Dagblaðið - 30.10.1980, Page 28

Dagblaðið - 30.10.1980, Page 28
■fic f^rir þá - sem meta áéra muni TEKK'- KKtSTÆLL Laugavegi 15. Reykjavík slmi 14320 J frjálst, áháð dagbJað FIMMTUDAGUR 30. OKT. 1980. 13 tíma árangurslítill samningafundur í prentaradeilunni: Samningur við bakarasveina Samningar tókust í gær um kjara- mál bakarasveina hjá sáttasemjara. Hins vegar virðist litið hafa miðað i deilu bókagerðarmanna og Félags isl. prentiðnaðarins. Sáttafundur þeirra hófst kl. 13 í gær og stóð til kl. 2 í nótt. Er nýr fundur boðaður kl. 14 í dag. Umræðuefnið i gær voru sérkröfur bókagerðarmanna aðrar en þær er vörðuðu tæknimálin.en samkomulag um tæknimál liggur fyrir eins og áður hefur komið fram. Verða sérkröfur af- greiddar áður en kemur að beinum ' kaupkröfum. Fundir voru ennfremur í gær um samningamál Félags leiðsögumanna og matreiðslumanna á farskipum. í morgun voru kjaramál garðyrkju- manna til umræðu á fundi hjá sátta- semjara og kl. 15 mæta fulltrúar mjólkurfræðinga og viðsemjenda þeirraásáttafund. -ARH. Loðnukvót- inn brátt hálfnaður Loðnuafli 33 skipa á síðasta sólar- hring var 22.680 tonn, að sögn Andrés- ar Finnbogasonar hjá Loðnunefnd í morgun. >að, sem af er þessum sólar- hring hafa 9—10 skip tilkynnt á áttunda þúsund tonna afla. Heildarloðnuaflinn á vertíðinni er þar með kominn vel yftr 200 þúsund tonn og fer að nálgast helminginn af veiðikvótanum að þessu sinni. -ARH. Reynist hluti saltsfldarinnar óseljanlegur? Það skapast öngþveiti á miöunum” — segir Einar Benediktsson, fuUtrúi Síldarútvegsnefndar og gagnrýnir stefnuleysi varðandi nýtingu af lans „Við höfum tryggt sölu á því magni, sem okkur var falið að selja, eða 30—32 þús. lestir upp úr sjó. Frysting og niðurlagning er hins vegar lítið hafin. >að skapast því greinilega öngþveiti á miðunum,” sagði Einar Benediktsson, fulltrúi hjá Síldarútvegsnefnd, i samtali við blaðamann DB. Komið hafa fram áhyggjur um að einhver hluti þeirra 50 þúsund lesta af síld sem leyft hefur verið að veiða reynist óseljanlegur. ,,>að sem við höfum gagnrýnt í áraraðir er að ekki skuli vera mörkuð einhver stefna um nýtingu aflans um leið og kvótinn er ákveðinn,” sagði Einar Benedikts- son. Eins og fram kom í DB í gær er víða orðinn tunnuskortur á Aust- fjörðum og því er móttaka síldar á Eskifirði til dæmis um það bil að stöðvast. Aðspurður um þetta sagði Einar, að saltendur á Austfjörðum hefðu fengið afgreiddar um 112 þús- und tunnur en þeir haft í byrjun ver- tíðar og framan af vertíð pantað 46 þúsund tunnur. Benti Einar á, að síldarsöltun væri nú 2—3 sinnum meiri en á sama tima undanfarin ár. Alls væri búið að kaupa um 270 þús. tunnur og búið væri að afgreiða til saltenda um 250 þús. tunnur sem er 80 þúsund tunnum meira en söltun nemur og 120 þús. tunnum meira en saltendur pöntuðu í upphaft vertíðar. Einar sagði að vandinn lægi fyrst og fremst í því að enn sem komið er hefði frysting og niðurlagning ekki hafizt. Hin mikla síldarganga nú á firði Austurlands væri nýtt fyrir- brigði sem öllum hefði komið á óvart. Fiskifræðingar og aðrir hlut- aðeigandi aðilar hefðu gert ráð fyrir að síldin mundi safnast saman á hin- um hefðbundnu vetursetustöðvum við austanverða suðurströndina en á þeim slóðum hefur ekki verið unnt að stunda veiðarnar nema í skaplegu veðri og mikill tími þá jafnan farið í siglingar til og frá miðunum. Nú hefði sú mikla breyting orðið