Dagblaðið - 19.09.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1980.
9
Erlendar
fréttir
Carter
segir
Reagan
ekki kyn-
þáttahatara
.liininy Carter Bandarikjal'orseti bar
allarið á móti jivi á blaðamannal undi i
gær að hann hefði gefið í skyn að
Ronald Reagan keppinautur hans um
lorsetaembættið vestra væri kynþátta-
hatari. Ljóst er þó að Carter sagði að
Reagan hefði reynt að dreifa hatri á
niilli kynþátta i kosningabaráttu sinni.
Sagði Carter þetla er er hann hélt ræðu
i kirkju hjá svörlum babtistum í heima-
ríki sínu, Georgíu á þriðjudaginn var.
C'arter forseti sagði ennfremur á
blaðamannafundinum að hann teldi
ekki koma til mála að Bandaríkin bæð-
ust afsökunar á stuðningi sinum við
keisarastjórnina i íran áður fyrr. Er
það ein af kröfum sem íranir hafa
nefnt til að þeir verði til viðræðna um
að gíslarnir í bandariska sendiráðinu i
Teheran verði látnir lausir.
Fangar
taka gísla
Atta föngum i fangelsi í Lima I Perú
var leyft að yfirgefa það i gærkvöldi.
Höfðu þeir með sér þrjá yfirmenn
fangelsisins sem gísla. Var brottför
langanna sjónvarpað og gátu áhorf-
endur séð þegar þeir hurfu á brolt i lög-
reglubifreið.
Fimm fangar og einn vörður féllu i
átökum I fangelsinu fyrr um daginn.
Brutust út óeirðir og auk þess
slösuðust tuttugu fangar í átökunum.
Sýnt var i sjónvarpinu í Lima þegar
lögreglusveitir réðust inn í fangelsið og
bældu niður uppreisn sex þúsund fanga
þar. Kröfðust þeir betri matar og að-
búnaðar. Uppreisnarmennirnir tóku
upphaflega fimmtán fangaverði í gísl-
ingu. Ekki var vitað í morgun hvort
allir gíslarnir hefðu sloppið ómeiddir úr
höndum fanganna.
Kanada:
Viðræður um
stjómarskráí
vaskinn
Viðræðum uin nýja stjórnarskrá
fyrir Kanada er lokið án nokkurs
samkomulags. Bar mjög mikið á
milli skoðana forsætisráðherra hinna
tiu fylkja landsins og Pierre Trudeau
forsætisráðherra alrikisstjórnarinnar
í Ottawa. Við slit viðræðnanna
endurtók Trudeau fyrri hótanir sínar
um að hann mundi sjálfur taka frum-
kvæðið i stjórnarskrármálinu án
nokkurs samráðs við forsætis-
ráðherrana tíu.
Hann skýrði ekki frá því til hvaða
ráða hann hygðist gripa en sagði að
þing landsins í Ottawa yrði að axla þá
ábyrgðsem því bæri.
Færi svo að Trudeau gripi til ein-
hliða ráðstafana i stjórnarskrármál-
inu serr) innifæli ákvæði sem tak-
mörkuðu völd hinna einstöku fylkis-
stjóma gæti komið til alvarlegra
stjórnarfarsdeilna í Kanada.
Gamla stjórnarskráin var sett af
Bretum árið 1860. Deilur hafa staðið
um breytingar á henni i nokkra
áratugi. Deilt er um hve mikil og hver
völd stjórnarinnar i Ottawa eigi að
vera og hver völd einstakar fylkis-
stjórnar eigi að vera.
Frönskumælandi menn í Quebec
vilja meira sjálfræði, sumir jafnvel
sjálfstæði. Annað fylki, Alberta, vill
hafa algjör yEtrráð yfir olíulindum
sinum en Trudeau telur slikt ekki
samrýmanlegt heildarhagsmunum
landsins. Ýmis önnur sjónarmið eru
uppi i stjórnarskrármálum Kanada.
Trudeau lofaði íbúum Quebec endur-
skoðaðri stjórnarskrá ef þeir felldu
tillögur um sjálfstæði fylkisins fyrr á
þessu ári. Telur hann sig verða að
standa við það loforð.
Leiðtogar Llbýu og Sýrlands hafa tilkynnt að rikin hafi stofnað rfkjasamband sem
á endanum á að ieiða til algjörrar sameiningar rfkjanna. Sá er þó Ijóður á ráða-
gerðunum að eitt þúsund kflómetrar eru á milli landanna. Hagurinn af
sameiningunni gæti til dæmis verið sá að Lfbýa á næga fjármuni vegna olfuauðs
sfns en Sýrland gæti veitt Libýu tækniaðstoð gegn fjárhagsaðstoð frá Libýu.
Myndin er af þeim Gaddaffl Lfbýuforseta til vinstri og Assad Sýrlandsforseta til
hægri á flugvellinum við Trípoli f Lfbýu.
Frakkar
stela
Sovét-
samningi
af Könum
Bandaríkjastjórn hefur mótmælt
því við frönsk yfirvöld að franskt fyrir-
læki hefur tekið að sér smíði slál-
' iðjuvers í Sovétrikjunum.
Fyrr hafði bandarískt fyrirtæki,
Armco, tekið verkið að sér en varð að
hætta við það vegna viðskiptabanns á
Sovétríkin sem stjórnin í Washington
setti á í mótmælaskyni við innrás
Sovétríkjanna í Afganistan.
Talsmenn bandarísku stjórnarinnar
telja að samningsgerð franska fyrir-
tækisins sé brot á samkomulagi
ríkjanna tveggja um að Frakkar gengju
ekki inn í viðskiptasamninga sem fallið
hefðu úr gildi vegna viðskiptabanns
Bandarikjanna. Samkomulag Frakka
og Sovétmanna um stáliðjuverið var
undirritaðá miðvikudaginn var.
KENNARI
Varnarliðið óskar eftir að ráða kennara við Barnaskóla
varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli.
Umsækjandi hafi kennarapróf og starfsreynslu við kenn-
arastörf. Kennslugreinar eru íslensk menning, Islandssaga,
íslenska og landafræði.
Mjög góð enskukunnátta skilyrði.
Umsóknir sendist til Ráðningaskrifstofu Varnarmála-
deildar eigi síðar en 26. september 1980, sími 92-1973.
Nýkomnir
KÚPLINGSDISKAR
íjapanska bíla frá Japan
Givarahlutir
Armúla 24. Reykjavik. Sfmi 36510
Rafmagnsveitur
ríkisins
óska eftir að ráða ritara. Starfið er fólgið í vélritun og al-
mennum skrifstofustörfum. Umsóknir ásamt upplýsingum
um menntun, aldur og fyrri störf sendist starfsmanna-
stjóra.
Rafmagnsveitur ríkisins,
Laugavegi 118, Reykjavik.
Iðnskólinn í Reykjavík
nAmskeið
Námskeið til undirbúnings endurtökuprófa í 2.
áfanga hefjast 1*5. október, ef næg þátttaka
fæst.
Kennt verður: Grunnteikning, stærðfræði,
enska, danska, efnafræði, rafmagnsfræði.
endurtOkupróf
Endurtökupróf fyrir 3. áfanga hefjast 22.
september.
Innritun og upplýsingar í skrifstofu skólans.
ATH.:
Frá og með 1. oktöber breytist opnunartími skrif-
stofunnar.
Skrrfstofan verður opin frá kl. 9.30-15.00.
Símaborð verður opið eins og áður, kl. 8.20-
16.15. eiJtl ...
Skólastjon.
SPYRNA
Kvartmíluklúbburinn.