Dagblaðið - 19.09.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 19.09.1980, Blaðsíða 1
6. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1980 — 214. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMULA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI 27022. Deilumar í gnmnskóla Grindavíkur magnast enn: Undirskriftimar þáttur i ofsóknum gegn mér — segir Ragnar Ágústsson kennari, sem foreldrar vilja ekki láta kenna bömum sínum — margir án þess aó þekkja til hans — sjá bls. 7 Viðræðunum í Luxemborg lauk í morgun: Verðaaðfá ríkisstyrk fyr- irmánaðamót — eigi að takast að bjarga Flugleiðum, sagði Steingrímur Hermannsson í morgun „Vandi Flugleiða er miklu meiri en við höfum kannski gert okkur grein fyrir. Félagið þarf að fá ríkisstyrkinn jafnvel fyrir næstu mánaðamót,” sagði Steingrímur Hermannsson sam- gönguráðherra í samtali við frétta- mann Dagblaðsins í Luxemborg í niorgun. „Það er ljóst að taka verður dug- lega á málunum á næstu vikum, ef á að bjarga málum og rikisstjórn Luxemborgar er tilbúin að rétta þá hjálparhönd,” sagði ráðherrann. Fram kom í viðtalinu við Steingrím að ráðherrar hér í Luxemborg eiga erfitt með að skilja á hvern hátt rekstur Flugleiða hefur farið svo niður á við á sl. tveimur árum eins og raun er á orðin. Þeir meta mikils samvinnu við íslendinga en vilja þó að hlutlausir erlendir sérfræðingar verði tilkvaddir aðmeta stöðuna. Steingrímur Hermannsson átti í morgun fund með Werner, forsætis- ráðherra Luxemborgar, og Josep Bartels samgönguráðherra. Sagði Steingrimur að Werner hafi sýnt mikinn velvilja til þess samkomulags sem gert hefði verið og hann hafi lýst vilja sínum til að stuðla að áfram- haldandi flugrekstri íslendinga milli Luxemborgar og Bandaríkjanna. Þá kom fram i viðtali við Steingrim að ráðamenn í Luxemborg hafa ekki fulla trú á að forr^ðamenn Luxair geti tekið við þeim rekstri sem Flug- leiðir hafa haft með höndum og meðal annars þess vegna vilja þeir hina erlendu sérfræðinga til að kanna málið. Flugleiðamennirnir Örn Ó. John- son, Sigurður Helgason og Björn Theódórsson, svo og Steingrímur Hermannsson og föruneyti hans halda heim til íslands í dag. Boðaður er stjórnarfundur í Flug- leiðum í dag þar sem rætt verður um stöðu mála eftir fundina í Lux. Lausafjárstaða fyrirtækisins er sögð afar slæm um þessar mundir og muni ganga erfiðlega að standast skil á kaupi starfsfólks um mánaðamótin. - A.Sl., Luxemborg Septembersólbað Enn er hœgt aö róma veðrið. Þóit komið sé fram yfir miðjan september hefur veður viðast hvar um landið verið hið bezta — eins og sjó mó af þessari mynd, sem tekin var i Reykjavik i gær. Þeir létu sig ekki munu um það, þessir vösku piltar, að vera berir i beltisstað við vinnu slna. -DB-mynd: Sig. Þorri. Angola: Allt í rúst eftír 4 ára sjálfstæöi — sjá erlent yfírirt é bls. 10 og 11 Flugleiðamáiiö: \ „Nú reynir á 1 okkar eigin 1 manndóm" — sagði Steingrímur • „Óv/sf hvort 3 milljaröar duga’’ — sögðu Flugleiða- menn — sjá bls. 5 GRIMMD — Fóstudagsgrein Þorsteins Thorarensen á bls. 10 og 11 „ Viimubrögö ASÍIÍtt traustvekjandi” - sjá Ms. 6 Tomm og Jemi er ekki nóg sjá Lesendur hafa orðið á bls. 2 og 3 HVAÐ ER A SEYÐI UM HELGINA? Nýttgallerí í Vestmannaeyjum Akstursíþrótt helgarínnar Bók vikunnar Matsölustaöur helgarínnar Hálftími í biöröö og margt, margt fleira — sjá heigardagbók DB á bls. 13-20 —32síðurídag

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.