Dagblaðið - 30.09.1980, Side 16

Dagblaðið - 30.09.1980, Side 16
16 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1980. fþróttir Iþréttir Iþróttir Iþróttir Bþrótl Jafntefli hjá Oster „Við gerðum jafntefli, 1—1 við Hammarby í skemmtilegum leik hér í Vaxjö að viðstöddum um 13.000 áhorf- endum,’’ sagði Teitur Þóröarson í viðtali við DB í gær. ,,Við höfum nú þriggja stiga forskot á Gautaborg, sem vann sinn leik en nú eru aðeins þrjár umferðir eftir.” Brage gerði jafntefli og Malmö tapaði þannig aö slagurinn stendur nú aðallega á milli Öster og Gautaborgar. Öster á nú tvo erfiöa úti- leiki eftir I röö — gegn Halmstad og Elfsborg — en lokaleikurinn er á heimavelli gegn Sundsvall. Öster þarf nú 4 stig úr þessum þremur leikjum til að tryggja sér titilinn í annað sinn á þrem ur árum. '^Sv. Nýliðar Como dáleiddu Inter ítölsku meistararnir Inter Milano töpuðu mjög óvænt fyrir nýliöunum í 1. deild, Como, á sunnudag. Úrslit urðu 2—0 fyrir Como og má með sanni segja að Milanóbúarnir hafi legið i dái i þessum leik. Juventus náði einungis '1—1 jafntefli á útivelli gegn öðrum nýliðum. Brescia er nafn þeirra. Fiorenlina er nú efst i 1. deildinni, með fimm stig, en liöið hékk á jafntefli heima gegn Catanzaro. Hér á eftir fara úrslit í leikjum helgarinnar en svo sem sjá má var markaskorun um helgina aftur eðlileg, eftir hið mikla markaregn um siðustu helgi, þegar 21 mark var skorað i átta leikjum. Forystuliðin unnu bæði 3-0 „Þeir grænu” frá St. Etienne og Nantes eru efstir og jafnir í frönsku 1. deildinni i knattspyrnu með 19 stig að loknum 12 umferðum. Bæði liöin unnu 3—0 um helgina, St. Etienne vann Metz og Nantes Valenciennes. I 3.-4. sæti eru frauðvínsmennirnir frá Bordeauz og silkiframleiðendurnir frá Lyons en bæði liðin hafa hlotið 16 stig. Lyons tapaði um helgina 1—3 á útivelli fyrir Nancy meðan Bordeaux varð að gera sér að góðu markalaust jafntefli við Korsikubúana frá Bastia. Úrslit I Frakklandi á laugardag urðu þessi: St. Etienne-Metz 2—0 Nantes-Valenciennes 3—0 Nancy-Lyons 3—1 Bordeaux-Bastia 0—0 Sochaux-Paris Sl. Germain 4—0 Tours-Angers 2—2 Laval-Monaco 3—3 Lens-Auxerre 1—1 Nissa-Lille 1—2 Nimes-Strassborg 4—2 Fortuna Kðln tapaði úti 1-3 „Við töpuöum 1—3 á útivelli fyrir efsta liöinu i deildinni, Osnabruck. Við komumst í 1—0 snemma i leiknum en þeir jöfnuðu á 63. mínútu og unnu síöan á endaspreftinum,” sagði Janus Guðlaugsson er við inntum hann frétta af liði hans, Fortuna Köln. „Við leik- um næst við Oberhausen á heimavelli en það lið er um miðja deild rétt eins og við,” sagði Janus að lokum. -SA. Cosmos keypti Schiister fyrir metupphæð Vestur-þýzki landsliðsmaðurinn Bernd Schiister skrifaði i dag undir tveggja ára samning hjá New York Cosmos en Cosmos keypti kappann frá mótherjum Akraness i UEFA-keppn- inni, Köln, á 2 milljónir dollara. Er þetta hæsta upphæð sem nokkru sinni hefur verið greidd fyrir knattspyrnu- mann í Þýzkalandi. Schiister sló i gegn i Evrópukeppni landsliða á Ítaifu i vor og vitaö var að italskt félag hafði sýnt honum mildnn áhuga. Hann lék ekki með Köln i leiknum gegn Akranesi á Laugardalsvelli fyrir tveimur vikum og var þá sagt að hann væri að athuga að- stæður á Italíu. Iw lllt' Darraðardans i vítateig Hvidovre og dæmigert fyrir ieikinn er, að það er-varnarmaðurinn Jón Pétursson sem er kominn i fremstu viglinu hjá Fram. DB-mynd Einar Ólason. Fimm marka sigur á slöku norskuliði ísland vann sannfærandi fimm marka sigur á Noregi í fyrri leik þjóðanna i handbolta um helgina. Þeg- ar í upphafi náðu íslendingar góöri forystu og eftir 12 minútna leik var staðan orðin 4—0 íslendingum í vil. Þetta forskot náðu Norðmenn að vísu að minnka í eitt mark um miðjan fyrri hálfleikinn