að síld- in hefði haldið sig í langan tíma inni á fjörðum þar sem unnt væri að moka henni upp þótt ófært veiðiveður væri á hinum venjulegu síldarmiðum. -GAJ Jeppinn kallaði sjálfur á hjálp Jóhanna Tryggvadóttir isamt tengdadóttur sinni Kristlnu Hrafiifjörð við sölu ú ódýru portúgölsku eplunum ó torgmu Igœr. Jóhanna Tryggvadóttir framkvæmdast jóri ísportó: DB-mynd: Sig. Þorri. r ■■ SELUR P0RTUG0LSK EPLIA HALFVIRÐI „ísporto hefur flutt út frysta þorskhausa til Portúgals og þaðan hef ég fengið ávexti. >að voru mest af eplum, eða um 20 tonn sem ég er að selja núna. Ég valdi þá leið að selja eplin á torginu og hafa þau á sem lægstu verði til fólksins. Kílóið hjá mér kostar 550 krónur en í verzlunum kostar kíló af eplum frá 980 krónum upp i 1550 eftir því sem ég hef kynnt mér,” sagði Jóhanna Tryggvadóttir, í samtali við DB i morgun. „>etta er fyrsta sendingin sem ég fæ og ég vona að ísportó geti haldið á- fram með þennan innflutning. Ég er viss um að hægt er að gera mun hag- stæðari samninga en nú er gert. ísporto á í mikilli baráttu við SÍF, þeir selja saltfísk á skammarlega lágu verði til Portúgals og hafa haft í 50 ár einokun á þeirri sölu. ísporto vill selja saltfisk og fá ódýra ávexti og margt fleira frá þessu viðskiptalandi í staðinn,” sagði Jóhanna. -ELA. Símalyfseðlakerfið á meira en rétt á sér” — segir Sindri Sindrason h já Apótekaraf élagi íslands — tæplega til það kerf i sem ekki er hægt að svindla á „Ég held að þetta sé einsdæmi,” sagði Sindri Sindrason hjá Apótek- arafélagi íslands i gær, er DB bar undir hann frétt blaðsins um gallað símalyfsölukerfi lækna og apóteka. >ar kom fram að maður nokkur gat pantað lyf með því að gefa upp nafn læknis og sækja það síðan sjálfur. „En það er þó tæplega til það kerfi, sem ekki er hægt að svindla á,” sagði Sindri. „>að er ákveðið kerfi á þessu og sérstök númer lækna. En það má auðvitað segja að hægt sé að komast að númerum læknanna. >á veit ég ekki hvernig það hefur verið í þessu einstaka.dlfelli, hvort starfs- maður apóteksins hefur farið eftir settum reglum. >að er mjög strangt eftirlit með þeim lyfjum sem eru „spennandi”, fyrir ákveðinn hóp manna. Sterk fíknilyf eru háð ströngu kerfi og afrit af útgáfu lyfseðla á þau fer til ráðu- neyds. >að yrði því tekið eftir mis- ferliíþeimefnum. Símalyfseðlar eru dl mikils hægðarauka, sérstaklega fyrir þá sjúklinga, sem eru með fasta lyfseðla og fá lyfin með ákveðnu millibili, en þurfa þá ekki alltaf að fara til læknis. >etta simalyfseðlakerfi á því meira en rétt á sér. >etta kerfi sem notazt er við er e.t.v. óeðlilega auðvelt, en það er gengið frá því af heilbrigðisyfir- völdum og því ekki við apótekin að sakast í þeim efnum.” -JH Eldur kom upp í gærkvöldi í jeppabifreið sem stóð fyrir utan Bíla- skálann að Suðurlandsbraut 6. Beið jeppinn viðgerðar eftir árekstur og þegar þannig stendur á getur verið hætta á útleiðslu rafmagns. >ykir ljóst að eldurinn í jeppanum sé af þeim toga. >að undarlega gerðist að stuttu eftir að kviknað hafði í jeppanum rann hann á húshurð. Inni fyrir voru . tveir menn við vinnu og kallaði dynkurinn þá til dyra. >ar stóð logandi jeppinn. Kallað var á slökkvilið sem kom og slökkti endan- lega í bílnum, sem er allmikið brunninn. -A.St. LUKKUDAGAR: 30. OKTÓBER 23067 Henson æfingargalli. Vinningshafar hringi í síma 33622.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.