Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 10.05.1980, Qupperneq 6

Dagblaðið - 10.05.1980, Qupperneq 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1980. Vinnuveitendur: íhlutun ríkis í mál lífeyríssjóða mótmælt —sundmng verkalýðs- félagatalin tefja samninga Nýbyggingar l Kópavogi i nýjum miðbs. Aðalfundur Vinnuveitenda- sambandsins mótmælti harðlega fyrirhugaðri íhlutun ríkisvaldsins i málefni lífeyrissjóða. Rikisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til lánsfjárlaga þar sem gert er ráð fyrir aö Iffeyrissjóðum verði skylt að kaupa skuldabréf af ríkissjóði, Byggingarsjóði og Framkvæmda- sjóði. y Vinnuveitendur mótmæla einnig þvi fyrirkomulagi að stjórnvöld og Alþýöusambandið semji upp á eigin spýtur án aðildar vinnuveitenda um ýmiss konar félagslegar aðgerðir sem heyri undir samningssvið aðila vinnu- markaðarins. Vinnuveitendur skora á rikisstjórnina að svara án frekari- tafar óskupi y|m þrihliða viðræður um kja/árrtálih,k ,fenda*eru þærieini sjáaniegi farvegur samvinnu og sátta í þeim erfiðu og margslungnu kjara- ákvörðunum, sem fyrir dyrum stendpr aö taka,” eins og segir i ályktuninni. Vinnuveitendur undirstrika að skattalækkanir séu eina færa leiðin til að auka raunverulegar ráðstöfunartekjur launþega. Jafn- framt taldi fundurínn að mikilvægt sé að grundvallarbreyting verði gerð á gildandi verðbótakerfi á laun í þeim tilgangi aö draga úr víxlhækkunum kaupgjalds og verðlags. Vinnuveitendur saka launþega- félögin um að hafa aukið á óvissuna í kjaramálum vegna þess hve laun- þegafélögin séu margskipt í afstöðu til samningamálanna. Páll Sigurjónsson var endur- kjörinn formaður Vinnuveitenda- sambandsins og Hjalti Einarsson varaformaður. Aðrir í framkvæmda- stjórn voru kjörnir: Davíð Scheving Thorsteinsson, Gísli Ólafsson, Guðlaugur Björgvinsson, Gunnar S. Björnsson, Gunnar J. Friðriksson, Haraldur Sveinsson, Hjörtur Hjart- arson, Jón Ingvarsson, Jón Páll Hall- dórsson, Krístján Ragnarsson, Magnús Gústafsson, Ragnar Halldórsson, Valtýr Hákonarson og ÞórðurGröndal. -HH. LITSJOIMVARPSTÆKI _ Toppurinn í dag SJONVARPSBÚDIN BORGARTÚNI 18 REYKJAVIK SIMI 27099 Skrrfstofustörf Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa eftir: 1. Fulltrúa, laun samkv. launaflokki B-ll. 2. Tveimur skrifstofumönnum, laun samkv. launaflokki B-8.> 3. Starf við götun, laun samkv. launaflokki B-8. Umsóknir með upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist starfsmannastióra. RAFMA GNS VE/TUR RÍKISINS LAUGA VEG1118. REYKJA VÍK Bílasala Guöflnns auglýsir: HJA OKKUR ER MIÐSTÖÐ HJÓLHÝSAVIÐSKIPTANNA Vantar hjólhýsi á söluskrá Athugiö breytt heimilisfang: ÁRMÚLI7 - SÍMI81588 Tilkynning um rafhituð \atnshitunarkerfi frá Rafmagnseftirliti rífcisins og Öryggiseftirliti ríkisins Vegna aukinnar notkunar rafhitaðra vatnshitunartœkja til húsa- og neysluvatnshitunar, vilja Rafmagnseftirlit ríkisins og Öryggiseftirlit ríkisins vekja athygli notenda og kaupenda slíkra tækja á nýjum reglugerðum um smíði, merkingu og öryggisbúnað þeirra og um reglubundnar prófanirá öryggisbúnaði. Þessar reglugerðir fást hjá Rafmagnseftirliti ríkisins og