Dagblaðið - 10.03.1980, Side 18

Dagblaðið - 10.03.1980, Side 18
íþróttir Iþróttir íþróttir DAGBLAÐIÐ. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. MARZ 1980. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir „Dortmund — hér komum við Valsmenn”, gæti Stefán fyrirliði Gunnarsson verið að segja á þessari mynd. DB-myndir Bjarnleifur. .ÓTOJLEGT —var venjulega þaðfyrsta er Valsmenn létu út úr sér eftir leikinn í gærkvöld Það var hrikalega þröngt i búningsherbergi Valsmanna eftir leikinn i gærkvöld. og leikmenn og eiginkonur föðmuðusl jafnfrámt því sem fagnaðaróskum rigndi yfir liðsmenn og þjálfarann Hilmar Björnsson. Það var ekki hlaupið að því að ná tali af leikmönnum Vals en DB spjallaði fyrst við Ólaf Benediktsson — Óla Ben. — og spurði hann út i leikinn. „Þetta er hreint og beinl ólýsanlegt," voru fyrstu orð Óla. ,,Ég man ekki eftir annarri eins stemmningu á mínum ferti. Ég hef aðeins verið hálfur maður í vetur vegna meiðsla í baki og oftast komið inn á allt of spenntur. í dag eyddi ég megninu af deginum heima og einbeilti mér að leiknum. Mér lókst að útiloka allt annað og fann mig mjög vel þegar ég kom inn á í leiknum. Ég var afslappaður og það hafði mikið að segja. Uria var mér annars erfiður í leiknum. Við fáum núna verðugt verkefni þar sem v-þýzku meistararnir Grosswallsladl eru. Ég vil svo koma á framfæri þakklæti til áhorf- enda sem voru stórkostlegir.” Næstan hittum við að máli Bjarna Guðmundsson. „Þetta er erfiðasti síðari hálf- leikur, sem ég hefi leikið í um ævina og hef ég þó leikið nokkra leiki,” sagði Bjarni Guðmundsson. Það mátti sjá á skyrtu Bjarna, sem var gegnvot af svita, að hraustlega hafði verið tekið á í leiknum. ,,Að minu mati höfðu áhorfendur afger- andi áhrif á leikinn og þeir fengu svo sannar- lega eitthvað fyrir aurana að þessu sinni. Þetta er svo ótrúlegt að ég trúi þessu ekki ennþá," sagði Bjarni að lokum. „Þetta var frábært,” sagði Gunnar I.úðviksson. „Ég var alltaf viss um að okkur 'tækist að vinna með nægum mun eftir að víð komumst strax 3 mörkum yfir. Ég er ánægður með minn hlut i leiknum og erfiðar æfingar eru að skila sér núna hjá okkur. Mér fannst áhorf- cndurnir vera stórkostlegir fyrir okkur og þeir hjálpuðu okkur geysimikið. Það verður gaman að mæta v-þýzku meisturunum í úrslitunum.” „Okkur tókst það,” öskraði Slefán Gunnarsson til einhvers vinar sins, sem kallaði til hans inn i búningsklefann, en síðan fengu blaðamenn að spjalla lítillega við kappann. | „Allur okkar undirbúningur hefur miðazt. við þessa Evrópuleiki og því er ánægjulegt að j sjá dæmið ganga svo vel upp, en við þurftum að hafa fyrir sigrinum i kvöld. í raun er það ótrúlegt að litla ísland skuli eiga lið í úrslitumj Evrópukeppni meistaraliða i handknattleik.) Þetta er nokkuð, sem í raun á að vera ómögulegt fyrir svo litla þjóð, en tókst samt hjá okkur. Þelta er ótrúlegt — maður er orðlaus í rauninni.” „Þetta var ótrúlegt — ég bjóst ekki við þessu,” sagði stjarnan Þorbjörn Jensson þar sem hann sat dauðuppgefinn á einum bekknum i búningsherberginu. „Það var ofsa- lega erfitt að halda fengnum hlut í byrjun út allan leiktímann og ég hugsa að það hefði verið auðveldara ef við hefðum getað smá unnið upp þetta forskot þeirra. Að sjálfsögðu var mjög