Dagblaðið - 30.10.1980, Page 4

Dagblaðið - 30.10.1980, Page 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30.OKTÓBER 1980. 4 jSex verzlunar- og þjónustumiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu: Bæjarf ulltrúamir tóku kon umar með til Bretlands „Mestur árangur næst með því að komast sem næst því bezta og nýjasta í skipulagsefnum,” sagði Gestur Ólafsson skipulagsfræðingur, for- stöðumaður Skipulagsstofu höfuð- þorgarsvæðisins, er fréttamaður innti hann eftir ferðalagi bæjarfull- trúa Garðabæjar, Seltjarnarness og Kópavogskaupstaðar til Bretlands nýlega. Nær allir bæjarfulltrúar Garða- bæjar fóru þessa ferð með maka sína. Allgóð þátttaka var einnig úr Seltjarnarnesskaupstað og sæmileg úr Kópavogi. „Það fer ekkej-t á milli mála að skoðunarferðir erlendis verða nota- drýgri þegar menn hafa maka sína með og geta á ýmsan hátt sameinað gagnlega ferð og nokkra ánægju. Þetta er nú svona almennt talað mín skoðun,” sagði Gestur. Hann bætti við: „Þegar menn eiga þess kost að fara með maka sínum, bæjarfélaginu að kostnaðarlausu, þá hljóta menn að ráða því sjálfir, hvort þeir gera það eða ekki.” ,,Ég er þeirrar skoðunar, að fast eigi að halda utan um svona hluti, þar með taliö peningahliðina,” sagði Gestur. ,,Ég tel þó, að hver ný og nytsamleg hugmynd, sem fæst úr svona skoðunarferð, sé mikils virði. Ég hvet þvi frekar en let, þegar svona ferðir eru farnar.” „Ásgeir Ebenezersson, sonur Ebenezers I Vörumarkaðnum, var með í ferðinni vegna áhuga þeirra feðga á verzlunaraðstöðu i nýjum miðbæ, sem búið er að skipuleggja i Garðabæ,” sagði Gestur Ólafsson. Hann kvað sameiginleg ráð og skoð- anir skipulagsmanna, fulltrúa sveitarstjórna og verzlunar- og þjón- usturekenda fara saman við hug- myndir URBANECOM. Það er sam- band skipulagsmanna og þeirra sem á annan hátt standa að skipulagi, bæði hönnun og fjármögnun. Auk hins nýja miðbæjar í Garða- bæ eru 5 meiri háttar verzlunarhverfi með þjónustumiðstöðvum á mismun- andi stigum á höfuðborgarsvæðinu. Slík miðstöð er fyrirhuguð á Sel- tjarnarnesi, í nýja miðbænum við Kringlumýrarbraut í Reykjavík, í Mjóddinni í Breiðholti, nýjum mið- bæ i Kópavogi og miðstöð í Mosfells- sveit, sem að nokkru hefur verið byggð. „Meðal þess sem menn verða að átta sig vel á er það hver sennileg mannfjölgun veröur á næstu áratug- um á þessu þéttbýlissvæði. Margar þeirra verzlana sem nú eru reknar telja sig geta bætt við veltu sina. Sumar telja það ekki aðeins mögulegt heldur nauðsynlegt. í þessum efnum þarf að vera gott skipulag þar sem sjónarmið sem flestra komast að, ekki sízt neytenda eða fulltrúa þeirra,” sagði Gestur Ólafsson. Hópurinn sem fór til Bretlands skoðaði meðal annars The World Trade Center í London. Það þýðir bókstaflega ekkert minna en verzlunarmiðstöð heimsins. Þá var skoðuð uppbyggingin sem nú er gerð í Covent-Garden-hverfinu gamla. Þá má nefna Milton-Keynes, nýjasta bæinn í Bretlandi, miðsvæðis milli London og Birmingham. Fyrirlestrar voru haldnir og gátu menn komið á framfæri fyrirspurn- um og nokkurri umræðu þar sem það mátti helzt verða að notum. - BS Alþýöubandalagiö út í kuldann í kosningum til ASÍ-þings: „Framsóknarbylting” í Þór á Selfossi ,,Ég get fullyrt að staða Framsókn- arflokksins á Alþýðusambandsþing- inu verður sterkari nú en nokkru sinni fyrr. Okkar fólk verður allt að þvi eins fjölmennt og kratarnir á þinginu," sagði viðmælandi Dag- blaðsins úr röðum Framsóknar- manna i gær. Miklar hræringar eru i stjórnmála- flokkunum vegna ASÍ-þingsins í næsta mánuði. Er meðal annars tek- izt á um kjör fulltrúa á þingið. Á Selfossi bar þaö til tíðinda í verkalýðsfélaginu Þór að kjörnir voru 3 framsóknarmenn og I alþýðu- flokksmaður sem fulltrúar félagsins á þingið. Á siðasta ASÍ-þingi sátu 2 al- þýöubandalagsmenn og 1 alþýðu- flokksmaður fyrir Þór. Ennfremur féll alþýðubandalagsmaðurinn Hjörtur Hjartarson í formannskjöri á aðalfundi í Þór nýlega fyrir fram- sóknarmanninum Þórði Sigurössyni. Fulltrúar Þórs á ASÍ-þingi að þessu sinni eru Þórður hinn nýi for- maður og