Dagblaðið - 21.04.1980, Blaðsíða 10
10
rraml»Mindmtj6ri: Svainn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónaa KrWkJánsson.
VutstjómacfulHrúi: Haukur Halgason. Fréttastjóri': Ógiar VakQíriarsson.
SkrífstofustJAri ritstjómar Jóhannes Reykðal. V
Íþróttk: HaBgi Simonarson. Mannlng: Aóalstainn Ingólfsson. Aflstoflarfréttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrít AsgrímurPálssbn. Hönnun: Hilmar Karísson.
Btaflamann: Anna Bjamason, Atii Rúnar Halldórsson, AtH Stainarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi
Sigurflsson, Dóra Stefánsdóttir, Elin AÍbartsdóttir, Ema V. fngólfsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson.f
Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson.
Ljósmyndin Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleífur Bjamleifsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurfls-
son, Svainn Þormóðsson. Safn: Jón Ssavar Baidvinsson.
Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaidkerí: Þráinn Þorialfsson. Sölustjórí: Ingvar Sveinsson. DreHing-
^tjórr. Már E.M. Halldórsson.
Ritstjóm Stflumúla 12. Afgraiflsla, áskríftadaild, auglýsingar og skrífstofur Þverhoiti 11.
Aflalaimi blaflsins ar 27022 (10 Nnur).
Setning og umbrot Dagblaðifl hf., Stflumúja 12. Mynda- og plötugarfl: HUmir hf.^iflumúla 12. Prentun
Árvakur hf., Skeifunni 10.
Askríftarvarfl imánufli kr. 4800. Varfl í lausasölu kr. 240 eintakifl.
Hvimleiðar „dúfur"
íslenzkur blaðamaður sagði fyrir
rúmri viku í eyru norskra starfsbræðra,
sem voru hér á ferð, að markmið Dag-
blaðsins með stefnu þess í Jan Mayen
málinu væri að auka sölu blaðsins.
Stjórnmálamenn höfðu þá sagt
þessum norsku blaðamönnum, að
Ólafur Ragnar Grímsson væri tækifærissinni, sem
notaði Jan Mayen málið til að vekja athygli á sjálfum
sér.
Um mánaðamótin höfðu enn aðrir sagt sumum
þessara blaðamanna úti í Noregi, að Eyjólfur Konráð
Jónsson hefði ruglazt í ríminu, er hann kynnti hin
íslenzku Jan Mayen viðhorf í New York.
Þótt allt þetta væri satt, er heimskulegt að flagga því
framan í norska fjölmiðla, að baráttumenn íslenzkra
hagsmuna séu annarlegir, illgjarnir eða heimskir.
Því miður er það árátta margra íslendinga að tapa
áttum í viðurvist útlendinga. Ein mynd þessa er sú
árátta að rægja landa sína í erlend eyru. En sú árátta er
ekki hin eina.
Sumir utanríkisráðherrar okkar hafa verið sérfræð-
ingar í að koðna niður og verða að gjalti gagnvart
erlendum stórmennum, jafnvel í viðræðum við
Frydenlund um Jan Mayen.
Sök Dagblaðsins, Ólafs og Eyjólfs hér að framan var
aðeins sú að hafa haldið fram viðhorfum allra íslenzku
þingflokkanna, viðhorfum ríkisstjórnar og stjórnar-
andstöðu.
Ólafur Jóhannesson segir nú, að sér hafi ekki dottið
í hug að mæla með grundvelli hins illræmda uppkasts
fundanna í síðustu viku.
Undir forustu Sighvats Björgvinssonar hefur þing-
flokkur Alþýðuflokksins tekið harðari stefnu en áður í
Jan Mayen málinu ,hliðstæða stefnu hinna flokkanna.
Því eru þeir engir sértrúarmenn, sem fordæma upp-
kastið, efast um heilindi Norðmanna og hafna rétti
þeirratil efnahagslögsögu við Jan Mayen.
Meira að segja hljóðið í Morgunblaðinu og
Tímanum er orðið raunsærra en áður. Tíminn segir, að
Norðmenn hafi verið óbilgjarnir, þverir og ósann-
gjarnir við samningaborðið.
Morgunblaðið segir, að Norðmenn hafi siglt
—viðræðunum í strand með því að hafa ekki meðferðis
umboð ríkisstjórnarinnar til að ræða hafsbotninn
umhverfis Jan Mayen.
Nú orðið koma sjónarmið i þágu Norðmanna helzt í
ljós í Alþýðublaðinu og eru þau ekki í samræmi við
sjónarmið Alþýðuflokksins.
Þar er hinu sama haldið fram og í norskum fjölmiðl-
um, að íslendingar séu í klípu og tímahraki vegna 200
mílna efnahagslögsögu Grænlands hinn 1. júní.
Þessi ímyndun um tímahrak byggist á þeim misskiln-
ingi, að auðveldara verði að semja við Norðmenn en
Dani og Efnahagsbandalagið.
