Dagblaðið - 19.09.1980, Qupperneq 4

Dagblaðið - 19.09.1980, Qupperneq 4
16. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1980. Hvað er á seyðium helgina? í Vestmannaeyjum opna sýningarsal — fyrsta sýningin stendur nú yfir „Við slefnum að því að verða með þrjár sýningar í Galleríinu fram aðj áramótum,” sagði Ragnar Sigurjóns- son Ijósmyndari DB í Vestmannaeyj- um og einn aðstandenda Gallerís Landlyst. Það var opnað í gær með samsýningu tveggja vestmanneyskra málara, Ástþórs Jóhannssonar og Jóhanns Jónssonar. Það eru samtök áhugaljósmyndara í Eyjum, sem hafa innréttað sýn- ingarsalinn að Strandvegi 43 B. Hann er fyrst og fremst settur á laggirnar til að bæta sýningaaðstöðu Ijósmyndar-' anna, en málarar og aðrir listamenn fá þar inni með sýningar sínar. ,,Það er ekki afráðið enn, hver sýnir næst í Gallerí Landlyst,” sagði Ragnar. „Nokkrir myndlistarmenn hafa spurzt fyrir um salinn hjá okkur meðal annars Tryggvi Ólafsson. Þá fara ljósmyndararnir hér í Eyjum einnig að hugsa sér til hreifings. Nú hefur opnazt sá möguleiki að einn og einn geti sýnt í einu. Ég reikna með að við eigum eftir að láta. mikið að okkur kveða í framtiðinni.” Ástþór Jóhannsson og Jóhann Jónsson sýna vatnslita- og olíumynd- ir. Sýning þeirra stendur til sunnu- dagskvölds. - ÁT Coca Cola keppnin í golfi haldin í 20. sinn: ALLIR FÁ KÓK-BÍL EN FÆR □NHVER BÍLHLASS AF KÓKI? Eyjamálararnir Ástþór Jóhannsson og Jóhann Jónsson fá heiðurinn af því að halda fyrstu sýninguna í Gallerí Landlyst í Vestmannacyjuni. DB-mynd: Ragnar Sigurjónsson. Ljósmyndarar Coca Cola keppnin í golfi verður haldin um helgina á Grafarholtsvelli, en þetta er i 20. sinn, er keppnin er haldin. Verða leiknar 36 holur, 18 hvorn dag keppninnar, en ræst verður út klukkan átta báða keppnis- dagana. Keppni þessi var fyrst háð á gamla golfvellinum við öskjuhlíð árið 1961 og var hún fyrsta opna golf- keppnin á íslandi. Árið 1963 vár hún færð i Grafarholtið og þar hefur hún verið háðsiðan. Samkvæmt nýrri reglugerð, sem sett var á síðasta golfþingi, hafa allir rétt til þátttöku i karlaflokki, sem hafa 23 í forgjöf eða minna. Þátt- tökurétt í kvennaflokki hafa allar sem hlotið hafa 29 i forgjöf eða minna. Verksmiðjan Vífilfell h/f gaf tvo farandbikara til Golfklúbbs Reykja- víkur, sem leikið skyldi um árlega á golfvelli félagsins. Þá eru einnig veitt eignarverðlaun. Þess má geta að sá sem afrekar það að vinna keppnina þrisvar í röð hlýtur farandbikarinn til eignar, og slíkt hið sama gerir sá, sem fyrstur verður til að vinna keppnina fimm sinnum. Að venju verða veitt veglegauka- verðlaun og hlýtur sá sem fyrstur fer holu í höggi á 17. braut heilt bílhlass af Coca Cola. Eitt bílhlass er 226 kassar af kóki og ætti það að duga i Farí einhver holu i höggi á 17. braut fær sá hinn sami heilt bilhlass af kók, eða 5424 flöskur af kóki. Þessi verðlaun hafa áður verið i boði, en hingað til hefur engum tekizt að krækja f þau. nokkur ár. Þá verða fimm kassar af kóki veittir hverjum þeim, er á hvorum degi fer næst holu