Dagblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 10
10 fíjálst, úháð dagblað Utgefandi: Dagblaöifl hf. Framkvnmdastjóri: Sveinn R. Eyjótfason. Ritstjóri: Jónaa Krístjánsson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Fréttastjórí: ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Sknonarson. Menning: Aóalsteinn IngóKsson. Aöstoðarfréttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrít: Ásgrímur Pélsson. Hönnun: Hllmar Karisson. Blaðamonn: Anna BJarnason, AtJi Rúnar Halldórsson, Atfi Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefénsdóttir, Elín Albertsdóttir, Ema V. Ingólfsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur Goirsson, Siguröur Sverrisson. Ljósmyndir: BJarnleWur Bjarnleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorri Sigurðsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þréinn Þorleifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjóri: Mér E.M. Halldórsson. Ritstjórn Siðumúla 12. Afgreiösla, éskriftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aöalslmi blaðsins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugerö: Hilmir hf., Siöumúla 12. Prentun Arvakur hf.. Skeifunni 10. Áskriftarverö 6 mánuði kr. 5.500.- Verö i lausasölu kr. 300 kr. ointakið. Vestur-Þýzkalandiseríng Henry Kissinger, fyrrum utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, taldi heppilegt að auka viðskipti austurs og vesturs. Það mundi slaka á spennunni og gera Austur-Evrópu háðari Vesturlöndum í tækni og fjármálum. __________ Þetta fór saman við opnunina til austurs, stetnu kanslara Vestur-Þýzkalands, þeirra Willy Brandt og Helmut Schmidt. Enda hefur ekkert ríki verið athafna- samara í austantjaldssamningum en Vestur-Þýzkaland. Vestræn iðnfyrirtæki hafa reist heilu verksmiðjurnar í Austur-Evrópu, allt frá hönnun yfir í blómin í garðinum. Þau hafa flutt austur heilu framleiðslurað- irnar fyrir þessar verksmiðjur, t.d. í bílaiðnaði. Auk fjármögnunar af þessu tagi hafa vestrænir bankar lánað ótölulega milljarða til opinberra sjóða og fyrirtækja austantjalds. Heill milljarður dala, mest af þýzku fé, rann til Póllands dagana, sem verkfallið stóð. Þessi vestræna blóðgjöf hefur haft mikið gildi í hag- kerfi, sem ekki nýtur nægilegs markaðar og hefur því tilhneigingu til að stirðna. Einkum er það vestræna tæknin, sem hefur magnað hagþróun Austur-Evrópu. í staðinn telja leiðtogar á Vesturlöndum, að þeir fái frið, svonefnda slökun á spennu. Þeir telja sig geta ofið saman hagkerfi austurs og vesturs svo náið, að hvorug- um aðilanum henti yfirgangur og árásir. Englandskonungar fengu skamman frið, þegar þeir keyptu af sér víkingana. Einum vetri síðar voru víking- arnir komnir aftur, hálfu vígalegri en áður og heimtuðu hálfu meira fé. Að lokum tóku þeir völdin af Englum. Meðan leiðtogar á Vesturlöndum eru að kaupa sér friðinn, eru vestrænir iðjuhöldar og bankamenn að raka saman peningunum á austantjaldsviðskiptum. Þeir hafa beinan fjárhagslegan hag af slökun milli austurs og vesturs. Austurviðskiptin fara ekki eftir lögmálinu, að betra sé að vera lánardrottinn en skuldunautur. Fremur gild- ir reglan, að sá hefur betur, sem sterkari hefur taugarn- ar. Og í þessu tilviki er það eindregið skuldunauturinn. Iðjuhöldar og bankamenn Vesturlanda fá herping í magann í hvert skipti, sem eitthvað skyggir á slökun og stefnir í voða fjárfestingu þeirra í Austur-Evrópu. Þetta er ekki Finnlandisering, heldur Vestur-Þýzka- landisering. Hliðstæðu máli gegnir um leiðtogana, sem unnið hafa að efnahagstengslum austurs og vesturs. Þessi tengsli eru tromp hins pólitíska ferils þeirra. Þau verða að blífa, komi Afganistan og fari Afganistan. Leiðtogar Vestur-Evrópu hafa mildari afstöðu en' leiðtogar Bandaríkjanna gagnvart ýmsum yfirgangi ráðamanna Sovétríkjanna og samningsrofum þeirra. Leiðtogar Vestur-Þýzkalands hafa mildustu afstöð- una, enda hafa þeir veðjað hæst. Þetta kom enn einu sinni í ljós í pólska verkfallinu. Á Vesturlöndum voru menn á nálum af ótta við, að verkfallsmenn gerðu eitthvað, sem kæmi elsku Gierek frá völdum eða kallaði jafnvel á Rauða herinn. Að baki er ekki fyrst og fremst raunsæ samúð með Pólverjum. Fremur er það hið krampakennda tak margra vestrænna leiðtoga á slökunarstefnunni. Þeim finnst vera í voða bæði heiður og fjárfesting. Það er Vestur-Þýzkalandiseringin. