Dagblaðið - 20.03.1980, Page 17
17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980.
DJÖfLASINFÓNÍA EÐA KAKÓ-
FÓNfA í KUIKKUSTUND
Vi
eöa spaugilegt í öllu kraðakinu. Jú,
svo sannarlega. Krakkarnir í
„Hljómsveit nýlistadeildar” nutu
þess eins og pottormar, sem fá í friði
að standa undir vegg og þylja í gríð
og erg öll ljótu orðin, sem þeir mega
annars ekki hafa um hönd, að leika
sér í þessari uppákomu. Tilburðir
stjórnandans minntu mig svo innilega
á verðlaunastökkfroskinn úr sögunni
hans Mark Twain sem var stútfullur
af blýi svo að hann komst ekki spönn
frá rassi, þrátt fyrir alla sina tilburði
til að stökkva eitt stykki verðlauna-
stökk. Þess utan reyndist harla fátt
sniðugt við uppákomu þessa, og enn
færra nýtt.
Yrðiþá
nýlt
Nýlistamenn flika sögninni að
nýla og þykjast fremja nýlingar.
Þessi kakófónía, sem boðið var upp á
í Hamrahlíðarskólanum, var bara
engin nýling. Svona lagað fret er
löngu búið að tyggja upp til agna. Ef
þau tækju sig aftur á móti til og
mögnuðu allt draslið upp í — til
dæmis fimmtíu kílóvött og kæmu
Við upptöku á sinfóniu eftir Nitsch, höfund leiðbeininganna.
Upptaka á „Sinfóníu" eftir Herr.iann Nitsch,
tileinkaóri dieter roth, I Hátlðasal Mennta-
skólans viö Hamrahlfð, 13. marz.
Stjómandi: Hermann NKsch.
Flytjendun „Hljómsvelt" Nýlistadeildar
Handföa- og MyndHstaskólans, ésamt
nokkrum vinum.
Eftir að fluttar höfðu verið tvær
stuttar gjörningar (fyrirgefðu,
Galdra-Loftur, misnotkun orðsins)
af meinlausasta tagi, nokkurs konar
— vindum, vindum, vefjum band og
ah-bú-blaðran sprakk, hófst upptaka
þess sem nefndist „Sinfónía”.
Höfundurinn flutti stutta inngangs-
tölu á bjagaðri ensku.enda kannski
eins gott, því að menn þurfa að vera
aHsæmilega að sér i mállýsku hans til
að nema, svo gagn sé að. Var síðan
leikinn ópusinn — rúmlega
klukkustundar djöflasinfónía, eða
öllu heldur kakófónía, og annað
ekki. Ég játa, að ég hélt út að sitja
undir þessum hávaða af einberri
þrjósku og eins beið ég allan timann
eftir að eitthvað gerðist. En það
gerðist akkúrat ekki neitt, aðeins
örlítið mismunandi endemis hávaði,
framinn til skiptis eða saman á
básúnu, tvö tenórhorn, althorn,
saxófón, skálmhorn, Metallófón,
melódíku, blokkflautu, þrjár ftðlur,
selló og kontrabassa, púkablístrur og
mannsbarka.
Gaman?
Nú kynni einhver að spyrja hvort
ekki hafi eitthvað reynst skemmtilegt
Gjörningur.
þar með helv.... hávaðanum upp í á flugvöll og lékju það í kapp við
hundrað og ég veit ekki hvað mörg risaþotu í lendingu, þá yrði kannski
decibel, færu síðan með fyrirbærið út nýlt.
Tónlist
J
Heillandi
ogglettin
Tónleikar Solveig Faringor sópransöngkonu
og Eyvind Möller piartóleikara I Norræna hús-
inu 13. mars.
Á efnisskrá: Lög eftir Gunnar de Frumerie, Carl
Nielsen, Claude Debussy, Erik Satle, Wilheim
Stenhammar og Hugo Wotf.
Solveig byrjaði á heimavelli með
lögum Gunnars de Frumerie við ljóð
Per Lagerkvist. Lög de Frumerie eru
jafn seiðmögnuð og ljóð Lagerkvists.
Frá heimalandinu hélt hún yfir
Eyrarsund og sneri sér að lögum
Carls Nielsen. (Merkilegt hvað Carl
Nielsen er lítið leikinn og sunginn hér
á landi.)
Full linmælt
Hún var full linmælt á dönskunni,
og mikið brá mér þegar italskan í
hjarðljóði Guidos Cavalcantis, þess
ágæta vinar Dantes, hljómaði með
hálfdönskum hreim. Músíkalska
hliðin var hins vegar án alls linmælis
og hin fallega rödd Solveigar naut sín
sérstaklega vel í lögum Carls Nielsen.
Frá dönsku sneri hún sér að frönsku
og söng fyrst lög Debussy, Claire de
lune (lre version), kvæði Paul
Verlaine og Apparition við kvæði
Mallarmé. Á frönskunni var nokkuð
svipað uppi á teningnum, þ.e. hún
fórnaði skýrum textaframburði fyrir
mýktina í söngnum. En mikið náði
hún samt vel að túlka fjarrænuna i
Ijóði Verlaines, sem Debussy undir-
strikar svo vel ineð lagi sínu. Síðan
var það háðfuglinn Erik Satie. Þar
var Solveig heldur betur I essinu sinu,
því að hið glettna og kímna lætur
henni svo vel að túlka. Tvö siðustu
lög Satie, Kattarsöngurinn (Chanson
du Chat) og La Diva de ’TEmpire”
voru hreint makalaus i flutningi
hennar, og textameðferðin öll önnur
og betri.
Eftir hlé hélt hún á heimaslóð á ný,
þ.e.a.s. lögin voru sænsk, en Ijóðin
voru finnsk, eftir Runeberg. Þessi
ágætu síðrómantísku lög Stenhamm-
ars nutu sín ágæta vel í meðförum
Solveigar Faringer og Eyvind Möller,
hennar ágæta undirleikara.
Góður Wolf
Rúsínan i pylsuendanum voru lög
Hugos Wolf. Fyrst fjögur úr ftölsku
Ijóðabókinni, siðan tvö við Ijóð
Eduards Mörike og síðast tvö úr
Spænsku Ijóðabókinni. Túlkun
Solveigar á lögum Hugos Wolf var
hreint einstök. Hún fór vel með
Ijóðin og kom kímni þeirra og inni-
leik til skila á sinn einkar skemmti-
lega og leikræna hátt. Tvo af ljóð-
söngvunum nefni ég sérstaklega,
Nein, junger Herr og Mausfallen-
,SprUchlein.
Ekki ætla ég að tíunda leik Eyvinds
Möller nú því að hann heldur einnig
sjálfstæða tónleika í Norræna hús-
inu. En hans þáttur á þessum tónleik-
um var bæði mikill og góður.
Solveig Faringer er ljómandi
skemmtileg söngkona. Hún mætti
gjarnan fara betur með texta, en hún
bætir það upp með heillandi rödd og
góðri túlkun.
SÆLKERA TILBOÐ
HANDUNNH) STELL
MATARSETT, TESETT, KAFF/SETT
OFNFAST
OG KAFFISETT
uny
HÖFÐABAKKA
SÍMI85411.
REYKJAVlK.
Páskagreiðslukjör
þúsund út
þúsund á mánuði
Aðeins til páska
MATAR-