Dagblaðið - 27.06.1980, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 27.06.1980, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1980. 35 Sjónvarp 8 Útvarp Albert, Vigdis, Guðlaugur eða Pétur, hver skyldi verða næsti forseti Islands? ÁVÖRP FORSETAEFNANNA - sjónvarp kl. 21,05 Koma f ram í síðasta sinn fyrir kosningar Þá er stóra stundin að renna upp, forsetakjörið sjálft, og í kvöld koma forsetaframbjóðendurnir í síðasta skipti fram í ríkisfjölmiðlunum fyrir kosningar. Þá flytja þeir hver sitt á- varp í sjónvarpi en kynnir er Guðjón Einarsson. Dregið var um röð forsetafram- bjóðendanna og er hún þessi: Vigdís Finnbogadóttir, Albert Guðmunds- son, Guðlaugur Þorvaldsson og Pétur Thorsteinsson. Án efa hafa sumir ekki enn á- kveðið hvern þeir kjósasértilforseta, en í kvöld er kjörið tækifæri til að bera forsetaefnin saman og vega og metakosti þeirraoggalla. -SA. DAUÐINN í GLASINU - útvarp kl. 21,30: UPPIÁ FJÖLLUM MEÐ KARLI, KONU 0G LÍKI „Sagan er sálarlífslýsing,” sagði eru karl og kona og lík,” sagði Halldór Nils Johan Rud fæddist árið 1908, Halldór S. Stefánsson, en hann les í og bætti við að eiginlega mætti segja að en fyrstu sögu sína gaf hann út 1935. kvöld eigin þýðingu á smásögunni Dauðinn í glasinu. Hún er eftir Norðmanninn Nils Johan Rud, en sá hefur skrifað töluvert af smásögum. ,,í upphafi segir frá sýslumanni, sem er á ferðalagi upp til fjalla og hálf- villist. Hann kemur að bústað, þar sem tn hafi látizt af slysaskoti. Sú var mjög mótuð af kreppunni og nefndist Ég er enginn öreigi. Siðar sneri hann sér að sálrænum sögum og gaf 1947 út tríólógíuna Synd friðarins. Hann hefur einnig samið smásögur og Dauðinn í glasinu birtist einmitt í smá sagnaefni. -SA „UPP RÍSIÞJODLIÐ. Prýðileg þykja mér útvarpserindi Bjarna Einarssonar, Mælt mál, sem eru á dagskrá útarpsins á mánudögum og fimmtudögum. í gærkvöldi veik flytjandi að þýðingu texta á islenzku. ,,Þar er að finna málvillur sem ekki koma annars staðar fyrir,” sagði hann, og tók dæmi. Aðfinnslur hans og ábendingar 'virtust mér fyllilega rétt- mætar, svo sem oftast fyrr. Stutt er síðan Bjarni ræddi um ósmekkvísi í málfari manna. Þeim lestri fagnaði ég sérstaklega. Það er algeng hugsunarvilla að um smekks- atriði eigi menn ekki að deila. Þar sé hver og einn dómari. Auðvitað er þetta hin mesta firra. Um hvað ættu menn þá að deila? Kannski staðreyndir? íslenzkt mál er sameign okkar og dýrmætasti fjársjóður. Mölur og ryð granda efnislegum eigum, en skeytingarleysi og værukærð eru hættulegustu fjandmenn málsins. Málvöndun má styðja augljósum nyt- semdarrökum, en á endanum hygg ég að ræktun íslenzks máls sé siðferðislegs eðlis. Ef menn eru sinnulausir um mál sitt eru menn það um hugsun sína líka því mál er búningur hugsunar. Hið sama gildir þá bersýnilega um öll önnur alvörumál. Afstaða manna til málsins er prófsteinn á lífsskoðun þeirra. Það er skoðun mín, að fjölmiðlar; dagblöð, útvarp og sjónvarp, verði að gefa umræðu um islenzkt mál meiri gaum en hingað til og stofna sjálfir til hennar; ekki til málamynda á tyllidögum heldur í alvöru á degi hverjum. Framundan eru óvissir tímar; alþjóðleg fjölmiðlabylting og nýjungar á sviði tækni og vísinda munu skapa íslenzkri tungu meiri vanda en hún hefur áður glímt við. Ef við viljum vera áfram íslendingar megum við ekki leggja hendur í skaut. Við verðum að vakna til dáða. „Upp rísi þjóðlið. . .” o.s.frv. -GM 450 ÁR — útvarp kl. 20,45: Friðargjörð kaþólskra og lútherskra Miklar trúardeilur geisuðu í Þýzkalandi á 16. öld, allt til þess tíma, er friður milli kaþólikka og lútherstrúarmanna var saminn í Ágsborg 1555. Prestastefnu íslands 1980 lauk í gær, en i tilefni hennar flytur Jón Sigurðsson ritstjóri synoduserindi í útvarpi í kvöld. Fjallar erindið um Ágsborgarjátninguna. Ágsborgarjátningin var friðargerð lútherstrúarmanna og kaþólikka í Þýzkalandi á 16. öld. Þá hafði lengi geisað trúarstrið í landinu og vildu margir taka upp hinn nýja sið Lúthers. Friöur var loks saminn i Ágsborg árið 1555 og undirritaði Ferdinand Austurrikiskeisari játninguna fyrir hönd bróður síns, Karls V. keisara. í Ágsborgarjátningunni er tekið fram að þegnar hvers ríkis skuli vera sömu trúar og þjóðhöfðinginn, en honum var í sjálfs vald sett hvort hann fylgdi lútherskum sið eða kaþólskum. -SA. Fjalllendi Noregs er sögusvið smásögunnar, sem Halldór S. Stefánsson les I kvöld. Sagan fjallar ekki um áfengi, eins og margur gxti ályktað af nafni hennar, Dauðinn i glasinu, heldur er hún sálarlífslýsing, en höfundur hennar er Nils Johan Rud. ★ Efþú stendur tímunum saman ★ Ef þú ert barnshafandi ★ Efþú hreyfirþig fítíð og hefur lé/ega blóðrás ★ Ef fætur þínir eruþreyttir og bó/gnir á kvöldin ★ Þá éettir þú að klæðast Delilah sjúkrasokkabuxum ★ Ennfremur fyrir/iggfandi Samson sjúkrasokkar fyrir karlmenn ímörgum litum. I&mediahf. Borgartúni 29 — Reykjavfk — Sfmi 27511.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.