Dagblaðið - 21.04.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 21.04.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1980. GyAa Björnsdótlir: Ég hef ekki hug- mynd um það. Og þó — sennilcga i ein- hvern menntaskólann. Þnrunn Klva Guöjohnsen: Ég ætla i stærðfræðideild í Menntaskólanum við Hamrahlið og læra tölvufræði. Það verða eftirsóttir starfskraftar á næstu árum. Krna Milumkahojir: /litli cg fari ekki eitthvað í menntaskóla. Hulda Björnsdóllir: Í Menntaskólann við Hamrahlið. Kannski læri ég félags- fræði. Gunnlaug Gudmundsdóttir: I Mennta- skólann við Hamrahlið, nátlúrusvið. Mig langar til að reyna hjúkrunarstörf. Já, að verða læknir. Jón Davíðsson: Fer i fjölbrautaskóla, vclsmiðabraut. Stefni i tækninám. Alll byggist átækni idag. Jón Bjarnason hringdi: Fróðlegt væri að fá úr því skorið, hvernig skrefamálið svonefnda hjá Pósti og sima er tilkomið? Hver er það, sem bað um þessa lilhögun? Eru þeir hjá Pósti og sima sjálfir að finna þetta upp? Eða er það ríkisstjórnin sem er að berjast gegn verðbólgunni með slikum skattahækkunum? —svo mikil er skattpíningin orðin FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 1200—0197 skrifar: Lengi getur vont versnað, segir máltækið. 60 langskólagengna spekinga hefur þjóðin kosið til að stjórna þjóðarskútunni. Það mætti halda, að skútunni væri vel stjórnað, með svona marga lærða menn við stjórnvölinn. Ekki eru allir sammála um það, enda hafa margir hlaupið af landi burt, sætta sig ekki við óstjórnina og skattpíninguna. Margir þrýstihópar eru starfandi. Skáka þeir allir hver öðrum og eitthvað verður þeini ágengt þeim sterkustu, sem stjórnarherrarnir eru hræddir við. Þó er einn hópur nokkuð fjölmennur, sem þeir eru ekki hræddir við, það er gamla fólkið. Ekki hleypur það af landi burt, og ekki gerir það verkfall. Óhætt er að skattleggja það hraustlega, ef það á gamlan húskofa eða ibúð, sérstaklega ef húsið eða ibúðin er í miðbænum. Ég er einn af þessum óheppnu. Ég á húskofa í svokölluðum miðbæ Rvikur, orðinn 80 ára gamall, hef verið 50 ár á fiskiskipum. Oft voru tekjurnar Iitlar i fyrri daga. Allir þurftu mat og fatnað og ef einhver afgangur var, fór mikið af þvi í opinber gjöld. Einhvern veginn tókst að koma ibúð yfir sig, með lánum og skuldasöfnum. Nú er ég búinn að vera hér í 40 ár og ætlaði mér að vera hér áfram, en nú eru koninir nýir skattapostular til sögunnar, sem þjóðin er búin að kosta í skóla i ára- tugi. Þeir þykjast kunna ráð við öllu og menntun sé mátiur og vizka, cngin hætta á að við gerum nein mis- tök. En hvað gera þeir við allt þetta lé sem þeir plokka af almenningi? Er þvi öllu vel varið? Um siðustu aldamót voru til gamalmenni eins og nú, sum þurftu hjálpar við. Þetta fólk tilheyrði einhverjum hreppnum á landinu og einu sinni á ári voru gamlingarnir boðnir einhverjum til umsjónar. I.