Dagblaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1980. 15 )ttir Iþróttir Sþróttir Iþróttir Iþróttir t Aston Villa hefur náð f imm stiga forystu — Sigraði Norwich 3—1 á útivelli í gærkvöld. Gary Shaw skoraði tvívegis fyrir Villa Svíar enn án sigurs ísjötta riðli HM Gerðu jaf ntef li við ísrael f gær ísrael og Sviþjóð gerðu markalaust jafntefli i HM-leik sínum i sjötta riðli Evrópu i Tel Aviv í gær. Áhorfendur voru 42.000. Lið ísraels sótti mjög í leiknum en leikmönnum liðsins tókst ekki að skora þrátt fyrir góð tækifæri. Á lokaminútu leiksins skallaði miðherji ísraels, Haim Bar, knöttinn i sænska markið eftir hornspyrnu. Dómarinn hafði flautað — dæmdi aukaspyrnu á ísrael. Sviar áttu varla tækifæri i fyrri hálfleik en í þeim siðari fór Ralf Edström, Standard Liege, tvívegis illa að ráði sinu. Bezti maður Svía í leiknum var markvörðurinn Thomas Wennersson en hjá Ísrael voru leikmennirnir þrir, sem leika á Englandi, mjög sterkir í vörn — þeir Avi Cochen og Moshe Gariani, Liverpool, og Yaacov Cohen, Brighton. Staðan i sjötta riðli er nú þannig: N-írland 2 110 3—0 3 ísrael 3 0 3 0 1—1 3 Skotland 2 110 1—0 3 Svíþjóð 4 0 2 2 1—5 2 Portúgal 10 10 0—0 1 Fyrri leik ísraels og Svíþjóðar í riðlinum lauk einnig með jafntefli. Kristin Magnusdottir og Broddi Kristjánsson. endingar keppa á urlandamótinu í einliðaleik Kristín Berglind Kristjánsdóttir keppir við Karin Lindquist Sviþjóð, og Kristín Magnús- dóttir keppir við Carina Andersen, Svíþjóð. Báðar sænsku stúlkurnar eru mjög sterkar. Jóhann Kjartansson keppir við Torbjörn Petterson Svíþjóð og Broddi Kristjánsson keppir við Thomas Westerholm Finnlandi. Hann ætti að eiga möguleika á að sigra í þeim leik. í tvíliðaleik Broddi og Jóhann keppa við R. von Hertzen og L. H. Nyberg Finnlandi, þarna er möguleiki á vinningi. Kristín og Kristín B. keppa við K. Lund- quist og C. Magnússon frá Sviþjóð. í tvenndarleik Broddi og Kristín keppa við M. Olsson og K. Wilhelmsson Svíþjóð. Jóhann og Kristin B. keppa við T. Petterson og Kristín C. And- ersen Svíþjóð. Með í förinni verða einnig Jóhann Hálf- dánarson, sem fer á ráöstefnu dómara, Rafn Viggósson og Magnús Elíasson, farar- stjórar, sem sitja þing, hvorutveggja haldið í sambandi við Norðurlandameistaramótið. Sigurganga gamla Birming- hamfélagsins Áston Villa heldur áfram i 1. deildinni ensku. í gærkvöld sigraði Villa Norwich á útivelli 1—3 og hefur náð fimm stiga forustu I deildinni. Hlotið 20 stig í siðustu ellefu leikjunum. Villa hefur nú 27 stig en Liverpool og Ipswich kom næst með 22 stig. Ipswich hefur þó aðeins tapað einu stigi meira en Aston Villa. Framan af i gærkvöld leit ekki út fyrir sigur Villa í Norwich. Heimaliðið lék mun betur í fyrri hálfleik. Náði forustu á 25. mín. þegar Graham Paddon sendi knöttinn í markið hjá Jimmy Rimmer. En fleiri urðu ekki mörk Norwich þrátt fyrir góð færi og í síðari hálfleiknum fór Villa að