gott að komast strax vel yfir en það setti líka pressu á okkur. Ég er ánægður með mina frammislöðu því ég var slakur í leiknum úti en náði mér vel á strik núna.” „Ég á engin orð til að lýsa þessu,” sagði Steindór Gunnarsson eftir leikinn. Ég var farinn að biðja til himnaföðursins undir lokin þegar Spánverjarnir fengu aukakastið eftir að leiktíma lauk. Það hefðu verið ólýsanleg vonbrigði ef þeir hefðu skorað þar. Ég var alltaf vongóður um sigur í leiknum því við börðumst eins og Ijón. Menn gáfust ekki upp þótt þeir lægju flatir á gólfinu. Óli varði ofsa- lega vel hjá okkur og vörnin var frábær í lokin.” „Þetta held ég sé stærsta stund í lífi mínu, sem þjálfara,” sagði Hilmar Björnsson, rólegur og yfirvegaður að vanda í öllum látunum. Okkur hefur alltaf vantað herzlu- muninn til að ná langt en í kvöld gekk dæmið upp. Við fcngum frábæran stuðning hjá áhorf- endum og það á réttum tima. Ég var dálítið hræddur við upphafskaflann en siðan læstisl allt. Lokakaflinn var taugatrekkjandi. Það var | lítið um handbolta — heldur eilíf stöðubarátta og við höfðum betur í lokin.” -SSv. STORKOSTLEGUR UPPH AFSKAFU KOM VAL í ÚRSLIT EVRÓPUKEPPNIMDSTARAUDA —Valsmenn stungu Atletico Madríd af strax í upphaf i er þeir komust (5-1 og sigruðu síðan með 15-15 í„leik aldarinnar” f Laugardalshöllinni „Hvað get ég sagt ... ég á heiminn,” hrópaði Stefán Gunnarsson fyrirliði Valsmanna trylltur af gleði eftir að Valsmönnum hafði tekizt hið ótrúlega i gærkvöld! Valur sigraði þá Atletico Madrid frá Spáni með 18 mörkum gegn 15 og tryggði sér sæti í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik þar sem mótherjarnir verða v-þýzku meistaranir Grosswallstadt. Áhorfendur, sem troðfylltu Laugardalshöllina í gær- kvöld, ætluðu bókstaflega að ganga af göflunum er úrslitin voru ljós og þeir dönsuðu og sungu af Iffs og sálar kröftum. Leikurinn í gærkvöld var einhver sá æsilegasti sem fram hefur farið á fjölum Laugardalshallarinnar og vart er of mikið sagt þótt hann sé kallaður leikur aldarinnar. Með stór- kostlegri baráttu og samheldni tókst Valsmönnu að láta langþráðan draum sinn rætast og víst er að afrek Vals er einslætt í íslenzkri iþróttasögu. Fara verður allt aftur til ársins 1956 til að finna hliðstæðu en þá hlaut Vilhjálmur Einarsson silfurverðlaunin i þrístökki á ólympíuleikunum í Melbournc. En af- rek Valsmanna er i raun allt annars eðlis og frammistaða þeirra á sér engan líka í flokkaiþróttum á íslandi. Ótrúleg stemmning Það var hreint ótrúleg stemmning í Laugardalshöllinni í gærkvöld og áhorfendur voru komnir löngu áður en leikurinn hófst. Lúðrablástur og hvatningarhróp minntu á fyrri leikinn í Madrid og undirrituðum er til efs að spænsku áhorfendurnir hafi komizt með tærnar þar sem þeir íslenzku höfðu hælana í gærkvöld. Aldrei fyrr hefur undirritaður orðið vitni að annarri eins hvatningu og Valsmenn fengu í leiknum og víst er að áhorf- endur eiga stóran þátt í sigri Vals- nianna. En víkjum að sjálfum leiknum. Valsmenn hófu leikinn mjög vel og léku hraðan sóknarleik — andstætt því er var í fyrri leiknum — og greinilegt var að Spánverjunum stóð ekki á sama. Sænsku dómararnir tóku líka mun harðar á brotum en hinir frönsku kollegar þeirra úti á Spáni. Fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir 