Dagblaðið - 06.03.1980, Page 24

Dagblaðið - 06.03.1980, Page 24
32 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1980. Menningarverðlaun DB: HEIÐUR EDA HEGOMI? — Listafólk og blaðamenn láta f Ijós skoðun sína Ná liður senn að því að Menningarverðiaun DB verði veitt í annað sinn, en sem kunnugt er hafa slik verðlaun ekki verið við lýði um langt skeið, eða slðan Silfur- hestur og Silfurlampi lögðust af. DB mun afhenda þessi verðlaun sln við hátiðlegan málsverð I Þingholti, Hótel Holti, Jostudaginn 14. marz og eru þau i formi gripa sem Haukur Dór hefur hannað fyrir blaðið. Er gerð þeirra gripa í samrœmi við þá stefnu blaðsins að lofa • sem flestum hönnuðum og listafólki að spreyta sig á þeim, eftir eigin höfði. 1 fyrra gerði Jónlna Guðnadóttir leirkerasmiður sérstakar skálarfyrir DB. Lokaákvarðanir um veitingu verðlauna eru I höndum fimm þriggja manna dóm- nefnda, en auk þess hefur DB gefið lesendum tœkifœri til að láta I Ijós álit á þvl hverjir vœru verðugir þessara verðlauna. Veittar eru viðurkenningar fyrir bók- menntir, tónlist, myndlist, leiklist og byggingalist. í fyrra hlutu viðurkenningar Ása Sólveig rithöfundur, Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri, Gallerí Suðurgata 7, Stefán Baldursson og Gunnar Hansson arkitekt. DB hefur beðið listafólk I hinum ýmsu greinum að áttala sig um þessar verð- launaveitingar blaðsins, auk þess sem koHegar á öðrum blöðum leggja orð i belg. - AI Ormar Þór Guðmundsson. Kastljós ábygg- ingalist „Það er ágætt að kastljósi skuli stöku sinnum vera beint að bygginga- list hér á landi,” sagði Ormar Þór Guðmundsson arkitekt um Menning- arverðlaun DB. „Það er alit of litil umræða um þau mál, en þarna hefur DB gengið á undan. Ég held að það hljóti að vera uppörvun hverjum arkitekt að fá viðurkenningu fyrir hús, og sama hlýtur að gilda um listamenn í öðrum greinum. Ég fagnaþessu eindregið.” Erfitt, bæði að veita og hljóta „Eg sé viðurkenningar af þessu tagi sem hvata sem ýta undir fólk að vinna vel,” sagði Jenna Jensdóttir rithöfundur. „Mér fannst þetta takast vel hjá blaðinu í fyrra — satt að segja fannst mér meira til þessara viðurkenninga koma en Silfurhestanna og lampanna. hér áður. Það hlýtur að vera erfitt, bæði að veita og hljóta svona viður- kenningar. En þær eiga tvímælalaust rétt á sér.” Þið ættuð að stof na til happ- drættis „Ég er í prinsipinu á móti svona verðlaunaveitingum,” sagði Ingólfur Margeirsson* ritstjóri Sunnudags- blaðs Þjóðviljans, „því ég held að þau endurspegli aðeins markaðslög- málin i þjóðfélaginu. Sá sem mest er auglýstur hlýtur verðlaunin. Ég held að þetta örvi ekki neinn til neins. Mér finnst lika að DB sé með þessu að reyna að sýnast menningarlegt, að breiða yfir æsifréttamennskuna. Ykkur væri nær að stofna til happ- drættis eða starfslauna, til ágóða fyrir listamenn, en að vera að þessari vitleysu.” Ingólfur Margelrsson. Vafasamt að taka einn úr hópnum „Ég verð nú að játa að ég hef ekki heyrt mikið talað um þessi Menningarverðlaun ykkar á DB,” sagði Rögnvaldur Sigurjónsson píanóleikari,” en kannski er það vegna þess að þið eruð svo nýbyrjaðir á þessu. Nú, það eru tvær eða fleiri hliðar á svona veitingum. Þær hljóta alltaf að vekja vissa athygli á listamönnum eða greinum og það er út af fyrir sig jákvætt, en það er líka vafasamt að velja einn sérstakan úr hópi fólks sem margt er vel að svona viðurkenning- um komið.” Rögnvaldur Sigurjónsson. Hef ur sára- litla þýðingu „Ég veit ekki hvort svona viður- kenningar eru nokkur