koma meira inn í myndina. Miðherjinn ungi, Gary Shaw, jafnaði eftir klukkustund- ar leik og náði síðan forustu fyrir Birmingham-liðið á 83. mín. Tveimur mín. síðar gaf hann vel á gamla garpinn Peter Withe, sem skoraði þriðja mark liðsins. Árangur Aston Villa á leik- vellinum hefur verið frábær síðustu vikurnar en um leið aukast áhyggjur þeirra, sem með peningamál félagsins fara. Tekjur leikmanna orðnar mun meiri vegna bónusa — 500 sterlings- pund fyrir unninn leik á hvern — en félagið getur með góðu móti greitt. En það er önnur saga. Margir leikir voru í ensku knattspyrnunni í gsér. Úrslit urðu þessi: I. deiid Leeds-Middlesbro 2—1 Norwich-Aston Villa 1—3 Leicester-Everton 0—1 Man. Utd.-Wolves 0—0 Sunderland-Man. City 2—0 Tottenham-C. Palace 4—2 2. deild Cardiff-Wrexham I—0 Chelsea-Derby 1—3 Watford-Luton 0—1 Pólland vann Spán Spánn og Pólland léku vináttuleik i knattspyrnu i Barcelona i gærkvöld. Pólland sigraði 2—1. Iwan skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Pólland á 18. min. Spánverjum tókst loks að jafna á 87. min. þegar Dani skoraði úr vita- spyrnu. Sú dýrð stóð ekki lengi fyrir 25 þúsund áhorfendur. Á lokamínútu leiksins skoraði Iwan sigurmark Pól- verja. 1 Evrópukeppni landsliða, leikmenn 21 árs eða yngri, sigraði Spánn Holland 2—0 í Volendam i Hollandi i gær- kvöld. Matesanz, 42. min. og Marian 90. min. skoruðu mörk Spánar. Áhorf- endur 2500. Úrslit í síðasta leiknum féllu niður í blaðinu í gær. 3. deild Chester-Plymouth 1—0 Exeter-Oxford 1 — 1 Reading-Gillingham 0—1 4. deild Crewe-Tranmere 3—0 Hereford-Bournemouth I—0 Lincoln-Northampton 5—0 Mikil læti voru í innbyrðisviðureign Yorkshireliðanna Leeds og Middles- brough. Kevin Hird náði forustu fyrir Leeds, þegar hann skoraði úr víta- spyrnu í fyrri hálfleik. Middlesbrough jafnaði á 46. mín. Júgóslavinn Jankovic skoraði. Á 71. mín. var bak- vörðurinn John Craggs hjá Boro rekinn af velli og skömmu síðar skoraði Hird sigurmark Leeds úr víta- spyrnu. Litli svertinginn Garth Crooks var óstöðvandi hjá Tottenham — skoraði þrennu gegn Palace. Fyrsta markið á 30. mín. en annar svertingi, Vince Hilaire, jafnaði fyrir Palace í 1 — 1. f síðari hálfleiknum skoraði Crooks tvivegis og Steve Archibald fjórða mark liðsins áður en Ian Walsh skoraði annað mark Palace. Sunderland vánn öruggan sigur á Man. City, sem varð fyrir því áfalli að Dennis Tueart meiddist snemma leiks. Þar með fór mesti krafturinn úr sókn Manchesterliðsins. Þeir Kevin Arnott og hinn 18 ára John Cooke skoruðu mörk Sunderland. Fyrsta mark Cooke með Sunderland. Man. Utd. sótti nær stanzlaus hjá Úlfunum á Old Trafford en leik- mönnum liðsins tókst aldrei að koma knettinum í mark mótherjanna. Úlfarnir skoruðu ekki heldur og tíunda jafntefli United var staðreynd. í Leicester skoraði Peter Eastoe fyrir Everton eftir 30 mín. og það var eina mark liðsins. Fyrsti sigur Liverpool- liðsins í sjö leikjum. í 2. deild tapaði Chelsea á heimavelli fyrir Derby County — fyrsta tap Lundúnaliðsins í II leikjum. í 4. deild komst Lincoln City í efsta sætið — Hereford úr botn- sætinu og eftirlét það Halifax George Kirby. Staðan í 1. V. Villa deildinni. 