á 2. og 17. braut, og að auki fær sá kylfingur, sem hefur fæst pútt, fimm kassa af kók I verðlaun. Allir keppendur fá einnig kók-bíl að gjöf fyrir þátttöku sína. Skráningu í mótið lýkur kl. 18 i kvöld og fer hún fram hjáGolfklúbbi Reykjavíkur, í sima 84735. Rástimar verða svo tilbúnir í kvöld, en ætlunin er að ræsa út í þriggja manna hollum. -SA. Sjöfn Haraldsdóttir fyrir framan Djúpiö (Horniö) cn þar sýnir hún sérstæA kcramikverk. GALLKRl NONNI, Vcsturt>ötu: Pönni sýnir pönk. ÁRBÆJARSAFN: Opið samkv. umtali. Sími 84412 alla virka daga frá 9— 10. GALLFRt GIIÐMUNDAR, BcrgstaAastræti 15: Málverk, grafík og teikningar eftir innlenda og erlenda listamenn: Weissauer, Jóhannes Geir, örlygur Sigurösson, Eyjólfur Einarsson, Kristján Guðmunds son. Opið alla virka daga. MOKKA-KAFFI, Skólavörðustig: Úlfur Ragnarsson. ný verk. Opiðalla daga 9—23.30. NÖGGMYNDASAFN ÁSMNNDAR SVEINS- SONAR: Opið þriðjud.. fimmtud., laugard. og sunnud. frá 13.30—16. IIAMRABORG 7, Kópavogi: Sigurður örlygsson, ný málverk. Opiðá skrifstofutíma í einn mánuð. GALLERl KIRKJUMUNIR, Kirkjustræti 10: Sig rún Jónsdóttir, batik, kirkjumunir. Opið 9—18 virka daga, 9— 16 um helgar. J*]DEN, llveragerði: Ketill Larsen, — „Þeyr frá öðrum heimi", olíumálverk. Sýningin stendur til 29. sept. GALLERl LANDLYST (Vcstmannacyjum): Jóhann Jónsson og Ástþór Jóhannsson, málverk. Opnaði fimmtud. 18. sept. Stendur til 21. sept. Bók vikunnar: SKEMMHLEG BÓK UM BYGGMGARUST Charles Jencks — ákveðnar skoðanir á nútímabyggingarlist HORNIÐ: Hafnarstræti 16. Sjmi 13340. Opið kl. 11—23.30. Eldhúsinu lokaö kl. 21. Léttar vinveit ingar. HÓTEL HOLT: Bergstaðastræti 37. Borðapantanir i sima 21011. Opiö kl. 12-14.30 og 19-23.30. Vin veitingar. HÓTEL LOFTLEIÐIR: Reykjavikurflugvelli. Borðapantanir í síma 22321. Blómasalur er opinn kl. 8—9.30 (morgunmatur), 12—14.30 og 19—22.30. Vínveilingar. VcitingabúA Hótel Loftlciða opin alla daga kl. 5—20. Hér á íslandi er öll umræða um byggingar og skipulag ekki á ýkja háu stigi og heil hverfi risa I bænum án þess að nokkur finni hjá sér hvöt til að rabba um þau opinberlega. Ekki verður heldur sagt að fjölmiðlar leggi sitt af mörkum til að örva slika umræðu. Áhugamaðurinn verður því að leita á náðir erlendra blaða, tíma- rita og bóka um þessi mál. Sem betur fer er nú að finna meira úrval af bókum um byggingalist í bókabúðum bæjarins en oft áður, einkanlega hjá Snæbirni. Ég gladdist t.d. mjög um daginn við að rekast á Penguin út- gáfuna af hinni þekktu bók Charles Jencks, Modern Movements in Architecture. Jencks þessi er upphaf- lega bókmenntafræðingur en vatt sér út í byggingalist sem fræðimaður og er höfundur nokkurra bóka um það efni, sem allar hafa vakið mikla athygli atvinnumanna og áhugafólks. Siöferði í húsahönnun Jencks er nefnilega langt frá því að vera þurrlegur fræðaþulur, heldur er hann kjaftfor og skemmtilegur Byggingar tryggingafélags i Indianapolis, Bandarikjunum eftir Mies van det Rohe. pólemíker með ákveðnar skoðanir á byggingum og höfundum þeirra. Hann