Dagblaðið - 19.09.1980, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 19.09.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1980. ' 17 Hvað er á seyðium helgina? Haustmót yngri flokka Um helgina. laugardag og sunnudag. verður haust mót yngri flokka í Reykjavikurmótinu í knatlspyrnu. Reykjavíkurmótið í handknattleik FÖSTUDAGtJR I.AUGARDALSHÖU. Valur-Þróttur kl. 19. Fram-Fylkirkl. 20.15. IR-Ármann kl. 21.30. LAUGARDAGUR Fylkir-Þróttur kl. 14. Fram-Valurkl. 15.15. KR-Vikingur kl. 16.30. SUNNUDAGUR Tvö efstu lið úr hvorum riðli fara i úrslitakeppni um 1 .-4. sætið og keppa sem hér segir: 1A-2B kl. 19. 2A-IB kl. 20.15. Skemmtistaðir Skemmtistaöir borgarinnar eru opnir til kl. 3 e.m. föstudags- og laugardagskvöld, en sunnudagskvöld til kl. 1 e.m. FÖSTUDAGUR ÁRTtJN: UNGLINGADANSLEIKUR: Hljómsveitin Friðryk leikur i kvöld frá kl. 10—2. Aldurstakmark'16 ára. Munið nafnskirteinin. GLÆSIBÆR: Hljómsveitin Glæsir og diskótek. HOLLYWOOD: Diskótek HÓTEL BORG: Diskótek. Matur framreiddur fyrir matargesti. Snyrtilegur klæðnaður. HÓTEL SAGA: Súlnasalur: Dansskóli Heiðars Ást- valdssonar 25 ára. Átthagasalur: Fæði og kiæði. Mimisbar: Gunnar Axelsson leikur á pianó. Stjörnu- salun Matur framreiddur fyrir matargesti. Snyrtilegur kbeönaður. INGÓLFSCAFÉ: Gömlu dansarnir. KLÚBBURINN: Hljómsveitin Upplyfting og diskó- tek á tveimur hæðum. LEIKHtJSKJALLARINN: Carl Billich leikur létta tónlist. matur framreiddur fyrir matargesti. ÓÐAL: Diskótek. SIGTÍJN: Hljómsveitin Start og diskótek. Videó i full um gangi. Grillbarinn opinn. SNEKKJAN: Diskótek. ÞÓRSCAFÉ: Hljómsveitin Galdrakarlar og diskótek. Matur framreiddur fyrir matargesti. •s*n>rtilegur klæönaöur. LAUGARDAGUR GLÆSIBÆR: Hljómsveitin Glæsir og diskótek. HOLLYWOOD: Diskótek. HÓTEL BORG: Diskótek. Matur framreiddur fyrir matargesti. HÓTEL SAGA: Súlnasalur: Hljómsveit Birgis Gunn laugssonar leikur fyrir dansi. Mlmisban Gunnar Axelsson leikur á pianó. Stjörnusalun Matur fram- reiddur fyrir matargesti. Snvrtikgur klæðn.iður. HREYFILSHÓSIÐ: Gömlu dansarnir. INGÓLFSCAFÉ: Gömlu dansarnir. KLÍJBBURINN: Hljómsveitin Hafrót leikur fyrir dansi. Diskótek á tveimur hæöum. Frá kvartmílukcppni. Þad gýs oft upp talsverður reykur þegar bílarnir eru ræstir. DB-mynd: Ragnar Th. Sigurðsson. Akstursíþrótt helgarinnar: Fjórða og síðasta kvartmílukeppnin á þessu sumri „Flestir þeir sem hafa tekið þátt í kvartmílukeppnum sumarsins verða með á laugardaginn,” sagði Hálfdán Jónsson formaður Kvartmíluklúbbs- ins í samtali við blaðamann DB. Þá fer fram fjórða og síðasta keppni klúbbsins á þessu sumri. Keppt verður í sex flokkum bif- reiða og mótorhjóla. í hléi ætla kvartmílumenn siðan að bjóða upp á listaksturá mótorhjólum. í kvartmilukeppni fáökumennirnir punkta fyrir árangurinn. Síðan eru punktarnir úr öllum fjórum keppn- um sumarsins lagðir saman og sá efsti fær íslandsmeistaratitil í