Ný og gömul saga kennir okkur hins vegar, að norsk
stjórnvöld eru og verða harðskeyttust allra í viðræðum
um íslenzka hagsmuni á norðurslóðum.
Auðvitað er okkur mikilvægt að ná samkomulagi
um veiðar innan 200 mílna frá Grænlandi. En um það
viljum við semja við aðra en Norðmenn.
Nú vitum við líka annað: Norsk stjórnvöld munu
smella í baklás um leið og þau fá skriflegan vott af
íslenzkri viðurkenningu á norskri lögsögu.
Framhaldið verður nógu erfitt, þótt ekki sé hvatt til
æðibunugangs. Einhliða norsk útfærsla gegn mót-
mælum er skárri en 95% uppgjöf okkar.
Á meðan mættu ljúflingar Norðmanna gjarna láta
af því að rægja hina, sem fast vilja standa á rétti
íslands, og hætta að ráðast á sjónarmið þeirra.
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1980.
Blóðbað í Kristiansand þegar norsk og víetnömsk ungmenni
BÖRDUSTUPPÁ
LÍF 0G DAUDA
Norsk ungmenni og jafnaldrar úr
hópi víetnamskra flóttamanna í
Noregi lentu í alvarlegum átökum
fyrir skömmu. Það eru harkalegustu
árekstrar sem orðið hafa milli
innfæddra Norðmanna og
Norðmanna af erlendum uppruna i
langan tíma.
Slagsmálin hófust á umferðar-
■
iii*!
Slagsmálin brutust út inni i umferðarmiðstöðinni í Kristiansand. Lögreglan kom á staðinn með allt tiltækt lið. Mannfjöldi
þyrptist að gluggum á byggingunni og fylgdist með því sem fram fór innan dyra.
Eftir höfðinu
dansa limirnir
—Sumum opinberum aðilum ekki sýnt um
að virða lögog reglur
Oft heyrist á það minnst, að
Islendingar séu ólöghlýðnir. Sér-
staklega er þetta áberandi í um-
ræðum um umferðarmál. Það verður
því miður að viðurkennast, að
orðrómur þessi á við rök að styðjast.
En hver erástæðan?
Enda þótt fagna megi því, að hér
á landi sé ekki herskylda, er ljóst, að
íslensk ungmenni fara á mis við þann
jákvæða hluta herþjónustunnar, sem
er að læra að fara eftir settum
reglum. 1 samanburði við aðrar
þjóðir, sem flestallar hafa her-
þjónustu, má þarna eflaust finna að
hluta til ástæðuna fyrir því, að
íslendingum er mörgum hverjum
ekki sýnt um að fara eftir settum
reglum. Sjálfsagt eru ýmsar aðrar á-
stæður fyrir agaleysi íslendinga en
skortur á herþjónustu. Sú ástæða,
sem ætla má að sé allþung á
metunum og gerð verður að
umræðuefni í grein þessari, er
virðingarleysi ýmissa opinberra aðila
fyrir lögum og reglum. Þegar svo
hinn almenni borgari venst því, að
opinberum aðilum finnsf allt í lagi að
víkja svolítið frá settum reglum,
sljóvgast virðing hans fyrir lögum og
reglum því eftir höfðinu dansa
limirnir.
Oft er þvi borið við, þegar laga-
Kjallarmn
Gísli Jónsson
eða reglugerðarákvæði eru
sniðgengin, að þau séu svo vitlaus, að
ekki sé hægt að fara eftir þeim. Í
fjöldasambýli verður ekki hjá því
komist að hafa ýmsar reglur, sem til
þess valdir fulltrúar setja. Auðvitað
geta verið skiptar skoðanir um ágæti
þeirra reglna, sem settar eru, en það
réttlætir að sjálfsögðu ekki að virða
þær aðvettugi.
Það er mat undirritaðs, að
íslendingar séu ákaflega duglegir að
setja boð og bönn en hins vegar sé
dugnaðurinn minni við að fylgja
þeim eftir og virða þau. Lög og
reglur, sem ekki er farið eftir, eru
verri en ekkert og ber að afnema, þar
sem slíkt er einungis til þess fallið að
auka á virðingarleysið fyrir gildandi
lögum og reglum.
Til staðfestingar á þvi, að sumum
opinberum fyrirtækjum sé ekki sýnt
um að virða lög og reglur, skal nú
bent á nokkurdæmi.
Póstur og sími
Það fer ekki illa á því að byrja á
að líta á það opinbera fyrirtæki,
sem allir landsmenn eiga viðskipti
við, það er Póst og síma.
___Eins og önnur opinber fyrirtæki
starfar Póstur og sími eftir sérstökum
lögum, reglugerð og gjaldskrá. í
lögum nr. 36/1977 um stjórn og
starfrækslu Pósts og sima segir í
upphafi 11. greinar: „Ráðherra
ákveður í gjaldskrá gjöld þau, sem