3 og hálfa niínútu og það var sannkallað sýningarmark. Bjarni stökk þá inn úr horninu og gaf inn á línuna til Steindórs, sem skoraði af stöku öryggi, I—0. Höllin bókstaflega „sprakk” og hvatning áhorfenda var hreint ótrúleg. Alonso jafnaði síðan metin fyrir Atletico skömmu síðar, en Steindór kom Val aftur yfir með gullfallegu marki af línunni, 2—1. Spánverjarnir fóru síðan illa með næstu sókn sína en það gerðu Valsmenn líka því dæmd voru skref á Þorbjörn Jensson.Spán- verjarnir klúðruðu síðan dauðafæri — skutu í gólfið og yfir og það nýttu Vals- menn sér til fullnustu. Þorbjörn Jens- son lyfti sér upp og þrumufleygur hans söng í netinu að baki spænska mark- verðinum, sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Hver var þessi Jensson, sem skyndilega vogaði sér að skora mark? hefur spánski markvörðurinn vafalitið hugsað. Leikmenn Atletico höfðu mjög góðar gætur á Þorbirni Guðmundssyni, sem skoraði 7 sinnurn úti á Spáni. Það kom að litlu gagni þvi nafni hans Jensson kont i hans stað, var með öllu óstöðvandi í leiknum. Þorbjörn Jensson óstöðvandi Staðan var því 3—1 eftir rúmlega 8 minútna leik og áhorfendur voru svo sannarlega með á nótunum. Hávaðinn var engu líkur og ekki minnkaði hann er Þorbjörn skoraði fjórða mark Vals með svipuðum tilþrifum og fyrr eftir að langbezta leikmanni Spánverjanna, Uria, hafði verið vikið af leikvelli í 2 mín. Þakið ætlaði bókstaflega af höllinni þegar svo Þorbjörn Guðmundsson skoraði 5. mark Vals með fallegu skoti. Staðan 5—1 og aðeins 9 og hálf minúta liðin af leiknum. Menn horfðu hver á annan. Hvað var eiginlega að gerast? Gunnari Lúðvíkssyni var síðan vikið af leikvelli í 2 mín. og Uria nýtti tækifærið og skoraði annað mark Atletico Madrid. Reyndar fengu Vals- menn tækifæri til að bæta við 6. markinu i millitiðinni en dæmdur var ruðningur á Þorbjörn Jensson. Tobbi, Stefán Gunnarsson átti stórleik i gær og gaf aldrei þumlung eftir fremur venju. Hér taka tveir Spánverjanna vel á móti. Úrslitin komin á hreint. Ljósataflan sýnir sætan sigur Vals. bætti það strax upp í næstu sókn er hann brauzt glæsilega i gegnum vörnina og fiskaði vítakast. Stefán Halldórsson kom inn á til að fram- kvæma það og skoraði af miklu öryggi, 6—2. Valsmenn höfðu því skorað 6 mörk í 8 sóknum eða 75% nýting. Og áfram hélt baráttan. Steindór kom Val i 7—2 með mjög skemmtilegu marki af linunni og var þá fyrri hálf- leikurinn nákvæmlega hálfnaður. Manrique svaraði fyrir Atletico en Gunnar Lúðvíksson var ekki lengi að kvitta fyrir Valsmenn með fallegu marki úr hominu. Eitthvað tók nú að hitna i hamsi hjá þjálfara og liðsstjóra Atletico og varð Karl Wang eftirlits- maður IHF (Alþjóða handknattleiks- sambandsins) að beita hörku til að korna þjálfara liðsins í skilning um að honum væri ætlað að sitja á vara- mannabekknum en ekki hoppa eins og hirðfífl inni á vellinum. Frábœr nýting I byrjun Nýting Valsmanna var enn frábær — 8 mörk i 10 sóknum. Hvorki meira né minna en 80% nýting. Slíkt hlaut auðvitað að taka enda fyrr en síðar og síðari hluta hálfleiksins sótti Atletico nokkuð í sig veðrið. Uria og De Andres skoruðu tvo næstu mörk og staðan var orðin 8—5. Þrjú mörk skildu að og með sama áframhaldi myndi Vals- mönnum takast að ná takmarki