Dagblaðið - 10.03.1980, Qupperneq 35
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. MARZ 1980.
UM
HELGINA
„EINA ÓSK”
Lovísa í Hertogastræti bregzt
nianni ekki á sunnudagskvöldum.
Þeir þættir finnast mér reglulega
skemmtilegir og það finnst fleirum,
veit ég. Annars fannst mérhelgardag-
skráin svo sem ekkert sérstök. Nýr
myndaflokkur, Löður, hóf göngu
sína. Mér finnst eiginlega ekki tíma-
bært að dæma hann þar sem ekkert
skeði i fyrsta þættinum — nema
kynning á því fólki sem við eigum
eftir að fylgjast með næstu laugar-
dagskvöld.
Kvikmyndin á föstudagskvöldið
var ágæt, en hvað sem allar kvik-
myndahandbækur segja fannst mér
myndin á laugardagskvöldið óttalega
vitlaus . Þau i Vikulokunum buðu
fólki eina ósk —ég vildi óska að þau
hættu nú þessum hálfvitalegu sima-
spurningum til fólks. Það hringja
hvort eð er engirorðið nema smá-
krakkar sem langar til að komast í út-
varpið. Og svo einstaka flissandi
táningastelpa — rétt svona til að vera
svolitið fyndin.
Svavar í Dægurlandi er hreint og
beint frábær. Maður verður fróðari
og fróðari um dægurtónlistina eftir
hvem þátt. Mér til mikillar gremju
gleymdi ég að hlusta á þáttinn Ullen
dúllen doff en það hefur aldrei kom-
ið fyrir mig áður. Ú.d.d. þættirnir
finnast mér alveg frábærir og ég efast
ekki um að þessi i gær hafi komið
fólki í gott skap.
Í Kastljósi á föstudagskvöldið var
fjallað um fyrningu sakamála. Það
efni þótti mér alveg sérstaklega
áhugavert og kom manni þar margt á
óvart. Að hugsa sér að.svo mörg mál
skuli fyrnast. Það er ekki amalegt
fyrir skattsvikara að vita það. Og svo
auðvitað alla þá innbrotsþjófa sem
sleppa. Er ekki kominn tími til að
gera eitthvað í þessum málurn — og
það strax? Hitt málið í Kastljósi sem
fjallaði um innrætingu í skólum
fannst mér hálfinnantómt. Fyrning
sakamála hefði vel mátt eiga allan
þáttinn þvi þar er ábyggilega ýmis-
legt sem ókomið er fram. Hefði að
skaðlausu mátt hafa umræður unt
það mál í sjónvarpssal.
Ekki get ég fjallað um helgardag-
skránna án þess að minnast á
Bryndísi Schram og Stundina okkar.
Bryndís er alveg stórkostleg. Hún á
ntikið hrós skilið fyrir barnatímann.
Hann hefur stórbatnað siðan hún tók
við og ekki má gleyma því að nú
hefuröll fjölskyldan gaman af barna-
timanum —(hvað sem einhver öfund-
sjúk segir). Ef allir væru eins eðlilegir
og glaðlegir sem konta frant í sjón-
varpi ogBryndís, þá þyrftum við ekki
að kvarta.
Þátturinn um Lassie á laugar-
dögum finnst ntér óttalega væminn.
Ég geri mér þó fyllilega grein fyrir þvi
að hann er ekki ætlaður fyrir ntinn
aldur og eldri — heldur börnin og
þau hafa gantan af honum.
í lokin langar mig til að minnast á
þætti sem sýndir hafa verið lengi í
Bandarikjununt, í Englandi og i
Svíþjóð að ég veit, við miklar
vinsældir. Það eru unglingaþættirnir
Happy days. Þeir eru í Anterican
Graffiti stíl og ég veit að unglingar
hér á landi mundu vel þiggja nokkra
þætti. í rauninni er ekki nema einn
þáttur i sjónvarpinu beinlinis fyrir
unglinga og er það Skonrokkið hans
Þorgeirs. Ég hef minnzt á þetta fyrir
alllöngu við einn „æðsta” niann
sjónvarpsins og tók hann vel í að fá
þessa þætti hingað til lands. En það
er ekki nóg að segja hlutina, þeir
þarfnast þess að verða
framkvæmdir.
-ELA.
FRAMADRAUMAR
—sjónvarp
kl. 21,25:
! „Leikritið fjallar um tvær stúlkur,
þó frekar aðra þeirra. Þær eru
imættar þar sem hæfileikakeppni fer
fram. Önnur stúlknanna, Julie, hefur
hug á að verða dægurlagasöngkona
og ætlar að keppa í söng,” sagði
Kristmann Eiðsson þýðandi er hann
var spurður um leikritið Frama-
draumar sem sjónvarpið sýnir í kvöld
kl. 21.55.