ægstbjóðandi fékk þann gamla til fósturs. Þetta þótti ekki mannlegt og lagðist niður. Nú er öldin önnur, allir á ellilaunum, sem hafa aldur til þess. Þetla eru sæmilegar upphæðir fyrir þá, sem ekki eru vanir miklu. Nú breytist málið. Skattheimtu- postularnir koma með sínar köldu klakaklær og hirða alll gjaldið al' sumum, í skatla og það dugir ekki. Ég get tekiðdæmi af mér, eins og áður segir orðinn 80 ára gamall, konan 4 eða 5 árttm yngri. Ellilífeyrir og tekjutrygging á mánuði fyrir bæði kr. 270.566 Húsaleigutekjur frá leigjendum á mán. 145.439 Mánaðartekjur alls kr. 415.805 Fasteignagjöld og aðrir skattar mánlega fyrstu 3 mán. kr. 321.667 Mismunur Kr. 94.138 Á þessum °4.138 kr. er ætlast til að við lifum yfir mánuðinn. Fleira þarf að borga en matinn, hita, raf- magn, sima, sjónvarp, útvarp, dag- blað, bensín á bil, læknishjálp, Póstur og sími: HVER BAÐ UM SKREFIN? : s l „Óhætt er að skattleggja gamla fólkið hraustlega ef það á gamlan húskofa eða Ibúð, sérstaklega, ef húsið er I miðhænum," skrifar 1200—0197. meðul, fatnað, viðhald á gömlu húsi og ýmislegl fleira. Lítið verður eftir til að skemmta sér fyrir yfir mánuðinn. Við þurfum ekki að borga húsaleigu, eigum ibúðina, ef eign skyldi kalla. Hún verður sjálfsagt tekin á þessu eða næsta ári með sköttum. Ekki veil ég hverjir skatt- arnir verða seinnipart ársins, sjálf- sagt tviskattaðeins og síðasta ár. Öllu er hægt að búast við. Ekki er undar- legt þó fólk flýi land, ef sköttunin er svona yfirleitt á fólki. I hugann koma stökur, sem skáldið okkar góða kastaði fram einhvern tíma um hólmann okkar. Mölvaðaf knútum og köglum, klórað af hrimþusa nöglum. munt þúei hentugast hröfnum, héðan er bent vorum slöfnum. F.kki hel'ur honum þótt vistin góð. Nú er talað um velferðar- þjóðfélag, það er líka hægt að predika öfugmæli. Vonandi tekst skatlapostulunum ekki að gera hólmann mannlausan. í gærdag (17. apríl) var i Dagblaðinu santtal við nokkur gamalmenni sent höfðu dvalarstað á elliheimilum, sent bærinn hefur komið upp á undan- förnum árum. Allir létu þeir vel al' vistinni þar, nóg að bíta og brenna og góð unthirða á öllu. Ber að þakka það sent vel er gert. Ekki er þó auðhlaupið þangað fyrir alla, þurfa helzt að vera á adantsklæðum og þannig búnir í nokkur ár, áður en dyrnar opnast. Ég læt þetta nægja í bili. Af nógu er að taka ef ntinnst er á þennan miðbæ: Nokkur mannlaus hús, hús gefin, hús boðin fyrir eina krónu, svo eilthvað sé nefnt. Nýr kröftugur KENWOOD KR-4070. Lágmarks afl við 8 ohm 2 x 40 RMS wött frá 20 - 20000 Hz, bjögun mest 0.1%. VERÐ KR. 251.940.- Að eignast þetta reginafl, með hinu viðfræga KENWOOD útvarpi ásamt fjölda af fágætum eiginleikum, fyrir slíkt verð, er einsdæmi. Hvernig getur KENWOOD þetta? Það er nú einmitt það sem Pioneer, Marantz o.fl. velta vöngum yfir. Nýr kröftugur KENWOOÐ KR-4070 NÚ FÆRÐ ÞÚ ÞÉR $KENWQOD f KEISIWOOD Utvarpsmagnarinn sem þú hélst þú gœtir ekki eignast. Stjórnmálamenn óhræddir við gamla fólkið: „EKKIER UNDARLEGT ÞÓ FÓLK FLÝILAND” Spurning dagsins Ætlar þú í fram- haldsnám eftir loka- prófið í Kvenna- skólanum?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.