Dagblaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1980. Hin fuHkomna fæðingarstofnun er bæði örugg og heimilisleg! — Móðursýki hefur einkennt umræðuna um Fæðingarheimilið Matthildur Hansen skrifar: Ég get ekki lengur orða bundizt. Umræöan undanfarið um Fæðing- arheimili Reykjavíkur og Fæðingar- deild Landspítalans hefur mér fund- izt komast á svo lágt plan aö furðu sætir. Fæðingarheimilinu er hælt á hvert reipi en Fæðingardeildin kölluð , .færibandastofnun” og er að skilja að þar sé allt vélrænt og ómanneskju- legt, jafnvel starfsfólkið. Nú vill svo til að ég hef tvisvar alið barn og notið þjónustu beggja um- ræddra stofnana. Eg get með góöri samvizku sagt að ég hafi fengið góða reynslu af báðum og sannfærzt um að báðar hafi þær nokkuð til sins ágætis; báðar stofnanirnar hafa mjög gott starfslið sem allt vill fyrir kon- urnar gera og finnst mér í meira lagi ósmekklegt að gefa annaö í skyn og með öllu hulið hverju slikur mál- flutningur þjónar. Reynslan hefur kennt mér að draga skarpa linu milli fæðingarinnar ann- ars vegar og sængurlegunnar hins vegar. Fæðingin er í minum augum tengd ýtrasta öryggi en sængurlegan því sem nefnt hefur verið „heimilis- legt andrúmsloft”. Ég tel að góð fæðingarstofnun þurfi að hafa báða þessa kosti. Þó legg ég meira upp úr örygginu og höfða þá til þess að mikilvægast er að sjálf fæðingin fari Fæðingardeild Landspitalans. fram þar sem aðstæður eru full- komnastar; en að það sé gefinn hlutur að beztu aðstæður að þessu leyti þýði sjálfkrafa „færibanda- stofnun”, eins og einn bréfritari orðaði svo smekklega, er í minum augum tilraun — viljandi eða óvilj- andi — til aö beina sjónum manna frá aðalatriðinu: öryggi barns og móður. Ef ég ætti aö velja milli full- kominnar fæðingardeildar eða svo- nefndrar „heimilislegrar deildar” myndi ég að sjálfsögðu velja þá fyrr- nefndu, m.a. af því að maður veit aldrei fyrirfram hvernig fæðingin kemur til með að ganga; ef maður vissi það þá gæti verið athugandi að fæða „heimilislegri fæðingu”, þ.e. DB-mynd: Sigurður Þorri. eðlilegri fæðingu. Þetta þýðir þó ekki að mér finnist ekki sjálfsagt að sængurlegan sé „heimilisleg” og bezt væri að báðir þessir þættir færu saman. Oft hefur veriö sagt að nauðsynlegt sé fyrir konur að geta valið á milli fæðingarstofnana, annars vegar tæknilega fullkominnar og hins vegar „heimilislegrar”. í mínum huga á ekki að þurfa að vera um slikt val að ræða, einfaldlega vegna þess að góð fæðingarstofnun þarf að uppfylla báða þessa kosti. Þetta fékk ég sjálf einmitt að reyna hér um árið þegar ég fæddi barn á Fæðingardeildinni en lá síöan sængurleguna á Fæðingarheim- ilinu. Þarna fannst mér ég höndla báða áöurnefnda kosti fæðingar- stofnunar og hef þvi spurt mig oft að þvi undanfarið hver ósköp gangi á fyrir fólki þótt starfsemi þessara tveggja ágætu stofnana sé samræmd. Helzt er að skilja á andmæiendum að við færumst áratugi aftur i tímann og konur fari annað tveggja að fæða börn sín á salernum Landspitalans eða þá í heimahúsum ef eitthvað verður hróflað við núverandi fyrir- komulagi þessara mála. Á talsmönn- um þessara andmæla er helzt að skilja að þeir tali fyrir munn allra kvenna, en þó ég gerði ekki annað en áð biðjast undan slíkri forsjá með þessum línum er tilganginum með þeim náð. Mér fyndist nær að konur — og karlai — ræddu frekar hvernig þeim tveimur meginmarkmiðum sem ég nefndi áðan verði náð en láti af þeirri dæmalausu móðursýki sem mér hefur fundizt einkenna opinbera um- ræðu um þetta mál undanfarið. Framlag ríkisins nýtist alls ekki það setur skilyrði sem ekki er hægt að uppfylla r éáx Steinunn Geirdal, Hellissandi, skrif- ar: Þegar ég heyrði að ennþá er minnzt á byggingu