lyftistöng fyrir leikhúsið, eða hvort þær séu yfirleitt nokkur hvatning fyrir einstaklinga innan þess,” svaraði Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri. „Það fólk sem er líklegt til að hljóta þessar viðurkenningar er eflaust í fullu starfi og þarf ekki sér- staka uppörvun. Ætli þetta sé ekki eitthvað svipað og með listamanna- lauffog aðrar slíkar veitingar — það breytir ekki starfi fólks. Við í leikhúsinu búum líka við sér- stök vandamál — gagnrýnendur sem eru annaðhvort bókmenntafræð- ingar eða ómenntaðir og hafa enga leikhúsmenntun. Ég sé ekki í fijótu bragði hvaða akkur það er fyrir okkur að taka við verðlaunum úr hendi þeirra, enda veit ég ekki um nokkurn mann innan leikhússins sem syrgirSilfurlampann sáluga.” Arni Þórarinsson. _ BÆTIR UR BRÝNNIÞÖRF Allt í ffna lagi „Það er gaman að þessu,” sagði Þorsteinn skáld frá Hamri. „Sjálf- sagt finnst einhverjum svona viður- kcnningar vera helber hégómi, en ég held nú samt að þær geti vakið athygli á því sem vel er gert innan íslenzkrar menningar. Þær gætu örvað einhverja til dáða.” Guðrún Svava Svavarsdóttir myndlistarmaður, eiginkona Þorsteins, tók í sama streng: „Mér finnst þetta alveg í fína lagi, sérstak- lega ef valið heppnast eins vel og í fyrra. Fólk hlýtur að vakna til umhugsunar um menningarmál við verðlaunaveitingar af þessu tagi. ” „Mér finnst að það sé ávallt jákvætt að fá viðurkenningar af þessu tagi,” sagði Sigrún Guðjóns- dóttir, leirkerasmiður og formaður Félags íslenzkra myndlistarmanna. „Þetta vekur ekki aðeins athygli á einstaklingum heldur einnig á því sem er að gerast í menningarmálum al- mennt og ekki veitir af. Fyrir mina parta finnst mér einnig skemmtilegt að verðlaunagripirnir skuli vera í formi leirmuna, en ekki í hefð- bundnum stíl.” Sigrún Guðjónsdóttir. Alltaf jákvætt Þórhildur Þorleifsdóttir. Ámi Þórarinsson, annar ritstjóra Helgarpóstsins, hafði þetta um málið aðsegja: „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að svokallaðri menningu veiti ekki af dálitlu stuði — annað- hvort léttusparki í afturendann eða klappi á öxlina. Hún á ekki að fá að rúlla meira og minna sjálfkrafa af gömlum vana. Ég blæs á það viðhorf að ekki megi innleiða samkeppnis- andrúmsloft í menninguna. Þeir sem þvi halda fram eru yfirleitt skít- hræddir um að verða undir í þeirri samkeppni sem hvort er eð virðist vera eldsneyti listsköpunar, leynt eða Ijóst. Slátrun Silfurhestsins og Silfur- lampans á sínum tíma var afleiðing togstreitu milli ákveðinna klíkna í menningunni og fjölmiðluninni. Það var bagaleg ráðstöfun því betra væri ef blöðin, hugsanlega í samvinnu við ríkisfjölmiðlana og jafnvel helztu menntastofnanir, eins og háskólann, Myndlista- og handíðaskólann o.s.frv., gætu sameinazt um viður- kenningar af þessu tagi. En úr því slíkt fyrirkomulag er ekki í sigtinu bæta Menningarverðlaun Dag- blaðsins úr brýnni þörf og vekja athygli á þvi sem vel er gert og veita því viðurkenningu, um leið og blaðið kemur sjálfu sér í sviðsljósið náttúr- lega. Það skiptir máli að svona verðlaun séu hafin yfir snobb og klikuskap, og sem betur fer tókst þetta vel í fyrra. Vonandi verður það sama uppi á teningnum núna. Ég hef aðeins eina aðfinnslu varðandi Menningarverðlaunin; þ.e. að halda popp/jassi utan við þau. Þessi tví- skipting í Stjörnumessu og Menningarverðlaun er í samræmi við gömlu fordómana um iðnað og list, lágmenningu og hámenningu.” Þorsteinn frá Hamrí. Guðrún Svava Svavarsdótlir.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.