Dagblaðið - 19.09.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1980.
Gríndavík:
7
\
„Undirskríftimar þáttur
í röð ofsókna gegn mér*
— segir Ragnar Agústsson kennari, sem foreklrar 24 hama neita að láta kenna
„Foreldrarnir sem skrifa nöfn sín
undir mótmælaskjal gegn mér hafa
ekki haft samband við mig. Ég hef
aldrei kennt þessum bekk áður og
reyndar hef ég kennt börnum fæstra
foreldranna. Enda þekki ég lítið til
þeirra flestra og þeir ekki mig.
Dómbært mat þeirra á mínum störf-
um er því lítið eða ekkert. Ég lít á
undirskriftirnar sem einn þátt í röð
ofsókna, sem ég hef orðið fyrir i
starfi. Ofsókna sem hafa það að
markmiði að hrekja mig frá skólan-
um og úr bænum,” sagði Ragnar
Ágústsson kennari i Grindavík i sam-
tali við Dagblaðið í gær. Ragnar er sá
kennari sem foreldrar 24 barna í 4.
bekk A hafa mótmælt og vilja að viki
sem kennari við skólann.
Aðspurður um það hvað hann
ætti við með því að tala um „of-
sóknir” gegn sér, sagði Ragnar:
,,Ég verð fyrir barðinu á sama
valdahópnum í Grindavík, og þeir
Friðbjörn Gunnlaugsson og Hjálmar
Árnason (báðir fyrrverandi skóla-
stjórar í Grindavik sem yfirgáfu
bæinn í kjölfar deilna og átaka i
bænum ). Grunntónninn í þessu eru
pólitiskar ofs,óknir.
Fólk úti i bæ hlustar á áróðurinn
gegn mér. Það er erfitt að standa
andspænis fulltrúum valdsins í
bænum, sem stóðu fyrir undir-
skriftunum, og neita að skrifa undir.
Það hefur verið reynt með öllum ráð-
um að finna höggstað á mér til að
koma mér burtu. Þegar það ekki
tókst var ekkert eftir annað en
básúna „stjórnleysi i kennslu”.”
Ragnar sagði að af nógu væri að
taka til að sýna það sem hann kallaði
„ofsóknir gegn sér”:
,,Ég og kona min, Hrafnhildur
Oddsdóttir, vorum gæzlumenn í
sundlauginni í Grindavik. Kennara-
ráðið samþykkti í fyrra að skora á
bæjaryftrvöld að segja okkur upp þvi
starfi án þess þó að málið kæmi
kennararáðinu við á nokkurn hátt.
Hrafnhildur sótti um starfið aftur en
ég ekki, þar sem uppsögnina bar
þannig að, að illmögulegt var að
koma því við. Stóð i þrefi um málið,
en Hrafnhildur fékk ekki starfið
aftur fyrr en BSRB hafði gengið í
málið.
Þegar við komum til Grindavíkur
fyrir 4 árum fluttum við inn í hús-
næði í eigu bæjarins, sem mér var
sagt vera kennarabústaður. í sumar
var okkur sagt upp þar sem tónlistar-
skólinn ætti að vera i húsinu í vetur.
Uppsögninni var ekki fylgt efíir þeg-
ar bæjaryfirvöld gerðu sér ljóst, að
hún braut í bága við húsnæðislögin.
Ég lít svo á að ég hafi rétt á að vera í
ibúðinni á meðan ég er hér kennari.
í fyrrahaust gerðist það að það
skapaðist órói í 7. bekk þar sem ég
kenndi 2 tíma í viku. Ég samdi um
það við skólastjórann að annar kenn-
ari tæki við þeirri kennslu af mér.
Síðan var málið blásið upp og
harðorðar bókanir gerðar um það i
skólanefnd. Bókanirnar komu fram á
opnum bæjarstjórnarfundi og þar
með var málið orðið opinbert í
bænum.
Jafnvel börnin
eru notuð
Þetta eru aðeins dæmi um
vinnubrögðin sem beitt er. Þegar
ekki hefur fundizi nógu góður högg-
staður á mér, er reynt að beita fólki
sem ekki þekkir mig og ég ekki það.
Heyrir aðeins slúður sem matreitt er
og fylgir forystumönnunum. Jafnvel
eru börnin notuð eins og nú hefur
orðið reyndin. Ég sé það haft eftir
ónafngreindum viðmælanda DB að
ég sé „góður kennari en skipti mér
ekki af hvernig börn haga sér.” Mér
kemur spánskt fyrir sjónir ef á að
velta ábyrgð heimilanna yfir á herðar
kennara. Ef á að draga kennara til
saka fyrir agaleysi barna!
Fólk í Grindavík verður að skilja
að áralöngu stríði í skólanum verður
að ljúka. Vonir hafa verið bundnar
við að það gerðist undir stjóm Gunn-
laugs Dan skólastjóra. Fullorðnu
fólki verður að lærast, engu síður en
börnum, að virða lög og reglur,”
sagði Ragnar Ágústsson. -ARH.
Ragnar Ágústsson kennari I Grindavlk: „Verð fyrir barðinu á sama valdahópnum
í bxnum og Friðbjörn Gunnlaugsson og Hjálmar Árnason á sinum tima.”
DB-mynd: Ragnar Th.
Fjórum dögum eftir að hjúkrunarkona
lók myndina af þessu barni dó það úr
hungri.
Þúgetur
hjálpað
í nótt dóu hundruð barna úr hungri í
Auslur-Afríku. Þúsundir þjást og
svelta heilu hungri. Mæður þeirra geta
ekki lengur veitt þeim hjálp og horfa
hjálparvana á þau verða hungurmorða.
íslendingar geta hjálpað með því að
senda þeim mat, þvi fyrr því betra.
Síðasta áratug hefur varla komið
deigur dropi úr lofti í víðáttumiklum
hluta' Austur-Afriku. í sumar hafa
þurrkpr náð hámarki og t.d. í Eþíópíu
líða 5 milljónir manna skort vegna
þurrkanna. Þá er flóttamannavanda-
mál gífurlegt og í Sómalíu eru nú um
tvær milljónir flóttamanna í búðum og
fleiri en nokkru sinni fyrr deyja þar
vegna þurrkanna.
Vegna þessara hörmunga efnir
Rauði kross íslands til Afríkuhjálpar:
innar 1980. Allt það fé sem safnast
verður notað til aðstoðar sveltandi
fólki í Austur-Afriku. Gírónúmer
Afríkuhjálparinnar er 1-20-20.
Rauði kross íslands hefur boðið
skólastjórum allra grunnskóla í
Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ,
Hafnarfirði, Seltjarnarnesi og Mos-
fellssveit að koma á fund. Þar verður
Afrikuhjálpin kynnt fyrir þeim og
ræddir möguleilkar á þátttöku nem-
enda i grunnskólum í þessu hjálpar-
starfi.
Skipulögð söfnun er ekki hafin, en
framlög eru þegar tekin að berast á
skrifstofu Rauða krossins og á gíró-
reikning 1-20-20.
0PNUM
HJÖLASKAUTASTAÐ
AÐ HVERFISGÖTU 56
við hliðina á Regnboganum
KL 8 f KVÖLD
Athugið að skautar eru ekki leigðir
út fyrst um sinn.
Opió frá kl. 10 f.h. til 23.00
Aldurstakmark
14 ára eftir kl. 8 á kvöldin