Dagblaðið - 17.03.1980, Side 1
triálst,
úháð
dagblað
6. ÁRG. - MÁNUDAGUR 17. MARZ 1980 - 65. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022.
• r
ar
‘v- ^jGosið íafg/eymingi um kl. 18 igærdag. Myndin er tekin
r jfffíugyéisem fíaugySrgossvæðið.-Gosiö varþá aðallega
“ r ^ / sprungunni austur af Gæsafjöllum. Gosvirknin
-i -» ^,-færðist siðan suðyr á-við er á leið.
J DB-rfíynd Tómas Heigason.
mm
m
v rv:
Nákvæm eftiriíking um-
brotanna íseptember 77
Frá Atla Rúnari Halldórssyni,
blaðamanni DB á gos-
svæðinu í morgun:
Jarðfræðingar telja að gosið hafi
hafizt rétt um klukkan 16.20 í gær og
stðan lokið klukkan rúmlega 22 í
gærkvöldi. Við flugum yfir svæðið
klukkan 22.30 í gærkvöldi og það var
tilkomumikil sjón að sjá glóandi
hraunstrauminn, sem ennþá var
meira og minna logandi, renna fram.
Það var Ármann Pétursson sem
fyrstur mun hafa orðið umbrotanna
var i gær en það var um klukkan þrjú
í gærdag eða nokkru áður en gosið er
talið hafa hafizt.
Um var að ræða kvikuhlaup í
suður, á sprungu sem byrjar rétt
norðan við Leirhnúk og nær slitið í
um það bil fjóra kílómetra norður
undir Gjástykki. Telja jarðfræðingar
að sprungan hafi aldrei verið virk öll í
einu á meðan á gosinu stóð. Hafi
verið þrjú megingossvæði í henni.
Axel Björnsson jarðeðlisfræðingur
sagði i morgun að gosið í gær hefði
beinlínis verið nákvæm eftirlíking af
umbrotunum í september árið 1977.
Þó virtist vera öllu meira hraun-
streymi nú en hraunið næði þó ekki
einum ferkílómetra. Sprungur á yfir-
borði virtust einnig minni að þessu
sinni þó eitthvað væri um þær, til
dæmis í Leirhnúk.
Símalína á milli Reynihlíðar og
Kröflu slitnaði í nótt og við það fór
einn skjálftamælir úr sambandi.
Ekki er vitað um annað tjón á mann-
virkjum.
Skjálftarnir náðu hámarki um
miðnætti og mátti vel finna jörðina
titra öðru hvoru. Mestu skjálftar
mældust 3 stig á Richterskvarða.
Karl Grönvold jarðfræðingur og
Axel Björnsson jarðeðlisfræðingur
sögðu í morgun að þetta kvikuhlaup
hefði létt mjög á spennunni í jarð-
skorpunni og því mætti gera sér vonir
um að hætta væri nú minni en áður.
Landsigið varð alls 60 cm en í nólt
hófst landris aftur og því má búast
við einhverjum tiðindum eftir nokkra
bið, þó enginn geti sagt hve langa.
Þar sem gossvæðið var næst byggð
var það um það bil þrjá kílómetra frá
Kröfluvirkjun. Almannavarnanefnd-
|in í Mývatnssveit hefur enn í gildi til-
iskipun um að allir íbúar sveitarinnar
|séu í viðbragðsstöðu.
-ARH/OG!
Þeir voru viðstaddir þegar gosið höfst:
„Svartur reykur, rauðar slettur og
hraunið byrjaði að flæða fram”
— sögðu Eysteinn Tryggvason jarðeðlisfræðingur og Halldór Ólafsson tæknimaður
Frá Atla Rúnari Halldórs-
syni blaðamanni DB á
gossvæðinu f morgun:
„Fyrst kom upp svartur reykur
og nokkrum andartökum síðar sá-
ust rauðar slettur og þá ákafur órói
og ólga og hraunið byrjaði að
fiæða. Þetta virtist strax mikið gos
og hraunstraumurinn rann fram
eins ogstórfijót.”
Þannig var frásögn Eysteins
Tryggvasonar jarðeðlisfræðings af
upphafi gossins viö noröurenda
jarðsprungunnar um fjögurleytið i
gær. Eysteinn var staddur þar við
rannsóknir ásamt Halldóri Ólafs-
syni tæknimanni hjá Norrænu eld-
fjallasiöðinni, þegar þeir urðu varir
viö hræringar. Þar hafa þeir verið
undanfarna daga við rannsóknir og
urðu varir við nokkur umbrot rétt
áður en þeir urðu fyrir þeirri ein-
stæðu reynslu að sjá eldgos brjótast
upp á yfirborðið og siðan hraun-
strauminn vella fram. Þeir Eysteinn
og Halldór voru aðeins i nokkur
hundruö metra Qarlægð frá norð-
urenda gosrifunnar.
,,Við vorum aldrei i neinni
hættu, að þvi er við teljum, en það
var líka eins gott að vélsleðarnir
okkar biluðu ekki á nteðan á þessu
stóð,” sagði Eysteinn Tryggvason.
Hann sagði að þeim félögum heföi
virzt að sprungan væri öll virk i
einu, en jarðfræðingar eru almcnnt
sammála um að slikt geti tæpast
hafa verið.
Rétt í þessu kom mikill jarð-
skjálftakippur og við fundunt hann
,mjög greinilega i Hótel Reynihlið.
Þctta er liklegast sá harðasti af
kippunum, sem fundizt hafa síðan
við komum hingað i gærkvöldi.
ARH/ÓG.