Dagblaðið - 20.03.1980, Side 11

Dagblaðið - 20.03.1980, Side 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980. 11 Gheorghe Brasoveanu frá Rúmeníu er sextugur hagfræðingur. Hann var settur í geðsjúkrahús i marz 1979 eftir að hafa stuðlað að stofnun óopinbers verkalýðsfélags og gagnrýnt sam- skipti ríkis og kirkju í Rúmeníu. Handtöku hans bar að með þeim hætti að kona hans var kölluð fyrir og talin á að skrifa undir yfirlýsingu um að hann væri geðveikur, á þeirri forsendu að þá yrði hann eingöngu hafður í sjúkrahúsi i skamman tima en ella dæmdur til langvarandi fanga- vistar. Ekki er vitað hvar Brasoveano er nú geymdur en síðast fréttist af honum í Jilava fangelsissjúkrahúsinu þar sem allmargir stjórnarandstæð- ingar hafa verið í haldi á undanförn- um árum. Að mati Amnesty International er engin ástæða til að ætla að Braso- veano sé geðveikur og er óskað eftir að hann verði látinn laus. Skrifa ber til: Mr. Grigoras Justin, Ministerof Justice Bulevard Gheorghe — Dej 33 7000 Bucurésti SR Romenia Saudi Daraj frá Súdan er 45 ára verkalýðsleiðtogi og fyrrum félagi í súdanska kommúnistaflokknum, sem var — eins og áðrir stjórnmála- flokkar í Súdan — bannaður árið 1969 þegar herinn tók völd. Saudi Daraj hefur setið í fangelsi í 9 ár án þess að koma fyrir rétt. Honum var að vísu sleppt um tíma 1978 en fang- elsaður aftur í ágúst 1979. Saudi Daraj er í svonefndu Kober fangelsi i Khartoum ásamt rúmlega hundrað öðrum pólitiskum föngum. Ekki þykir aðbúnaður þar viðunandi né læknismeðferð fanganna en nokkrum föngum hefur þó verið sleppt þaðan af heilsufarsástæðum, þar á meðal fyrrverandi mánaðar- fanga Amnesty International, Gasim Amin að nafni. Óskað er eftir að skrifuð verði kurteisleg tilmæli um að Saudi Daraj verði látinn laus til: Field Marshal Jaafar Mohammed Numeiri, President of the Democratic Repu- blikof the Sudan, Presidential Palace, Khartoum, Sudan. Frekari upplýsingar gefnar i síma 43135. EG FERIMAL VK> MG! Mannveran er berskjölduð í vond- um heimi og oft óvinveittum. Þegar um það er hugsað, hve margt getur steðjað að varnarlausri mannskepnunni á lífs- leiðinni, ber að undra, að fólk almennt sofi sæmilega á nóttum. Veikindi og kvillar geta herjað á kroppinn; ást, sorg og aðrar geðshræringar ruglað hugann (hjartað), og svo geta ýmis utanaðkom- andi áhrif, eins og slys, ofsóknir, slæmt samfélag o. fl. haft skaðvænleg áhrif á persónuna almennt. 1 Þrátt fyrir öll þessi ljón á veginum, arka mannanna börn áfram sitt skeið og sýna furðu mikið hugrekki allflest. Þau virðast vilja allt gera til að geta haldið slagnum áfram og þau halda dauðahaldi í þessa dýrmætu líftóru. Fólkið reynir eftir bezta mætti að verja sig áföllum á lífsleiðinni og sem betur fer tekst mörgum það vel. En oft verða líka margir að leita á fund sérfræðinga til að bægja frá hættum. Læknar sjá um skrokkinn, sálfræðingar og prestar um hugann (hjartað og sálina), en blessaðir lögfræðingarnir um utanað- komandi áhrif, eins og ásókn eða mis- rétti, sem fólkið verður fyrir af hendi