Dagblaðið - 17.03.1980, Síða 14
14
(S
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. MARZ 1980.
Iþróttir
íþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Árni Þ6r Árnason sigraði ðrugglega i stórsviginu á laugardag.
DB-mynd Þorri.
Njarðvík lifir enn
þá í veikri von
—eftir átakasigur gegn Fram, 79-76
Framarar kvöddu úrvalsdeildina
með lapi eins og við mátti búast en
frammistaða þeirra gegn Njarövík
sýndi og sannaði að liöið er allt of gott
til að falla niður. Njarðvík sigraöi í
leiknum 79—76 eftir að hafa leitt 46—
41 í hálfleik en Framarar létu Suður-
nesjamennina svo sannarlega hafa fyrir
sigrinum. Njarðvík skoraði aðeins 6
stig síðustu 8 og hálfu minútu leiksins á
meðan Framarar skoruðu 17 stig. Þessi
góði kippur Fram var ekki nógur og
Njarðvikingar eygja því enn von um tit-
ilinn.
Framarar komu strax á óvart og
náðu undirtökunum. Varnarleikurinn
var mjög góður, leikmenn börðust vel,
og árangurinn var sá að þeim tókst að
halda Njarðvikingum í skefjum lengst
af. Eftir 4 min. leiddi Fram 10—8 og
um miðjan hálfleikinn var staðan 20—
17 Fram í vil. Eftir það komust Njarð-
vikingar loks yfir en liðin skiptust á um
að hafa forystuna og t.d. var jafnt 33—
33 þegar 4 mín. voru til leikhlés. Undir
lok hálfleiksins tóku Njarðvíkingar
góðan sprett og komust í 46—41.
Svo virtist sem Njarðvíkingar ætluðu
að stinga Framarana af þvi fljótlega í
Ásdís og Ámi unnu og
með örugga fomstu
— íbikarkeppni Skíðasambandsins íalpagreinum
,,Þaö var auðvitað mjög ánægjulegl
að sigra bæði í svigi og stórsvigi — mér
tókst mjög vel upp að þessu sinni og
hef sennilega aldrei verið betri en
núna,” sagði Ásdís Alfreðsdóltir,
Keykjavik, eftir að hún sigraöi í svigi
og slórsvigi á Bikarmóti SKÍ í Bláfjöll-
um um helgina. Hún hefur sýnt mikla
framför i vetur og hefur sigrað fimm
sinnum í röð á punktamóti.
Bikarmót í alpagreinum var haldið i
Bláfjöllum um helgina. Keppt var i
stórsvigi á laugardag en svigi á sunnu-
dag. Minnstu munaði að fresta yrði
stórsviginu á laugardag vegna ófærðar
— og rafntagnsleysis. En það tókst að
koma keppninni á vegna harðfylgis
keppenda og starfsliðs skiðadeildar
Ármanns, sem sá um framkvæmd
mótsins.
Árni Þór Árnason, Reykjavík,
sigraði i stórsviginu með yfirburðum en
hins vegar hlekktist honum á i sviginu
og varð að hætla þar keppni. Árni og
Ásdis eru komin i fremstu röð íslenzkra
skiðamanna í dag — ef ekki þau allra
fremslu. Þau hafa nú örugga forustu i
Bikarkeppni SKÍ. Árni með 120 stig og
Ásdis með 145 stig. Olympíufararnir
Sigurður Jónsson og Björn Olgeirsson
mættu ekki til keppni — hvorugan
keppnisdaginn. Björn er meiddur á
fæti en það kom öllum á óvart að
Sigurður lét ekki sjá sig.
Nú voru tekin i nolkun i fyrsta skipti
ný tímatökutæki, sem Björn Kristins-
son verkfræðingur, fyrrum formaður
skiðadeildar Ármanns, smiðaði. Verð-
launaafhending fór fram við Ármanns-
skálann að loknu sviginu i gær. Móts-
stjóri var Þorsteinn Þorvaldsson,
Þorri.
