Dagblaðið - 02.09.1980, Page 12

Dagblaðið - 02.09.1980, Page 12
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1980. ■■-■HMaiiwiKHrai DAGBLAÐIÐ. ÞRIDJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1980. iþróttir iþróttir iþréttir 8 íslenzkt dómara- tríó á Anfield íslenzkum knattspyrnudómurum hefur verið falifl af UF.FA-Evrópusambandinu að gegna störfum vifl tvo leiki í UEFA-keppnum sem fram fara í Liver- pool og I Paisley-Skotlandi þann 1. október. Eftirfarandi dómarar hafa verið valdir til þessara starfa: Liverpool FC — Dulun Palloseure — Finnlandi Dómari: Magnús V. Pétursson Línuv. I: Eysteinn Guflmundsson I.ínuv.ll: Rafn Hjaltalin St. Mirren FC — Elfsborg — Svíþjóð Dómari: Guðm. Haraldsson I.ínuv. I: Hreiðar Jónsson Línuv. II: Grétar Norðfjörð Þá hefur FIFA — Alþjóðaknattspyrnusambandifl — falið Eysteini Guðmundssyni að dæma landsleik í heimsmeistarakeppninni, FIFA WORLD CUP, sem fram fer á frlandi 19. nóv. nk. mllll ÍRLANDS og KÝPUR. Með honum hafa verið valdir linuverðir Þorvarður Björnsson og Óli P. Olsen. Þetta er mikill helflur fyrir islenzka knattspyrnu- dómara og mikil viðurkenning á hæfni þeirra, er fram hefur komið á undanförnum árum á leikjum erlendis, en þar hafa þeir undantekningarlaust fengið mjög góðar einkunnir fyrir störf sín. F.ysteinn Guðmundsson og Óli P. Ólsen vcrða fulltrúar okkar á ráðstefnu sem haldin er I Hollandi á vegum UEFA-Evrópusambands knattspyrnu- sambanda — fyrir milliríkjadómara, dagana 1.—5. sept. nk Stefán þjálfar mfl. Ármanns f handbolta Stefán Sandholt hefur verið ráðinn þjálfari 2. deildar liðs Ármanns í handbolta og tekur hann við starfi sínu I dag, en þá hefjast æfingar hjá meistara- flokki liðsins. Stefán hefur áður þjálfað kvennalið Vals og meistaraflokk Breiðabliks i handbolta. Stefán mun aðeins þjálfa meistaraflokk Ármanns, en leikmenn meistaraflokksins munu taka að sér þjálfun yngri flokkana. Þá stendur til að ráða einn eða tvo þjálfara til að sjá um þá flokka. Óskar Ásmundsson, sem lék meðTý í Vestmanna- eyjum í fyrra, hefur nú snúið aftur til Ármanns og mun hann leika með liðinu í vetur. -SA. 114þúsundkr. fyrirllrétta í 2. leikvika Getrauna komu fram 15 raðir með 11 réttum og var vinningur fyrir hverja röð kr. 114.000. Með 10 rétta var 231 röð og vinningur fyrir hverja röð kr. 3.100.- Þátttakan hefur verið verulega hærri en á siðasta vetri, og var raðafjöldi I síðustu leikviku sami og var i 5. leikviku á siðasta timabili. Á þessum tveimur fyrstu leikvikum hafa félögin í Reykjavik selt 3/4 af heildarsölunni, en hafa að jafnaðí til þessa verið með ca 2/3 enda hafa fjölmörg íþróttafélög utan höfuðborgarsvæðisins ekki enn hafið sölu getrauna- seðla. Landsliðið f bad- minton utan I.andsliðið i badminton fór i keppnisferð til Austurríkis og Ungverjalands fyrir helgina. í liðinu eru: Kristín Magnúsdóttir, TBR, Kristín Berglind TBR, I.ovisa Sigurðardóttir TBR, Ragnheiður Jónasdóttir í A, Broddi Kristjánsson TBR, Guðmundur Adolfs- son TBR, Jóhann Kjarlansson TBR, Haraldur Korneliusson TBR, Sigfús Ægir Árnason TBR, fyrirliði. Ferðalangarnir munu dveljast á einkaheimilum í Pressbaum, útborg Vínar, á meðan á heimsókninni stendur, en allmikil samskipti hafa verið milli' badmintonmanna þar og íslendinga á undanförnum árum. íslendingar munu leika landsleik gegn Austur- ríkismönnum nk. þriðjudag. Austurríkismenn sigruðu ísland 6:1 i landsleik fyrir tveimur árum en 'vonazt er til að landinn veiti þeim meiri keppni nú. Einnig verður