Dagblaðið - 10.03.1980, Síða 6
6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. MARZ 1980.
_______________________Snjóleikur í Hveradölum:
Skíði á fótum eða
hestöfí á milii þeirra
Veðrið selti dálítið strik í reikninginn
hjá skiðamönnum i höfuðborginni um
helgina. Til dæmis var lokað i Bláfjöll-
um á laugardaginn. Þess vegna var
margmennt i brekkunum í Hveradölum
!f
og komin biðröð við lyftuna þegar hún
var sett í gang á slaginu klukkan tvö.
Þegar líða tók á daginn fjölgaði
stöðugt í brekkunum og göngubrautun-
um á svæðinu. Sólin fór að skína og
Oliver Ævar Guðbrandsson, 6 ára, var
heldur betur vfgalegur þegar hann var
kominn f sldðagallann sinn. Hann hafði
pabba sér til halds og trausts.
veður til útiveru varð eins og bezt
verður á kosið að vetrarlagi. Úr griðar-
stórum hátölurum var útvarpað yfir
réttláta jafnt sem rangláta Vikuloka-
þættinum og þætti Svavars Gests. Svo
var poppað af segulbandi til að létta
mönnum lifið enn frekar.
Einstaka gestur hafði ekki skiði með-
ferðis heldur lét sér nægja að rölta um
og skoða tilveruna, reyna dálítið á
skrokkinn og anda að sér fjallaloftinu.
Svo mátti sjá aðra koma á Bleiserum og
Bensum með vélsleða á vagni aftan í.
Siðan var þeyst um á þessum beltuðu
tryllitækjum svo að snjórinn þyrlaðist í
allar áttir. Menn fá trúlega kikk út úr
því að hafa mörg hestöfl milli fóta og
geta notað þau til að þjóta yfir snjó-
breiðurnar.
Krakkar á Selfossi héldu skólamót i
svigi í Hveradölum á laugardaginn.
Þau héldu að það væri fyrsta skólamót
Magnús Jónasson umsjónarmaður íHveradöJum:
I
SE; y-
*7|Síl 11 v :
l fc-
Haukur Jónsson seldi aðgang að lyft-
unni. 8 ferðir kosta 1000 kr. fyrir full-
orðna og 500 kr. fyrir börn. Dagskort
kosta 2800 kr. fyrir fullorðna og 1400
kr. fyrir börn.
Selfyssinga á skíðuni i sögunni og full-
yrtu að fyrir þremur árum hefðu aðeins
þrir Selfyssingar „getað eilthvað” á
skíðum!
„Nú eru meira en hundrað skiða-
ntenn heima og verða alltaf fleiri og
fleiri,” sögðu Selfosskrakkarnir
ákveðin. Þau eru dugleg við að fara á
skíði og koma oft i Hveradali.
Á fimmta tímanum fór að hvessa
með tilheyrandi renningskófi. Þá fór
l'ólk að hugsa til hreyfings. Ég brá
mér inn i Skiðaskálann og lét i andlitið
á mér væna kleinu og prýðisgott kakó
með. Svo var brennt í bæinn.
- ARH
Guðmundur Hrafn Pálsson, 9 ára, og mððir hans, Ema Reynisdðttir, brugöu sér á
sklði á laugardaginn.
,V. - ;
♦ t*-
Jðn Sigurðsson, ritstjðri Tfmans, hvfldi sig á leiðaraskrifum f blaðið sitt og fór f
staðinn á skfði f Hveradölum.
Vantar helst troð-
ara og byrjendalyftu
„Aðastaða til skíðaiðkana í Hvera-
dölum er góð. Einnig er mögulegt að
veita hér góða þjónustu i skíðaskálan
um,” sagði Magnús Jónasson um
sjónarmaður í skíðalandinu i Hvera
dölum við Dagblaðið á laugardaginn
Magnús sér um rekstur skiðalyftunnar
og gistingar skólanema á staðnum
Þetta er annar veturinn sem hann sinnir
þjónustu við skiðafólk i Hveradölum
fullu starfi.
„Það sem helzt vantar hér er troðari
Við höfum reynt að troða brekkurnar
eins og hægt er með vélsleða. Slysum á
skiðafólki hefur fækkað mjög í vetur
Ég þakka það meðal annars þvi að við
höfum troðið snjóinn.
Gönguaðstaða er góð, en tilfinnan
lega vantar lyftu fyrir byrjendur i fjall
ið.”
Magnús benti á að Hveradalasvæðið
væri nálægt þjóðveginum. Þess vegna
er alltaf fært í Hveradali svo lengi sem
Hellisheiðin er fær. Alltaf er meira um
fólk í Hveradölum ef ófært er i Blá-
fjöll.
„Annars er greinilegt að áhugi fyrir
skíðaiðkun hefur vaxið gífurlega
siðustu árin. Það má meðal annars sjá
á aukinni ásókn fólks hingað,” sagði
Vlagnús Jónasson.
Þess má svo geta að skíðalyflan í
Hveradölum er í gangi mánudaga og
föstudaga kl. 13—16, þriðjudaga, mið-
vikudaga og fimmtudaga kl. 13—22 og löndin í Bláfjöllum og Hveradölum séu
um helgar kl. 10—18. Sjálfvirkur sím- opin. Síminn er 25582.
svari gefur daglega upp hvort skiða- -ARH
Magnús Jónasson stjórnaði skölamóti krakkanna frá Selfossi og var bæði með
timatöku og þularstarf á sinni könnu. DB-myndir: ARH
TC -850/860 ML
Bylgjur: LW/MW/FM —MPX
Magnari: 2x6 wött
Hraöspólun: Áfram og til baka
Auto Reverse Suöeyöir (Noise killer)
Styrkstillir fyrir móttöku
TC-25 ML
Bylgjur: LW/MW/FM — MPX
Magnari: 2x6 wött
Hraöspólun: Áfram
ÉSBFÍfrá JAPAN
Útvarpssegulbandstæki
í bíla með stereo móttakara
SIÓNVARPSBÚDM
Kr. 123.000,
Kr. 76.500.-