Dagblaðið - 19.09.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 19.09.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1980. HRAÐSENDING BOSVENSON- CYB/LL SHEPHERD Hvohotnew storsdelíveroction. excítement.. ondeoch other/ r» fflaur Að stela er eitt — að fela er annað, það er galdurinn. — Spennandi og fjörug sakamálamynd. íslenzkur texti. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Amerísk vörubíla- og jeppadekk TILSÖLU STÆRD TEGUND L78x15 Snjódekk 10x16,5 Sendibiladekk 750x16 MaxiTrac 11x15 MaxiTrac 1000x20 Framdekk 1100x20 Framdekk 1100x20 Afturdekk 900x16 Gröfudekk 1400 x 24 Hefil-og skófludekk. 700 x 15 Premium Traction 700 x 16 Prcmium Traction simum 92-2348 92-2495 | Borgarskipulag ; Reykjavíkur Með tilvísun til 17. og 18. gr. laga nr. 19 frá 8. maí 1964, auglýsist hér með breyting á staðfestu aðalskipulagi Reykjavíkur 1962-’83 að því er varðar vegakerfi borgarinnar innan Hringbraut- ar — Snorrabrautar, þannig: 1. Suðurgata frá Túngötu að Geirsgötubrú verði felld niður. 2. Suðurgata milli Hringbrautar og Túngötu, verði felld niður sem stofnbraut og breytt í tengibraut. 3. Kirkjustræti — Amtmannsstígur — Grettis- gata falli niður sem samfelld tengibraut og hver um sig breytist í safngötu eða húsagötu. 4. Vonarstræti verði tengibraut (kemur í stað Kirkjustrætis). Breyting þessi var samþykkt í skipulagsnefnd 2. júní 1980 og í borgarráði 3. júní 1980. Uppdráttur og aðrar upplýsingar liggja frammi almenningi til sýnis á skrifstofu Borgarskipulags, Þverholti 15, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu hafa borist Borgarskipulagi innan 8 vikna frá birtingu þessarar auglýsingar, eða fyrir kl. 16.15 þann 14. nóvember 1980. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir breytingunni. Borgarskipulag Reykjavíkur Þverholti 15, 105 Reykjavík. Verkalýðsfélagið á Eskrfirði lýsir stuðningi við skattatillögu Kaits Steinars & félaga: „Vinnubrögð ASI lítt traustvekjandf segir Hrafnkell A. Jónsson stjórnarmaður verkalýðsfélagsins og bæjarráðsmaður Alþýðubandalagsins, sem hefur margt að athuga við vinnubrögð ASÚforystunnar „Vinnubrögðin sem forysta Al- þýðusambandsins viðhefur eru lítt traustvekjandi. Frá því að samninga- lotan hófst fyrir um það bil 9 mán- uðum hafa almennir félagsmenn verkalýðshreyfingarinnar næsta lítið fengið að vita um gang samningamál- anna. Þegar svo Vinnuveitendasam- bandið leggur fram tillögu sem ASÍ hafnar finnst mér það lágmarkskrafa að við fáum að vita ástæðuna. í stað þess eru boð út látin ganga um að verkalýðsfélögin afli sér heimildar til boðunar verkfalls,” sagði Hrafnkell A. Jónsson, stjórnarmaður í verka- lýðsfélaginu Árvakri og bæjarráðs- maður Alþýðubandalagsins á Eski- firði, í samtali við Dagblaðið í gær. Hrafnkell er flutningsmaður til- lögu sem samþykkt var á stjórnar- fundi verkalýðsfélagsins á dögunum. Er þar lýst stuðningi við tillögu sem Karl Steinar Guðnason og margir aðrir foryslumenn láglaunafélaga I ASÍ fluttu á fundi 43ja manna aðal- samninganefndar ASÍ 10. september. „Jafnframt skorar stjórnin á samninganefndina að gefa meiri og betri upplýsingar um gang samninga- málanna heldur en verið hefur um sinn. Stjórnin telur byrjað á öfugum enda að hvetja til verkfalla áður en upplýsingum er miðlað af gangi mála,” segir í ályktun frá Árvakri á Eskifirði. ,,Ég er