sínu — sæti í úrslitum Evrópumeistara- keppninnar. Stefán Halldórsson skoraði 9. mark Vals með góðu skoti og voru þá 20 mín. liðnar af leiktíman(tmr Þá var Þorbirni Guðmundssyni vikið af leikvelli í 2 mínútur en Valsmenn léku eins og snillingar á þessum kafla. Gunnar Lúðviksson komst mjög skemmtilega inn i sendingu Spánverjanna, sendi á Steindór, sem sendi siðan langa sendingu fram á Bjarna. Hann stakk alla varnarmenn Atletico af og skoraði frábært mark. Aftur fimm marka munur — 10—5 og allt á suðupunkti. Það var svo Uria enn eina ferðina, sem minnkaði muninn í 10—6 úr víta- kasti og siðan var dæmd leiktöf á Val í næstu sókn. En aftur sýndi Gunnar Lúðviksson stórskemmtileg tilþrif. Hann komst inn í sendingu og þeysti upp allan völl með Spánverjana á hælunum. Þegar hann stökk inn í teiginn var hann gróflega hindraður af einum leikmanna Atletico er stóð inni í eigin vítateig. Auðvitað átti að dæma þarna vítakast en aðeins var dæmt horn! í þessari sömu sókn barst knött- urinn inn á línu til Steindórs, sem aldrei þessu vant greip ekki. „Ég var of öruggur með mig og ætlaði að konia á móti knettinum en hratt honum frá mér í staðinn,” sagði Steindór við DB eftir leikinn. Talsverð harka færðist nú í leikinn og De Andres var þvínæst vikið af leik- velli í 2 mín. og höfðu þá tvcir úr hvoru liði fengið kælingu. Valsmenn nýttu sér það að Atletico var með aðeins 5 útispilara og fengu vítakast. En þar brást Stefáni Halldórs- syni bogalistin. 1 stað þess að skjóta niðri á markvörðinn reyndi Stefán að skjóta yfir höfuð hans. Markvörðurinn sá við þvi bragði og varði. Til að bæta u,m betur var Þorbirni Jenssyni vikið af leikvelli í 2 min. og Uria skoraði 7. mark Atletico úr vítakasti rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins. Staðan var því 10—7 í hálfleik fyrir Val. Klassísk byrjun Siðari hálfleikurinn hófst á klassiskan hátt og Þorbjöm Jensson þrumaði knettinum i netið hjá Atletico, II—7 eftir 2 min. af siðari hálf- leiknum. Tvö mörk Atletico á næstu minútunni hleyptu heldur betur fjöri í leikinn. Fyrst skoraði Uria úr enn einu vitinu og síðan skoraði Alonso með hörkuskoti, en þá fór Óli Ben. að ranka við sér í markinu og hvilik tilþrif það sem eftir lifði leiksins! Óli skipti við Brynjar um miðjan fyrri hálfleikinn, en tókst ekki að verja fyrr en i upphafi síðari hálfleiks — og þá svo um munaði. Staðan var því orðin 11—9 um tíma og voru þá aðeins tæpar 4 min. liðnaraf síðari hálfleiknum. Þorbjörn Guðmundsson skoraði 12. Óli Ben kom I markið hjá Val og sýndi snilldartakta þegar mest reið á. mark Vals úr vítakasti — en alls fengu Valsmenn 4 slík, eitt fór forgörðum. Þorbjörn haði rétt áður átt slakt skot að marki og var nokkuð bráður á sér á köflum í gær. Uria svaraði fyrir Spánverjana, 12—10, úr vítakasti og menn hugsuðu vafalítið með sér hvort Valsmenn ætluðu að missa leikinn út úr höndum sér. En ekki aldeilis. Óli Ben í gang Þorbjörn Jensson sendi enn eina þruntuna i netið hjá Atletico og Óli Ben varði þvi næst glæsilega frá De La Puente. Þorbjörn Guðmundsson skoraði siðan 14. mark Vals — skaut i veika hornið hjá spænska markverðinum og munurinn var aftur orðinn 4 mörk, 14—10 og 10 min. liðnar af siðari hálfleiknum. Mótlætið fór mjög i taugar Spánverjanna