Dagblaðið - 20.03.1980, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980.
5
Sjómannaverkfallið á Isafirði:
Helzta krafan sögð rökleysa
—ekki hægt að vera á beinum launum og launahlut fyrir sömu vinnu
Misjöfnum augum er litið á verk-
fallsboðun undirmanna Ísafjarðar-
togaranna fjögurra en Ijóst er þó að
þar hefur Sjómannafélag ísafjarðar
skorið sig frá öðrum verkalýðs-
félögum innan Alþýðusambands ís-
lands.
Ekkert annað félag með sjómenn
innanborðs hefur við núverandi að-
stæður lagt út í það að krefjast hærri
skiptaprósentu. Raunar hafa ís-
firðingarnir þegar lækkað sínar
kröfur úr 3% niður i 1,5% en það
helgast af því að oliugjald sem tekið
er af óskiptu hefur lækkað úr 9% í
5%.
Útvegsmenn telja 1,5% hækkun á
prósentustigi aflahluta skipshafnar
fjarstæðu miðað við alla þróun mála
og hafa tekið fram að þeir séu ekki til
umræðu um slíkt við skipverja á
minni skuttogurunum.
Sjómenn í Sjómannafélagi ísa-
fjarðar krefjast einnig sérstakra
launa fyrir vinnu sem þeir leggja
fram við veiðar og vinnslu aflans á
frivöktum. Samkvæint satnninguin á
að vinna i sex klukkustundir og síðan
áað vera fri í sex klukkustundir.
„Þar leggjum við fram aukavinnu
án nokkurrar greiðslu,” segja
sjómenn. „Sjómenn fá sinn hlut af
auknuin afla í því tilfelli,” segja út-
vegsmenn.
Sérfróðir um launakjör sjómanna
segja að ekki sé á neinn hátt hægt að
verja beinan aflahlut, eins og sjó-
menn af ísafjarðartogurunum fá eins
og aðrir á minni skuttogurunum, og
á togurunum verði réttlætl með
skiptingu í fleiri hluti en gert er ráð
fyrir samkvæint sainningum. Slikt er
þó ávallt mögulegt.
Félagar í Sjómannafélagi ísa-
fjarðar standa einir í þessu verkfalli.
Þeir féllust á beiðni kjararáðstefnu
Alþýðusambands Vestfjarða uin að
fresta verkfalli hvað varðar þá þrjá
línubáta, sem gerðir eru út frá ísa-
firði. Hins vegar ákvað Isafjarðar-
félagið að láta verkfallsboðun sina
gilda um þá fjóra togara, sein gerðir
eru úl frá ísafirði.
Samkvæmt athugun DB þá
virðast flestir viðurkenna að kröfur
urn fritt fæði um borð í togurum og
öðrum fiskiskipum séu sanngirnismál
og sama má segja um kröfuna um að
hærra verði greitt fyrir „akkorðs”
vinnu fyrir beitningu á linu.
Samkvæmt sömu athugun þá
verður hins vegar ekki annað séð en
samúðin sé mjög takmörkuð með
hæst launuðu sjómönnum landsins,
þegar þeir gera sinar kröfur. Er þá
ekki gleymt þeirri staðreynd að þessir
sömu tnenn búa við miklar sveilfur i
launakjörum sinum.
-()(;.
Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ:
aukagreiðslur fyrir aukavinnu. Þar
hljóti að vera um tvöfaldá greiðslu
fyrir sömu vinnu að ræða þess vegna
sé krafan rökleysa.
Heimildir DB á Vestfjörðum
kannast ekki við að sjómenn á
togurum þar hafi fengið aukamenn í
neinum verulegum mæli til afleysinga
vegna mikils afla. Þar með virðist sú
röksemcj falla að hátt kaup skipverja
„Við vitum launatöl-
umar og birtum þær”
— Vek athygli á að Sjómannafélag ísafjarðar stendur eitt að sfnum kröfum,
segir Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ
ísafjarðartogarinn Guðbjörg, einn fjögurra
verkfall.
togara sem stöðvast, verði
„Á meðan þeir nefna engar aðrar
tölur um tekjur sjómanna á
togurunum finnst mér ekki ástæða til
aðendurskoða þær launatölur sem ég
hef gefið upp í sambandi við sjómenn
á togurum frá ísafirði,” sagði
Kristján Ragnarsson, formaður
Landssambands isl. útvegsmanna i
viðtali við DB i gær.