keppt gegn austurriskum félags- liðum og úrvali frá nokkrum hlutum Austurríkis. Þá mun landsliðið fara yfir til Ungverjalands og leika þar landsleik laugardaginn 6. sept. nk. Ung- verjar eru nokkuð sterkari en íslendingar í badminton, en þó getur ýmislegt gcrzt og ekki ættu allir leikirnir að tapast. Landsliðið hefur æft af fullum krafti að undan- förnu og hefur Garðar Alfonsson stjórnað þeim æfingum. Einn nýliði er i liðinu, Ragnheiður Jónas- dóttir frá Akranesi. Fararstjóri hópsins er Magnús Eliasson, varafor- maður Badmintonsambandsins. ENN SIGUR HJÁ KJÆRB0 Framarar sigruðu Framarar sigruðu I Adidas-mót- inu, sem fram fór á Selfossi um helgina. Þeir unnu alla sina leiki gegn Val, KR og Fylki og hlutu þvi fullt hús sliga. Valur, KR og Fylkir skiptu síðan stlgunum bróðurlega á milli sin. Valur vann KR, Fylkir vann Val og KR vann Fylki. Að sögn Hilmars Björnssonar, þjálfara KR og landsliðsins, var þetta ákaf- lega vel heppnað mót og aðstaða öll góð, en KR-ingar voru í æfinga- búðum á Selfossi samhlifla mótinu. Kvaðst hann vera ánægður með handboltann sem sýndur var þarna og greinilegt væri að keppnin í 1. deildinni ætti eftir að verða spenn- andi I vetur. TindastéH nældi í mikilvægt stig Grindvikingar urðu að sjá af öðru stiginu til Sauðárkróks, er lið þeirra og Tindastóls skildu jöfn, 1-1, í úrslita- keppni 3. deildar, um helgina. Tindastóll lék undan sterkum vindi í fyrri hálfleik á móti Grindavík, en þrátt fyrir það voru það Suðurnesjamenn- irnir sem voru fyrri til að skora. Sigur- geir Guðjónsson skoraði það mark með góðu skoti af markteigshorni, hans 20. mark i deildakeppninni í sumar. Þeir fengu gott tækifæri til að auka foryst- una, er liðið fékk víti á 57. mínútu, en Sigurjón Gíslason, markvörður Tinda- stóls, varði með tilþrifum. Tindastóll jafnaði á 78. minútu, er Árni Jón Geirsson skaut bananaskoti að marki rétt utan við vítateig og bolt- inn skrúfaðist undir þverslána, óverj- andi fyrir BjarnaSigurðssonmarkvörð. Rétt á eftir munaði litlu að Tindastóll tæki forystuna, er annað langskot frá þeim hafnaði i samskeytunum. -emm Gamla kempan Þorbjörn Kjærbo, GS, kemur sifellt á óvart þótt rúmlega fimmtugur sé. Hann vann um helgina Ron Rico keppnina á Hvaleyrarholts- vellinum. Aðeins 12 keppendur mættu til leiks I meistaraflokki og virðist því svo sem „golfþreyta” sé farin afl gera vart við sig hjá kylfingum. Kjærbc sigraði Sigurjón Gislason I bráðabana um 1. sætifl en báðir léku á 76 höggum. í þriðja sætinu varð svo Magnús Hjör- leifsson á 78 höggum. í 1. flokki sigraði Guðlaugur Krist- jánsson, GK, á 82 höggum, en Ólafur Marteinsson, GK, og Gisli Sigurbergs- son, einnig úr GK, léku báðir á 83 höggum. I 2. flokki sigraði Jón E. Ragnarsson, GK, á 80 höggum. Rafn Sigurðsson úr sama klúbbi varð annar á 81 höggi og og Kristján Hansson, enn einn úr GK, þriðji á 82. í 3. flokki sigraði Rúnar Gunnarsson, NK, á 85, Magnús Guðmundsson, NK, varð ann- ar á 88 og Hannes Ingibergsson, GR, þriðji á 90. í kvennaflokki sigraði Kristin Pálsdóttir, GK, önnur varð Guðfinna Sigurþórsdóttir, GS, og þriðja Þórdis Geirsdóttir, GK. Með forgjöf sigraði Lóa Sigurbjörnsdóttir, önnur varfl Kristine Eid, NK, og þriðja varð Hrafnhildur Eysteinsdóttir, GK. Fer Breitner til Cosmos? Bandarískt lið, að öllum likindum New York Cosmos, ku nú vera á hött- unum eftir lykilmanni Bayern Munchen, Paul Breitner. Breitner, sem átti stórleik er lið hans sigraði Borussia Dortmund fyrir skömmu, 5-3, og skoraði þá tvö mörk, á