og notuðu þeir alls kyns bolabrögð til að koma sér áfram og voru hnefahöggin ekki spöruð i þeim herbúðum. Manrique skoraði 11. mark Atletico. Þorbjörn Guðmundsson bætti 15. marki Vals við úr vitakasti, 15—11 og 17 mín. til leiksloka. Nú fór að síga á siðari hlutann og spurningin var hvort Valsmenn stæðust hina gifurlegu pressu sem á þeim var. Það leit ekki vel út þvi Þorbirni Jenssyni var vikið af leikvelli i annað sinn og Parrilla skoraði með fallegu gegnumbrotsmarki en það er sterkasta hlið Spánverjanna. Enn dökknaði útlitið þvi dæmd var leiktöf á Vals- menn, sem hugsuðu of mikið um það að „liggja á” tuðrunni. Atletico lét ekki bjóða sé slíkt tækifæri tvívegis og Manrique skoraði með tilþrifum 13. mark Spánverjanna. Staðan 15—13 og síðari hálfleikur hálfnaður. Nú fyrst myndi reyna á þolrifin í Valsmönnum. Ekki má gleyma því að þessi tvö síðustu mörk Spánverjanna voru skoruð á meðan Þorbjörns Jenssonar naut ekki við. Tobbi kom siðan galvaskur inn á og var ekki að sökum að spyrja — hann skoraði enn eitt glæsimarkið, 16—13. Síðan gerðist undarlegt atvik. Þorbjörn var sleginn á augabrúnina svo hastar- lega að blæddi úr, en sænsku dómar- arnir, sem annars dæmdu ágætlega, sáu enga ástæðu til að vísa Spánverjun- um út af. „Ég sá aldrei hver sló mig — þetta gerðist svo snöggt,” sagði Þor- björn við DB eftir leikinn. Síðan misnotuðu Valsmenn a.m.k. þrjár sóknir i röð og þeir nafnar Þor- björn Jensson og Guðmundsson reyndu í öllum tilvikum skot úr slæm- um færum. Það kom þó ekki að sök þvi Óli Ben bókstaflega lokaði markinu hinurn megin og það var sama hvað leikmenn Atletico reyndu. Óli varði ailt. Þegar átta og hálf mín. voru til leiksloka fékk Gunnar Lúðviksson sendingu upp kantinn og með leifturhraða sínum stakk hann spænsku varnarmennina af og skoraði glæsilegt mark, 17—13! Taugastríðið hefst Þá loks hófst taugastríðið. Þorbjörn Jensson var útilokaður frá leiknum er hann fékk sína þriðju brottvísun í 2 mín. Hann hafði verið bezti varnar- maður Vals í leiknum ásanit Stefáni Gunnarssyni og spurningin var hvort Valsmenn mættu við þessari blóðtöku. Þegar 7 mín. og 20 sek. voru til leiks- loka skoraði Uria enn eitt niark sitt og nú fór allt af stað. Þorbjörn Guð- mundsson gaf beint i hendurnar á ein- um Spánverjanum, en Óli Ben varði enn eina ferðina með tilþrifum. Minúturnar snigluðust áfram og eins og staðan var, 17—14, var Valur kom- inn i úrslit Evrópukeppni meistaraliða. Þegar rúmar 5 min. voru til leiksloka sauð enn upp úr og De La Puente — einhver grófasti leikmaður er sézt hefur i Höllinni — sló Jón H. Karlsson í gólf- ið. Ekkert var þó dæmt og þar slapp Atletico svo sannarlega fyrir horn. Áfram tifuðu sekúndurnar og áhorf- endur voru á nálum, sem og leikmenn og aðrir í húsinu. Jón Karlsson brauzt skemmtilega í gegn en fast skot hans hafnaði í stönginni og fór þaðan út af. Spánverjar fengu knöttinn en Óli Ben sýndi enn snilli sína er hann varði glæsilega. Áhorfendur lyftu Val upp Valsmenn fengu þvi knöttinn og ■ Þorbjörn Jensson brýst hér framhjá Uria, bezta manni Spánverjanna i leiknum. Tobbi átti stórleik gegn Atletico. hófu sókn er 4 mín. voru til leiksloka. Sóknin hafði ekki staðið lengi er þeim Steindóri og De La Puenta var vikið af velli fyrir stimpingar. Bæði