flokksbundinn Alþýðu- bandalagsmaður og þvi líklega póli- tískur andstæðingur allra þeirra sem fluttu skattatillöguna á fundi 43ja manna nefndarinnar,” sagði Hrafn- kell. ,,En þarna er komin í fyrsta skipti jákvæð og raunhæf tillaga I skatta- málum sem kemur láglaunafólkinu til góða.” Hrafnkell sagði að skattalækkun láglaunafólks væri sérstaklega brýnt hagsmunamál núna. Til dæmis þar sem hann þekkti til hafi gætt sam- dráttar í atvinnulífi miðað við það sem áður var og minni tekjur og ný skattalög gerðu afkomuna erfiðari. ,,Ég held að mjög litill áhugi sé fyrir verkfalli hjá fólki almennt. Menn sjá ekki fram úr því fjárhags- lega að leggja niður vinnu um þessar mundir og rök ASÍ-forystunnar fyrir mögulegri verkfallsboðun eru okkur ekki kunn.” Hrafnkell kvaðst vera öllu bjart- sýnni en áður nú eftir að samningar eru að takast við verkalýðshreyfing- una um röðun starfsheita í launa- flokka. En hann er mjög gagnrýninn á starfsh’ætti verkalýðsforystunnar: „Forystan er stofnun sem ekki er i takt við launafólk yfirleitt. Þar er miðstýring allt of mikil og reyndar vafasamt að tala um forystu og fjölda sem eina „hreyfingu”. Ég er óánægður með hægaganginn í samn- ingunum. Málin eru þæfð í langan tíma. Mér þykir líka áberandi linkind verkalýðsforystunnar gagnvart ríkis- valdinu. Það er ólikt því sem við átt- um til dæmis að venjast 1977,” sagði Hrafnkell A. Jónsson að lokum. - ARH Aðalfundur félagssamtakanna Verndar verður haldinn á Hótel Heklu, Rauðarárstíg 18, fimmtudaginn 25. september 1980 kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreyting _ . DANSSKOLI Siguröar Hákonarsonar BÖRN — UNGLINGAR — FULLORÐNIR Kenndir allir almennir dansar, svo sem: BARNADANSAR — SAMKVÆMISDANSAR — DISCODANSAR — GÖMLU DANSARNIR O. FL. BRONS-SILFUR og GULLKERFI DSÍ KENN SLUSTAÐIR: Reykjavík: Þróttheimar, ný og glæsileg æskulýðsmiðstöð v/Sæviðarsund Kópavogur: Félagsh. Kóp. (Kópavogsbíó). örstutt frá skiptistöð SVK. Ath. Barnakennsla laugard. í Kópavogi Innritun og allar nánari upplýsingar daglega kl. 10.00—19.00 í sírna 41557 DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS DSÍ Börnin æltu að vera hýr á brá um jól- in því flestir úlgefendur gera sér nú far um að gefa úl barnabækur í stór- um stil. DB-mynd: Hörður. „Meðalbókin” fyrir jól kostar nærrí 15 þúsund krónum: FLEIRI BÆKUR EN TALSVERT FÆRRI SKÁLDVERK Bókaútgáfa verður meiri i ár en i fyrra og hin svokallaða „meðalbók” kemur til með að kosta 15.000 krónur eða meir. Þær upplýsingar fékk DB hjá hinum ýmsu útgefendum fyrr i vikunni, en nk. mánudag verður sagt frá helztu bókum á jólamarkaðinum í ár. Mál & menning, Örn & Örlygur og Skuggsjá töldu að þeir mundu gefa út svipað magn bóka og í fyrra, Almenna Bókafélagið ætlar að gefa út meir og Iðunn mun auka bókafjölda um næstum50%. Einnig virðist ljóst að frumsamin íslensk skáldverk, utan barnabóka, verða mun færri en í fyrra og liggur við að slíkar bækur megi telja á fingrum beggja handa. Hins vegar færist alls kyns skrásetning, heimildaritun og al- þýðleg sagnfræði i aukana. Barna- bækur eru undantekning, en alltútlit er fyrir að frumsamdar íslenzkar barna- bækur verði fleiri í ár en mörg undan- farin ár, auk þess sem mikið er um þekkta barnabókahöfunda erlendis frá hjá flestum útgefendum. .

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.