en í hálfleik var staðan 11— 7. í síðari hálfleik juku íslendingar forystuna og komust í 18—12 en loka- tölur urðu 24—19. Góð byrjun á hand- boltavertiöinni en það verður að segjast eins og er að norska liðið var frekar lélegt og hinir ungu liðsmenn voru sem kettlingar í höndum íslendinga. Er fjórar mínútur voru liðnar af leiknum komst Ólafur Jónsson inn úr horninu en var gróflega hindraður og víti var dæmt. Úr því skoraði síðan Þorbergur Aðalsteinsson fyrsta mark íslendinga og í kjölfarið fylgdu þrjú íslenzk mörk í viðbót, fyrst mark frá Páli Björgvinssyni úr hraðaupphlaupi og þá mark sem Sigurður Sveinsson gerði með þrumuskoti. Fjórða markið CASIO TÖLVUÚR C-801 C3 O I33H s& Bí »4» mn Iwammmmam O M2 C-801 BÝÐUR UPPA: • Klukkust, mln., sek. • Mánufl, dag, vikudag. • SjáHvirka dagatalsleiflréttingu um mán- aflamót • Nákvœmni + — 15 sek. á mán. • 24 og 12 tíma kerfl samtímis. • Skeiflkkikka 1/100 úr sek. og millitíma. • Tölva með + +-X — og konstant • Ljóshnappur til aflestrar í myrkri. • Rafhlafla sem endistca 15 mán. • Ryflfritt stál. • 1 árs ábyrgfl og viflgerflarþjónusta. CASIO einkaum- boflifl á Íslandi. Bankastrœti 8, sími 27510. gerði síðan Ólafur H. Jónsson. Loks á 13. mínútu skoruðu Norðmenn mark; Andersen sá um þá hlið málanna. Á 18. mínútu var staðan orðin 6—3 fyrir fsland, en Larsen lagaði stöðuna í 4— 6. Þorbergur náði aftur þriggja marka forystu fyrir ísland með marki úr víti, eftir svipaða leikfléttu og gaf fyrsta mark íslands. Á eftir fylgdu tvö norsk mörk og síðan tvö íslenzk. Hagby skoraði annað mark sitt í leiknum á 24. mínútu og var staðan þá 9—7 fyrir ísland. En þeir Bjarni Guðmundsson og Sigurður Sveinsson juku forystuna í 11—7 fyrir hálfleik. Bjarni Guðmundsson skoraði enn á upphafsmínútum síðari hálfleiks og var forskot íslands þá orðið fimm mörk. Næstu tvær mínútur léku íslendingar einum færri því Páli Björgvinssyni var vikið af leikvelli en eigi að síður héldu íslendingar sínum hlut, skoruðu eitt mark eins og Norðmenn Á 6. mínútu hálfleiksins var Þorbirni Guðmunds- syni vísað af velli í tvær mínútur og þeir norsku voru ekki lengi að notfæra sér það, Hagby skoraði strax mínútu siðar. Þorbergur svaraði með fallegu lang- skoti og Þorbjörn bætti öðru marki við jafnskjótt og hann var kominn inn á, 15—9. Larsen og Pettersen löguðu stöðuna í 15—II en Þorbergur átti næsta orð er hann reif sig upp og þrumaði boltanum í netið. Larsen skoraði 12. mark Noregs en aftur var Þorbergur skjótur til svars, 17—12. Það sem eftir var leiksins var þetta fimm, sex marka munur á liðunum. Norðmenn náðu aldrei að ógna sigri íslendinga. íslenzka liðið verður vart dæmt af þessum leik, keppnistímabilið nýhafið og mótstaðan ekki mikil. Leik- mennirnir eru þegar komnir í góða líkamlega þjálfun og þegar samæfingin verður orðin góð má fastlega gera ráð fyrir því að það velgi handboltarisun- um undir uggum. Liðið var mjög jafnt í leiknum en beztu menn þess voru Þorbergur Aðalsteinsson, Ólafur H. Jónsson, Bjarni Guðmundsson og Sigurður Sveinsson sem tekinn var úr umferð er langt var liðið á siðari hálfleikinn. Þá var Alfreð Gíslason einnig góður og var ákaflega óheppinn að skora ekki. Markvarzlan var þokkaleg, einkanlega varði Ólafur Benediktsson vel í fyrri hálfleik. í þeim síðari varði hann minna' enda var honum skipt út af og kom Kristján Sigmundsson í hans stað. Norska liðið er ungt að árum og bezta mann liðsins, Tor Helland, vantaði i liðið á laugardag. Sem fyrr getur var liðið frekar slappt, það vantar nauðsynlega góða langskyttu og spil þess var oft á tíðum vandræðalegt, eins og leikmennirnir hefðu ekki hugmynd um hvernig þeir ættu að opna íslenzku . vörnina. Beztu menn liðsins voru Pett- er