Var hér um hreint ódæðisverk að ræða, þar sem Islend- ingar voru á þessum tíma fátækir og vanmegnugir, rétt að stíga fyrstu barnæskuspor sjálfstæðisins. Fyrsta kafla ofbeldis þeirra á 20. öld gagnvart íslendingum lauk með yfirlýsingu þeirra um innlimun þess hluta íslenzka landgrunnsins, sem Jan Mayen er þrátt fyrir yfirlýsingar íslenzkra forsætisráðherra um rétl íslands til Jan Mayen. Þar sem mjög ákveðnar yfirlýsingar forsætisráð- herra Íslands koniu fram voru aðgerðir Norðmanna viðvikjandi Jan Mayen ekkert annað en ógrimuklætt ofbeldi. Hér verður einnig að áfellast Dani, því eins og fram kemur í rit- stjómargrein Dagblaðsins, 4. marz blasir við okkur sú einfalda sögulega staðreynd, að Danir fóru í mál við Norðmenn út af deilu unr Austur- Grænland, en létu þann hluta land- grunns íslands sem Jan Mayen er lönd og leið og skiptu sér ekki frekar af því að halda Norðmönnum biirtn af þessu hafsvæði, þar sem Jan Mayen var íslenzkt land en Austur- Grænland talið danskt land. Brugðust Danir hér gjörsamlega því hlutverki sínu að gæta hagsmuna íslands á alþjóðavettvangi skv. full- veldissamningnum 1918. Hér er um hefðbundið fyrirbrigði að ræða, þar sem sannleikurinn er svo einfaldur að menn koma ekki auga á hann fyrr en einhver setur hann fram í rituðu eða mæltu niáli. Þó máttu allir hann vita áðtir. Brezkt ofbeldi Það er í fersku minni íslenzkrar þjóðar, hvernig Bretar komu eins og þjófar á nóttu og rændu islenzkri þjóð og landi hennar i nraí 1940. Öll .söguleg gögn, sem fram hafa komið að lokinni heimsstyrjöldinni síðari hafa sannað að sú fullyrðing Breta til réttlætingar þjóðarráninu á íslend- ingum, að ef þeir hefðu ekki fram- kvæmt þetta rán hefði íslendingum verið rænt af Þjóðverjum, sanna að þessar fullyrðingar styðjast ekki við

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.