íþróttir
Siguröur
Sverrisson
Helztu úrslit urðu þessi:
Slórsvig kvenna:
1. Ásdis Alfreðsdóttir R 105.74
2. Steinunn Sæmundsd. R 107.55
3. Nanna Leifsdóttir A 108.90
4. Halldóra Björnsdóttir R 111.55
5. Asta Ásmuridsdóttir A 112.39
Stórsvig karla:
1. Árni Þór Árnason R 104.71
2. Haukur Jóhannsson A 106.94
3. Valdimar Birgisson Í 108.59
4. Helgi Geirharðsson R 109.41
5. Bjarni Sigurðsson H 109.43
6. Björn Vikingsson A 110.41
Svig karla:
1. Haukur Jóhannsson A 95.30
2. Karl Frímannsson A 97.28
3. Kristinn Sigurðsson R 98.65
4. Bjarni Sigurðsson H 99.26
5. Valdimar Birgisson í 99.44
6. Elias Bjarnason A 100.34
Svig
1. Ásdís Alfreðsdótlir R 106.99
2. Nanna Leifsdóttir A 111.37
3. Halldóra Björnsdóttir R 111.50
4. Ásta Ásmundsdóttir A 117.24
byrjun s.h. komust þeir í 54-44. Fram-
ararnir gáfust ekki upp og smáminnk-
uðu muninn. Aftur tóku Njarðvikingar
kipp og komust 14 stigum yfir 73—59.
Voru þá 8 og hálf mínúta til leiksloka.
Þá var eins og liðið hryndi á taugum og
leikreyndir menn hittu ekki úr upp-
lögðum færum. Þrátt fyrir ótímabær
skot oft á tíðum tókst Fram að saxa á
forskotið og þegar tæpar 3 mín. voru
til leiksloka var munurinn kominn í 1
stig, 75—74 Njarðvik í vil. Njarðvík-
ingar höfðu þá aðeins 2 stig á tæpum 6
mínútum. Ekki beint meistarataktar.
Þeir héldu þó haus í lokin og tókst að
hala inn sigur 79—76. Ekki hefði þurft
að spyrja að leikslokum ef.Framarar
hefðu verið með góðan Bandaríkja-
mann í liði sínu.
Vafalítið hafa Njarðvíkingar verið
taugastrekktir fyrir leikinn því þeir
urðu að sigra til að eiga möguleika á
sigri í mótinu. Það tókst þeim og nú
mæna þeir á erkióvininn, KR, og vona
að það leggi Val að velli í kvöld. Fari
svo fá Njarðvíkingar aukaúrslitaleik
við Val.
Flestir í UMFN léku undir getu í
gær. Það var helzt að ungu mennirnir
væru afslappaðir og bæði Júlíus og Jón
Viðar komu vel út. Þá setti Smári
skemmtilegan svip á leikinn undir lok-
in.
Hjá Fram átti Símon frábæran fyrri
hálfleik en þreyttist i þeim siðari. Þor-
valdur Geirssontókþá við og sýndi stór-
góðan leik, Hilmar lék mjög vel framan
af en ótimabær skot hans undir lokin
voru þung á metunum. Bjöm Jónsson
átti góðan leik í vörn svo og nafni hans
Magnússon sem hirti mörg fráköst. í
raun synd að horfa á eftir Fram niður í
1. deildina.
Dómarar voru þeir Hörður Tulinius
og Jón Olti Ólafsson og voru nokkuð
mistækir — ósamræmi of algengt í
dómum þeirra. Vafalítið er orsökin of
litil samæfing en Hörður er búsettur á
Akureyri og á því ekki hægt um vik.
Stig Fram: Símon Ólafsson 33, Þor-
valdur Geirsson 21, Guðmundur Hall-
steinsson 6, Ómar Þráinsson 6, Hilmar
Gunnarsson 6 og Björn Magnússon 4.
Stig UMFN: Ted Bee, 22, Gunnar
Þorvarðarson 16, Guðsteinn Ingimars-
son II, Július Valgeirsson 8, Jónas
Jóhannesson 9, Smári Traustason 6,
Brynjar Sigmundsson 4, Jón Viðar
Matthíasson 3.
