Dagblaðið - 10.05.1980, Side 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1980.
HUGSJÓNIR KOMMÚNISTA-
FORINGJA ERU AÐ KOLL-
STEYPA ÖLLUM FYRIRTÆKJUM
Jóhunn HelKasun skrifar:
Ég var að borða hádegismat með
minni fjölskyldu 1. mai sl. þegar eyru
mín gripu heldur betur í málfiutning
eins ræðumannsins i 1. maí útvarpi
verkalýðsins, sem sagði það berum
orðum, að aflaverðmæti fiskiskipa
ætti að skipta þannig að þeir sem
veiða fiskinn og þeir sem gera að
honum, ættu að skipta peningunum á
milli sín án utanaökomandi afskipta
snikjudýra og þá á hann sjáll'sagt við
útgerðarmenn og Irystihúsaeigendur.
Málflutningui en þessier ekkert eins-
dæmi og er .uk...'ænn fyrir mál-
flutningsútungunarmeistara Alþýðu-
bandalagsins, í fleirtölu, sem útspýja
predikun kommúnismans með öllum
ræðum í útvarpi, í blöðum og sjón-
varpi, og öllum þeim samkomum
sem þeir með öllu mögulegu móti
geta þröngvað sér inn á.
Verkalýðsforingjar íslenzkrar
alþýðu, en það kalla þeir sjálfa sig,
eru þeir menn sem búnir eru að eitra
hug verkafólks um gjörvallt ísland
gagnvart sínum vinnuveitanda. Þeim
hefur tekizt að heilaþvo hinn íslenzka
launþega þannig að launagreiðand-
inn, eigandi fyrirtækisins, finnur og
verður greinilega var við andúð (því
miður á flestum vinnustöðum) og
fyrirlitningu starfsfólksins. I augum
verkamannsins er vinnuveitandinn
einhvers konar ófögnuður sem hægt
er að vera án og sem gerir ekkert
annað en fljúga vikulega með út-
troðna skjalatösku fulla af peningum
til að leggja inn á banka I Sviss. Því
Dýravini á Bessastaði
Gunnþórunn G. Sigurjónsdóttir
skrifar:
Nú þegar frú Halldóra og dr.
Kristján Eldjárn yfirgefa Bessastaði
eftir farsæl störf fyrir þjóðina, riður
á að velja hæfan mann I þeirra stað.
Það snerti mig, og raunar alla aðra
dýravini að þegar Vestmannaeyja-
gosið stóð sem hæst bauðKristján
Eldjárn að geyma dýr Eyjamanna á
Bessastöðum. Svona eiga þjóð-
höfðingjar að hugsa og gleyma ekki
sínum minnstu og mállausu þegnum.
Albert Guðmundsson hefur beitt
sér fyrir dýravernd í Reykjavík og
sagði á sínum tíma, ,,að þar sem
menn væru góðir við dýr þar væri
I
„Þegar Vestmannaeyjagosiö stóó sent
hæst bauð Kristján Kldjárn að geyma
dýr Eyjamanna á Bessastöðum. Svona
eiga þjóðhöfðingjar að hugsa,” segir
Gunnþórunn m.a. i bréfi sínu. Á
myndinni eru forsetahjónin ásamt
Ágústi Guðmundssyni kvikmynda-
gerðarmanni.
DB-mynd RagnarTh.
gott að vera.” Þetta skulum við
dýravinir hafa í huga þegar við
göngum að kjörborðinu þann 29.
júni nk. og þá tryggjum við að dýra-
vinir komi í dýravina stað á Bessa-
stöðum
miður er slíkur barnahugsunarháttur
vinsæll meðal almennings á íslandi.
Eigandi fyrirtækisins, vondi
maðurinn sem skaffar fólkinu vinnu,
er þar af leiðandi orðinn bæði þjófur
og ræningi. Maðurinn sem vinnur
nótt og dag (þvi enginn vinnur meira
en atvinnurekandinn), maðurinn sem
siðan veðsetur húsið sitt, landið, bil-
inn og um leið sjálfan sig til að skapa
fjármagn til þess að geta stofnað
fyrirtæki. Auðvitað fyrir hann
sjálfan, hvað annað, það eru hans
peningar, það eru hans skuldir og að
sjálfsögðu til að hafa eitthvað upp úr
krafsinu, og ef vel gengur verður
þetta skapandi fyrirtæki sem þarf á
starfsfólki að halda, og þá um leið er
maðurinn eigandi fyrirtækisins
orðinn vondur maður, þjófur,
ræningi, skattsvikari. Svo að ég vitni
nú i upphafsorð greinar minnar að
skipaeigendur og frystihúsaeigendur
eigi að leggja til bátana og frystihúsin
og að verkafólkið eigi að skipta verð
mæti aflans á milli sin, þ.e.a.s. þess
fólks sem veiðir fiskinn og þess fólks
sem gerir að honum í landi, er slík
fásinna og frekja og ósvífni að með
eindæmum er.
