Dagblaðið - 20.03.1980, Side 10

Dagblaðið - 20.03.1980, Side 10
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980. L Útgafandi: Dagblaflið Kf. Framkvæmdastjflri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjórí: Jónas Krístjénsson. Ritstjómarfutttriii: Haukur Helgason. Fréttastjórí: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjórí rítstjömar Jóhannes Reykdal. Iþróttkr. Hallur Sfmonarson. Monning: AAalsteinn IngóHsson. Aflstoflarfréttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrít: Asgrfmur Pélsson. Hflnnun: Hilmar Karísson. Blaflamann: Anna Bjamason, AtJi Rúnar Halldórsson, Atli Stainarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurósson, Dóra Stafénsdóttir, EKn Albertsdóttir, Gissur Slgurflsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Sigurflur Sverrísson. Ljósmyndin Aml Pél Jóhannsson, BjamieHur BjamleHsson, Hflrflur Vilhjélmsson, Ragnar Th. Sigurfls- son, Svekin ÞormóAsson. Safn: Jón Sssvar Baldvinsson. Skrifstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkerí: Þréinn ÞoríeHsson. Sölustjórí: Ingvar Sveinsson. DreHing- arstjórí: Mér E.M. Halldórsson. RHstjóm Siflumúla 12. Afgraiflsla, éskriftadaild, auglýsingar og skrifstofur ÞverhoW 11. AAalsimi blaflsins ar 27022 (10 Ifnur). Satning og umbrot: Dagbtaflifl hf., Sfflumúla 12. Mynda- og piötugarfl: Hilmir hf., Sfflumúla 12. Prantun Arvakur hf., SkaHunni 10. Askríftarverfl é ménufli kr. 4600. Varfl f lausasfllu kr. 230 aintakifl. Skattasérfræðingi Framsóknar, Halldóri Ásgrímssyni, ofbauð sú þynging skattbyrði, sem stefnt er að. Hann sat hjá við atkvæðagreiðslu um tillögu stjórnarliða um hækkun útsvars. Flest hin stærri sveitarfélög munu vafalaust notfæra sér heimild til hækkunar útsvarsins úr 11 í 12,1 prósent af brúttótekjum skattgreiðenda. Skattbyrðinhefur aukizt mikið á síðustu árum. Nú stefnir enn í meiri skatta. Ragnar Arnalds fjármálaráðherra heldur því fram, að tekjuskatturinn til ríkisins eigi ekki að þyngjast samkvæmt fjárlagafrumvarpi hans. En hvar eru í þessu frumvarpi til dæmis útgjöld vegna þess ,,félagsmálapakka”, sem ríkisstjórnin hyggst leggja fram til að auðvelda kjarasamninga? Mörg önnur göt eru í frumvarpinu. Útgjöld verða án efa meiri en þar stendur og munu vaxa meira en þær tekjur, sem ríkinu eru þar ætlaðar. Á þá að afla tekna,svo sem fyrir félagsmálapakkann, með enn nýjum sköttum, þegar líður á árið? Olíustyrkir eru teknir út úr fjárlagafrumvarpinu og ætlunin að standa undir þeim með sérstakri skatt- lagningu. Söluskattshækkunum á síðasta ári, til dæmis hækkun söluskatts og vörugjalds, er nú haldið áfram, þótt þá hafi verið lýst yfir, að þær hækkanir væru aðeins tímabundnar. Ýmsir stjórnarliðar, einkum í röðum Framsóknar, eru farnir að hafa áhyggjur af, að ríkisstjórnin sé á villigötum í skattamálum. Þeir segja, að við myndun stjórnarinnar hafi ekki staðið til að hækka skatta. Nú sé annað að gerast. Þeir eru einnig uggandi vegna væntanlegrar láns- fjáráætlunar. Fjármálaráðherra lætur í það skína, að erlendar lántökur muni fara úr böndum rétt einu sinni. Ríkisstjórnin hefur farið illa með það tækifæri, sem hún fékk