samborgara eða ríkisvalds svo nokkuð sé nefnt. Sérstaklega eru lögfræðingarnir nyt- samir hérna í henni Ameríku, en eins og þið vitið, þá er hér stórhættulegt að vera og margt getur yfir mann dunið. Hér er ekkert sjúkrasamlag; hér er seldur opinberlega (maður þarf ekki að fara úr landi og koma heim) hinn stór- hættulegi vökvi bjór og hér eru allir með byssur og skjóta fyrst en spyrja svo, eins og lesa má í íslenzku blöðunum. En guði sé lof og dýrð fyrir lögfræðingana! Þeir eru alltaf boðnir 'Og búnir til að hjálpa fólki í neyð. Það er til dæmis mjög algengt, að lögfræðingur komi á slysstað á undan sjúkrabílnum til að bjóða fram aðstoð sína, ef vera skyldi, að sá, sem telur sig hafa verið í rétti (vanalegast báðir ökumenn), vilji lögsækja hinn bílstjór- ann. Sé um dauðaslys að ræða, leitar lögfræðingur strax uppi aðstandendur og býður fram aðstoð til að krefjast skaðabóta. Bréf frá henni Ameríku: Þórir S. Gröndat lúkunum, því ef þeim mistekst áð lækna sjúklinginn, bíður lög- fræðingurinn góði bak við næsta horn og aðstoðar sjúklinginn við að fara í mál við lækninn. Þá er náttúr- lega engan betri hægt að eiga að heldur en lögfræðing, þegar skilja skal við makann og slást um börn og buru. Enginn er óhultur fyrir árvekni lögfræðinganna, sem standa vörð um velferð borgaranna. Þeir, sem framleiða varning, mega sífellt búast við þvi að fá á sig málsóknir vegna lélegrar vöru eða slysa og óhappa, sem rakin eru til þess, sem keypt hefír verið. Þannig hafa íslenzku fiskfyrir- tækin verið lögsótt vegna þess, að bein hafa fundizt í fiski og stungizt i góma grandalausra neytenda. Svo var það líka ekkjan, sem fékk 2,3 milljónir dollara í skaðabætur fyrir hjartaslag, taugaáfall og „Enginn er óhultur fyrir árvekni lögfræð- inganna.” Lætur ekki misbjóða sér Þessi eindæma hjálpsemi lög- fræðistéttarinnar hefir smám saman orðið til þess að móta hugarfar hins almenna borgara þessa lands. Hann lætur ekki misbjóða sér á neinn hátt, en leitar skelegglega réttar síns með aðstoð lögfræðingsins. Þannig fóru hjón í Seattle í mál við lyfjabúð eina, sem selt hafði konunni getnaðar- varnarpillur. Konugarmurinn varð sem sé óléttur og kom í Ijós, að lyfja- búðin hafði framið þau mistök að setja vítamín í pilluboxið. Hinn tryggi lögfræðingur vann málið fyrir hjónin og fengu þau væna peninga- fúlgu til að bæta þeim upp það mikla ólán, að þau skyldu eignast heilbrigt og fallegt barn. Læknar eru sífellt með lífið í almenna niðurlægingu, sem hún kenndi framleiðanda líkkistu þeirrar, sem i var lagður maður hennar, þá er hann yfirgaf þennan vonda heim. Það gerðist sem sé, þegar kistan var borin til grafar í fylgd ekkjunnar, annarra ættingja og vina, að botninn datt úr henni og hinn framliðni eigin- maður sömuleiðis. Ekkjan hné í ómegin, fékk taugaáfall og hjarta- slag, en lögfræðingurinn góði kom henni til hjálpar og kom lögum yfir hinn svikula likkistusmið. Og hvað fá svo lögfræðingarnir fyrir sinn snúð? Ekkert, held ég, nema ánægjuna af þvi að gera náung- anum greiða. Þeir virðast