Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 17.03.1980, Qupperneq 8

Dagblaðið - 17.03.1980, Qupperneq 8
g DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. MARZ 1980. HAPPY-HÚSGÖGN eru hönnuð fyrir ungt fólk, enda sýna vinsældirþeirra að þau eruþaö sem unga fólkiö vill. HAPPY-SVEFNBEKKUR, léttur og þægilegur með þremur púöum í baki og rúmgóöa sængurfatageymslu. Verð: 149.000. Einnig fáanlegur2ja manna. HAPPY-SKRIFBORÐID tekur ekki mikið pláss en þjónarvel sínum tilgangi. Verð: 71.000. HAPPY-SKÁPARNIR passa alls staðar. Þeim má raða eins og hver vili. Mjög hagstætt verð. HAPPY-HÚSGÖGNIN eru einnig fáanleg úr mahogni plötum. HAPPY-HÚSGÖGNIN eru vönduö vara sem þérgetið treyst. Fást íöllum helstu húsgagnaverslunum landsins. Bandaríkin: Ford ætlar ekki í forsetaslaginn —segist ekki vilja valda sundrungu í Repúblikanaflokknum Gerald Ford fyrrum forseti Banda- rikjanna hefur ákveðið að taka ekki þátt i keppninni um útnefningu Republikanaflokksins um forseta- frambjóðanda. Ford tilkynnti þessa ákvörðun sína á heimili sínu i Palm Springs í Kaliforníu í gær. Sagðist hann ekki telja rétt að hætta á enn frekari klofning i flokki jepúblikana cn þegar væri. ,,Þetla er ein erfiðasta ákvörðun lífs mins,” sagði Gerald Ford, þvi ég lel að Bandaríkin þarfnist nýs forseta til að koma þeim upp úr hinum miklu erfiðleikum sem að þjóðinni steðja, Talið er að meginástæðan fyrir því að Ford lagði ekki út í kosningabarátt- una að þessu sinni hafi verið sú að hann hafi ekki fengið nægan stuðn- ing flokksbræðra sinna. Ford er nú 66 ára og tapaði fyrir Jimmy Carter i forsetakosningunum árið 1976. Hann var skipaður varaforseti eftir að Spiro Agnew varaforseti Nixons varð að segja af sér árið 1974. Siðan tók Ford við embætti forseta Bandarikj- anna þegar Nixon neyddist til að segja af sér vegna eftirleiks Water- gatemálsins. Er Gerald Ford eini maðurinn sem gegnt hefur embætti forseta Bandaríkjanna án þess að hal'a verið kjörinn i embættið. Ákvörðun Fords bætir stöðu Ron- alds Reagans fyrrum fylkisstjóra i Kaliforniu i baráttunni fyrir útnefn- ingu Repöblikanaflokksins. Næstu forkosningar fara fram i Illinois. Bæði Ronald Reagan og John Anderson fulltrúadeildarþingmaður frá lllinois hafa fagnað ákvörðun Fords. Segja þeir að hún hafi hreins- að andrúmsloftið. Telja þeir báðir að staða þeirra sjálfra hafi batnað til muna. Helztu andstæðingar Reagans eru taldir þeir George Bush fyrrum forstjóri CIA og John Anderson þingmaður. Hvorugur þeirra er þó talinn liklegur til að veita Reagan verulega keppni. Gerald Ford fékk ekki nægiíegan stuðning til að leggja út í baráttuna gegn Ron- ald Reagan. Erlendar fréttir MÓSAÍK PARKETT • HARDVIDARPARKETT Auðvelt að leggja Slit- sterkt Údýrt Sópa gólfið Lím á gólfið Leggio flisarnar þétt BYGGINGA VÖRUR Útsölustaðir: Norflurfell Akureyri Miflstöflin Vestmannaeyjum Nýborg # ármúla 23 SÍMI 86911

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.