- SSv.
KR-ingar í
undanúrslitin
KR-ingar tryggðu sér sæti í undanúr-
slilum bikarkeppni HSÍ á laugardag er
þeir sigruðu 3. deildarlið ÍA með 28
mörkum gegn 22 á Akranesi I skemmti-
legum leik. I hálfleik leiddi KR 14—11.
Skagamenn voru sterkari I byrjun og
komust í 3—1 og síöan 5—2 en KR-
ingar náðu að komast yfir fyrir hálf-
leik. í siðari hálfleiknum var alil í
járnum lengi vel en KR-ingar voru
sterkari í lokin og sigruðu með áður-
nefndum tölum.
Mörk KR: Björn P. 8/3, Simon 7,
Konráð 4, Haukur Ottesen 4, Jóhannes
2, Ingi Steinn 2 og Friðrik 1.
Mörk ÍA: Haukur 8/3, Krislján 4,
Jón Hjaltalín 3, Guðjón 3, Daði 2 og
Þórður F.l. 2.
Áhorfendur voru tæplega 400 og var
góð stemmning í húsinu enda ekki á
hverjum degi sem 1. deildarliö kemur í
heimsókn á Skagann.
- SSv.
Smock skoraði sigurkörfuna
einni sekúndu fyrir leikslok
—tryggði ÍS106-104 sigur yf ir ÍR á laugardag
íleik hinna slöku vama
Trenl Smock Iryggöi Stúdenlum
skemmtilegan endi á Islandsmótinu i
velur er hann skoraöi sigurkörfuna í
leik ÍR og ÍS á laugardag þegar aöeins 1
sek. var til lciksloka. Þegar staðan var
Skemmtileg keppni
í yngri f lokkunum
— úrslit á hreint f öllum f lokkum
nema 3. flokki kvenna
Urslitakeppnin í yngri flokkunum í
handknattleik fór fram um helgina og
var viðast hvar hörkukeppni. í 3.
flokki kvenna var þó ekki hægt að
Ijúka keppninni og mun henni Ijúka í
kvöld. Vegna þrengsla verðum viö að
fara afar hratt yfir sögu en munum
reyna að bæta úr því á morgun og birta
þá öll úrslit og hugsanlega myndir af
sigurvegurunum.
í Eyjum fóru úrslitin í 3. flokki
karla fram og þar sigraði KR. FH varð
i öðru sæti, Fram í þriðja, Stjarnan i
fjórða, ÍR í fimmta, Þór, Vm. i-sýötta
og lestina rak KA.
í 4. flokki, sem leikinn var í Hafnar-
firði, sigraði Þór, Akureyri. HK varð i
2. sæti og Valur i 3. sætinu.
Fimmti flokkur karla var háður að
Varmá. Þar sigraði Fram eftir aukaúr-
slitaleik við Hauka. Lokatölur i þeim
leik urðu 11—6. Víkingur varð svo í 3.
sætinu.
Valsstúlkurnar urðu íslands-
meistarar i 2. flokki eins og búizt var
við fyrirfrani. Þær unnu alla leiki sina i
úrslitunum á Akranesi. Fram varð í 2.
sæti, ÍA í 3. sæti eftir aukaleik við ÍR,
sem lauk 11—7, Fylkir varð i 5. sæti og
Huginn rak lestina. Lið Þórs frá Akur-
eyri komst ekki til leiks.
Á Selfossi átti úrslitakeppninni i 3.
flokki kvenna að ljúka. Það tókst þó
ekki því lið Þórs á Akureyri kom allt of
seint suður vegna veðurhamsins um
helgina og því verður að klára leikina á
morgun. Ljóst er þó að Fram er
Íslandsmeistari i flokknum og Fylkir í
2. sæti. í þriðja sætihu eins og er eru
stúlkurnar úr ÍR en ekki er vís't að þær
haldi þvi. Þór, sem nú hefur 4 stig, á
eftir 2 leiki gegn FH og Víkingi og með
sigri í þeim báðum verður aukaleikur á
milli ÍR og Þórs um 3. sætið. -SSv.