Mikið er verkalýðurinn langt
leiddur i trú sinni á foringjana, að
trúa þvi að það sé og verði nokkurn
tíma til hlutur sem kommúnistar
kalla alræði öreiganna. Við þekkjum
öll alræði öreiganna, Sovét-Rússland
þar sem miðstýringin er í algleymingi,
þ.e.a.s. öllu er stjórnað frá einu
skiptiborði af nokkrum mönnum sem
hverjir um sig eru skíthræddir um að
þeir verði látnir fiverfa eða settir á
geðveikrahæli ef þeir eru ekki sam-
mála ráðstjórninni sem riddarar
sovéthringborösins, þar sem alræði
öreiganna er alger örbirgð og miklu
meiri örbirgð en almenningur í hinum
frjálsa heimi gerir sér grein fyrir.
Ég veit að íslenzkir verkalýðsleið-
togar eru ekki svo skyni skroppnir að
þeir viti ekki um ömurlegheit rúss-
neskraralþýðu, hvað þá hinar dauða-
dæmu hugsjónir kommúnismans.
Hvað er það þá sem heldur þeim
WKiK
iimv
BLAÐSÖLUBÖRN
óskast í Stór-Reykjavík:
Kópavog
Hafnarfjörð og Garðabœ
ENNFREMUR VANTAR BLAÐSÖLUBÖRN
VÍÐS VEGAR UM LANDIÐ.
SÍMI 27022 - VIKAN AFGREIÐSLA
ITMI
hkuv
Frá fyrsta mai hér á landi 1978. Bréf-
ritari gerir málflutning eins
ræðumanns 1. mai sl. að utnfjöllunar-
efni sínu. DB-mvnd Ragnar Th.
gangandi? Trúlega er það hugsjóna-
mæðiveikin, þ.e.a.s. þeir trúa því að
þeir séu útvaldir á þessari jörð og
nátengdir sjálfum Karli Marz til að
frelsa alþýðuna frá vonda mannin-
um, til að gera jörðina öreiga í nafni
hugsjónarinnar, svo að þeir verði
sjálfir keisarar hringborðsins þegar
verkalýðurinn krýpur fyrir þeim og
viðurkennir þá sem einræðiskeisara
sinn þar sem allt verður forboðið
nema það sem hans heilagleiki vill
sjálfur í nafni keisarns.
Með því að ráðast á fyrirtæki eru
þessir svokallaðir verkalýðsleiðtogar
að ráðast á fólkið í landinu, því að án
fyrirtækja verður engin vinna.
Hugsjónir kommúnistaforingj-
anna eru þær að kollsteypa öllum
'fyrirtækjum á íslandi i áföngum, þó
svo að breytingin verði ekki of áber-
andi og ekki of snöggt svo þeir geti
komið fyrirtækjunum hægt og rólega
undir klærnar á rikisvaldinu,
komúnisminn bíður ekki hann bara
sækir og tekúr, þá getur sjálfur
Brésnéf brosað og sagt, nú er ég tek-
inn við í öllu almætti minu og geri
þetta að landi öreiganna.
Við skulum vona að í framtíðinni,
þegar verkalýðsforingjarir eru farnir
að stjórna fólkinu í þessu landi,
gleymi þeir ekki einu sinni upphaf-
legu hugsjón ef hún var þá nokkur.
LÓMASÁfl
Kengurekkí
ATAKALAUfl
j Mæðradigunnn er á morgun og aö
landa mikill blómadagur. Mæðra-
Byrktnefnd selur blóm iln lil ttyrktar
Harfseminni og blómaverzlanir bjóða
|na vöru. En ekki er það allt áwka-
t. Mæðrastyrkjnefndin Ktlaði að
i að sejja aftkorin blóm og
hjá MKÖraatyrktnefnd
Wómawlamir heföu hótað |
hætta viðakiptum við
leiðcndur er iddu ncfndinni bl|
Guðlaug lagði að M*ðr
nefnd harmaði þeca afitöðuj
Eru blóma-
salar með
einkaleyfi?
Kvenfélagskona hringdi:
í Dagblaðinu laugardaginn 3. mai
var frétt með fyrirsögninni „Blóma-
salan gengur ekki átakalaust.” Þar
segir að blómasalar hafi bannað
mæðrastyrksnefnd að selja afskorin
blóm.
Þetta er ekki I fyrsta skipti sem
blómasalar banna sölu á blómum.
Kvenfélag eitt hér í borginni hefur
keypt sér leyfi til að selja margs
konar hluti á útimarkaðinum og þar
á meðal blóm. Blómasalarnir
stoppuðu blómasölu þeirra.
Þess vegna langar mig til að
spyrja hvort blómasalar hafi einka-
leyfi á blómasölu. Það eru seldar
kökur án þess að bakarar segi
nokkuð, það eru seld kerti, keramik
og grænmeti og ekkert er sagt. Hvaða
rétt hafa blómasalar til að stöðva
þessa sölu?