Dagblaðið - 20.03.1980, Síða 18
18
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980.
STRUTURINN
ERBEZTI
VINURINN
Strútar eru nú eiginlega ekki
vinalegastir og skemmtilegastir
fugla. Þeir eru ekkert líkir
páfagaukum sem syngja og
geta talað. Strútar geta yfirleitt
lítið annað en að stinga höfðinu
í sandinn. Nú og svo gefa þeir
stundum heldri frúm fjaðrir til
að skreyta hatta með.
Hún Cathy Holter, sem er
aðeins þriggja ára, er ekki á því
að strútar séu leiðinlegir. Hún
hefur nefnilega valið sér einn
sem sinn bezta vin. Faðir Cathy
er gœzlumaður dýra í Blooming-
ham í Kaliforníu og þar er strút-
urinn, vinur Cathy.
Cathy fær að sitja á baki
strútsins og hann borðar úr
hendi hennar. Auk þess fær eng-
inn annar en hún að gæta eggja
hans. Skemmtilegurfélagiþað.
Leikur
íáströlskum
myndaflokki
Þessi stúlka, sem við sjáum á mynd-
inni, heitir Olga Tamara. Hún dansaði
með ástralska ballettinum fyrir sex ár-
um. Hún ferðaðist m.a. með hópnum til
Evrópu, Ameríku og Asíu við góðan
orðstír. Eftir það sneri hún sér að leik-
list. Nú leikur Olga eitt aðalhlutverk-
anna i áströlskum myndaflokki sem
nefnist Arcade. Kannski hann eigi eftir
að birtast okkur einhvern tima. Olga,
sem er 28 ára, ver fristundum sínum
aðallega við að láta sig renna á sjó-
skíðum.
Göt í eyrun? Nei,
göt í neglumar
Við þekkjum öll eyrnalokka
sem festir eru í þar tilgerð göt í
eyrunum. En hafið þið heyrt
getið um ,,nagla”skartgripi,
þ.e. örlitla skartgripi sem festir
eru með gati ígegnum fingur-
neglur?
Það hafa þeir í henni
Ameríku. Renee Dawson og
Judith Herzog fengu hug-
myndina að þessu naglaskrauti
fyrir um það bil tveimur árum
þegar nokkurs konar eyrna-
lokkaæði greip um sig vestan-
hafs. Þær fóru að selja slíka
skartgripi fyrir neglurnar og
hefurorðið velágengt.
Pínulítill skrautsteinn er
Neglurnar verða að vera bæði langar og sterkar til þess að hægt sé að nota þessa
nýju skartgripategund.
Þær stöllur verða sennilega vellrikar á þessum naglaskartgripum sinum, ef þær
eru þá ekki þegar orðnar það.
festur á örlitla undirstöðu úr
14 karat gulli. Með í pakkan-
um fylgir smábor til þess að
bora í gegnum nöglina. Skartið
er síðan fest með lítilli skrúfu,
alveg eins og eyrnalokkar í
gegnum eyrnagöt. Herlegheit-
in kosta 50 dollara.
Stórverzlanirnar Blooming-
dales og Gimbel seldu þessa
nýstárlegu skartgripategund
fyrir jólin og er nú verið að
framleiða 500 þúsund stykki!
Það er víst betra að þurfa
ekki að gera vorhreingerningar
eða sulla i uppþvottabalanum
þegar svona skartgripir eru
notaðir.
VEÐR'
K>ER
bezt
Þessi fagra mær, sem krýpur
þarna og gefur öndunum,
heitir Suzie Arthur og er amer-
ísk leikkona. Ekki könnumst
við við nafnið en þeir eiga svo
margar leikkonur í Ameríku
svo það er varla að furða.
Suzie þessi heimsótti England
á dögunum og var ánægðust
með veðrið þar, sem henni
þótti mjöggott.
A^x;:ý.v
'M
>*ví
V Vv 4.:
. • - ■ -
■. * .
K..-. .
* i
íw