Öryggiseftirliti ríkisins, Síðumúla 13, Reykjavík. Þær tóku gildi 1978 fyrir ný tæki, en frestur til að lagfœra tæki og kerfisem þá voru í notkun var veittur til l.júlí 1980. Notuð vatnshitunartæki með rafhitun, svo sem miðstöðvarkatla (hitatúbur) og neysluvatnsgeyma, sem tekin hafa verið niður, má ekki setja upp og tengja á nýjum stað nema þau fullnægi kröfum um öryggisbúnað í samræmi við þessar nýju reglur. Athygliframleiðenda og verktaka er sérstaklega vakin á eftirfarandi: 1. Ný rafhituð vatnshitunartœki má ekki setja á markað fyrr en viðurkenning ofangreindra stofnana liggurfyrir. 2. Rafhituð vatnshitunarkefi í einstökum byggingum má ekki taka í notkun fyrr en tilkynningarskyldu hefur verið fullnœgt. Kennarar og leiðbeinendur! STJÓRNENDUR sumarbúða öskast strax Félagssamtök óska eftir stjórnendum sumarbúða fyrir börn á fögrum og eftirsóttum útivistarstað í fyrrihluta júnímánaðar. Kjörið starf fyrir hjón. Uppl. í sima 91—21944. Húseignin Auðbrekka 44-46Kópavogi tilleigu Gott húsnæði. Hentugt bæði fyrir iðnað og verzlun. Húsnæðinu má skipta í 2—4 hluta. UPPL ÝSINGAR í SÍMA 19157. Kópavogskaupstaður 25ára: Úr svef n- bæ íal- vöru bæ j- arfélag Kópavogskaupstaöur á 25 ára af- mæli á sunnudaginn en Kópavogur fékk kaupstaðarréttindi lt.mai 1955. Kópavogur er stærsti kaupstaður landsins að frátaldri höfuðborginni, Reykjavík. í Kópavogi búa nú um 13.500 manns en það eru tæplega 6°7o íbúa landsins. Vöxtur Kópavogs var mjög ör framan af og haföi það ýmsa vaxtar- verki í för með sér. Skipulag var ekki sem skyldi og byggt frjálslegar en gerðist í öðrum bæjarfélögum. Skipu- lagsleysið hefur nokkuð komið niður á Kópavogi síðar er skipulag og uppbygging komst í fastari skorður. Kópavogur var í upphafi hokkurs konar svefnbær Reykjavíkur og at- vinnurekstur tiltölulega lítili í bænum. Þetta hefur mjög breytzt á seinni árum og er atvinnustarfsemi nú orðin mikil i Kópavogi. Þessi breyting hefur aukið mjög fjárhagslega getu bæjarins vegna aukinna aðstöðugjalda. En þrátt fyrir bætta stöðu bæjar- félagsins er enn margt ógert og líklega ber hæst gatnagerðina í bænum sem er óneitanlega á eftir því sem gerist í ná- grannasveitarfélögunum. Allir stjórn- málaflokkar í Kópavogi hafa bætta gatnagerð á stefnuskrá sinni en gatna- gerð er dýr og þegar til kastanna kemur eru önnur verkefni stundum talin brýnni. -JH. íbúaþróun í Kópavogi: Hægzt hef ur um á seinni árum íbúðabyggð tekur fyrst verulega að myndast í Kópavogi á fimmta ára- tugnum og tekur síðan verulegt stökk á sjötta áratugnum. Jöfn fjölgun verður síðan allan sjöunda áratuginn en hægist síðan nú síðasta áratug. Fjölgunin er þó alltaf nokkur ár hvert. Ef litið er yfir íbúafjölgun Kópavogs siðustu 40 ár má sjá eftirfarandi: 1940 íbúar 206 1945 íbúar 521 1950 íbúar 1652 1955 íbúar t 3783 1960 íbúar 6213 1965 íbúar 9204 1970 íbúar 11165 1975 ibúar 12553 1979 íbúar 13473 -JH. Spænska flugan íDagblaðsbíói í Dagblaðsbíói klukkan þrjú ’JfjJ morgun verður sýnd myndin Spænska flugan. Það er ensk gamanmynd í litum og með íslenzkum texta. Sýningar- staður er Hafnarbíó.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.