Dagblaðið - 11.10.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 11.10.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1980. 9 Fullorðinsfrœðsla í tónlist tekin upp: JASSKENNSLAN VINSÆL „Hinn nýi Tónlistarskóli FÍH yfirfullur” — segir Sigurður I. Snorrason skólastjóri „Blessaður vertu, þetta hefur gengið alveg ágætlega,” sagði Sigurður 1. Snorrason, skólastjóri hins nýstofnaða Tónlistarskóla F.Í.H. er DB spurði hann um byrjunarerfiðleika i skólastofnun. „Skólinn er þegar orðinn yfirfullur, en við verðum að reyna að taka inn fleiri nemendureftir áramót”. Þegar fyrst var rætt um stofnun skólans, vakti það athygli að á stefnuskrá hans var m.a. jasskennsla. Við spurðum Sigurð hvernig sú nýbreytni hefði mælst fyrir. „Mjög vel, jassbrautin er þegar fullskipuð. Annars erum við nú að KRÓKUR1 KÚNSTINNI Magnús Kjartansson myndlistar- maður opnar einkasýningu í Djúpinu í dag (laugardag) kl. 15. Þar sýnir hann u.þ.b. 20 myndir, málverk og silkiþrykk frá síðustu tveim árum, eins konar sýnishorn þess sem hann hefur verið að gera. Magnús er ötull og fjölhæfur listamaður, vann m.a. skúlptúrsýningu ásamt Árna Páli Ijósmyndara sem hlaut góðar viðtökur og aflaði þeim starfsstyrkja til árs. í málverkum sínum og silkiþrykkmyndum leikur Magnús sér með „fundnar staðreyndir” og hluti og tekur gjarnan fyrir eitt eða tvö stef sem hann þrautkannar. Á sýningu hans í Djúpinu er einmitt að finna eitt slikt stef, „krókana”, sem Magnús hefur eignað sér og gert að mögnuðu myndrænu leikfangi. Sýningu hans lýkur 22. október nk. og er hún opin kl. II—23.00 alla daga. -Al.' brydda upp á annarri nýjung sem er fullorðinsfræðsla í tónlist. Fólk þarf ekki að geta leikið á hljóðfærí til að . ; geta sótt þau námskeið sem fara fram 'á þriðjudagskvöldum og fimmtu- dagskvöldum. Fyrsta námskeiðið af þessu tagi hefst 14. október og stendur níu vikur.” — Hvernig ferslik fræðsla fram? „Fyrstu þrjár vikurnar ætlar Atli Heimir Sveinsson að leiðbeina fólki um lendur klassisku sinfóníunnar. Svo tekur Jón Múli Árnason við og rekur sögu jassins i tali og tónum. Síðan tekur Jónas Ingimundarson píanóleikari við í tvær vikur, loks mun Manuela Wiesler kynna hljóð- færi sitt, flautuna, fyrir nemendum.” Sjálfur er Sigurður ágætur klarinettleikari og spurðum við hann hvort hann þyrfti ekki að gefa sitt eigið hljóðfæri upp á bátinn. „Ég leik með sinfóníunni til ára- móta, fer svo í langt frí en verð svo að gera upp við mig hvort ég held áfram stjórn skólans eða hljóðfæra- leik. Ef ég held áfram að leika fyrir alvöru, þá hugsa ég að ég muni fara meir út í kammermúsik.” Eins og margir vita, er Sigurður eiginmaður Manuelu Wiesler og þá lá beinast við að spyrja tíðinda af henni. „Hún er á þeytingi hingað og þangað til að leika með ýmsum hljómsveitum, — svona rétt að ég sjái hana,” sagði Sigurður loks og hló. Tónlistarskóli FÍM er nú til húsa að Brautarholli 4, en innritun i full- orðinsfræðsluna fer fram í síma 23780 milli kl. 14 og 17. -Al. þ. Siguröur I. Snorrason, skólastjóri hins nýja tónlistarskóla aö Brautarholti 4 ásamt húsnæöi skólans, fyrir ofan Bifreiöastillingu Nicoiais. Aldrei meira að gera en einmitt núna „Ég held svei mér þáað það hafi aldrei verið jafn mikið að gera hjá okkur og núna, síðan ég stofnaði hljómsveitina árið 1977,” sagði Ólafur Helgason, trommuleikari og hljómsveitarstjóri Tívolí, í samtali við Fólk-síðuna. „Við höfum leikið á skólaböllum, tónleikum og síðan í Sigtúni um tvær siðustu helgar. Lifandi tónlistin er alveg örugglega á hraðri uppleið núna,” sagði