Dagblaðið - 17.03.1980, Page 28
28
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. MARZ 1980.
í sólskini og blómskrúði á Tenerife:
TIZKUSYNINGARSTULKA FRA
AUSTURRÍKIUNGFRÚ EVRÓPA
HÚSGÚGN OG LISTMUNIR
KJÖRGARÐI - SÍM116975.
HÚSGÖGN OG LISTMUNIR
KJÖRGARÐI -SÍM116975.
Blómaskreytingarnar voru slfkar að fara yrði I öll gróðurhús á tslandi til að finna ann-
að eins. tburðurinn i skikkjum og kórónum með bikurum, veldissprotum og tilheyr-
andi var Ifka gifurlegur.
ÖNFIRÐINGAFÉLAGIÐ
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Önfirðingafélagsins verður haldinn á Hótel
Sögu, herb. 615, fimmtudaginn 20. marz kl. 20:30.
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál. StjÓmin
Það nýjasta á markaðnum...
Barnarúm, fataskápar og skrifborð, allt sam-
byggt. Mjög hagstœtt verð... ómálað, málið sjálf
í þeim litum, sem þið veljið.
Ný gerð af barna- og unglingasamstæðu
— sambyggt. Mikið úrval af skrifborðum.
Póstsendum um land alh.
Karin Zorn frá Austurriki er fegurst
stúlkna i Evrópu. Hún hlaut að
minnsta kosti titilinn ungfrú Evrópa er
keppt var um hann sunnudaginn 2.
marz á Tenerife. Karin, sem er 19 ára er
ákaflega glæsilega vaxin, málin eru 89-
63-89, og þótti auk þess bera af með
aðlaðandi framkomu. Hún er tízkusýn-
ingarstúlka og auk þess mikil íþrótla-
kona. Dómararnir dæmdu hana flestir
i 1. sætið og hún hlaut nærri hæstu
mögulegu einkunn.
En Karin átti skæða keppinauta.
Ungfrú Belgia, Cristine Cailliau, komst
næst henni að stigum og hlaut silfur-
verðlaun. Cristine er hærri en Karin,
1,76 á móti 1,72, og mál hennar eru 87-
65-88. En sú stúlkan sem lenti i þriðja
sæli naut greinilega enn meiri hylli
áhorfenda en þessar tvær. Það var afar
smávaxin (miðað við hinar) en um leið
ákaflega fögur stúlka, ungfrú Spánn.
Hún er aðeins 1,68 á hæð og með málin
82-60-83. Hún heitir Lola Forner og er
tvítug eins og ungfrú Belgía.
Sól og blóm
Dálæti áhorfenda á Lolu var skiljan-
legl þegar tekið var tillit til þess að
keppnin um titilinn ungfrú Evrópa fór
fram á Tenerife-eyju sem tilheyrir
spánska rikinu, þó ekki séu allir eyjar-
skeggjar neitt sérlega hrifnir af því.
Keppt var i borginni Puerto de la Cruz,
sem er stærsta borg eyjunnar. Um leið
er borgin aðalferðamannastaður eyj-
unnar og einn elzti ferðamannastaður á
Kanarieyjum. Til þess að laða að ferða-
menn hefur verið byggð geysimikil
sundlaug niðri undir sjó. Sú er ugglaust
cin fegursta laug sem til er á jarðriki,
þar eru gosbrunnar, blóm og klettar til
að liggja í sólbaði á. í þessari laug fór
keppnin fram. Byggður hafði verið
pallur út í laugina með stærsta gos-
brunn hennar í baksýn. Pallurinn var
skreyttur slíku blómahafi að fara yrði i
öll gróðurhús á íslandi til að finna ann-
að eins.
Veðrið sá líka fyrir því að gera
keppnina eins aðlaðandi og hægt var.
Sólin skein í heiði og hiti við laugina
var að fróðra manna sögn á milli 30 og
40 gráður. Reyndar þótti sumum það
fullmikið og allur sá skari blaðamanna
sem viðstaddur var keppnina og sat á
laugarbarminum var í lokin skreyttur
höfuðfötum úr dagblöðum, stuttbux-
um eða hverju því öðru sem tiltækl var
Kristin Bernharósdóttir við hlið Marléne Vermeulen frá Hollandi. Sú sfðasttalda var
kosin Miss Sympatie af stúlkunum sjálfum, eða vinsælasta stúlkan I hópnum.
til þess að hlífa höfðinu og koma í veg
fyrir sólsting.
Dómararnir, sem einnig sátu alveg
við laugina, voru heldur fínni með sig
og kunnu greinilega ekki við hattagerð
en anzi margir brugðu upp einkunna-
bókum sínum og sumir jafnvel lögðu
þær á kollinn.
Einari þakkað
sérstaklega
ísland átti tvo fulltrúa við þessa
keppni. Fyrst skal fræga telja ungfrú
ísland, Kristínu Bernharðsdóttur.
Kristín sigraði eins og menn muna i
keppninni um þann titil sem haldin var
25. nó'vember síðastliðinn. Fyrir þeirri
keppni stóð Dagblaðið ásamt ferða-
skrifstofunni Úrvali og Hljómplöluút-
gáfunni. Kristín kom þá svo að segja
beint úr Íþróttamiðstöðinni i Eyjum en
staðnæmdist aðeins eftir keppnina í
verzlun frænda síns, Halldórs gull-
smiðs, áður en hún sigldi í keppnina.
Óhætt er að segja að þessi eðlilega
stúlka, sem svo greinilega er laus við
Fegurðardfsirnar 5 sem verðlaun hlutu. Frá vinstri: ungfrú Sviþjóð, ungfrú Belgfa, ungfrú Austurrlki, ungfrú Spánn og ungfrú
Noregur.