allir upp til hópa lepja dauðann úr skel hér eins og reyndar á íslandi og alls staðar 'annars staðar! Þórir S. Gröndal. skilið og sagnfræðingar eiga eftir að koma á blað, var að með þessu opnuðust íslenskum verkalýð leiðir til umheimsins. Vitrir menn hafa í fjölmiðluin fjallað um landflótta fyrr og nú, en hafa gatað á skýringunni. Svo lengi sem elstu menn muna hefur það einkum verið hlutskipti inenntamanna og ævin- týramanna að fara utan til náms og starfa. Meðal inenntamanna hefur það gjarnan verið eðlilegur hluti náms að fara utan og Ijúka námi eða bæta við nám sitt við erlendar mennta- stofnanir. Þetta er svo söguleg hefð að ineðal menntamanna er dvöl erlendis við nám eða starf ekki einu sinni kallað „röskun á heimilis- högum”. Menntamennirnir kunna semséað farautan. íslenskur verkalýður kunni hins vegar ekki á utanfarir 1968 og til þess tima voru það nær einungis ævintýramenn úr þeirra röðum er fluttu utan í atvinnuleit og þá gjarnan einkum einhleypir menn. Með hinum skipulagða flótta undan atvinnuleysisvofu „viðreisnar” lærði hins vegar íslenskur almenningur í . skjóli verkalýðsfélaga sinna á utan- farir. Allt síðan 1968 hefur íslenskur verkalýður verið að flytja utan, fyrst skipulega á vegum verkalýðs- félaganna og siðan einfaldlega vegna þess að nú kunnum við á slika búferlaflutninga. Ástæðurnar nú eru sjálfsagt margvislegar, grasið er grænna handan girðingarinnar, margt má læra í starfi erlendis, vinnutíminn er styttri, veðráttan er betri og enn fleiri ástæður finna menn til fulltingis því að yfirgefa gamla grjóthólmann. Landflóttinn hófst með Kockumsævintýrinu og honum mun ekki ljúka svo lengi sem . grasið handan girðingar er grænna. Kjallarinn Kristinn Snæland Stórmarkaði KRON, það sem við á. Kjöthakkið er nautakjöt, smörlíkið er Sólblóma, pylsurnar eru vinarpylsur, eggin eru á réttu verði en jekki útsöluverði og osturinn er 26% eða gamli 45% osturinn. ‘ Sænsku upplýsingarnar eru hins vegar um ,,ost” ekki nánar greint, „kjöttfars”, sem er hakk, „bordsmagarin”, sem er nær smjöri en Sólblóma, og „falukorv” sem er jlíkara Dalapylsu en vínarpylsuin. Vörur þessar eru þó fyllilega sam- bærilegar svo réttlætanlegt er að set ja þær í sömu flokka. Þessi samanburður segir vitanlega ekki alla sögu en í ljósi þess að samanburður við sænsk kjör verður um flest í líkingu við þetta, mætti vitringum skiljast, að ekki er undur þótt keraldið leki og flótti sé enn brostinn í liðið. • „Til þess aö vinna fyrir ofangreindu vöru- magni þarf 11 klukkustunda vinnu í Sví- þjóð, en til aö ná sama magni þarf 19 klukku- stunda vinnu á íslandi.” Þau eru súr Refurinn sagði um berin sem hann náði ekki: „Þau eru súr.” Þannig munu margir finna búsetu erlendis ýmislegt til foráttu en samanburður um kaup og kjör heima og erlendis er oft freistandi og því hef ég aflað eftir- farandi upplýsinga. Þær upplýsingar sem hér fara á eftir eru annarsvegar íslenskar og miðaðar við 1. mars 1980. í sambandi við þær má geta þess, að vöruverð er tekið 29. febr. í Til þess að meta kjörin