hefur engan áhuga á litlausri útlistun eða frásögn af húsum gegn- um tíðina. Húsahönnun á að grund- vallast á sömu siðfræði og ræður öðrum gerðum okkar í nútímasam- félagi, segir Jencks oger honum jafn tamt að vitna í skáldið Coleridge, heimspekinginn Hönnu Arendt, Bob Dylan eða Pasolini eins og arkitektana Frank Lloyd Wright og Le Corbusier. Jencks getur ennfrem- ur verið bráðfyndinn, einkum og sérí- lagi þegar hann fjallar um sérstakt hugarflug smekklausra arkitekta. Hetjudýrkuner honum fjarri skapi og enginn af helstu arkitektum vorra tíma sleppur við rannsóknarréttinn. Sumir fara illa út úr þeim réttar- höldum, t.a.m. Mies van der Rohe, átrúnaðargoð margra nútíma- arkitekta (m.a. hér á íslandi) og Philip Johnson, hinn fjölhæfi banda- riski arkitekt. Aðrir eru hækkaðir i einkunn, m.a. góðkunningi okkar Alvar Aalto sem Jencks skipar i fremstu röð. Margar hreyf- ingar samtímis En hvort sem höfundur gagnrýnir eða lofar arkitekta, er útlistun hans ávallt skörp, lifleg og fræðandi. Sjálfur aðhyllist Jencks ekki neina sérstaka stefnu í byggingalist, hefur enga trú á að tíðarandinn (Zeitgeist) endurspteglist í byggingum og ekki er hann heldur ginnkeyptur fyrir þeirri kenningu að rekja megi sama þráðinn í gegnum byggingar tuttugustu aldar. Jencks gengur út frá plúralisma I byggingalist, þ.e. að ávallt séu marg- ar hreyfingar í gangi samtímis og án mikilla tengsla hver við aðra. Þær hreyfingar tekur hann fyrir í bókinni. Þaðer kannski ekki hægt að segja að Modern Movements in Architecture sé skemmtilesning, en bókin er samt skemmtileg og afar örvandi. Hún fæst í Bókaverzlun Snæbjarnar og kostar kr. 8.415. HÓTEL SAGA: við Hagalorg. Borðapamanir i Stjómusal iGrilll i sima 25033. Opiö kl. 8—23.30. Matur framreiddur kl. 12—14.30 og 19—22.30. Vin- veitingar. Boröapantanir I Súlnasal I sima 20221. Matur er framrciddur föstudaga og laugardaga kl. 19—21. Vinveitingar. KRÁIN: við Hlemmtorg. Simi 24631. Opiö alla daga kl. 9-22. LALIGA-ÁS: Laugarásvegi I.SImi 31620. Opið8—24 alla daga. MATSTOFA AUSTURBÆJAR: Laugavegi 116. Simi 10312. Opiö kl. 8—21 virka daga og 9—21 sunnudaga. NAUST: Vcsturgölu 6—8. Boröapantanir i sima 17759. Opiöalla daga kl. 11—23. Vínveitingar. KAFFIVAGNINN: Grandagaröi 10. Símar 12509 og 15932. Opiö kl. 00.04-23,30 alla daga. Halla Jónsdóttir Matsölustaðir REYKJAVlK ASKUR: Laugavegi 28 B. Simar 18385 og 29355. Opiö kl. 9—24. alla daga. Vinveitingar frá kl. 18 virka1 daga og allan daginn á sunnudögum. ASKUR: Suðurlandsbraut 14. Simi 81344. Opiö kl. 11-23.30. BRAUÐBÆR: Þórsgötu 1. viö óöinstorg. Simi 25090. Opiö kl. 9-23.30 virka daga og 10-23.30 á sunnudögum. ESJUBERG: Hótel Esju, Suðurlandsbraut 2. Simi 82200. Opiðkl. 7—22. Vínveitingar. HLlÐARENDI: Brautarholti 22 (gengiö inn frá Nóa túni). Borðapantanir i sima 11690. Opið kl. 11.30— 14.30og 18—22.30. Vínveitingar. HOLLYWOOD: Ármúla 5. Borðapantanir i sima 83715. Matur framreiddur kl. 21—23 öll kvöld vik- unnar. Vinveitingar.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.