Dagblaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1980. G.O. bílaréttingar og viðgerðir Tangarhöfða 7, sími 84125 Hlífifl lakki bílsins. Sel og festi sílsalista (stállista) á allar gerðir bifreiða. Daihatshu Charmant árgerö 1979 til sölu. Hvitur, hlifflar- grind, dráttarkúla, mjög sparneytinn og göflur bíll. Uppl. í sima 43565. Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 — Simi 15105 LYFTIGETA: 8 tonn—2 metra 5 tonn—3 metra 2 tonn—7 metra 1 tonn—10 metra SÍMI 52371 í Hafnarfirði /— Verzlunin Sporíö------------------\ auglýsir ÓD YRUSÆNGUR VERASETTIN Tilvalin jólagjöf — golftreyjur, náttföt, náttkjólar, serkir og náttsloppasett, úlpur á böm og fullorðna — mokkahúfur fyrir böm — Simba galla- og flauels- buxur, aðeins kr. 9.500.- — Sparið ykkur sporin og verzlið í SPORINU, Grímsbæ. Sími 82360. Ingólfsstrati 18. Sölustjóri Benedikt Halldórsson Svínabú - Svínabú | Til sölu 40 gyltna bú í nágrenni Reykjavíkur. Stækkunarmöguleikar. Rúmgott eigið húsnæði, möguleiki að taka íbúð upp í kaupverð. Teikningar og nánari uppl. aðeins á skrifstofunni. Hjaltl Stelnþórsson hdl. Gús(af Mr Tryggvason hdl. Tilsölu Chevrolet Suburban dísilárgerð 1975. Nýupptekin dísilvél, sæti fyrir 12 faiþega. Bíll í sér- flokki. Tilsýnisá Bílasölunni Skeifunni Símar84848 og35035. Þetta magasin hafði skreytt glugga sina með xvintýrabrúðum. Með því tókst að laða fólk að o|> ófá börnin stóðu við gluggann og horfðu á þennan ævintýraheim. Lítill jólahugur í ráðamönnum ensku þjóðarinnar: Engin jólaljós á göt um Lundúnaborgar — en verzlanir bæta úr með glitrandi jólaútstillingum Það er líklega liðin tið að íslend- ingar streymi til Lundúna til að kaupa jólagjafir, enda dýrtíð mikil þar. Þrátt fyrir það er nóg að gera i verzlunum í Oxford Street, einni aðalverzlunargötu Lundúna, þessa dagana og greinilegt að fólk var í jólagjafaleiðangri. Eigendur verzlana hafa líka gert sér grein fyrir því og flestir voru búnir að stilla út jóla- trjám og jólasveinum eða einhverju öðru sem minnir fólk á að það er aðeins rúmur mánuður til jóla. Enska ríkið með járnfrúna That- cher i fararbroddi er hins vegar á annarri skoðun. Með vaxandi verð- bólgu og dýrtíð er allt gert til að spara og þess vegna er lítill sem enginn jóla- blær á þessum aðalgötum Lundúna í ár. Venjulega hafa götur verið skreyttar með glitrandi ljósum og jólaskrauti á þessum árstíma og jafn- vel fyrr. Núna er aðeins ein gata skreytt í London, Regent Street. Og svo litið bar á þeirri skreytingu að margir hafa eflaust vart tekið eftir henni. Þar sem verzlanirnar minntu óneitanlega á jólin leit maður ósjálf- rátt upp með þessum háu húsum til að reyna að finna eitthvað sem benti til þess að hin helga hátíð nálgist. Þegar myrkva tók benti hins vegar ekkert til þess að Regent Street væri skreytt þar sem of dýrt þykir að hafa ljós á þessu annars ómerkilega skrauti. Þeir sem þrömmuðu milli verzlana virtust engar áhyggjur hafa af dýrtíð. f hverri verzlun var yfirfullt af fólki. í Oxford Street varð vart þverfótað fyrir fólki, hvítu, svörtu, gulu og brúnu. Ekki minnkaði umferð gangandi eftir lokun verzlana. Þá nutu götusal- arnir sín, einn söng jólasálma og von- aðist til að fá smáaura i hattinn sinn í staðinn, annar sýndi óspart litlar dúkkur sem skriðu um gangstéttina, þriðji bauðst til að mála mynd af veg- farendum og hinn fjórði stóð við hamborgaravagninn sinn og bauð heldur illa útlítandi hamborgara. Já, greinilegt er að jólahugur er kominn í flesta, nema ef vera skyldi ráðamenn ensku þjóðarinnar sem ætla sér ekki að gefa heldur að græða. - ELA Eina gatan i London sem ber einhver merki jólanna er Regent Street. Þar eru ómerkilegar skreytingar hangandi milli húsa, en of dýrt þykir að láta loga Ijós á þeim svo að þær sjást ekki eftir að myrkva tekur. Jólaleikföng og jólatré. Merki þess að jólin eru hátið barnanna. Þessi verzlun seldi allar geröir af jólatrjám. Vegfarendur virða fyrir sér verð og gæði og greinilega er sú stutta alvarlega að hugsa um eitt. Það þarf ekki endilega að vera heima á jólunum. Ferðaskrifstofur kepptust við að lokka ferðamenn til heitari landa með ódýrum fargjöldum og skemmtilegum gluggaútstillingum. DB-myndir ELA

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.