,,Við vitum þessar tölur, læpar
sex milljónir hjá háseta frá ára-
mótuin, og þess vegna birtum við
þær, þegar allar horfur eru á því að
þessir menn muni Ieggja niður
störf.”
Kristján Ragnarsson sagðist vilja
vekja athygli á því að Sjómannafélag
ísfirðinga stæði eitt að þessari verk-
fallsboðun. Hún gildi aðeins um þá
fjóra togara, sem gerðir væru út frá
ísafirði og enga aðra togara. Þeir þrír
línubátar, sem frá ísafirði væru
gerðir út færu ekki í verkfall fyrr en
um næstu mánaðamót.
„Ég hef aldrei kynnzt því fyrr að
inenn séu vittir í fjölmiðlum fyrir að
vilja ekki ganga algjörlega að kröfum
gagnaðilans í kjarasamningum eins
og nú hefur átt sér stað i blöðum und-
Kristján Kagnarsson, formaður LÍÚ.
anfarna daga. Ástæðan fyrir þvi að
LÍÚ kemur inn í þessa samningagerð
er aðeins að ósk útvegsmanna á ísa-
firði og engan veginn neitt annað en
fyrirkomulagsatriði, sagði Kristján
Ragnarsson ennfremur.
Um þau orð Péturs Sigurðssonar,
forseta Alþýðusambands Vestfjarða,
að neitað hefði verið viðræðum og
samningamálin væru orðin að
hreinu stríði milli aðila, sagði
Kristján að væru furðuleg í ljósi
þeirrar staðreyndar að Alþýðusam-
band Vestfjarða hefði skorað á Sjó-
mannafélag ísafjarðar að fresta verk-
fallinu. Þeirri áskorun hefðu Ís-
firðingar hins vegar hafnað. Sjó-
mannafélag ísafjarðar væri eina
félagið sem lagt hefði fram kröfur
fyrir hönd sjómanna að undanskildu
Verkalýðs- og sjómannafélagi
Bolungavikur. Á kröfum þessara
félaga væri hins vegar mikill munur.
Bolvíkingar hefðu til dæmis ekki
farið fram á hækkaða skiplaprósentu
né hækkaða kauptryggingu.
Kristján Ragnarsson taldi kröfur
Sjómannafélags Ísfirðinga um
greiðslu fyrir vinnu á frídögum rangt
hugsaða og engan veginn samræmast
þeirri reglu að sjómenn fengju i
laúnahlut vissa prósentu af afla.
-ÓG.
Karvel Pálmason alþingismaður og formaður Verkalýðs- og sjómannafélagsins í Bolungarvík:
„Höfuðkrafa um frítt fæði”
—en hart að fá ekki tækifæri til að ræða við útvegsmem
„Kröfur okkar i Víkinni eru aðal-
lega þær að frítt fæði verði um borð
i minni skuttogurunum auk nokkurra
smávægilegra annarra atriða, sein
okkur finnst ekki ástæða til að verði
til vinslita,” sagði Karvel Pálinason
alþingismaður og formaður
Verkalýðs- og sjómannafélagsins á
Bolungavík í viðtali við DB í gær.
Hann sagði að kröfur þær sem
Alþýðusamband Vestfjarða hefði á-
kveðið að leggja fram fyrir sjómenn
hefðu hins vegar verið allar þær
kröfur sem komið hefðu fram hjá
félögunum. Þar á ineðal hefðu verið
kröfur ísfirðinganna um hækkaða
skiptaprósentu, hækkaða launa-
tryggingu og greiðslu fyrir vinnu á
frivöktum.
Þessar þrjár síðastnefndu kröfur
virtust vera þær sem mestum hita
yllu. Hins vegar þætti þeim
Bolvikingum það hart að fá ekki einu
sinni tækifæri til að ræða við útvegs-
menn um önnur atriði málsins.
