Dagblaðið - 17.03.1980, Side 9

Dagblaðið - 17.03.1980, Side 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. MARZ 1980. 9 Panama: Hætt við keisara- uppskurð Fyrrverandi keisari af Iran, sem var í sjúkrahúsi i Panamaborg i Panama, var i morgun flutlur óvænt aftur til Conatadora eyjar þar sem hann býr ásamt fjölskyldu sinni og starfsmönnum. Virðist afeinhverjum ástæðum hafa verið hætt við að skera keisarann upp á síðustu stundu.Vildu læknar við sjúkrahúsið engu svara um hverjar ástæður væru fyrir þvi að hætt var við aðgerðina. Áður hafði verið tilkynnt að keis- arinn fyrrverandi hjáðist af stækkun i nrilta og fleiri sjúkdómseinkennum krabbameins. Var farið með sjúkl- inginn flugleiðis til Contadora eyjar og ekkert sagt um hvenær aðgerðin mundi fara fram eða hvort algjörlega hefði verið hætt við hana. Bandariski skurðlæknirinn Michael Debakey rannsakaði heilsu- far keisarans á sunnudaginn ásamt fimmlán manna læknahóp frá Panama. Urðu læknarnir sammála um að hætta við uppskurðinn að sögn yfirvalda í Panama. Orðrómur er á lofti að ágreiningur væri milli panamönsku læknanna um hvort heimila ætti Debakey, bandariska lækninum, að framkvæma aðgerðina á keisaranum. Áður hafði verið sagt af opinberri hálfu i Panama að hann mundi aðeins fá heimild til að taka þátt i aðgerðinni sem ráðgefandi aðili. Samkvæmt lögum í Panama hafa erlendir læknar aðeins starfs- leyfi þar i landi eftir vandlega könn- un á hæfni þeirra. Ekki eru nú taldar neinar likur á því að keisarinn fyrrverandi verði framseldur' til íwns að kröfu yfir- valda þar. Lög í Panama heimila ekki framsal manna sem eiga yfir höfði sér dauðadóm í landinu sem krefst fram- sals þeirra. Heimsmeistaraeinvígin ískák: Biðskák í f immtu hjá Kortsnojog Petrosjan Viktor Kortsnoj og Tigran Petrosjan stórmeistarar eiga biðskák úr fimmtu umferð einvígis síns sem fór fram í gær. Ekki hafa samvistir kappanna batnað sem sést bezt á þvi að Kortsnoj krafðist þess að Petrosjan færi frá skákborðinu áður en hann skrifaði niður biðleik sinn. Annars taldi Korts- noj að Petrosjan gæti hugsanlega lesið hann af speglun í gleraugum sínum. Staðan hjá Kortsnoj og Petrosjan er þá þrjú jafntefli og tvær biðskákir sem lefldar verða á morgun. Staðan í fimrntu skákinni cr óljós og sú fjórða cr talin jafnteflisleg. ...ogjafnt hjá HíibnerogAdorjan ífyrstu umferð Vestur-þýzki stórmeistarinn Robert Húbner og Nadras Adorjan frá Ung- verjalandi gerðu jafntefli i fyrstu um- ferðinni í cinvígi sinu sem fram fer í Bad Lauterberg i Vestur-Þýzkalandi. Húbner lék hvitu mönnunum og var samið um jafntefli eftir 28 leiki. Önnur umferðin í þessu tiu skáka einvigi verður á morgun. ■ I Ull. Klerkar sak aðirum Bani Sadr forseti jrans hefur fyrir- skipað skipulega rannsókn á sann- leiksgildi ásakana um kosningasvik i þingkosningunum, sem fram fóru í landinu í siðustu viku. Fyrsta skrefið í rannsókninni er athugun á fram- kvæmd kosninganna I höfuðborginni Teheran þar sem fjögur hundruð þrjátíu og þrír frambjóðendur börð- ust um þrjátiu þingsæti í fyrri umferð kosninganna, sem fóru fram á föstu- daginn var. Búizt er við að úrslit I Teheran verði tilkynnt opinberlega á morgun. Bani Sadr forseti sagði i viðtáli við fréttastofuna i Teheran að kosning- arnar yrðu dæmdar ógildar ef upp kæmist um víðtæk kosningasvik. Hann sagði að margar kærur hefðu þegar borizt um slíkt. Flestar kær- urnar virtust vera um ólöglegan áróður á kjördaginn og ólöglega meðferð kjörseðla hinna ólæsu, sem eru meginhluti íbúa í íran. Helzt hafa kærur gegn flokki þeint sem klerkar múhameðstrúarmanna styðja komið fram. Hefur hann feng- ið meirihluta þeirra þingmanna sem tilkynntir hafa verið hingað til. Aðeins þeir frambjóðendur sem fá meira en helming greiddra atkvæða teljast rétt kjörnir eftir fyrri umferð kosninganna. Aðeins er vitað um fimmtiu sem náð hafa sliku kjöri samkvæml þegar kunnum úrslitum. Siðari hluti kosninganna á að fara fram innan þriggja vikna. Verður þá kosið á milli þeirra sem fengið hafa rneira en 40% atkvæða í fyrri um- ferðinni eða tveggja hinna efstu. Alls verða kjörnir 270 þingmenn á íranska þingið. kosningasvik K VERÐ: Kr. 159.500. FISHER dns og tönlist 1 litum Kassettusegulbandstæki CR-4110 Ljósadíóöumælir — framhlaöið Cartrldge loading: Front Nr. of heads: 2 (Hard permalloy rec./playback, ferrlte erase) r Wow & flutter: Less than 0.1% WRMS RMgnal-to-nolse ratio: 60dB (Dolby on) Frequency response: 30-15.000HZ (Cr02 30-12.500HZ (normal) Fast forward / rewind time: 90 sec. (C-60 tape) BORGARTÚN118 REYKJAVlK SlMI 27099 SJÓNVARPSBÚÐIN • * tvöföld líming margföld ending Tvöfalda límingin hefur valdið þáttaskilum í framleiðslu einangrunarglers og marg- sannað þrautreynda hæfni sína. Helstu kostir tvöfaldrar límingar: 1. Margfalt meiri þéttleiki gagnvart raka. 2. Minni kuldaleiðni, þar sem rúður og loft- rúmslisti liggja ekki saman. 3. Meira þol gagnvart vindálagi. ------------ I -...... GLER ------111------- LOFTRÚM Með fullkomnustu vélum sem völ er á getur Glerborg hf. því boðið viðskiptavinum sínum einangrunargler - tvöfalt - þrefalt - fjórfalt - þar sem gæði og ending eru marg- falt meiri og betri en nokkru sinni fyrr. Með vel skipulagðri þjónustu og ráðgjöf verða viöskiptin auðveldari og ánægjulegri - já þú ættir að glugga í okkar gler. ÁLLISTI MILLIBIL ÞÉTTILISTI RAKAEYÐINGAREFNI SAMSETNINGARLÍM

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.