liðin því með aðeins 5 útispilara. Sókn Vals- manna var hæg og þegar 2 mín. og 30. sek. voru til leiksloka reyndi Stefán Gunnarsson skot, sem spænski mark- vörðurinn varði. Vonbrigðastunur láku upp úr áhorfendum. Ætlaði Valur að klúðra öllu? En þá komu áhorfendur til skjallana enn eina ferðina og með geysiöflugum hvatningarhrópum og kröftugum lúðrablæstri tóku þeir leikmenn Atletico hreinlega á taugum og þeir misstu knöttinn úr höndunum á sér. Valsmenn í sókn og þegar 100 sek. voru til leiksloka lyfti Stefán fyrirliði Gunnarsson sér upp og skoraði gullfallegt mark, 18—14. Þetta var markið sem allir höfðu beðið eftir og áhorfendur fögnuðu innilega. En þá fór kliður um salinn er Uria skoraði með snöggu hoppskoti þegar 74 sek. voru eftir, 18—15 og sigur Vals, sem var svo öruggur fyrir nokkrunt sekúndum, hékk nú aftur á bláþræði. Ekki bætti úr skák þegar sóknin mislukkaðist gersamlega og Spánverjarnir fengu knöttinn þegar 58 sek. voru til leiksloka. Möguleikarnir voru því allir þeirra megin. Valsmenn stöppuðu stálinu hver i annan með hvatningarhrópum og áhorfendur létu ekki sift eftir liggja. Það var sama hvað leikmenn Atletico reyndu, vörn Vals var sem Kínamúr væri. Loks þegar 1 sek. var eftir slapp Parilla inn úr hægra horninu en Óli Ben varði skot hans vel. Aukakast var dæmt en i sama mund gall flauta tímavarðar við. Leiknum var lokið en aukakastið var eftir. Það skipti litlu máli því skotið fór langt yfir Valsmarkið. Leiknum var ■lokið. Valsmenn voru komnir i úrslit mestu handknattleikskeppni Evrópu. Senurnar i Hóllinni ettir leikinn voru engu likar og áhorfendur gengu berserksgang. Slórkostlegt hamingju! afrek, Valsmenn, og til Frábœrt afrek, Valsmenn! Þó svo að sigur Vals hafi verið sigur liðsheildar verður ekki hjá þvi komizt að nefna nokkra leikmenn öðrunt frernri. Óli Ben stóð sig eins og hetja i markinu og markvarzla hans var þung á metunum. Hvað eftir annað varði hann glæsilega frá Spánverjunum þó þeir væru í dauðafærum og virtist hon- unt vaxa ásmegin eftir þvi sem á leikinn leið. Þorbjörn Jensson sýndi loks hvers hann er megnugur sem sóknar- leikmaður. Varnarleikurinn hefur aldrei verið vandamál hjá honum en nú skoraði hann 5 mörk — hvert öðru fallegra. Vafalitið einhver bezti leikur hans fyrr og síðar. Stefán Gunnarsson !átti einnig stórleik i vörninni og þessi ;sigur hlýtur að vera einn sá sætasti á löngum og árangursríkum ferli hans. Ciunnar Lúðvíksson var sá leikmaður, sern langmest kom á óvart og hefur ekki leikið betur i vetur. Gunnar átti mjög góðan leik og hraði hans og ár- vekni settu Spánverjana hvað eftir annað út af laginu. Margsinnis komst hann inn i sendingar þeirra auk þess sem hann skoraði tvö falleg mörk. Steindór átti mjög góðan fyrri hálf- leik en siðan var óhægara um vik hjá honum þar sem gæzlan á honum var aukin verulega i síðari hálfleiknum. Aðrir leikmenn Vals stóðu sig einnig með prýði en þessir 6 áðurnefndu voru þrepi ofar. Mörk Váls: Þorbjörn Jensson 5, Þorbjörn Guðmundsson 4/2, Steindór Gunnarsson 3, Gunnar Lúðviksson 2, Stefán Halldórsson 2/1, Bjarni Guðmundsson 1, Stefán Gunnarsson I. Mörk Atletico: Uria 8/2, Manrique 3, Alsono 2, Parrilla 1, De Andres 1. -SSv.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.