dagvistarheimila í nýjasta félagsmálapakkanum gat ég ekki| lengur á mér setið. Ég varð að koma þessu á framfæri. Ég bý í litlu þorpi úti á landi og þar sem ég hef haft afskipti af dagvistar- málum hér á staðnum var ég kosin í bygginganefnd dagvistarheimilis sem ákveðið var að reisa hér. Við sóttum um styrk til ríkisins eins og gengur og fengum reyndar já- Stokkseyringar Árnesingar □ Vandlátir verzla hjá okkur. □ Vorum að taka upp mikið úrval leik- fanga verði. og annarrar gjafavöru á góðu □ Tilboð okkar í nóvember er 20% afsláttur af öllum kjötvörum í kæliborði. □ Nýjar kjötvörur daglega. □ Verzlið í jólamatinn tímanlega. □ Opið alla daga til kl. 22, laugardaga og sunnudaga líka. □ Þið pantið. — Við sendum heim, eða komið og sannfærizt. Við bjöðum ykkur velkomin. Stokkseyri Simi 3206 kvætt svar og fyrsta fjárframlag á þessu ári. Sá er þó galli á gjöf Njarðar að menntamálaráðuneytið, sem sér um úthlutun styrksins, mælir með teikningum ákveðinna arkitekta sem teiknað hafa dagheimili og leik- skóla sem nú þegar hafa verið byggð víðaumland. Okkur útkjálkamönnum þótti ráð- legast að hraða framkvæmdum sem allra mest og hugðumst því notfæra okkur þessar teikningar, sem okkur skildist í fávizku okkar að væru svo til tilbúnar til afhendingar og mynd- um við því geta hafið framkvæmdir sem allra fyrst. Við settumst því á rökstóla með arkitektum þessum, fulltrúa mennta- málaráðuneytis og skipulagsstjóra byggðarlags okkar í júlí sl. Éftir þennan fund átti, að því er okkur skildist, ekki að standa á öðru en breytingum á teikningu að grunni hússins og lögnum og kváðust arki- tektarnir geta lokið þessu á 2—3 vik- um. Við héldum heim í sælli trú á að nú gætum við byrjað En viti menn — núna i byrjun nóvember eru teikning- arnar ekki ennþá fullgerðar, það vantar ennþá allar verkfræðiteikn- ingar og fyrr en þær koma er ekki hægt að byrja. Nú sér hver heilvita maður að það er dálítill munur á að byrja á bygg- Frá Hcllissandi. Þar hefur sjóminjum verið safnað saman i sjóminjagarð. DB-mynd: Hörður. ingu í ágúst eða nóvember þegar allra veðra er von. Enda eru víst litlar líkur til að nokkur byggingameistari taki að sér verkið á þessum tíma. Fjárframlagi ríkisins fylgir líka sú kvöð að við verðum að nýta framlag þessa árs fyrir áramót, annars fáum við ekkert framlag næsta ár. Ríkið setur semsé skilyrði og sér síðan um að við getum ómögulega uppfyllt þau. Það er lítið gagn að svona ríkis- hjálp, hvort sem hún kemur úr félagsmálapakka eðaekki. Gætið vel kvittana! —annars fáið þið annan reikning í hausinn Guðmundur Jóhannesson, Torfufelli 25, skrifar: Á innheimtuseðlum Ríkisútvarps- ins stendur m.a. þessi ágæta klausa: „Greiðslur má inna af hendi í bönk- um, pósthúsum, sparisjóðum, inn- heimtudeild Rikisútvarpsins og hjá umboðsmönnum hennar.” Ég greiddi síðari greiðslu til Ríkisút- varpsins í banka fyrir mánaðamót á- gúst-september sl. en varð fyrir því óhappi að glata kvittuninni. Var að berast ný rukkun með áföllnum kostnaði, aðvörun um lögtak, mannréttindasviptingu og nauðung- aruppboð. Það er vægast sagt helvíti hart að þótt manni verði á að glata kvittun skuli maður standa uppi varnarlaus. Að greiðslur sem komnar eru með stimplaskellum, pompi og pragt inn fyrir diskinn í gjaldkerabásana skili sér ekki til réttra aðila er vægast sagt torskilið. Hvar dagar slíkar greiðslur uppi í kerfinu? Einhverju sinni var sagt að eindæmin væru verst. Hér er ekki um einsdæmi að ræða varðandi inn- heimtumál útvarpsins, svo mikið er löngu kunnugt. En til þess eru vítin að varast þau. Birt almenningi til viðvörunar, að gæta vel sinna kvittana að gefnu til- efni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.