Dagblaðið - 19.09.1980, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 19.09.1980, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1980. Sjónvarp 31 VERKAMENN Óskum að ráða verkamenn strax. Mikil vinna. Uppl. í síma 50877. LOFTORKA SF. Jósef Stalin og Joachim von Rlbbentrop, utanrikisráðherra Þý/kalands, takast i hendur eftir aö hafa undirritað samkomulag nasista og Sovétmanna i ágúst 1939. Þar var kveðið á um skiptingu Póllands milli þessara risavelda. RAUÐI KEISARINN - kl. 21,05: Meðal mestu her- foringja allra tíma Fjórði þátturinn um rauða keisar- ann, Stalín, fjallar um heimsstyriald- arárin. Óvíst er að fyrir 1939 hafi Stalín verið með fastmótaðar áætl- anir varðandi utanríkisstefnu aðrar en þá að halda Sovétríkjunum utan við stríðsrekstur. Litvinov kom því siðan til leiðar að Sovétmenn létu til sín taka á alþjóölegum vettvangi en líklega hefur Stalín sjálfur ráðið mestu um að samkomulag var gert við Þjóðverja. Þeir Stalín og Hitler skiptu síðan Póllandi bróðurlega á milli sín. Þegar Þjóðverjar rufu sátt- mála sinn við Sovétrikin og réðust inn í landið þá tók Stalín sjálfur að sér æðstu yfirstjórn hersins og hafi Stalín sjálfur ráðið mestu um bar- áttuaðferðir Sovétmanna í síðari heimsstyrjöldinni verður ekki hjá því komizt að telja hann meðal mestu hernaðarsnillinga allra tíma. Sovét- menn hrundu árás Þjóðverja um síðir og færðu út landsvæði sitt i vestur lengra en nokkru sinni áður. Þegar setzt var að samningaborðinu, bæði á ráðstefnunum í Yalta og Potsdam, kom í ljós að Stalín var ekki síður harður í horn að taka á þeim vett- van8>- -GAJ. ELDRAUN - sjónvarp í kvöld kl. 21,55: MAÐURINN GEGN NÁTTÚRUÖFLUM Sjónvarpskvikmyndin, sem sýnd verður i kvöld fær tvær og hálfa stjömu í kvikmyndabókinni, sem merkir væntanlega, að hér sé um að ræða allþokkalega mynd. Arthur Hill fer með aðalhlutverkið i myndinni og leikur sjálfselskan, veikgeðja og óþolandi eiginmann. Kona hans ásaml elskhuga sínum kemur þvi til leiðar, að Hill, eða Damian eins og hann heitir í myndinni, er skilinn eftir einn og ósjálfbjarga í eyðimörkinni. Myndin er drama þar sem manninum er stillt upp andspænis náttúruöflunum. Arthur Hill fær góða dóma fyrir leik sinn í myndinni. Með önnur aðal- hlutverk fara Diana Muldaur og James Stacy. Hér er um nýlega mynd að ræða eða fráárinu 1973. -GAJ. ► Anne Murray ásamt einum snjó- fuglanna. BÁRÐARDALUR ER BEZTA SVEIT — útvarp í kvöld kl. 20,00: SAGNIR ÚR EINUM LENGSTA PRÚÐU LEIKARARNIR — sjónvarp í kvöld kl. 21,40: ANNE MURRAY í HEIMSÓKN Gestur Prúðu leikaranna í kvöld er kanadíska söngkonan Anne Murray. Hún mun syngja nokkur af sínum þekktum lögum þar á meðal lagið Snowbird (snjófugl) sem sló í gegn árið 1970. Henni til aðstoðar verður hópur snjófugla. Eins og venjulega hjá Prúðu leikurunum kemur ýmislegt óvænt upp á. Þannig kemur ungfrú Svínka fram eins og leðurklæddur mótorhjólakappi! -GAJ. Böóvar Guðmundsson, rithöfundur. Nýjasta tízka: Boxara buxur Það er langt síðan við höfum sagt lesendum blaðsins frá tlzkunni, en nú bætum við úr með þessum buxum sem eru sagðar það nýjasta I tizku- heiminum. Buxurnar eru nefndar boxarabuxur og eru víst til allt niður í barna- stærðir. Teygja er l mittinu og eru buxurnar oftast víðar um lærin. Einhverjir myndu ef til vill kalla buxurnar pokabuxur. Sem sagt það nýjasta í buxna- tizkunni I vetur, og ef einhver vill vita það, þá erefnið kaki. BYGGÐADALLANDSINS Bárðardalur er bezta sveit nefnist þáttur um Bárðardal, sem er á dagskrá útvarpsins í kvöld. Umsjónarmaður með þessum þætti, sem áður var fluttur Jðastliðinn sunnudag, er Böðvar Guðmundsson. Bárðardalur, sem nær frá Ljósa- vatnsskarði og Goðafossi og inn til heiða, er einn af lengstu byggðadölum landsins. Hann er fremur þröngur og grunnur. Eftir dalbotninum hefur runnið hraun, kvisl úr Ódáðahrauni, og fellur Skjálfandafljót á því. Dalurinn er viðast vel gróinn að þvi undanskildu að uppblástur er allmikill innan til aö austan. Dalurinn er allur þurrlendur. Hann er strjálbýll en sauðlönd eru þar góð. Bárðardalur heitir eftir landnámsmanninum, sem fyrstur settist að í Bárðardal. Það var Gnúpa-Bárður, sem bjó i Lundar- brekku. Eins og nafn útvarpsþáttarins ber með sér verður í þættinum fjallað um Bárðardal og sögu hans. Leiðsögumenn eru Svanhildur Hermannsdóttir og Hjördís Kristjáns- dóttir og sögumaður Sigurður Eiríks- son áSandhaugum. -GAJ. Frá Félagsvísindadeild Háskóla Islands Stúdentar á fyrsta námsári eru beðnir að koma til viðtals mánudaginn 22. september klukkan 10.00 í stofu 201 Árnagarði. Annars og þriðja árs nemendur komi tll viðtals við kennara sama dag kl. 14.00.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.