flokksbræöur hans þeir Guðni Ágústsson nýbakaður for- maður Sambands ungra framsóknar- manna og Geirmundur Finnsson. Framsóknarmcnn studdu svo Hrein Erlendsson formann Alþýðusam- bands Suðurlands sem 4. fulltrúann á ASÍ-þing, en Hreinn er úr Alþýðu- flokki. Línur í formannskjörinu í Þór, svo og i fulltrúakjöri voru hreinar. Þórður Sigurðsson hlaul 44 atkvæði i formannskjöri á móti 11 atkvæðum Hjartar. Dagblaöið hefur fregnað að ástæða hræringanna á Selfossi sé al- menn óánægja með starf verkalýðs- félagsins undanfarið. Jafnframt að Framsókn hafi sótt mjög á á Selfossi, til dæmis er staða framsóknarmanna i bæjarstjórninni sterkari en annars staðarálandinu. - ARH KosningaríVerði: GEIRSMENN OFAN A Geirsarmurinn í Sjálfstæðisflokkn- um varð ofan á í kosningu til uppstill- ingarnefndar i Verði í fyrrakvöld. Gerö var tillaga um fjóra menn, Óskar Friðriksson, Björgúlf Guð- mundsson, Svein Björnsson og Ingi- björgu Rafnar. Kjósa á þrjá og var það gert á fundinum í fyrrakvöld. Björgúlfur fékk 61 atkvæði, Óskar 53, Ingibjörg 45 og Sveinn 30. Auðir og ógildir voru 3. Sveinn Björnsson fellur þar með út og er það talið nokkurt áfall fyrir Gunnarsarminn. Sveinn hefur verið náinn samstarfs- maður Alberts Guðmundssonar i borgarstjórn. Ingibjörg er aftur á móti Geirs megin. Hún er dóttir Jónasar Rafnar og eiginkona Þor- steins Pálssonar hjá VSÍ. Óskar er fráfarandi formaður stjórnar, en Björgúlfur hefur ekki tekið afstöðu til armanna innan flokksins. - JH Útför Stefáns Jóhanns gerð f gær Útför Stefáns Jóhanns Stefánssonar, fyrrum forsætisráðherra og formanns Alþýðuflokksins, var gerð á vegum ríkisins í gær. Séra Ólafur Skúlason dómprófastur jarðsöng. Gamlir sam- herjar, stjórnmálaleiðtogar og embætt- ismenn báru kistuna úr kirkju. Vinstra megin má sjá Gunnar Thoroddsen for- sætisráðherra, Eggert G. Þorsteinsson fyrrv. ráðherra, Björn Sveinbjörnsson forseta Hæstaréttar og Jón Helgason, forseta sameinaðs alþingis. Hægra megin eru Ólafur Jóhannesson utan- ríkisráðherra, Benedikt Gröndal for- maður Alþýðuflokksins, Baldvin Jóns- son hrl. og Sighvatur Björgvinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins. DB-mynd: S. Jólarjúpumar ofan í byggð Það stefnir I metveiði á rjúpu í ár — og líkiega verður verðið aidrei hœrra. Talað hefur verið um að hver rjúpa ájólaborðið muni kosta nœrfimm þúsund krónur. (Verst er að ekki skuli minnzt á lágmarksfjölda jólarjúpna I nýja félagsmálapakkanum.) En þaðþarf ekki aðfara langt til aðfinna rjúpur — þessihjón voru að spóka sig við hest- húsin I Vlðidal um helgina og flugu slðan á brott óáreitt. DB-mynd: S. Ný samstarfsnefnd um reykingavarnir blæs til orrustu gegn tóbaksreyknum: Fræðsluvika í nóvember Samstarfsnefnd um reykingavarnir gengst fyrir fræðslu- og upplýsinga- viku um sfcaðsemi tóbaksreykinga vikuna 9. —15. nóvember næstkom- andi. Þá daga munu stærstu fjölmiðl- ar landsins, sjónvarp, hljóðvarp og dagblöð, birta margvíslegar upplýs- ingar um reykingar. Til dæmis er áformað að í hverjum fréttatíma sjónvarpsins verði 4—6 mínútna fréttamynd þar sem fjallað er um efnin j tóbaksreyk, hjarta- og æða- sjúkdóma, lungnasjúkdóma, krabba- mein, áhrif óbeinna reykinga og fleira. Samstarfsnefnd um reykingavarnir hefur verið óstarfhæf frá áramótum, en þá sögðu tveir af þremur nefndar- mönnum sig úr henni. Svavar Gests- son heilbrjgðisráðherra skipaði nýja menn í nefndina. Formaðurinn er Ingimar Sigurðsson, deildarstjóri í heilbrigðisráðuneytinu. Aðrir nefndarmenn eru Björn Bjarman, Auðólfur Gunnarsson læknir, Sigrún Stefánsdóttir fréttamaður og Þor- varður örnólfsson. Sá síðasttaldi var einnig í gömlu nefndinni. Illa er búið að samstarfsnefnd um reykingavarnir fjárhagslega. Opinber fjárveiting til starfsemi hennar er í krónutölu sú sama og árið 1977. Er þess vænzt að ríkisvaldið sjái af hærri upphæðum til starfsins. Þess má geta að nefndin hefur ráðið Gunnar Stefánsson lögfræðing i hálft starf. Verður hann jafnframt fram- kvæmdastjóri nefndarinnar. - ARH

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.