Dagblaðið - 10.05.1980, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1980.
13
ATLI RUNAR
HALLDORSSOIM
Enhefurþetla nokkuðaðsegja?
„Já, já,” segir gamla konan
ákveðin. ,,Ég hef fulla vissu fyrir því
að margir hafa fengið lækningu með
hjálp að handan. Og einn morguninn
'sá ég Hafstein miðil Björnsson,
Magnús lækni og einhvern þriðja
mann vera að blaða í bréfunum á
borðinu þarna. Það þarf enginn að
segja mér að þeir sinni ekki fólkinu
sem skrifar mér. Núna i morgun
komu þeir aftur og þá voru með þeim
tveir menn í viðbót, sem ég ekki
»
Sigurrós: „Ég sá Hafstein miðil og
Magnús lækni biaða i brófunum,
sem fólk hefur sent mór."
Á borðinu og ó veggjunum eru
nokkur af öllum brófunum, sem
henni hafa borizt eftir að viðtal
birtist við hana i Dagblaðinu 14.
april.
DB-mynd: Sig. Þorri.
Brennivínskút-
urfyrir Ivan
Kappinn Ivan Rebroff hefur gert
víðreist um landið að undanförnu og
skemmt landanum með söng sínum
og raddæfingum upp og niður
tónstigann. Uppselt var á alla
hljómleika hans og margir haldnir
aukalega. Á sunnudaginn skemmti
Rebroff síðan matargestum á Hótel
Sögu og komust þar færri að en
vildu.
Sitthvað fleira var þar að sjá
annað en Rebroff, til dæmis
tággrannar sýningarstúlkur sem sýndu
dýra sýningarkjóla frá Givenchy í
Paris. Kjólar þessir voru sérpantaðir
hingað til lands og varla mun á færi
almúgans aðganga í slíkum flíkum.
Rebroff var einnig í rauðum serk,
en heldur efnismeiri en nefndir
tizkukjólar. Það þarf heilan klæða-
stranga utan um karlinn, því hann er
engin smásmíði.
Ivan drekkur drjúgt meðan á
söngnum stendur og því þótti við
hæfi að kveðja hann með sérlegum
brennivínskút, sem Eysteinn Helga-
son forstjóri Samvinnuferða afhenti
honum. Frægð íslenzka brennivínsins
ætti því að fljúga víða og ekki síður
hákarlsins, sem Rebroff rómaði. JH.
tysteinn Helgason forstjóri Samvinnuferða/Landsýnar afhenti Ivan Rebroff
brennivinskút að skilnaði.
í upphafi samkvæmisins fengu menn sér einn laufléttan. Hér ræðir Björn Jóhannsson umboðsmaður Givenchy við þau hjónin
Jóhann Guðmundsson og Rebekku Kristjánsdóttur. DB-myndir: Ragnar Th.
Tugir manna í heimsókn og bréfum rignir inn eftir að viðtal birt-
ist í Dagblaðinu
Aldeilis forviða!
—segir Sigurrós huglœknir á Hverfisgötu
,,Ég er aldeilis forviða á
áhrifunum sem það hafði þegar Dag-
blaðið birti við mig viðtal um daginn.
Strax sama daginn og blaðið kom út
fékk ég 10 manns í heimsókn og
næstu daga komu a.m.k. áttatíu
manns, tvo daga komu vist einir 20
hingað!” sagði Sigurrós Jóhanns-
dóttir, Hverfisgötu 83.
Bréfaflóðið á borðinu hjá Sigur-
rósu talaði sinu máli um það að hér á
landi eru þeir margir sem trúa því og
treysta að sjúkir og hrjáðir geti
fengið hjálp frá framliðnum i gegn
um huglækna og miðla. Erindi bréf-
ritara til Sigurrósar voru af marg-
vislegum toga. Algengast er að menn
lýsi kvillum sínum og biðji um aðstoð
til að læknast. Þá er beðið um hjálp i
baráttunni við Bakkus konung.
,,Sumir sem leita til mín vilja bjarga
hjónabandi sínu. Oftast er það
óreglan sem er meinvaldurinn,” segir
Sigurrós.
þekkti. Þeir sýndu bréfunum mikinn
áhuga.”
Sigurrós var sýnilega hin hressasta
með allan gestaganginn á Hverfis-
götunni i kjölfar viðtalsins í Dag-
blaðinu 14. apríl. ,,Ég hef fengiö
yfirnáttúrlegan styrk og er hressari
en ég hef verið í langan tima. Ég vil
lifa miklu lengur og verða að liði.”
-ARH.
Xv
iMelchior frá vinstri: Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson: söngur. raddir, gltar, bassi,'
pianó, moog, ásláttur. Kar. Roth: söngur, raddir, gitar, ásláttur, moog. Hilmar
Oddsson: söngur, raddir, ásláttur, gitar, bassi, pianó, selló.
MELCHIOR sendir frá sér Balapopp:
Stemmningartónlist
úr Mosfellssveit
„Melchior sendi frá sér plötu fyrir
tveimur árum. Nú var ákveðið að
reyna nýjar leiðir, að skapa notalega
stemmningu uppi í sveit. Lög og
textar voru samdir á staðnum,
karakterinn í hverju lagi ræktaður og
láherzla lögð á afslappað and-
jrúmsloft. Balapopp er því
Iskilgreining á tónlistinni, þetta er
einfaldari og hressari plata en sú
fyrri,” sagði Hallgrimur Helgi
Helgason, einn af aðstandendum
nýrrar breiðskífu, sem MELCHIOR
er að senda frá sér þessa dagana.
Hallgrímur Helgi semur nokkra texta
á skífunni, sem ber nafnið Balapopp.
Veg og vanda af samningu efnis á
henni eiga annars þeir Hróðmar Ingi
Sigurbjörnsson, Hilmar Oddsson og
Karl Roth Karlsson. Með þeim leikur
fjöldi stórmenna úr tónlistar-
heiminum, þar á meðal Gunnar
Hrafnsson, Ólafur Flosason, Eggert
Þorleifsson og Sveinbjörn I.
Baldvinsson.
Nafnið Balapopp vísar til
upptökustaðar skífunnar, Bala í
Mosfellssveit. í húsakynnum Dieter
Roths listamanns á Bala er að finna
fullkomin upptökutæki. Þar dvöldu
Melchior og aðrir Balapopparar í
fyrrasumar og sömdu og hljóðrituðu
tónlist. Garðar Hansen stýrði
upptökutækjunum. Á Balapoppplöt-
unni eru hvorki meira né minna en 22
lög. Það lengsta tekur 3.25 mínútur í
flutningi en það stytzta aðeins 17
sekúndur. Útgefendur skifunnar eru
skráðir Gínuforlagið í Mosfellssveit
og Dieter Roth’s Verlag, Stuttgart, í
bróðerni.
-ARH.
.IÓNAS
HARALDSSON