Dagblaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. NÖVEMBER 1980. Nýtt hefti af Sögu upp á 400 blaðsíður: Trúmál, mjölverð, togveiði- deilur — ogmargtannað merkilegt efni „í Hjálpræðisherinn hefur eingöngu gengið fólk úr verkalýðs- og iðnaðar- mannastétt,” segir Pétur Pétursson i skemmtilegri ritgerð í nýútkomnu hefti af Sögu, tímariti Sögufélagsins. Þar fjallar Pétur um trúarlegar hreyfingar á íslandi á þessu timabili og leitast við að tengja þær við félagslegan og pólitísk- an veruleika þessara ára. Þetta hefti Sögu er mjög myndarlegt, nærri 400 blaðsíður, og eftir því læsi- legt. Gunnar Karlsson ritar um fjárhag höfðingja og stórbænda á 13. öld og veltir fyrir sér hvað menn þurftu að ráða yfir miklum eignum til að geta látið taka sig alvarlega sem höfðingja. Gísli Gunnarsson leiðir rök að því að leiguliðar á 16. öld hafi stundum greitt landskuldir sínar i mjöli og sluppu þá ódýrara, því þeir höfðu til viðmiðunar sögualdartaxta þegar kornið var miklu dýrara en það síðar varð! Og Berg- steinn Jónsson gerir útdrátt úr merki- legri dagbók Vestur-fslendingsins og landnemans Jóns Jónssonar frá Mjóa- dal í Bárðardal. Þá eru greinar í heftinu um fiskveiði- deilur við Breta, viðhorf íslendinga til Skota, ókannaða skjalaböggla um Skaftárelda, og minnzt er á hugsanleg- an ástarhug-.Þorvalds Vatnsfirðings 01 Sólveigar Sæmundardóttur. Enn má telja ítarlegar greinar um tvo látna fræðimenn, Stein Dofra og Arnór Sigurjónsson. Siðast en ekki sízt eru 70 blaðsiður helgaðar ritfregnum um innlenda sagn- fræði og sýnir það hversu mikil grósk- an er á þessum vettvangi. Ritstjórar Sögu eru Björn Teitsson og Jón Guðnason, en forseti Sögu- félagsins er Einar Laxness. Félagsmenn geta vitjað ritsins i af- greiðslu Sögufélagsins, Fischersundi, en auk þess er það til sölu í stærri verzl- unum í Reykjavík. - IHH Eskifjörður: Síldin pækluð ogfluttíhús Ekkert var brætt í loðnubræðslunni á Eskifirði í gær og í fyrradag vegna þess að ekki fæst svartolía eins og er. En svartolía er væntanleg í dag, mið- vikudag, að sögn Þórðar Jónssonar rekstrarstjóra. Ljósafoss kom með 1200 tómar síldartunnur hingað, 400 tunnur á hvert söltunarplan. Mikið er að gera i síld- inni þó söltun sé að mestu lokið. Undanfarið hefur mikið verið að gera við að pækla sildina, velta tunnum og flytja þær í hús. Unnið er langt fram á kvöld og jafnvel um helgar lika. Hver tunna hlýtur að vera orðin dýr jtegar öll þau handtök eru lögð saman. - Regina, Eskifirði. Eldhúsbfll ók utan íþotuna — og skemmdi væng hennar Farþegar frá Lundúnum í gær urðu fyrir óvæntri töf er eldhúsbíll ók utan í væng Flugleiðaþotunnar Boeing 727 þar sem hún stóð á Heathrow flugvelli. Skemmdir urðu minni en á horfðist og tók um hálfa klukkustund að lagfæra þær. - ELA Allur akstur krefst varkárni Ýtum ekkl barnavagni á undan okkur vlð aðstæður sem þessar 'N_____Uísr""" Vissir þú að HUSQVARNA framieiðir afítað 100 gerðir eidavéia! Allt frá 3ja hellna eldavélum einum ofni með grilli og geymsluhólfi að fullkomnustu vélinni, með tveim ofnum, sjálfhreinsandi efri ofn, gierheliu, rafeindastýrðu klukkuborði. Breiddir 50, 55, 60 og 70 cm. Hraðsuðuhellur, ofninn hitnar á aðeins 5 mínútum. HUSQVARIMA ofnarnir em þekktir fyrir að vera sérlega sparneytnir á rafmagn. Verö frá 252.200.- (nýkr. 2.522.) til 631.000 (nýkr. 6.310-) Husqvarna r unna’i Sfygúuöan h.f suðurlandsbraut 16 - simi 32500 Husqvarna sparar orku. Við kynnum HUSQVARNA Bíllinn sem allir vilja eiga. PLYMOUTH VOLARÉ 1980 Erum að fá sendingu af hinum eftirsótta Plymouth Volaré Station 1980 á verði sem enginn annar getur boðið. Sendingin verður á verði sem er 20% undir verksmiðjuverði. Volaré hefur marg sannað yfir- burði sína hér á landi og bestu dæmin er m.a. endursöluverð og endingin — þetta eru bílar sem forðast verkstæði. Reynslan hefur marg sannað að bílarnir frá Chrysler eru sterkbyggðari en flest allir aðrir bílar. Við getum boðið Volaré Station Custom með m.a. sjálfskiptingu, vökvastýri og 6 cyl. á verði frá ca. kr. 9.800.000 og Volaré Station Premier með deluxe frágangi, sjálfskiptingu, vökvastýri og 8 cyl. frá ca. 11.900.000 (miðað við gengi 21.10.‘80.). Umboðsmenn: Sniðill hf., Óseyri 8, Akureyri. Sími 22255 Bíiasala Hinriks, Akranesi. Sími 1143 Friðrik Óskarsson, Vestmannaeyjum. Sími 1552 Öskar Jónsson, Neskaupstað. Sími 7676 Baldvin Kristjánsson, Patreksfirði. Símar 1195 og 1295 Armúla 36. Símar 84366 - 84491

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.