að hafa fengið frábært tilboð frá Bandarikjunum og stendur nú sjálfur i samningamakki við Bandarikjamennina. Breitner er nú á samningi hjá Bayern og forráðamenn félagsins hafa gert Breitner Ijóst að þeir ætlist til að hann virði þann samning. i" ' 1 'v^r v gi> um>V.. rár 1 . íþróttasfðunni barst I gær þessi mynd af liði Standard Liege eins og það er skipað nú. Á morgun munum við birta mynd af Lokeren, liði Arnórs Guðjohnsen. Á myndinni er I aftari röð frá vinstri: Happel, þjálfari, Bourguignon, nuddari, Graf, Bonomi, De Matos, Edström, Daerden, Brunninx, Englebert, Oenal, Bollen, aðstoðarþjálfari. Fremri röð frá vinstri: Gerets, Tahamata, Voordeckers, Plessers, Poel, Dardenne, Preud’homme, Ásgeir Sigurvinsson, Delbrouck, Vandermissen og Wellens. Kristján Olgeirsson, Húsvikingurinn knái, á landsliðsæfingu í Laugardal i gærdag. Kristján kemur I hópinn I stað Janusar Guðlaugssonar, sem meiddist um helgina. DB-mynd Ragnar Th. : en af hverju? Nokkur dæmi tekin um ósamræmi í dómgæzlu 1. deildariimar í sumar og undariegar ákvarðanir Sl. föstudag var ætlun undirrít- aðs að fjalla litillega um dómara- málin í sumar en vegna gifurlegra þrengsla i blaðinu komst greinin hvorki fyrir á föstudag né i blaðinu í gær. Hún birtist þar af leiðandi i dag. Það skal tekið fram hér strax i upphafi afl greinin er ekki skrifuð f þeim tilgangi að niða niflur einn eða neinn heldur aðeins til að skapa gcirsson felldur innan vitateigs en ckkert viti. DB-ntynd Bjarnleifur. umræður ef þær mættu verða til að skýra málin. Úr þvi að á annað borfl er farið af stað er ekki úr vegi að víkja fyrst að leik Akraness og Vals á föstudagskvöld, en mikill hiti rikir nú á Akranesi vegna þeirrar ákvörðunar Kjartans Ólafs- sonar, dómara leikslns, að visa Sig- þóri Ómarssyni út af i leiknum. Eins og kom fram hér í Dagblað- inu í gær var um ásetningsbrot að ræða hjá Sigþóri og það eftir að dæmt hafði verið honum í vil. Flestum, þ.á m. undirrituðum, fannst þessi ákvörðun Kjartans nokkuð harkaleg og brot Sigþórs vart verðskulda rautt spjald. Hins vegar hefði hann að ófyrirsynju mátt líta það gula. í síðari hálf- leiknum kom upp atvik þar sem Guðbjörn Tryggvason var kominn í gegnum Valsvörnina og á auðan sjó. Honum var brugðið illilega aftan frá er hann nálgaðist vítateig- inn óðfluga. Aðeins aukaspyrna var dæmd — ekkert spjald, hvorki gult né rautt. Þarna virtist óumdeilan- lega vera um ásetningsbrot að ræða. Finnst undirrituðum þarna vera um nokkurt ósamræmi að ræða og það er að hans mati helzti meinbugurinn á íslenzkri dómgæzlu í dag. Við eigum í sjálfu sér ágæta dóm- ara, en ósamræmið hjá þeim, bæði hjá hverjum og einum svo og á milli dómara, er stundum hróplegt. Gott dæmi er leikur KR og Keflavíkur í. I. deildinni á Fögruvöllum i sumar. Þar var tvívegis dæmd hendi á Þor- stein Bjarnason, markvörð IBK, þar sem línuvörðurinn taldi að hann hefði haldið knettinum utan vítateigs er hann spyrnti út. Enginn er að efast um að línuvörðurinn hefur haft rétt fyrir sér í þessu til- viki en það er ólíklegt að þetta hafi verið í fyrsta sinn í sumar er slíkt at- vik gerðist. Undirritaður hefur enn ekki séð dæmt á slíkt brot í öðrum leik — hvorki fyrr né síðar í sumar. Línuverðir eiga að fylgjast með markvörðum er þeir spyrna frá marki. Staðreyndin er hins vegar sú að mikill meirihluti þeirra hirðir ekki um að gera svo. Og þá komum við að öðru atriði varðandi mark- verði, en það er hin ótakmarkaða vernderþeir fáíleikjum. í leik Víkings og