Dagblaðið - 20.03.1980, Side 28

Dagblaðið - 20.03.1980, Side 28
Næturflug Flugleiða vinsælt: ÞEGAR FULLBOKAÐ í FYRSIUF " Nýju næturfargjöldin sem* Flugleiðir bjóða upp á í sumar á leiðinni Reykjavík-Kaupmannahöfn og DB greindi frá í gær virðast ætla að njóta mikilla vinsælda. Mjög margir hringdu til Flugleiða í gær og spurðust fyrir um þessar ferðir og er þegar fullbókað í tvær fyrstu ferðirnar. Sveinn Sæmundsson, blaða- fulltrúi Flugleiða, sagði í samtali við DB i morgun, að þessar ferðir virtust ætla að nýtast vel og með þeim virtist vera komið til móts við þarfir ýmissa aðila. Hann sagðist álíta að mjög margir þeirra sem senda bíla sína til Kaupmannahafnar í sumar með skipi á vegum Útsýnar mundu notfæra sér þessi næturflug. Eins og DB greindi frá í gær er fargjaldið með næturfluginu helmingi minna en hið almenna sér- fargjald eða 101 þúsund krónur fyrir báðar leiðir i næturflugi á móti 204 þúsundum í hefðbundnu flugi. Sveinn sagði fargjöld þessi gild frá 1. apríl til októberloka. Hins vegar er ljóst að ekki er hægt að nýta sér þau allan þann tima því fyrsta ferðin er 26. maí og sú síðasta 12. september. -GAJ. Vorjafndægurídag: HONDLAÐ MED V0RB0DANN Dagurinn I dag nœrþvífyrstur þetta vorið að vera jafnlangur nóttinni. Vorjafndægur, Marvel Eðvaldsson hefur 125 ár höndlað með einn vorboðann, grásleppuna. Hann dagur sem lengi hefur verið tákn I augum þjóðarinnar um bjartari framtlð, eru I dag. afgreiðir hér eina hafnfirska frú sem ætlar að gæða fiölskyldu sinni á nýmeti meðan Ýmsir vorboðar eru þegar famir að sjást þó kuldinn I morgun bendi til þess aðekkisé hugsað er um vorið. vorið alveg komið. DS/DB-myndS. Skákmótið íLone Pine: Jón umkringdur stórmeisturum -íbaráttunni umefstusætin. Stórglæsileg skákhjá Margeiriígær Jón L. Árnason er enn í hópi efstu manna, umkringdur stórmeisturum, á hinu geysisterka skákmóti í Lone Pine í Kaliforníu. Hann gerði í gær jafntefli við sovézka stórmeistarann Balashov og er í 3.-6. sæti af 43 keppendum með 3 vinninga. Jón hafði svart i skákinni gegn Balashov og tókst honum fljótlega að jafna taflið og eftir 20 leiki sá sovézki stórmeistarinn þann kost vænstan að bjóða jafntefli sem Jón þáði. Margeir Pétursson tefldi við alþjóðlega meistarann Grease frá Bandaríkjunum og hafði hvítt. Að sögn Jóns var hér um stórkostlega skák að ræða hjá Margeiri, sem va'kTi mikla athygli og var talin líkleg til að hljóta fegurðarverðlaun. Margeir fómaði fljótlega peði og síðan tveimur mönnum fyrir hrók. Náði hann síðan að brjóta upp kóngsstöðu andstæðings síns og fékk óstöðvandi sókn og vann glæsilega. HefurMargeir nú l,5vinning. Efstu mennirnir Geller og Whitehead gerðu jafntefli og kom á óvart að Geller skyldi ekki reyna að tefla til sigurs í þeirri skák. Staða efstu manna að loknum 4 umferðumer þessi: 1.-2. Geller og Whitehead 3,5 vinninga. 3.-6. Jón L. Árnason 3 vinninga. 3.-6. Gheorghiu 3. vinninga. 3.-6. Larsen 3 vinninga. 3.-6. Quinteros 3 vinninga. Líklega bætast stórmeistararnir Panno og Alburt í þennan hóp en þeir eiga biðskák. Þess má geta að góðkunningjar íslendinga frá því á Reykjavíkurskákmótinu, þeir Miles og Browne, hafa báðir 2,5 vinninga. Sömuleiðis sovézki stórmeistarinn Balashov. -GAJ. frfálst, áháð dagblað FIMMTUDAGUR 20. MARZ1980. Nýslátruð paskalömb tilDana Þrjátiu og átta páskalömb hafa verið alin í Gunnarsholti í vetur. Miðað er við að þessum lömbum verði slátrað 28. marz nk. Daginn eftir verður flogið með kjötið til Kaupmannahafnar þar sem það verður á boðstólum fyrir pásk- ana. Þetta er nýjasta tilraun af mörgum sem búvörudeild SÍS hefur annazt til að koma á útflutningi á kældu dilkakjöti af nýslátruðu. Kemur þetta fram í Sam- bandsfréttum. Ærnar voru látnar bera á afbrigðileg- um tíma, þannig að lömbin yrðu tilbúin til slátrunar fyrir páska. Þessi tilraun gekk vel, en ekki er vitað hvað fæst fyrir kjötið. Fer það því væntanlega eftir viðtökum danskra neytenda hvort tilraunin verður endurtekin. - EVI Skattfrjáls eigner 30 millj. h já hjónum Eignarskattsmörkin verða í ár 15 milljónir hjá einstaklingi og 30 milljónir hjá hjónum, að þvi er Halldór ■ Ásgrímsson alþingismaður (F) tjáði DB í morgun. Halldór gerir ráð fyrir, að eignar- skatturinn verði 1,2% á nettóeign umfram framangreind mörk. Eftir uppnám á Alþingi í gær var uinræðum um hækkun útsvarsins frestað til mánudags. Magnús H. Magnússon (A), tók ekki undir tilmæli stjórnarliða um samninga um útsvarsmálið, sem DB skýrði frá í gær. Stjórnarandstæðingar vildu fresta umræðum, þar til frumvarp um skatt- stiga lægi fyrir. Ragnar Arnalds fjár- málaráðherra gaf þá nokkrar upplýsingar, en takmarkaðar, um hvað stjórnin hyggst fyrir um skattstigana. Ragnar sagði að persónuafsláttur yrði 440 þúsund á einstakling. Skatturinn yrði 20% af fyrstu 3 milljón króna tekjuskattstofni (nettótekjum), 35% af næstu 3 milljónunum og 50% af þvi, sem færi fram yfir 6 milljónir. Þessi mörk hafa lækkað i meðferð frá þvi sem búizt var við fyrir viku. Stjórnar- andstæðingum þótti þetta ófullnægjandi og vildu fresta umræðum um útsvarið. Var því fyrst neitað en síðar tókst samkomulag um frestun. -HH.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.