17 12 3 2 -hsim. 32—14 27 Liverpool 16 7 8 1 33—16 22 Ipswich 15 8 6 1 24—10 22 Nottm. Ford. 17 8 5 4 26—16 21 Arsenal 17 8 5 4 26—17 21 Man. Utd. 17 5 10 2 21 — 11 20 Everton 17 8 4 5 28—19 20 WBA 16 7 6 3 19—13 20 Birmingham 16 6 6 4 22—18 18 Tottenham 16 6 6 4 28—31 18 Sunderland 17 6 5 6 23—20 17 Southampton 17 6 4 7 31—27 16 Middlesbro 17 6 3 8 25—28 15 Stoke 16 4 7 5 18—25 15 Coventry 17 6 3 8 19—27 15 Wolves 16 5 4 7 15—21 14 Leeds 17 5 3 9 13—29 13 Norwich 17 4 4 9 20—33 12 Man. City 17 3 5 9 18—31 11 Brighton 17 3 4 10 18—31 10 JohnTrollope stjóri Swindon John Trollope, bakvörðurinn kunni, sem leikið hefur áratugi með Swindon Town, var i gær ráðinn sem fram- kvæmdastjóri liðsins. Kemur í stað Danny Williams — en staða Swindon er mjög Ijót I 3. deild. Trollope var i fréttunum fyrir nokkrum vikum, þegar hann lék sinn 765. deildaleik með Swindon. Bætti þar með met Jimmy Dickinson, Portsmouth, þess kunna enska landsliðsmanns hér á árum áður. Siðan hefur Trollope enn leikið fimm leiki með Swindon svo met hans er komið i 770 deildaleiki. Litli landsliðsmaðurinn leikni í knattspyrnunni, Karl Þórðarson, hefur gert góða hluti með La Louviere i 2. deildinni belgísku siðustu vikurnar. Skorað talsvert af mörkum og meðal annars sigurmark La Louviere Harel- beke siðastliðinn laugardag. La Louvi- ere hefur nú lyft sér af botninum í deildinni og er reyndar ekki nema sex stigum á eftir efstu liðunum. Myndin að ofan er tekin i haust, þegar La Louvi- ere lék við Tongeren. Karl er á miðri myndinni. Leicester 17 4 2 11 12—27 10 C. Palace 17 4 I 12 19—34 9 Trausti kemur heimídag Trausti Haraldsson, landsliðsbak- vörðurinn kunni í Fram, sem siðustu daga hefur æft með Hertha Berlin, er væntanlegur heim i dag. Ekkert varð af samnlngi hjá honum við Berlinarliðið — og Trausti vildi ekki að svo komnu máli leita fyrir sér víðar í Vestur-Þýzka- landi. Peninga- og klæðlitill og afréð því að halda heim. Umboðsmaöur hans í Þýzkalandi, Willy Reinke, er með 2— 3 félög í takinu, sem áhuga hafa á að fá Trausta til liðs við síg. Hann mun ef til vill athuga þau mál síðar. Brian Clough áþing? Miklar likur eru á að Brian Clough, framkvæmdastjóri Nottingham Forest og fyrrum miðherji enska landsliðsins i knattspyrnu, verði i framboði fyrir Verkamannaflokkinn i næstu þing- kosningum á Bretlandseyjum, eða cftir þrjú ár. í viðtali við fréttamenn BBC, brezka útvarpsins, í gær sagðist Clough vera aö ihuga málið. Lagt hefði verið að honum af kunnum mönnum í Verka- mannaflokknum að bjóða sig fram. Hins vegar var ekki getið um hvar Clough yrði i framboði ef til kemur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.