Dagblaðið - 21.04.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 21.04.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1980. 9 Johnny Logan frá írlandi söng sig í sigursætið í söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Hollandi: SIGURLAGIÐ SAMIÐI STRÆTÓ ÍDUBLIN „Ég er dauðuppgefinn. Ég trúi bara alls ekki að þetta hafi gerzt!” sagði Johnny Logan, 24 ára gamall söngvari frá írlandi eftir að ljóst varð að hann stóð upp frá 25. söngva- keppni sjónvarpsstöðva í Evrópu sem sigurvegari. Eurovision-keppnin var að þessu sinni háð í Haag í Hollandi. Talið er að 450 milljónir manna hafi fylgzt með keppninni á laugardagskvöldið í sjónvarpi. Sjónvarpað var beint til 27 landa, þar á meðal til Kúbu, Sovét- ríkjanna, Rúmeniu, Dubai og Jórdaniu. frland hefur sigrað áður i Eurovision-keppninni. Það var árið 1970 að söngkonan Dana vann til fyrstu verðlauna. Þá var keppnin einnig háð i Hollandi, nánar tiltekið í Amsterdam. Johnny Logan er Ástraliumaður að uppruna og heitir réttu nafni Sean O’Hagan. Hann hefur haft ofan af fyrir sér í írlandi með söng i klúbbum og kabarettum. Sigurlagið hans, What’s another year?, er eftir Shay Healy, starfsmann irska sjónvarps- ins. Healy sagðist hafa samið lagið í strætó i Dublin um raunir föðúr sins eftir lát móður sinnar. Johnny Logan kom til irlands frá Ástraliu 9 ára gamall. Foreldrar hans búa í Queensland. Sonurinn lét vera sitt fyrsta verk — eftir að hafa skálað i kampavini fyrir sigrinum — að hringja í pabba og mömmu og segja — keppnin sýnd í íslenzka sjónvarpinu nk. laugardagskvöld Norðurlandabúum vegnaði miður vel 1 keppninni. Sviþjöð stóð sig bezt, var í 10. sæti. Danmörk var í 14. sæti, Noregur í 16. sæti og Finnland vermdi 19. og siðasta sætið. Á myndinni eru norski söngvarinn Sverre Kjelsberg og Saminn Mattis Hætta fyrir utan höllina i Haag þar sem keppt var. Þeir félagar fluttu lagið „Samiid Ædnan” (Land Samanna) fyrir hönd Noregs. Textinn fjallar um réttindabaráttu samisku þjöðarinnar. þeim fréttirnar. Katja Ebstein frá Veslur-Þýzka- landi hreppti 2. sætið með lagið Theatre. Hún hefur tvisvar áður tekið þátt í keppninni og i bæði skiptin hafnað í 3. sæti. Hún kvaðst þó ekki vonsvikin að hafa tapað fyrir Johnny Logan, því lagið hans væri mjög fallegt. Brezka hljómsveitin Prima Donna var í 3. sæti með lagið Love enough for two. Hún var stofn- uð sérstaklega með Eurovison- keppnina i huga. Fyrir keppnina var búizt við að framlag Írlands kæmi sterklega til greina sem sigurlag í keppninni. Það ér sagt vera í ,,John Denver-stíl” og .ólíkt mörgum fyrri sigurlögum í keppninni. I kjölfar sigursins biður Johnny frægð og frami. Herlegheitin byrjuðu strax á laugardagskvöldið. Meira að segja skýrðu Hollendingar nýja túlipanategund í höfuð honum! Söngvakeppnin var haldin i ráð- stefnusal í Haag. Áður en hún hófst var leitað hátt og lágt í öllum skotum hússins að hugsanlegum sprengjum. Talið var mögulegt að herskáir múhameðstrúarmenn kynnu að vilja hefna harma sinna vegna þess að hol- lenzka sjónvarpið sýndi fyrir nokkr- um dögum mjög svo umdeilda kvik- mynd um aftöku á saudiarabiskri prinsessu fyrir hórdóm. Söngvakeppnin er á dagskrá is- lenzka sjónvarpsins laugardaginn 26. april. Heildarúrslit f söngvakeppni Evrópu: NORÐURLÖND AFTAR- LEGA Á MERINNI Heildarúrslit í söngvakeppni Evrópu ^jtrðu sem hér segir: 1. írland, What’s another year? með Johnny Logan. 2. Vestur-Þýzkaland, Theatre með Katja Ebstein. 3. Bretland, Love enough for two með Prima Donna. 4. Sviss, Cinema með Paola. 5. Holland, Amsterdam með Maggie McNeal. 6. ítalia, Non so che darei með Alan Sorrenti. 7. Portúgal, Um grande grande amor með Jose Cid. 8. Austurríki, Du bist musik með Blue Danube. 9. Luxemburg, Le papa pinqouin meðSophie and Magali. 10. Svíþjóð, Just now með Tomas Ledin. 11. Frakkland, He, he, m’sieurs dames með Profil. 12. Spánn, Quedate esta noche með Trigo Limpio. 13. Grikkland, Autostop með Anna Vissi and the Eikouri. 14. Danmörk, Tænker altid paa dig með Bamses Venner. 15. Tyrkland, Petr’oil með Ajda Pekkan. 16. Noregur, Samiid Ædnan með Sverre Kjelsberg og Mattis Hætta. 17. Belgia, Eurovision með Telex. 18. Marokkó, Message d’amour með Samira Bensaid. 19. Finnland, Huilumies með Vesa- Matti Loiri. Ömurlegur endir á garðpartíi í Kaupmannahöfn: Veðmál kostaöi tvö mannslíf Veðmál um 100 danskar krónur (7.500 ísl. kr.) kostaði 2 menn lifið í Kaupmannahöfn. Hópur ungs fólks lifði lífinu i dýrlegum fagnaði í Kilde- vældsparken á Austurbrú og kneyfaði öl af miklum móði. Þegar fór að lifna yfir liðinu tóku einhverjir upp á því að kasta af sér klæðum og fá sér bað i tjörn sem er í skemmtigarðinum. Vaj þá stofnað til veðmáls. Skyldi sá fá 100 krónur sem gæti synt fram og til baka yfir tjörnina, alls 160 metra. Engum tókst að vinna til peninganna, en þeir sem lengst komust létu lífið fyrir tilraunina. Þeir króknuðu úr kulda fáeina metra frá bakkanum hinum megin. Annar var með lífsmarki þegar til hans náðist en lézt á leið í sjúkrahús. Hinn fannst látinn. Lögreglan segir að fólkið hafi ekki varazt það að vatnið við bakkana er þolanlega volgt en það snöggkólnar þegar kemur lengra út í tjörnina og getur haft skaðleg áhrif á líkamann, eins og dæmin sanna. Sum bílsæti eru sjóóheit á sumrin en ískóld á vetrum Þekkiróu vandamálió? En vissirðu að á því höfum við Ijómandi góða lausn. Austi bílaáklæðin. Viðurkennd dönsk gæðavara, falleg og furðulega ódýr. Þau veita góða einangrun og hlífa bílsætinu. Framleidd eftireinföldu kerfi sem tryggir lágt verð og að áklæði séu fyrirliggjandi í flestargerðirbíla. Austi bílaáklæði. Úrfallegum efnum, — einföld í ásetningu. Fást á öllum bensínstöðvum okkar. Meira en bara bensín STÖÐVARIMAR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.