Hagby, Odd Larsen og Arnid Gerö. Mörk lslands: Þorbergur 7/4, Sigurður Sveinsson og Steindór Gunnarsson 4 hvor, Bjarni Guðmunds- son og Ólafur H. Jónsson 3 hvor, Páll Björgvinsson 2 og Þorbjörn Guðmundsson 1. Mörk Noregs: Hagby 6, Larsen 6/2, Gerö 3, Sönsterud 2, Pettersen og And- ersen 1 hvor. -SA. Evr að — vel útfærð Draumur Fram um að ná í 2. umferö Evrópukeppni bikarmeistara í knatt- spyrnu varð að engu á Laugardalsvell- inum á sunnudag er liðið tapaði 0—2 fyrir danska liðinu Hvidovre. Hvidovre vann einnig fyrri leikinn 1—0 og kemst því áfram á samanlagðri markatölu, 3—0. Dönsku meistararnir sýndu engan stórleik á Laugardalsvellinum, liðiö lá lengstum í vörn en inn á milli náði það skyndisóknum sem gáfu góðan árangur. Framarar höfðu á brattann að sækja og lögðu ailt undir en augljóst var að liöið saknaði Péturs Ormslevs sárlega, framlína þess var bit- lítil og megnaði ekki að rjúfa gat á danska varnarmúrinn. Hvernig leikurinn hefði þróazt ef Framarar hefðu skorað á 8. minútu er ekki gott að segja en þá fékk liðið bezta marktækifæri sitt í leiknum. Knettin- um var þá lyft inn á Lárus Grétarsson sem var aleinn rétt fyrir utan markteig danska liðsins. En Lárus náði ekki að drepa boltann niður og skot hans fór naumlega fram hjá markinu. Nielsen markmaður tók markspyrnu, sparkaði knettinum langt fram á völlinn og . .............................................- 'i—....................... Þorbergur Aðalsteinsson var einna atkva skorar hér eitt marka sinna i siðari leiknu BLOSSOM Frábært shampoo Snilldarmarkv BLOSSOM shampoo freyöir vel, og er fáanlegt i 4 ger&um. Hver og einn getur fengiö shampoo viö sitt hæfi. Reyndu BLOSSOM shampoo, og^y^r mun vel lika. dugði aðeins er Islendingar og Norðmenn skil BLOSSOM I Heildsölubirgðlr. KRISTJÁNSSON HF. Ingóllsstræti 12, símar: 12800 - 14878 Þrátt fyrir snilldarmarkvörzlu Ólafs Benediktssonar i síðari landsleiknum við Norðmenn urðu 1300 áhorfendur aðeins vitni að jafntefli. Lokatölur urðu 18—18 og það var ekki mikið meira en íslenzka liðið átti skilið. Ef ekki hefði komið til þessi áðurnefnda undramarkvarzla Óla Ben er ekki gott að segja hvernig farið hefði. Alls varði hann 25 skot i leiknum og slikt hefur ekki sézt á fjölum Hallarinnar í háa herrans tið. Hins vegar ber þess að gæta að Norðmennirnir voru í flestum tilvikum ekki miklir skotmenn. íslenzka liðið lék þennan leik ekki vel og er í sjálfu sér auðvelt að finna skýringu á því. Samæfing leikmanna er nær engin og kerfin í sóknarleiknum voru fá — reyndar aðeins tvö sem undirritaður sá. Norðmennirnir voru fljótir að sjá þau út og grátlegt var að sjá undir lokin hvernig einn þeirra hreinlega gekk inn í sóknarlotu íslenzka liðsins og hirti knöttinn. Varnarleikurinn hjá íslenzka liðinu var afar slakur og verst var að sjá hversu óhemju lengi leikmenn voru að koma sér aftur í vörnina. Norðmenn- irnir voru yfirleitt komnir 2 og 3 upp í vítateig áður en islenzka liðið vissi af og oftast átti Óli Ben. ekki möguleika en nokkrum sinnum tókst honum að verja með tilþrifum. Leikurinn var allan tímann mjög jafn og jafnt allar tölur upp í 8—8. Þá komst ísland í 11—8 en Norðmenn lög- uðu stöðuna í 10—11 fyrir leikhlé. í fyrri hálfleiknum og reyndar út nær allan leikinn skoraði íslenzka liðið nær eingöngu í gegnum miðjuna eða vinstri vænginn. Hægri vængurinn var ógnunarlaus með öllu og söknuðu strákarnir Bjarna Guðmundssonar illi- lega þar. Greinilegt að okkur vantar nauðsynlega fieiri hornamenn. Atli Hilmarsson kom inn á um miðjan fyrri hálfieikinn og skoraði fjögur mörk i röð fyrir ísland en mistök hans leiddu lika til tveggja norskra hraðaupp- hlaupa í röð.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.