Dagblaðið - 30.10.1980, Side 14

Dagblaðið - 30.10.1980, Side 14
14 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980 Stórieikur í handknattleiknum — einu ósigruðu liðin, Víkingur og Þróttur, mætast ítoppuppgjöri 1. deildar Það má búazt við sannkölluðum þrumuleik I Höllinni I kvöld kl. 20 er ÍS-ÍRíkvSM í kvöld kl. 20 mætast í iþróttahúsi kennaraháskólans lið ÍR og ÍS og má búast við fjörugum lcik þvi ÍR-ingar urðu að sjá á bak báðum. stigunum gegn KR fyrr i vikunni í æsispennandi leik. Heimsmet Sergei Minin setti i gær nýtt heims- met er hann snaraði 133 kílóum i 60 kg. flokki. Eldra heimsmetið var 132,5 kíló, átti það Viktor Mazin ólympiu- meistari i flokknum. Þróttur og Víkingur mætast þar í 1. deildinni. Bæði liðin eru ósigruð í íslandsmótinu i vetur, Vikingur með 7 stig úr 4 leikjum en Þróttur með 6 úr 3 leikjum. Lið Þróttar undir stjórn Ólafs H. Jónssonar, er tvimælalaust það lið sem langmest hefur komið á óvart íj vetur og er sannkallað spútniklið. Það hefur hins vegar viljað loða við| spútnika að þeir hrapi fljótt niður aftur en spurningin er hvort Þrótturum tekst að halda sinu striki. r' Lelkmenn úr báðum liðum tóku þátt i Noröurlandamótinu f Noregi i fyrrl viku og má þvi búast við að þreyta Isitji i þeim. Á NM gerölst sáeinstæði at jburður i sögu Þróttar að liðið átti þrjá landsliðsmenn og þeir voru allir inn á í sama leiknum. Bæði gegn Færeyjum og svo Norðmönnum. Þessir þrir leik- menn, Páll Ólafsson, Sigurður Sveins- son og Ólafur H. Jónsson eru burðar- ásarnir i liði Þróttar og það byggist að [verulegu leyti á þeirra frammistöðu hvort Uðið nær að leggja Víking í kvöld. Óvænt hjá Norðmönnum Norðmenn gerðu sér lítið fyrir og unnu Svisslendinga 2—1 i 4. riðli und- ankeppni HM i knattspyrnu i Bern í gærkvöld. í hálfleik leiddu Norðmenn 1—0 með marki Einar Hareide frá því á 5. mínútu. Svisslendingar sóttu nær lát- laust allan siðari hálfleikinn og tókst aö jafna á 58. min. með marki Barberis. Svein Mathiesen, einn Noregsmeistara Start, tryggði Norðmönnum hins vegar sigur á 79. mínútu. Þá gerði landslið Norðmanna, undir 21-árs aldri, sér Iftið fyrir og sigraði A- Þjóðverja 4—0 f Rostock og er það stærsti skellur Þjóðverjanna i áraraðir. Það hefur þvi væntanlega verið glatt á hjalla i Noregi i gær. V crf' kr. 15110 Á Langasandi allan ársins hring Staldrað við á Akranesi Heimþráin er meinholl Rætt við Hallmar Sigurðsson Maestra Ratti í miðnæturviðtali Garðar Jóhannsson skorar hér gegh Ármenningunum i gærkvöld. DB-mynd S. KR setti ífluggír f síðari hálfleik —og kafsigldi Ármann 105-62 f úrvalsdeildinni íkörfubolta Miklir voru yfirburðir KR f síðari hálfleik gegn Ármanni í úrvalsdeildinni i körfubolta í gær. KR-ingar unnu hálfleikinn 63-26 og leikinn 105-62. í fyrri bálfleik var hins vegar fátt sem benti til þess að munurinn yrði svona mikill í leikslok. Liðin skiptust á um að hafa forystuna, en þegar langt var liðið á hálfleikinn tóku KR- ingar af skarið og leiddu í hlél 42-36. í sfðari hálfleik keyrðu siðan KR-ingar upp hraðann og jþað var meira en ungu piltarnir i Ármanni réðu við. KR-ingarnir voru slakir fyrstu mínúturnar og gekk liðinu illa að eiga við Ármenningana. Ármann leiddi 12-10 þegar fimm mínútur voru iaf leiknum, en síðan tóku vesturbæingarnir kipp og komust í 27-20. Þessi sjö stiga munur hélzt fram á 18. mínútu, en þá tóku Ármenningar að pressa KR-inga stíft upp allan völl. Hin stífa pressa sló KR-inga alveg út af laginu, hvorki gekk né rak hjá liðinu og þegar mínúta var eftir ivar munurinn orðinn eitt stig, 37-36 fyrir KR. En |KR-ingar skoruðu ftmm síðustu stigin, flest úr hraðaupphlaupum. í upphafi siðari hálfleiks var síðan KR-vélin isett í fluggír, liðið skoraði fyrstu tíu stigin og enn átti munurinn eftir að aukast. Eftir 12 mínútur var staðan orðin 72-47 og á 19. mínútu rufu þeir 100 stiga