nú til að skera niður ríkisbáknið og lækka skattana. Vafalaust hefði slík stefna fengið hljómgrunn hjá þjóðinni. Ýmis rök eru færð fyrir hækkun útsvarsins. Bent er á, að álagningarprósentan, sem sveitarfélögum er ætluð, nýtist verr, þegar verðbólga er mikil eins og verið hefur að undanförnu. Sveitarfélögin hafa tekið við æ þyngri verkefnum af ríkinu. Hafa verður í huga, þegar litið er á þessi mál, að skattheima ríkisins hefur vaxið gífurlega á síðasta áratug, þegar hún er borin saman við framleiðslu þjóðarinnar í heild. Skattheimta hins opinbera, og þá einkum ríkisins, náði hámarki á síðastliðnu ári. Hækkun útsvarsins nú bætist við skattheimtu ríkisins sem fjármálaráðherra segir að eigi að vera hin samá og síðasta ár, en verður vafalaust meiri. Með þessu stefnir í nýtt met í skattheimtu, þegar hið opinbera er tekið sem heild. Séu til haldgóð rök fyrir því að auka hlut sveitar- félaga af skatttekjum hins opinbera, átti svarið ekki að vera viðbótarskattur heldur tilfærsla á skatttekjum frá rikinu til sveitarfélaganna í samræmi við aukin verkefni sveitarfélaganna. Þá hefðu tekjur ríkisins verið skertar í þeim mæli, sem tekjur sveitarfélaga hefðu verið auknar. Eðlilegt er, að sumir stjórnarliðar hiki á þeirri braut, sem lagt er út á. Eðlilegt er, að helzti skattasérfræðingur Fram- sóknarflokksins sé uggandi um framhaldið. Samvizkufangar marzmánaðar Samtökin Amnesty International hafa um nokkurt skeið valið þrjá fanga í hverjum mánuði, — svo- nefnda samvizkufanga. Hefur verið farið fram á að fólk kynni sér mál þeirra og skrifi siðan til viðkomandi stjórnvalda, þar sem mennirnir eru í fangelsi og óski eftir að þeir verði látnir lausir. Amnesty Intemational eru al- þjóðasamtök sem berjast fyrir hags- munum samvizkufanga, sem til dæmis hafa verið settir í fangelsi fyrir skoðanir stnar eða orð. Amnesty International tekur ekki afstöðu til stjórnmála eða trúarbragða en styður alla þá sem vilja og taldir eru í hópi samvizkufanga. Amnesty International hafa valið eftirtalda þrjá samvizkufanga fanga marzmánaðar 1980: Ismael Weinberger Weisz fiá llru- guay er 51 árs blaðamaður, afplánar 8 ára fangelsisdóm, uppkveðinn af herdómstóli i ágúst 1979. Þá hafði 'sakbomingur setið í fangelsi í 3 ár, þar af 10 mánuði í einangrun og sætt pyntingum, bæði líkamslemstran og lyfjagjöfum, sem ollu ranghugmynd- um og ofskynjunum. Sakargiftir voru „árásir á stjórnskipun ríkis- ins” og „aðild að undirróðurssam- tökum”, þ.e. kommúnistaflokki Uruguay, sem var bannaður eftir valdatöku hersins 1973. Weinberger Weisz var í 17 ár blaðamaður við blaðið E1 Popular og skrifaði þar mest um verkalýðsmál. Hann var for- maður blaðamannasamtakanna í Uruguay. Fulltrúar sendiráða ísraels og Austurrikis i Uruguay hafa heim- sótt hann í fangelsið og reynt að afla honum leyfis til að flytjast til ísraels sem hugur hans stendur til. Amnesty biður um að skrifuð verði kurteisleg bréf, þar sem þess sé farið á leit að honum verði sleppt. Skrifa ber til: EXMO SR. PRESIDENTE DE LA REPUBLICA Dr. Aparicio Méndez Casa de Gobierno Montevideo, Uruguay eða Sr. Presidente del Supremo Tribunal Militar Cnel Dr. Federico Silva Ledesma Canelones 2331 Montevideo, Uruguay þeir Oscar Alfredo Gonzales og Horacio Cid de la Paz eru nýsloppnir úr fangelsum hjá herforingjastjórninm í Argentfnu. Þar máttu þeir þola alls konar pyntingar og skepnuskap af hálfu fulltrúa stjórnvalda. £ B ' ' .......................