Vals gerðist það að knötturinn barst fyrir mark Valsmanna. Einn Víkingurinn stökk upp en náði ekki til knattar- ins, sem sigldi yfir höfuð honum og beint i hendur Ólafs Magnússonar markvarðar. Um 5 fet voru á milli Víkingsins og Ólafs og er hann jstökk upp til að góma knöttinn missti hann jafnvægið og féll aftan á Víkinginn. Hvað gerist? Flauta dómarans gellur og dæmd er auka- spyrna. Á hvað? Mjög keimlíkt at- vik kom upp í leik Breiðabliks og KR í Kópavogi fyrir skömmu. Þá gómaði Stefán Jóhannsson, mark- vörður KR, knöttinn eftir að hafa átt í baráttu við sóknarmánn Blik- anna. Stukku þeir samtímis upp og hafði Stefán betur. Hann var í full- komnu jafnvægi er hann kom niður aftur og hugðist henda knettinum út til bakvarðar í snatri. Blikinn skokkaði í burt, en þá var flautað. Brot á sóknarmennina. Til hvers? Enn eitt atriðið varðandi mark- verði er 4-skrefa reglan hjá þeim. Enn hefur ekki verið dæmt á ol mörg skref í sumar svo undirritaðui hafi séð. Þó leikur ekki neinn vafi á að markverðir taka mjög oft mun fleiri skref en fjögur áður en þeir losa sig við knöttinn. f fyrra var tvisvar dæmt á slíkt atvik í sama leiknum en síðan ekki söguna meir út sumarið. Annað atriði úr leik Breiðabliks og KR var er tveir leikmenn skullu saman í baráttu við knöttinn. Dóm- ari leiksins gaf báðum gult spjald en dæmdi síðan brot á KR. Af hverju er ekki uppkast í þessu tilviki úr því að báðir voru brotlegir í sömu mund? Mjög algengt er í leikjum að leik- menn sparki knettinum í burtu eftir að dæmt hefur verið á þá til þess eins að sýna vanþóknun sína. Stundum er leikmönnum umsvifa- laust gefið gult spjald — stundum ekki. Mörg dæmi eru þess að leik- menn hafi litið gula spjaldið fyrir vikið en álíka mörg þess að engin spjöld hafi verið á lofti. Svo við vitnum enn í leik Breiða- bliks og KR þá gerðist það að einn KR-ingurinn hindraði framkvæmd aukaspyrnu með því að spyrna knettinum burtu frá brotstaðnum. Ekkert var gert. Sumir dómarar hefðu þarna gefið gult spjald, en aðrir ekki. Þarna er enn ósamræmi sem hlýtur að vera hægt að laga. Síðast en ekki sízt er rétt að benda á hinar ört vaxandi og sívin- jsælu tæklingar aftan frá. Erlendis, óg þá t.d. í Englandi, sem við þekkjum hvað bezt til úr sjónvarp- inu, er nær undantekningarlaust gefið gult spjald fyrir slik brot. Rökrétt, því andstæðingurinn á ekki nokkurn möguleika á að bera. hönd fyrir höfuð sér. Þetta eru lúa leg brot og hér heima eru þau stunduð í tíma og ótíma. Er nú svo komið í leikjum að framherjarnir hoppa yfirleitt í loft upp er þeir fá knöttinn og snúa baki i andstæð- inginn. Óttinn við að verða spark- aður niður aftan frá er farinn að orsaka það að framherjar eru orðnir hræddir við að taka við knettinum. Af því leiðir svo aftur að sendingar á framherjana misfar- ast oft og iðulega og sóknir renna út í sandinn. Eins og fyrr greindi var þessi grein einungis skrifuð í þeim til- gangi að vekja máls á misræmi því er viðgengst i dómarastéttinni. Auðvitað eru dómarar breyzkir eins og aðrar mannverur, en það á ekki að koma í veg fyrir að hægt sé að skapa samræmi í gerðum þeirra. Dómarar eiga sina slæmu daga eins og reyndar allir er koma nálægt knattspyrnunni. Samræmi í dóm- gæzlu er hins vegar krafa sem hlýtur að vera sanngjörn og rétt- mæt. - SSv. Mætti aftur með nýja tönn fyrír leikslok Þriðju delldar lið Víðis frá Garði er nýkomið heim úr 10 daga ferð til Færeyja, en ferðin var farin i boði I. deildar félagsins Götu. Léku Víðis- menn fimm