múrinn og leiddu þá 101-59. Lið KR var eins og svart og hvítt í þessum leik. í fyrri hálfleik gekk lítið upp hjá liðinu, en í þeim síðari heppnaðist aftur á móti flest sem leikmenn liðsins reyndu. Þar bar þá hæst stórleik Ágústar Líndal, sem gerði 18 stig í síðari hálf- leik, mörg hver á frábæran hátt. Guðjón Þor- steinsson var einnig drjúgur i síðari hálfleik, svo og Bjarni Jóhannesson, sem átti góðan leik í vörninni, hirti fjölda frákasta. Lið Ármanns er ungt að árum og á framtíðina fyrir sér. Liðið skortir illilega leikreynslu, eins og vel kom fram í síðari hálfleiknum, en þegar leik- menn þess hafa öðlazt hana, verður Ármann ekki árennilegt. Beztu menn liðsins i þessum leik voru þeir Davíð Amar, sem skoraði mörg stig og dreifði spilinu vel, Valdimar Guðlaugsson og Kristján Rafnsson, er var sterkur undir körf- unni. Stig KR: Keith Yow 26, Ágúst Líndal 22, Jón Sigurðsson og Bjarni Jóhannesson 12 hvor, Eirikur Jóhannesson 11, Guðjón Þorsteinsson 10, Garðar Jóhannsson 8 og Ásgeir Hallgríms- son 4. Stig Ármanns: Davíð Arnar 18, Valdimar Guðlaugsson og Atli Arason 12 hvor, Kristján Rafnsson 9, Hörður Árnason 7, Hannes B. Hjálmarsson 3 og Guðmundur Sigurðsson 1. -SA 15 Rafmögnuð spenna er FH og Haukar skildu jöfn gífurlegur darraðardans lokakaflann íæsispennandi 18—18 jafntefli liðanna Haukar og FH skildu jöfn, 18—18 1 æsispennandi leik I iþróttahúsinu við Strandgötu 1 gærkvöld þar sem gekk á ýmsu. Leikurinn var e.t.v. ekki svo vel leikinn — mikið frafár og læti en spennan var fyrir hendi allan sfðari hálfleikinn þegar aldrei skildu meira en tvö mörk liðin að. Haukarnir héldu forystunni nær allan slðarí hálfleikinn og áttu gullna möguleika á að tryggja sér sigurinn þegar Sigurður Sigurðsson stakk sér inn úr horninu er 4 sek. voru til leiksloka. Gunnlaugur Gunnlaugs- son, fyrrum Haukamaður, sem nú stendur I marki FH og varði I gær mjög vel, varði skot hans laglega og þar með fór vonin. Leikurinn fór rólega af stað, fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir 4 mínútur og var þar Júlíus Pálsson að verki. FH svaraði með þremur mörkum og komst í 3—1 og síðar í 7—4 er 16 mín. voru af leiknum. Þá kom Viðar Simonarson inn á hjá Haukunum og það er skemmst frá að segja að leikur liðsins gerbreyttist til batnaðar. Knött- urinn gekk vel manna á milli og vallar- breiddin vel nýtt. Enda fór svo að á þeim 14 minútum sem eftir voru af hálfleiknum skoruðu Haukar fimm sinnum án svars frá FH og leiddu þar með9—7 i hálfleik. FH-ingar misstu þá Óttar Mathiesen og Sæmund Stefánsson út af í 2 mín. hvorn en Haukunum tókst ekki að nýta sér það og skoruðu ekki á meðan FH-ingarnir voru færri. Síðari hálfleikurinn var 5 mín. gamall er FH náði að jafna, 9—9, en síðan komust Haukarnir í 13—11 skömmu fyrir miðjan siðari hálfleikinn og síðan var allt í járnum út leik- tímann. Viðar virtist vera orðinn þreyttur og spil Haukanna lamaðist nokkuð við það. Hjá FH var Geir hvað eftir annað of bráður á sér og skaut í lokuðum færum. Hann var ekki einn um það því þessi kvilli virtist fyrir hendi hjá báðum liðum. Haukar virt- ust vera að ná tökum á leiknum er þeir leiddu 15—14 og Ólafur Guðjónsson varði víti frá Kristjáni Arasyni rétt á eftir. Næstu þrjú mörk komu hins veg- ar frá FH og staðan var orðin 17—15 þegar 6 og hálf mínúta var til leiks- loka. Þá var Theodór Sigurðsson rekinn af leikvelli í 2 mín. og Árni Sverrisson svaraði fyrir Hauka úr horninu. Síðan fékk FH ákaflega vafa- samt víti er Kristján brenndi gróflega af og Haukar brunuðu upp og jöfnuðu með marki Sigurðar Sigurðssonar úr horninu. Júlíus fékk síðan reisupass- ann hjá Haukunum en þeir létu sig ekki muna um að komast yfir með marki Árna Sverrissonar þegar rétt tæpar tvær mín. voru til leiksloka þó að þeir væru manni færri. Geir jafnaði fyrir FH 20 sek. síðar og þar við sat. Haukar