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................... 1 ................................................................................................................................................................................................................-..................................... Er landflótti ástæðulaus? Árið 1979 var það upplýst af opinberum aðilum að landflótti það ár jafnaðist til svörtu áranna 1968 til ’70. Lýstu margir að vonum áhyggjum sínum af landflótta þessum, enda taldist með réttu ekki líku að jafna saman þá og nú. Landflótti áranna 1968 til ’70 var afleiðing pólitiskrar stefnu svokallaðrar „viðreisnar- stjórnar” en stefna hennar fól í sér samdrátt í atvinnulífi landsmanna er síðan olli atvinnuleysi. Aðalhöfundur þessa atvinnuleysis var viðskiptafræðiprófessor nokkur, Gylfi Þ. Gíslason, sem með fulltingi Sjálfstæðisflokksins skapaði nokkuð er kallað var hæfilegt atvinnuleysi í landinu. Hæfilegt atvinnuleysi var samkvæmt kokkabókum prófessors- ins og fylgifiska hans 6 til 7 prósent. ' Með þessu atvinnuleysi töldu viðreisnarpostularnir fenginn þann múl á verkalýð landsins er dygði til þess að kaupkröfur yrðu innan marka þeirrar efnahagsstefnu er „viðreisnarstjórnin” markaði. Með þessum tökum, sem ekki verða með réttu kölluð annað en þrælatök, tókst „viðreisnar- stjórninni” að ná nokkrum tökum á þróun efnahagsmála, en jafnframt varð gífurlegur samdráttur í atvinnu- lífi öllu. Svo svart varð ástandið að íslenzkir iðnrekendur efndu til samtaka um að selja iðnvélar úr landi. Til sannindamerkis um það má vitna i auglýsingar þeirra í Morgunblaðinu árið 1969. Byltingin Um þetta leyti var fátt til varnar hjá íslenskum verkalýð, en mjög tók að ganga á atvinnuleysissjóði. Þá gerist það í Malmö í Svíþjóð að vegna mikilla anna hjá Kockums skipa- smíðastöðinni og skorts á vinnuafli fara ráðamenn þess fyrirtækis aðleita ráða í því skyni að fá gott vinnuafl. Meðal ráðamanna fyrirtækisins voru tveir fslendingar, Ólafur Sigurðsson, þá verklegur framkvæmdastjóri og Sigurður Ingvason, sem var deildar- stjóri teiknideildar. Þessum mönnum var kunnugt um helstefnu „viðreisnar” og afleiðingar hennar og hugkvæmdist því að hafa samband við íslenzk verkalýðsfélög í þeim tilgangi að afla Kockums vinnuafls til skamms tíma, er fleytti félaginu yfir annasamasta tímann. Af þessu varð verulegur út- flutningur vinnuafls, og er flest var hjá Kockums árið 1969 munu um 350 íslendingar hafa starfað þar. Þetta brautryðjendastarf um útflutning vinnuafls frá fslandi varð síðan til þess m.a. að hópur iðnaðar- og verkamanna fóru til starfa hjá öðrum fyrirtækjum í Sviþjóð og t.d. Dan- mörku og Þýskalandi. Það merkilega sem gerðist vegna þessa, og fræðimenn hafa hugsanleg ekki enn

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.