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1980. Skuldasöfnun A-Evrópunkja veldur vanda — en Vestur-Þjóðverjar ákveðnir að auka viðskipti og samskipti þrátt fyrir Afganistaninnrás og létta sjóði í vestrænum gjaldmiðli Atburðir síðustu vikna í Póllandi hafa enn á ný vakið vestræna banka- menn til umhugsunar um slæmt efna- hagsástand í Austur-Evrópuríkjun- um og vaxandi skuldasöfnun þeirra á Vesturlöndum. Mestar áhyggjur hafa Vestur-Þjóðverjar, sem eru stærstu viðskiptamenn Austur-Evrópuþjóð- anna vestan járntjalds. Á liðnu ári voru viðskipti Vestur-Þjóðverja 5,l% af heildarviðskiptum landsins við Comecon löndin. Comecon er nokkurs konar efnahagsbandalag Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra. þeir hafa af greiðslugetu Pólverja. Skuldir þeirra I erlendum gjaldeyri eru nú taldar nema jafnvirði tuttugu milljarða dollara og greiðslubyrði þeirra í ár talin nema átta milljörðum dollara i vexti og afborganir. Vestur-þýzkir bankamenn segjast óttast hið slæma fordæmi sem lán- veitingin til Póllands í síðasta mánuði muni gefa. Tveir þriðju hlutar lánsins munu fara til að greiða niður eldri skuldir. Óttast bankamennirnir að önnur ríki í Austur-Evrópu sem einn- ig skulda stórfé á Vesturlöndum muni fara fram á svipaða aðstoð. öll ríki í Austur-Evrópu verða nú að horfast í augu við sömu vandamálin og voru undirrót verk- fallanna í Póllandi: lélegan efnahags- árangur, sem síðan hefur neytt stjórnvöld til að draga úr neyzlu og grípa til samdráttaraðgerða. Ástæðan fyrir mikilli skuldasöfnun þessara r'ikja á Vesturlöndum er sú að þau hafa leitazt við að byggja hratt upp atvinnulif sitt. Pólland hefur verið langharðast í slættinum. Af kommúnistaríkjunum er Júgóslavía talin eiga við næstalvarlegust greiðsluvandræði að striða. Júgó- slavía er þó ekki í Comecon eða hinni svokölluðu Sovétblokk. Búast vest- rænir bankasérfræðingar við að stjórnvöld i Belgrad muni leita eftir endursamningum á lánskjörum strax næstaár. Eiga vestur-þýzkir bankar nú miklar upphæðir hjá austantjaldsaðilum. Að sögn var það aðeins með ntiklum semingi að nokkrir vestur- þýzkir bankar lánuðu pólskum stjórnvöldum mikla upphæð til að rétta greiöslustöðuna ofurlitið. Gerðist þetta í liðnum mánuði. Bank- arnir voru beittir miklum þrýstingi frá Bonnstjórninni, sem vildi aðstoða þá pólsku. Margt reið þá yfir hana i einu þó enn ætti ástandið eftir að versna á þeim bænum eins og öllum er kunnugt. Órói i hópi verkamanna fór vaxandi, orkukostnaður fór hækkandi og uppskeran í landbún- aðinum brást vegna flóða og rign- inga. Ekki eru nema nokkrir dagar siðan Helmut Schmidt, kanslari Vestur- Þýzkalands, lýsti því yfir í sjónvarpi að land hans og Bandaríkin væru ákveðin i að aðstoða Pólland vegna efnahagserfiðleikanna sem þar er við að stríða. Búizt er við að stjórn Jimmy Carters muni taka vel i óskir stjórnarinnar í Varsjá um frekari lán- veitingar í formi landbúnaðarvara til að bæta úr vöruskorti vegna upp- skerubrestsins. Samtök Bandaríkja- manna sem eiga uppruna sinn í Pól- landi hafa hvatt stjórnina í Washing- ton til að veita Póllandi efnahagsað- stoð. Þrátt fyrir þennan velvilja ýmissa vestrænna stjórnvalda gagnvart Pólverjum fengust vestur-þýzkir bankamcnn ckki til að lána nema hluta þeirrar upphæðar sem farið var fram á. Sýnir það þær áhyggjur sent

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.