„Stúlkurnar tvær fara að rifja upp
ýmislegt sem á undan hefur gengið.
Einnig er brugðið upp myndum af
öðrum keppendum í hæfileikakeppn-
inni. Julie, sú sem ætlar að keppa, er
mjög spennt og talar þvi heilmikið.
Hún talar t.d. hispurslaust um kynlif
sitt og fleira í þeim dúr.
Umboðsmenn keppninnar eru
karlar sem frekar hafa áhuga fyrir að
komast i bólið með ungum stúlkum
en einhverjum söng. Að lokum er
stúlkunum farið að lítast verr og verr
á keppnina,” sagði Kristmann.
„Þetta er alveg ný mynd og mjög
skemmtileg. Hún er dálitið óvenju-
lega samansett og afskaplega vel
leikin. Ég mundi segja að hún væri
bráðskemmtileg,” sagði Kristmann
Eiðsson þýðandi.
Með aðalhlutverk i Framadraum-
um fara Victoria Woods, sem gerði
einnig leikritið, og Julie Walters.
Leikstjóri er Baz Taylor.
-ELA.
Að taka þátt í
hæfifeikakeppra
Victoría Woods fer með hlutverk Maureen i leikriti kvöldsins f sjónvarpi. Hún
er einnig höfundur þess.
POPP—útvarp kl. 15,00:
Hinn heiðarfegi
poppari Billy
„Aðalefni þessa þáttar verður
nýjasta plata Billy Joel, Glass Houses,
og ég mun að sjálfsögðu tengja það
eldra efni með honum,” sagði Þorgeir
Ástvaldsson umsjónarmaður Popps i
dag, í samtali við DB.
„Auk þess mun ég minnast örlítið á
manninn Billy Joel. Mér finnst hann
hafa dálitla sérstöðu vegna þess hve
látlaus og venjulegur ungur maður
hann er. Billy Joel spilar dægurtónlist
um lífið og tilve'runa og hann hefur
sjálfur upplifað sitthvað sem fram
kemur í textum hans. Mér finnst hann
heiðarlegur poppari,” sagði Þorgeir og
hló við.
„Annað efni þáttarins getum við
sagt að verði úr ýmsum áttum. Ef tinti
vinnst til verð ég með stutta sögu sem
ég tengi ákveðnu lagi. Og að lokum er
það lumma dagsins,” sagði Þorgeir
Ástvaldsson. Poppið hans er á dagskrá
kl. 15.00 i dag og er fimmtíu mínútna
langt.
-EI.A.
Billy Joel —
um hann verður fjallað i poppi i dag.
STÆKKUNARL
Pantanir óskast sóttar
STÆKKUNARLAMPINN
2 STÆRÐIR -
Verð kr. 29.125ogkr. 52.970.
NYTT FRAMHALDSLEIKRIT FYRIR B0RN 0G UNGLINGA
—útvarp kl. 17,20:
Götustrákamir
Siskó og Pedró
leikritið sem er
ísjöþáttum
varáðurflutt
árið 1973
Siskó er fjórtán ára munaðarlaus
drengur sem á heima í Ponúgal. Hann
hefur fengið dvalarstað hjá efnuðum
hjónum í Portó og kynnist þar Pepítu,
dóttur þeirra, sem er jafnaldra hans.
Hann segir henni m.a. frá dvöl sinni á
heimili götudrengja, sem presturinn
faðir Amerikó stjórnar. Svo fer að
Siskó er valinn umsjónarmaður litlu
drengjanna á heimilinu. Um svipað
leyti hittir hann götustrákinn Pedró
sem er' bara 8 ára en á eftir að hafa
mikil áhrif á líf hans.
Um þetta fjallar m.a. framhaldsleik-
rit fyrir börn og unglinga sem hefst i út-
varpinu í dag kl. 17.20. Leikritið er
eflir dönsku skáldkonuna Estrid Ott.
Pétur Sumarliðason samdi leikritsgerð
og er hann jafnframt sögumaður. Leik-
stjóri er Klemenz Jónsson og með hlut-
verk drengjanna tveggja fara Borgar
Garðarsson og Þórhallur Sigurðsson.
Leikritið er í sjö þáttum og var áður
flutt í útvarpinu árið 1973. -F.LA.
Fyrir hannyrðir og aðra tómstundaiðju
EINNIG NYK0MIN SENDING
AF MARMARALÚMPUM
PÓSTSENDUM
Landsins mesta lampaúrval
LJOS & O
Suðurlandsbraut 12
simi 84488