104—104 og 4 sek. eftir fékk ÍS boltann
eftir misheppnaö skot Kristins
Jörundssonar, sem annars átti mjög
góðan ieik. Boltinn var sendur á
Smock, sem rétt hafði tíma til að líta á
klukkana og lét síðan skotið ríða af rétt
innan miðlinu. Klukkan gall á miðri
leið knattarins, en hann fór rakleiöis
ofan i körfuna, 106—104 og sigurinn i
höfn. Staðan i hálfleik var 59—55 ÍS í
vil.
Það var greinilegt á leikmönnum
beggja liða að ekkert var í húfi í þessari
viðureign. Bæði liðin með trygga stöðu í
deildinni og varnarleikurinn 'var því
látinn lönd og leið. ÍS hafði alltaf yfir-
höndina og eftir 6 mín. var staðan
orðin 24—14 Stúdentunum i vil. ÍR
smásaxaði á forskotið en tókst ekki að
minnka það nema í 4 stig fyrir hlé.
ÍR-ingar náðu fljótlega að minnka
muninn niður í 1 stig í síðari hálfleikn-
um og þegar rúmar 6 mín. voru af
honum var staðan 71—70 ÍS í vil.
Réttum sex min. síðar var munurinn
enn aðeins I stig, 85—84. ÍR komst
síðan yfir 88—87 en Stúdenlar kræktu i
forystuna aftur en síðan voru liðin
hnifjöfn allan lokakaflann.
Það leit út fyrir sigur ÍR þegar 34
sek. voru eftir því þá fengu þeir knött-
inn. Þeir héldu honum skynsamlega og
Kristinn Jörundsson lét skot ríða af er 5
sek. voru eftir.Knötturinn fór í körfu-
hringinn og þar náðu Stúdentar frá-
kastinu. Úrslitakörfunni hefur áður
verið lýst.
Stúdentar geta því vel við unað að
hafa fengið 12 stig í mótinu eftir að
hafa aðeins unnið 1 af fyrstu 9 leikjum
sinum i mótinu. Þrir sigrar gegn Fram,
tveir gegn KR og einn gegn ÍR færir
þeim að visu aðeins 5. sætið i deildinni
en liðið á varla skilið hærra sæti. Liðið
hefur tekið augljósum framförum á
undanförnum vikum og endurkoma
þeirra Inga Stefánssonar og Steins
Sveinssonar hefur hleypt nýju blóði í
liðið ef hægt er að komast svo að orði
þvi báðir eru þeir félagar vel yfir þrí-
tugt.
Kolbeinn Kristinsson lék ekki með
ÍR i þessumleiken þrátt fyrir tapið lék
liðið ágætlega á köflum. Sóknarleikur-
inn gekk oft vel upp — samvinna Krist-
ins og Christensen stundum stór-
skemmtileg. Hins vegar var vörnin öll í
molum. Jón Jörundsson kom vel frá
sóknarleiknum og skoraði fallegar
körfur en varnarleikur hans var að
sama skapi slakur. Þá var Stefán með
fjörugra móti núna og þandi kassann
að vanda hressilega.
Dómarar voru þeir Kristbjörn Al-
bertsson og HörðurTulinius og komust
þeir vel frá sínu verkefni hvað svo sem
Tim Dwyer kann að finnast.
Stig ÍR: Mark Christensen 36, Krist-
inn Jörundsson 31, Jón Jörundsson 23,
Stefán Kristjánsson 6, Jón Indriðason
4, Þorsteinn Hallgrímsson 3 og Sigmar
Karlsson 1.
Stig ÍS: Trent Smock 32, Jón
Héðinsson 19, Ingi Stefánsson 16,
Steinn Sveinsson 13, Bjarni Gunnar
Sveinsson II, Atli Arason 6, Gunnar
Thors 4, Albert Guðmundsson 4 og
Gisli Gislason I.
- SSv.
I
1 III’ III ííiltlllt I'
[lUIiIlt____
; i r
t t; c' 11