héldu knettinum út leiktímann án þess að ná að skora og jafnteflið var því staðreynd. Það voru sanngjörn úrslit þessa leiks því liðin áttu hvorugt skilið að vinna. Léku bæði ákaflega óagaðan handknattleik en það kom ekki í veg fyrir hin hefðbundnu átök er þessi lið mætast. Ákaflega erfitt er að gera upp á milli leikmanna liðanna. Hjá Haukun- um varði Gunnar Einarsson mjög vel í fyrri hálfleiknum og Ólafur Guðjóns- son stóð sig vel á meðan hann var inn á. Flestir leikmanna gerðu góða hluti inn á milli en jafnvægi vantaði illilega i leik þeirra og vitleysurnar sem sáust af og til voru hrikalegar. Hjá FH mæddi mest á Kristjáni Arasyni því Gunnar Einarsson lék aðeins með í upphafi vegna meiðsla. FH-liðið er í ár mun slakara en i fyrra og sömu sögu má| reyndar segja um Haukana. Geir heldur enn spilinu gangandi, en vantar fvrri snerpu, þó sýndi hann lítið í gær nema þegar Kristján lék hann laglega upp í nokkrum tilvikum. Þorgils Óttar Mathiesen er sterkur línumaður og á framtíðina fyrir sér og sömu sögu má reyndar segja um kollega hans á línunni hjá Haukum, Lárus Karl Inga- son, þótt hann næði sér ekki fyllilega á Denis Tueart, gamla kempan hjá Manchester City, sem freistaði gæfunnar í Bandaríkjunum um stund en snerí siðan aftur, reyndist efsta liði 2. deildar, Notts. County, óþægur Ijár 1 þúfu er Manchester City mætti Nottinghambúunum á Maine Road í Manchester í deildabikarnum í gær- kvöld. Tueart skoraði 4 mörk City í 5— 1 sigri en fimmta markið skoraði David Bennett. Greinilegt er að John Bond er að bylta liði City og þessi sigur kemur á bezta tíma fyrir liðið. Þá gerðu WBA og Preston markalaust jafntefli á The Hawthorns i sömu keppni. Norwich og Crystal Palace skildu jöfn, 1—1, í 1. deildinni á Carrow Road. Gengi Norwich er nú afar slakt strik í gær. Mörk Hauka: Hörður Harðarson 7/5, Árni Sverrisson 4, Sigurður Sigurðsson 2, Sigurgeir Marteinssson 2, Viðar Símonarson, Árni Hermannsson og Júlíus Pálsson 1 hver. Mörk FH: Kristján Arason 9/6, Geir Hallsteins- son 5, Sæmundur Stefánsson 2, Valgerð Valgarðsson og Guðmundur Magnússon 1 hvor. Dómarar voru Árni Tómasson og Jón Friðsteinsson. Þeir ráku 3 FH-inga |út af og einn úr Haukum. FH fékk 8 víti en Haukar 5. og kæmi ekki á óvart þótl liðið félli niður f 2. deildina með slfku áfram- haldi. í skozka deildabikarnum urðu þau óvæntu úrslit að Aberdeen tapaði 0—1 heima fyrir Dundee og féll þar með úr keppninni eftir markalaust jafntefli i fyrrí leik liðanna. Þá komst hitt Dundee-liðið, United, einnig á- ; fram með 5—3 samanlögðum sigri gegn Clydebank. Eftirtaldir leikir voru í lægri deildunum: 3. deild Chester-Huddersfield 0—2 Oxford-Rotherham 1—1 4. deild Crewe-Southend 1—1 Lincoln-Tranmere 2—0 Wigan-York 1—0 -SSv. Tueartfórákost- um gegn County llinn bráðefnilegi Lárus Karl Ingason stingur sér inn af linunni en hafði ekki heppnina meö sér í þetta sinn. DB-mynd S. ... Allt við það sama íensku deildakeppninni Tveggja daga ráðstefnu fulltrúa ensku deildafélaganna 92 lauk I fyrra- dag. Fjallað var þar um ýmis mál deildakeppninnar — minnkandi að- sókn, ólæti á knattspyrnuvöllum. Einnig um sjónvarp frá knattspyrnu- leikjum. Nokkuð almenn ánægja var með samningana um sjónvarpsréttinn, sem gildir til 1983. Fyrir hann fá deilda- félögin gifurlegar upphæðir. Tillaga kom fram á ráðstefnunni að gefa þrjú stig fyrir sigur f leik — og leyfa félögunum að ráða þvi hvort leikið værí á laugardögum eða sunnudögum. Þessi tillaga hlaut litlar sem engar undirtektir. Næsta ráðstefna deildafélaganna verður eftir ár. Knattspyrnuleikmenn Við leitum að sóknarleikmanni í lið sem leikur í annarri deild í Noregi. Við út- vegum vinnu og íbúð. Umsækjendur sendi upplýsingar um at- vinnu og persónuhagi ásamt meðmælum til Dagblaðsins merkt: Norskur bær.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.