sem réttast hef ég valið að reikna samanburðinn í vinnustundum eða hve langan tima mann i sama starfi það tekur að vinna fyrir þeim vörum, sem ég nefni. Sú fölsun, sem t.d. Póstur og sími, Flugfél. íslands og margir fleiri hafa stundað, að taka einfaldlega upp hvað verðið er í erlendum gjald- 'eyri og snúa því síðan yfir i íslenskar krónur mun ekki framkvæmd hér. Hin eina og rétta viðmiðun er vitanlega sú, hvað þarf langan vinnutíma til að kaupa þetta eða hitt á íslandi, eða t.d. í Svíþjóð. Svona er það. Meðallaun rafvirkja á íslandi eru 2500 kr. á tímann, ísl. kr. Meðallaun rafvirkja í Svíþjóð eru 40 kr. á tímann, S.kr. Verð í Svíþjóð: S.kr. Verð á Islandi: ísl. kr. I kg hveiti 3,04 260.00 1 kgstrásykur 4,51 310.00 1 kgegg 13,50 1600.00 1 kg. kartöflur 2.50 270.00 1 kg ostur 23.00 • 3113.00 1 kg smjörlíki 14.50 1260.00 1 kghakk 27.35 3600.00 ; 1 kg pylsur 20.50 2421.00 1 1 mjólk 2.42 281.00 1 1 bensín 2.80 370.00 1 pk. sígarettur 9.20 915.00 Fyrir klukkutima vinnu Svíþjóð fæst neðantalið magn vöru í fremri dálki en á íslandi í siðari dálki. Magn í Magn á Svíþjóð: íslandi: Hveiti 13,2 kgi 9,6 kg Strásykur 8,9 kg 8,1 kg Egg 2,9 kg 1,6 kg Kartöflur 16,0 kg 9,3 kg Ostur 1.7 kg 0,8 kg Smjörlíki 2,8 kg 2,0 kg Hakk 1,5 kg 0,7 kg Pylsur 1,9 kg 1,0 kg Mjólk 16,5 1 8,9 1 Bensín 14,3 I 6,8 1 Sígarettur 4,3 pk. 2,7 pk. Til þess að vinna fyrir ofangreindu vörumagni þarf 11 klst. vinna i Svíþjóð en til að ná sama magni þarf 19 klst. vinnu á íslandi. Ekki tæmandi Vitanlega er það sem að ofan greinir ekki tæmandi upplýsingar, en gefur þó vísbendingu. Lauslega má geta þess að Jjölskyldubætur eru inun veglegri í ^Svíþjóð en hér, börnin eru í jskólanum meirihl. dags, og fá þar ^ókeypis máltið en þar að auki er allur skólakostnaður greiddur áf ríkinu en ekkert plokk vegna smáútgjalda, svo sem ritfanga, pappírs eða slíks. Húsaleiga er lág og bætur greiddar vegna hennar, þannig að ef húsa- leigan fer yfir tiltekið hlutfall tekna greiðir rikið mismuninn. Loks má geta þess, að allir eiga kost á að kaupa íbúð með þvi að greiða einungis 10 prósent kostnaðarverðs. | Verð á íbúðum er svo lágt, eða til samanburðar kostuðu þriggja herbergja ibúðir í Svíþjóð 1970 um eins árs laun rafvirkja en þriggja her- bergja íbúðir hjá Framkvæmdanefnd í Breiðholti kostuðu 1971 nær þriggja ára laun rafvirkja. Enn hissa? Ef hagfræðingar, sagnfræðingar eða þjóðfélagsfræðingar eru enn hissa á því að landflótti skuli vera staðreynd í landi voru, þá er það einungis vegna þess að þeir hafa ekki fylgst með þróun mála síðan 1968. Ef menn skilja ástæður landflótt- ans er von til þess að gerðar verði þær ráðstafanir sem aftur laða fólkið iað blessuðum grjóthólmanum. Þær ráðstafanir verða að koina, þvi að landflóttinn nú er því alvarlegri en landflóttinn 1968 til 70, að flestir komu þeir aftur er fóru utan þá en varanleg búseta erlendis virðist vera mark þeirra er fara nú og það er hin dökka hlið landflóttans um þessar mundir. Kristinn Snæland

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.