íþrótt- inni. Hálfdán Jónsson var ekki viss um, hvenær úrslitin lægju opinber- lega fyrir. ,,En við tilkynnum þau von bráðar á einhverjum góðum stað,” sagði hann. Formaðurinn var að því spurður, hvort ekki væri allra veðra von og því líklegt að fresta yrði keppninni á laugardaginn. Hann kvaðst bjartsýnn á að veðurguðirnir yrðu hliðhollir. ,,Við búumst síður við rigningu að haustinu til en á sumrin.” Þó að Kvartmíluklúbburinn haldi engin mót á vetrum liggur starfsemi félagsins síður en svo niðri á þeim árstíma. „Veturinn er bílskúratimi kvart- mílumannsins,” sagði Hálfdán. ,,Þá er bíllinn tekinn i gegn og gerður sem bezt úr garði fyrir næsta sumar. Nú, við höldum félagsfundi á veturna, breytum lögum og undirbúum félags- starfið fyrir næsta keppnistímabil. Þá undirbúum við einnig okkar ár- legu bílasýningu, sem er ávallt haldin um páskana. Við erum þegar byrjaðir að undirbúa næstu sýn- ingu.” Kvartmílukeppnin á laugardaginn verður að sjálfsögðu haldin á braut félagsins sunnan við Hafnarfjörð. Hún hefst klukkan tvö. -ÁT Ferðafélagsferð í kvöld í Landmannalaugar og Jökulgil: GENGIB í SP0R TORFA í KLOFA Ferðafélagið býður upp á 3 helgarferðir að þcssu sinni. Ein þeirra er „haustlita- ferð” 1 Þórsmörk í fyrramálið kl. 8. Mvndin er tekin við Gígjökullón á leið inn i Þórsmörk. „Við ráðgerum 3 helgarferðir að þessu sinni, eina í Landmannalaugar og Jökulgil, aðra að Álftavatni og þá þriðju í Þórsmörk. Lagt verður af stað í fyrrnefndu tvær ferðirnar í kvöld kl. 20 frá Umferðarmiðstöð- inni en í Þórsmerkurferðina í fyrra- málið kl. 8,” sagði Þórunn Lárus- dóttir framkvæmdastjóri Ferðafélags íslands þegar hún var innt eftir hvað félagið hefði upp á að bjóða um helg- ina. Landmannalaugar eru sagðar sá staður þar sem er að finna einna lit- skrúðugasta landslag á fslandi. Þar eru heitar og kaldar uppsprettur sem sameinast í læk, og er hann hinn ákjósanlegasti til að baða sig í og synda. Landmannalaugar er fjöl- sóttur ferðamannastaður á sumrin og rómaður fyrir náttúrufegurð og kosti. Jökulgil er raunar fremur grunnur dalur sem liggur upp undir Torfa- jökli. Jökulgil er rómað fyrir litfeg- urð fjalla sem að því liggja. Fjöllin eru úr líparíti og víða sundursoðin af brennisteinsgufum. í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir m.a. að Torfi í Klofa hafi flúið i Jökulgil með allt sitt heimafólk undan plágunni miklu 1493, en þar hafi þá verið grösugur dalur með skógi vöxnum hliðum en jöklum um- kringdur. Nú er gilið hins vegar gróðurlítið. Að sögn Þórunnar Lárusdóttur verður farið inn Jökulgilið á morgun og farið langleiðina inn að Torfa- jökli. Á sunnudaginn verður annað- hvort farið að Brennisteinsöldu suður af Landmannalaugum eða gengið á Bláhnjúk. Ferðin í Landmannalaug- ar/jöiculgil kostar kr. 20.500 fyrir Ferðafélagsfólk en 22.500 fyrir utan- félagsmenn. Ferðalangar skulu leggja til nesti og svefnpoka, eri gist er í upphituðum skála Ferðafélagsins í Laugunum. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa Fl, símar 11798 eða 19533. Þórunn sagði að aðsókn hefði verið meiri í sumarleyfisferðir félagsins í sumar en t.d. i fyrra, það er í ferðir sem taka4dagaeða fleiri. Sömuleiðis var aðsókn mikil í helgarferðir sumarsins. j Helgarferðir eru ráðgerðar fram i október, en siðan taka við dagsferðir á vegum Ferðafélagsins um hverja helgi til vors þegar sól hækkar á lofti á ný og tækifæri gef- ast til meiri útiveru í sól og sumaryl. „Það er alveg óhætt fyrir fólk að koma í ferðir hjá okkur þó það sé óvant göngu. Ferðahraðinn miðast við það sem allflestir ráða við,” sagði Þórunn Lárusdóttir. -AKH LEIKHtJSKJALLARINN: Carl Billich leikur létta tónlist. Matur framreiddur fyrir matargesti. LINDARBÆR: Gömlu dansarnir. ÓÐAL: Diskótek. SIGTON: Hljómsveitin Start leikur fyrir dansi. Videó I fullum gangi. Grillbarínn opinn. SNEKKJAN: Diskótek.' ÞÓRSCAFÉ: Hljómsveitin Galdrakarlar og diskótek. Matur framreiddur fyrir matargesti. Snvrtileutir klæónaóur. SUNNUDAGUR GLÆSIBÆR: Hljómsvcitin Glæsir og diskótek. HOLLYWOOD: Diskótek. HÓTEL BORG: Hljómsveit Jóns Sigurðssonar leikur gömlu dansana. Matur framreiddur fyrir matargesti. HÓTEL SAGA: Súlnasalur: Dansskóli Heiðars Ásl- valdssonar 25 ára. Mfmisbar: Gunnar Axelsson leikur á pianó. Stjörnusalur: Matur framreiddur fyrir matar- gesti. Snyrtlalgur klæðnaður. ÓÐAL: Diskótek. Leiklist Leikhúsin FÖSTUDAGUR ÞJÓÐLEIKHOSIÐ: Snjór. fjórða sýning. Kl. 20. LAUGARDAGUR: I.EIKFtLAC REYKJAVlKOR: Að sjá til þln maður, önnur sýning (grá aðgangskort). Kl. 20.30. ÞJÓÐLEIKHtiSIÐ: Snjór, fimmta sýning. Kl. 20 SUNNUDAGUR: LEIKFÉLAG REYKJAVlKUR: Að sjá til þin maður, þriðja sýning (rauðaðgangskort). Kl. 20:30. ÞJÓÐLEIKHÓSIÐ: Snjór, sjötta sýning. Kl. 20. Ferðalög Ferðafélag íslands Helgarferðir 19.-21. september: Landmannalaugar-Jökulgil (ef fært verður) Álftavatn-Torfahlaup-Stórkonufell. Brottför kl. 20 föstudag. Þórsmörk-haustlitaferð. Brottför kl. 08 laugardag. Allar upplýsingar á skrifstofunni Öldugötu 3. Útivistarferflir Sunnud. 21. september. 1. kl. 8 Þórsmörk i haustlitum, einsdagsferð, 2. kl. 10 Esja- Móskarðshnúkar, verð 4000 kr. 3. kl. 13 Tröllafoss og nágr., verð 4000 kr. 4. kL 13 Möskarðshnúkar, verð4000 kr. I möguleika i kaaliskápum, frystj-' skápum og frystikistum. I “ VAREFAKTA, vottorði dönsku inrrar DVN um orku-J notkun og aðra i eiginleika. afborgunarskilmAlar varefakta TRAUSTÞJÓNUSTA JFOrax HÁTÚNI 6A # SÍMI 24420 KÆLISKÁPAR 1MEÐ OG ÁN FRYSTIS GLÆSILEGIR - STERKIR - HAGKVÆMIR Lítum bara á hurðina: Hægri eða vinstri opn- un, frauðfyllt og níðsterk — og í stað fastra hillna og hólfa, brothættra stoða og loka eru færanlegar fernu- og flöskuhillur úr málmi og laus box fyrir smjör, ost, egg, álegg og afganga, sem bera má beint á borð.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.