leiki, unnu einn, gerflu eitt jafntefli og töpuðu hinum þremur. Var þeim tekið með kostum og kynjum i Færeyjum, enda þjálfari þeirra, Eggert Jóhannsson, vel þekktur i Færeyjum, en hann þjálfaði þarlend lið i tvö ár. Viðismenn fóru utan laugardaginn Húsvíkingurinn snjalli, sem leikur með Akurnesingum í 1. deildinni, Kristján Olgeirsson, var f gær valinn í landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Rússum á morgun. Kristján hefur loðað við landsliðið um skeið en fékk tækifæri þar sem Janus Guðlaugsson melddist i leik með liði sínu Fortuna Einn leikur fór fram í 2. deildinni í gærkvöld. Fylkir og Ármann gerðu 0-0 jafntefli I afar slökum leik. Sjö lið geta enn fallið i 2. deildinni en KA og Þór ættu að vera örugg i 1. deildina. KA hefur reyndar þegar tryggt-sér sæti í 1. deild með miklum yfirburðum. Staðan er nú þannig i 2. deild: KA 15 12 1 2 53-11 25 23. ágúst og voru drifnir beint úr flugvélinni í bát, og síðan var siglt til Skála, þar sem leikið var við heima- menn. Vann Víðir þann leik 5—0 og skoraði Daníel Einarsson þrjú mörk í leiknum. Hin tvö skoruðu Viíberg Þor- valdsson og Guðmundur Jens Knúts- son. Daginn eftir var leikið við Tóftir, sem er langefst í 2. deild og leikur ekki síðri fótbolta en liðin í 1. deild. Unnu Köln um helgina. Telja verður nokkrar líkur á að Kristján leiki sinn fyrsta landsleik á morgun en ekki er hægt að segja að hann byrji á léttum mót- herjum. Rússneska liðið kom til landsins í gærkvöld og mun æfa í Laugardal á morgun. Þór 15 9 3 3 29-13 21 Þróttur 15 6 5 4 21-21 17 ísafjörður 15 4 7 4 28-30 15 Haukar 15 5 5 5 27-31 15 Fylkir 15 5 4 6 25-20 14 Selfoss 16 5 4 7 23-35 14 Ármann 15 3 6 6 21-28 12 Völsungur 15 3 5 7 17-27 11 Austri 16 1 5 10 16-44 7 Tóftir með eina marki leiksins. Á þriðjudag var leikið við gestgjaf- ana í Götu og sigruðu þeir með tveimur mörkum gegn einu. Mark Viðis skoraði Guðmundur Jens Knútsson. Engin flóðljós eru við völl Götu og voru síðustu 20 mínútur leiksins leiknar í myrkri! Þar næst var leikið við Klakksvík- inga og urðu lokatölur þess leiks 1 — 1. Bæði mörkin voru sjálfsmörk og skoraði Ólafur Ólafsson sjálfsmark Víðis með góðum skalla, en hitt markið kom u,ip úr aukaspyrnu, sem Guðjón Guðmundsson tók. Hrökk boltinn af tæreyskum maga í niarkið. Þessi leikur var afnframtsá skemmtilegasti i förinni, en siðari hállleikur hans var leikinn í flóðljósum. Síðasti leikurinn var síðan við HB í Þórshöfn. Markvörður Víðis, Þorleifur Guðmundsson, gat ekki verið með í þeim leik, því hann varð að halda heim til íslands sakir anna í námi en Þorleifur er líffræðingur. Fengu Víðis- menn lánaðan markmann frá B 36 og stóð hann í markinu allan leikinn. Víðismenn byrjuðu þennan leik mjög vel og komust í 2—0 með mörkum Daníels Einarssonar og Jónatans Ingimarssonar. En HB svaraði fyrir leikhlé og var staðan þá 2—1. í upphafi síðari hálfleiks meiddist síðan aðaldriffjöðurin í liði Víðis, Guðjón Guðmundsson, tönn brotnaði i honum og varð hann að fara út af. En Færeyingarnir drifu Guðjón til læknis og hann var mættur áður en leiktíminn var úti með nýja tönn! En þegar Guðjón var horfinn á braut hrundi Víðisliðið ogHB sigraði örugglega með 5—2. Vildu Víðismenn kenna láns- markmanninum um tvö markanna, sem bæði voru skoruð beint úr auka- spyrnu. -emm. Krístján val- inn í hópinn Jaifnt hjá Fylki og Ármanni í gær HKABMEISTABAR1980 MATUR ER Kjötiönaðarstöð Sambandsins Kirkjusandi sími:86366

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.