Ólafur. Hljómsveitin leikur eingöngú rokktón- 'list núna og hefur sérhæft sig í lögum brezku hljómsveitarinnar Led Zeppelin, gömlum og nýjum. „Það er staðreynd að rokkið kemur alltaf upp aftur og aftur, þó að einhver önnur tónlistarstefna komist í tízku um stundarsakir,” sagði Ólafur. Auk hans eru nú í Tívolí þeir Brynjólf- ur Stefánsson bassaleikari, Hjörtur Howser senj leikur á hljómborð, Björn Thoroddsen gítarleikari og Eiður Eiðs- son söngvari. Þannig skipuð hefur hljómsveitin verið í mánuð, síðan Brynj- ólfur leysti Gunnar Hrafnsson af hólmi. Tivolí hélt nýlega tvenna rokktónleika á Hótel Borg, svokölluð Led Zeppelin kvöld. Að sögn hljómsveitarstjórans var aðsókn prýðisgóð. Um 350 manns komu á hvora tónleika um sig. „Við höldum ótrauðir áfram að leika tónlist Led Zeppelin. Það hefur sýnt sig að þess háttar músík er það sem krakk- arnir vilja heyra núna,” sgði Ólafur iHelgason. Ólafur Helgason hljómsveitarstjóri Tívolí: Hljómsveitin Tívolí. Frá vinstri eru Hjörtur Howser, Eiöur „Piant" Eiösson, Óiefur Heiga- son, Björn Thoroddsen og Brynjótfur Stefáns- son, nýjasti liösmaður hljómsveitarinnar. DB-mynd: Siguröur Þorri. Ráðningar- stjóri Fíug- freyju félagsins Ekki eru allir Flugleiðamenn jafn- ánægðir með stefnumótun Stein- gríms Hermannssonar samgöngu- ráðherra í afskiptum rikisins af málefnum félagsins. Ekki hafa þó heyrzt Ijótari nafngiftir á ráðherranum en að hann sé ýmist kallaður .„ráðningastjóri Flugfreyjufélagsins” cða „lasleigna- sali Flugleiða hf.”. Rannsóknar- lögreglumenn til nýrra statfa Tvær stöður rannsóknarlögreglu- manna hjá ríkinu eru nú lausar til umsóknar. Á að ráða í þær til að fylla í skarð tveggja rannsóknar- lögreglumanna sem eru farnir eða á förum úr ríki Hallvarðs. Annar þeirra sem á förum eru er Torfi Jónsson, sem starfað hefur að lögreglumálum í 40 ár, fyrst i, götu- lögreglunni i Reykjavik frá 1940— 1960 og síðan jafnlangan tínia að rannsóknum hjá Sakadómi Reykja- víkur og síðan hjá RLR. Torfi vinnur nú að gerð nýs samtíðarntannatals fyrir Skuggsjá i Hal narfirði. Þá er Magnús Magnússon á förum frá RI.R og býst til Noregsfarar og dvalar þar. Hann gerðist lögreglu- ntaður 1964 aðeins tvítugur að aldri en hóf störf að rannsóknarlögreglu- málum 1969. Báðir þessir menn hafa sérstæða inenntun að baki fyrir rannsóknar- lögreglumenn að vera. Torfi er lærður iþróttakennari og Magnús var búfræðingur er hann hvarf til lög- reglustarfa. Fleiri rannsóknarlög- reglumenn eiga fjölbreyttan starfs- feril að baki og nægir að nefna sjálf- an yfirmanninn Njörð Snæhólnt, sem var flugkappi í norsku flugsveitinni á íslandi á styrjaldarárunum. Aðal- tómstundagaman hans nú er svifflug, svo ólíkt, sem það nú er rannsókn- umglæpamála. Allt á að selj- ast... nema... Flugleiðamenn hafa að vonum rætt á efsta plani um söluna á eign- um félagsins, sem tilkynnt var á hlut- hafafundinum að væri skilyrði fyrir aðstoð ríkisins. Talið er að þeir geti vel hugsað sér að seljá skrifstofubygginguna á Reykjavíkurflugvelli, enda sé orðið rúmt um starfsfólkið þar og eigi eflir að verða enn rýmra. Hins vegar komi ekki til greina að .selja hóteleignir félagsins, þvi að þangað sé kjörið að flytja forstjóra- skrifstofunnar. Þá sé út af fyrir sig allt í lagi að selja hlut Flugleiða í Arnarflugi hf. Hann sé hvort sem er ekki metandi til fjár og skipti ekki minnsta máli, hvort hann verði seld ur eða ek ki. Um aðrar eignir er minna talað, nema flugvélarnar, sem hvort sem er séu standandi á söluskrá.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.