„Ég vil á þessu stigi málsins ekk-
ert láta hafa eftir ntér um þær kröfur
sem ísfirðingarnir leggja fram en það
er vissulega áhyggjuefni ef
deiluaðilar geta ekki einu sinni rætt
tnálin sin á milli. Með viðræðum
finnst lausn málsins og ég sé ekki
hvernig endir þessarar deilu verður
án viðræðna,” sagði Karvel Pálma-
son.
— Hvernig vilt þú, Karvel, rökstyðja
þá kröfu að sjóntenn fái fitt fæði um
borð i skipunum?
„Fritt fæði fjarri heimili þarf
raunverulega ekki að rökstyðja,”
svarar Karvel. ,,Ég veit ekki um
neina stétt á Islandi, sem dvelur fjarri
heiinili sinu langtimum saman og
þarf að greiða fæði. Fleslir sjómenn
þurfa enn að greiða hluta fæðis-
kostnaðar sins en nokkur hluti er
greiddur úr sameiginlegum sjóði sjó-
manna og úlvegsmanna-áhafnadeild
Aflatryggingasjóðs. Frítt fæði á sjó
er sjálfsagt réttlætismál.”
Karvcl Pálmason, alþingismaður.
Bæta á símasambandið við Kjósina:
„ORDUM AUKIÐ AÐ ÁSTANDIÐSÉ EINS SLÆMT
—og Kjósverjar segja”
,,Ekki eru uppi hugmyndir um að
koma á sjálfvirku símasambandi við
Kjósina á næstunni, til þess hefur ekki
fengizt fjárveiting. En ráðgert er að
bæta ástandið í símamálum þar eitt-
hvað og hugmynd hefur komið upp um
að tengja svæðið við Reykjavík þannig
að opið sé í lengri tíma á hverjum sólar-
hring,” sagði Kristján Helgason um-
dæmisstjóri Pósts og síma fyrir
Reykjavik og nágrenni.
Á laugardag, er opnuð var ný
símstöð að Varmá i Mosfellssveit,
mættu nokkrir menn úr Kjósinni, með
mótmælaskjal á athöfnina. í skjalinu
var fundið að símamálum í Kjós og
talað um að loforð um úrbætur hefðu
verið margsvikin. Á meðan Kjósverjar
voru þar að mótmæla fékk eiginkona
eins þeirra fæðingarhriðir og þurfti
sjálf að aka á fund eiginmanns síns, þar
eð ekki náðist simasamband við lækni
eða sjúkralið. Vildu Kjósverjar meina
að þar væri aðeins eitt dæmi af
mörgum.
„Þetta held ég að sé orðum aukið,”
sagði Kristján umdæmisstjóri. „Það
sem gerðist á laugardaginn var að
norðurstrengurinn fór í sundur og því
hefði símasamband við Kjós dottið
niður, jafnvel þó að sjálfvirk símstöð
hefði verið á staðnum. Þarna er
fjölsími sem dettur út ef rafmagnið
dettur út en ennþá hafa ekki verið
veittir fjármunir til að endurnýja slík
tæki sem eru víða um land.”
— Enþvað um Kjalarnesið?
„Kjalarnesið er með samband við
Reykjavík og því hægt að ná sambandi
þaðan allan sólarhringinn. Við gerum
Brunamálastofnun ríkisins sendir
frá sér þessa dagana ýmis gögn um
brunavarnir. Gögnin verða send til 400
aðila. Þar á meðal eru ýmsar opinberar
stofnanir og menn sem fást við
byggingar. Aðrir geta einnig keypt
ráð fyrir að tengja það við sjálfvirkt
samband nú á árinu,” sagði Kristján.
þessi gögn.
Þama er á ferðinni reglugerð um
brunavarnir, upplýsingar um vatns-
úðakerfi, leiðbeiningar um brunavarnir
á heimilum og orðsendingar til
slökkviliðsstjóraásamt fleiru. * -DS.
-DS.
BRUNAMALASTOFNUN
SENDIR ÚT UPPLÝSINGAR